307. fundur 13. desember 2022 kl. 17:30 - 19:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
    Aðalmaður: Lilja Einarsdóttir
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson varamaður
    Aðalmaður: Árný Hrund Svavarsdóttir
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner varamaður
    Aðalmaður: Tómas Birgir Magnússon
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir Starfsmaður
Dagskrá
Varaoddviti, í fjarveru oddvita, setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 8. desember 2022

2212032

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: Bjarki Oddsson,
Lagt fram til kynningar.

2.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022

2211081

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2022, fyrir sitt leiti viðauka 4 og viðauka 5 með þremur samhljóða atkvæðum og lagði til við sveitarstjórn að hann yrði samþykktur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 4 og viðauka 5.

3.Fjárhagsáætlun 2023-2026; seinni umræða

2212003

Fjárhagsáætlun 2023-2026 lögð fram til seinni umræðu. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri fer yfir helstu niðurstöður áætlunarinnar og kynnir greinargerð með fjárhagsáætlun.
Til máls tók: Bjarki Oddsson,
Áætlun 2023 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 682.500.000 kr.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2023 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 2.618 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 2.281 m.kr. Reiknaðar afskriftir 158 m.kr. Veltufé frá rekstri 318 m.kr.
Niðurstaða ársins 2023 án fjármagnsliða er áætluð 179 m. kr. Rekstrarniðurstaða 2023 jákvæð um 52,9 m.kr.
Í eignfærða fjárfestingu verður varið..............682,5 mkr.
Afborgun lána.......................................113 mkr.
Tekin ný langtímalán.................................550 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok....2.368 mkr. Eigið fé er áætlað í árslok........................2.294 mkr.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.

Bókun B-lista

Fulltrúar B-lista vilja þakka meirihluta sveitarstjórnar og þeim starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir samstarfið við gerð fjárhagsáætlunar. Vinna við gerð áætlunar 2023 gekk vel á skömmum tíma. Fulltrúar B-lista vilja þó hvetja meirihlutann til að hefjast fyrr handa við gerð næstu fjárhagsáætlunar til þess að stuðla að betur vandaðri áætlun fyrir öll árin sem áætlunin tekur til. Með því móti verður til stefnumótun sem er nauðsynleg með uppbyggingu, sjálfbærni og framtíðarhorfur sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Bjarki Oddsson
Guri Hilstad Ólason
Rafn Bergsson

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2023-2026.

4.Álagning fasteignagjalda 2023

2212039

Lagðar fram til samþykktar tillaga að álagninu fasteignaskatta 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að álagningu fasteignaskatta 2023.

5.Gjaldskrá fráveita 2023

2212014

Lögð fram tillaga að gjaldsrá fráveitu 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fráveitu 2023

6.Gjaldskrá vatnsveita 2023

2212015

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá vatnsveitu 2023.

7.Gjaldskrá Skógarveita 2023

2212011

Lögð fram gjaldskrá fyrir Skógarveitu 2023
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá um Skógaveitu 2023.

8.Gjaldskrá Sorpstöð Rangárvallasýslu 2023

2212004

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 2023
Til máls tóku: Bjarki Oddsson og Anton Kári Halldórsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 2023.

9.Gjaldskrá byggingarfulltrúa 2022

2212040

Lögð fram tillaga að gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2023.

10.Gjaldskrá fyrir félagsheimili 2023

2212005

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir félagsheimili 2023
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá félagsheimila 2023.

11.Gjaldskrá fjallaskálar 2023

2212006

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir fjallaskála 2023
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir fjallaskála 2023

12.Gjaldskrá fyrir kattahald 2023

2212007

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir kattahald 2023
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir kattahald 2023.

13.Gjaldskrá um hundahald 2023

2212008

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir hundahald 2023
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hundahald 2023.

14.Gjaldskrá leikskóla 2023

2212009

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir leikskóla 2023
Til máls tók: Bjarki Oddsson
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir leikskóla 2023.
Samþykkt: AKH, EE, CB, SKV, RB
Sitja hjá: BO, GHO

15.Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2023

2212010

Lögð fram gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2023
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2023.

16.Gjaldskrá og reglur fyrir skólaskjól Hvolsskóla 2023

2212012

Lögð fram gjaldskrá og reglur fyrir Skólaskjól Hvolsskóla 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá og reglur fyrir Skólaskjól Hvolsskóla 2023.

17.Gjaldskrá Íþróttamiðstöð 2023

2212020

Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð.
Til máls tók: Guri Hilstad Ólason, Anton Kári Halldórsson
Sveitarstjórn leggur til að fresta afgreiðslu gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2023.

Samþykkt samhljóða.

18.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2112015

Á 53. fundi Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar var reglugerð um Íþrótta- og afrekssjóð Rangárþings eystra endurskoðaðar. Einnig voru vinnureglur sjóðsins endurskoðaðar.
HÍÆ leggur til þá breytingu að aðeins verði úthlutað einu sinni á ári úr sjóðnum og skulu umsækjendur skila inn umsókn fyrir 1. desember hvert ár og umsóknarferlið verður rafrænt á heimasíðu Rangárþings eystra.
Til máls tóku: Bjarki Oddsson og Anton Kári Halldórsson
Sveitarstjórn vísar endurskoðun á úthlutunarreglum Íþrótta- og afrekssjóð Rangárþings eystra aftur til Heilsu-,íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Samþykkt samhljóða

19.Erindisbréf nefnda 2022

2207015

Erindisbréf nefnda fyrir kjörtímabilið 2022 - 2026 lögð fram til samþykktar.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Bjarki Oddsson og Guri Hilstad Ólason
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf eftirfarandi nefnda og ráða, Ungmennaráð, Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd, Fjölskyldunefnd, Skipulags- og umhverfisnefnd og Markaðs- og menningarnefnd.
Samþykkt samhljóða.

20.Ósk um timabundna lausn frá störfum í sveitarstjórn Rangárþings eystra

2212031

Lilja Einarsdóttir óskar eftir tímabundinni lausn frá störfum í sveitarstjórn Rangárþings eystra, ásamt ráðum og nefndum, til 1. janúar 2024, vegna annríkis í starfi og námi. Óskar Lilja eftir lausn samkvæmt 23. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra og 2.mg. 30.gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011.
Til máls tók: Rafn Bergsson
Sveitarstjórn samþykkir að veita Lilju Einarsdóttur tímabundna lausn frá störfum og þakkar kærlega fyrir hennar störf undanfarin ár í þágu sveitarfélagsins. Jafnframt býður sveitarstjórn Guri Hilstad Ólason velkomna til starfa sem aðalfulltrúa í sveitarstjórn og óskar henni velfarnaðar í störfum. Samþykkt samhljóða.

21.Tillaga fulltrúa B-lista að breyttri nefndarskipan

2212036

Í ljósi þess að Lilja Einarsdóttir hefur óskað eftir tímabundinni lausn frá störfum sveitarstjórnar Rangárþings eystra, ásamt nefndum og ráðum sem því hlutverki tilheyra leggja fulltrúar B-lista til eftirfarandi tillögur að breytingum á nefndarskipan:
Byggðarráð:
Aðalmaður verði Rafn Bergsson í stað Lilju Einarsdóttur
Varamaður verði Bjarki Oddsson í stað Rafns Bergssonar
Héraðsnefnd:
Aðalmaður verði Rafn Bergsson í stað Lilju Einarsdóttur
Varamaður verði Guri Hilstad Olason í stað Rafns Bergssonar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur að breytingum á nefndarskipan.

22.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Um er að ræða lýsingu að skipulagsverkefni á jörðinni Miðeyjarhólmur. Helstu markmið skipulagsins eru að afmarka byggingarreiti fyrir íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar ásamt heimreiðum að bæjarhúsunum frá Hólmabæjarvegi og Þjóðvegi 1. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna skipulagslýsingu og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

23.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hamragarðar fjarskiptamastur

2210024

Íslandsturnar ehf. óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á 12m fjarskiptamastri í landi Hamragarða skv. meðfylgjandi uppdráttum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti veitingu framkvæmdaleyfis á fundi sínum þann 18. október 2022. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 10. nóvember og óskaði eftir betri kynningu á málinu og hvort aðrar staðsetningar séu hentugri fyrir fjarskiptamastrið. Sú kynning fór fram þann 24. nóvember.
Til máls tók: Bjarki Oddsson
Sveitarstjórn hafnar umsókn um framkvæmdarleyfi miðað við umbeðna staðsetningu. Sveitarstjórn beinir því til umsækjanda að skoða aðra kosti með staðsetningu t.d. við gatnamót Þjóðvegar og Landeyjahafnarvegar, þar sem nú þegar er álíka hátt mastur í eigu Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða.

24.Deiliskipulag - Hlíðarendakot

2102081

Fh. landeigenda óskar Elín Þórisdóttir eftir því að deiliskipuleggja uþb. 26,5 ha svæði jarðarinnar Hlíðarendakots. Fyrirhugað er að byggja við núverandi íbúðarhús, auk þess að koma fyrir tveimur heilsárshúsum á sömu lóð. Settir eru byggingarreitir í kringum önnur hús á bæjartorfunni til mögulegrar stækkunar. Einnig verða afmörkuð svæði þar sem gert verður ráð fyrir fimm íbúðarhúsalóðum vestan við bæjarstæðið og einni austan við það. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 14. septmeber með athugasemdarfresti til 26. október. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Einnig var tillagan send til umsagnar. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að mikilvægt sé að fossinn Drífandi sé merktur inn á uppdrátt og að fjallað sé um hann í greinargerðinni. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits suðurlands er óskað eftri þvi að vatnsból verði staðsett og að vatnsvernd verði skilgreind í samræmi við reglugerð þar að lútandi. Búið er að bregðast við fyrrgreindum umsögnum í skipulagsgögnum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða eldsumbrot í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ef komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun í sveitarfélaginu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða

25.Deiliskipulag - Ytri-Hóll 1

2207180

Um er að ræða deiliskipulag á ca 1,0 ha spildu úr landi Ytri-Hóls 1 L163950. Gert er ráð fyrir veiðihúsi allt að 100 m2 að stærð með mænishæð allt að 8,0 m, 2-3 svefnhús samanlagt allt að 160 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0 m og aðstöðuhúsi, allt að 80 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0 m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi við tillöguna:
Tillagan var auglýst frá 7. september með athugasemdarfresti til 19. október. Einnig var tillagan send til umsagnar. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða eldsumbrot í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ef komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun í sveitarfélaginu. Í sameiginlegri athugasemd sumarhúsaeiganda, sem eru í nálægð við skipulagssvæðið sem og eiganda jarðarinnar Ytri Hóls, koma fram mótmæli við fyrirhugaðri staðsetningu veiðihúss. Staðsetning er m.a. talin vera of nálægt núverandi sumarhúsum, aukning verði á umferð og ónæði í kringum mannvirkin, öflun neysluvatns sé ótrygg, um sé að ræða skerðingu á úrvals landbúnaðarlandi og að skilgreina þurfi breytta landnotkun á reitnum. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir framkomnar athugasemdir varðandi nálægð lóðarinnar við sumarhúsin. Í uppfærðri tillögu hefur verið komið til móts við athugasemd varðandi fjarlægð og er búið að færa lóðina frá fyrrgreindum sumarhúsum um ca 100 m. Er þá heildarfjarlægð á milli byggingarreita þess sumarhúss sem næst er og fyrighugaðrar lóðar ríflega 200m. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að óhjákvæmilega verði einhver aukning á umferð o.þ.l. ónæði í kringum mannvirkin, sérstaklega á meðan að veiðitímabilinu stendur. Það geti þó varla talist meiriháttar. Varðandi skerðingu á úrvals landbúnaðarlandi þá bendir nefndin á að um er að ræða mjög lítin hluta úrvals landbúnaðarlands sveitarfélagsins, eða ca 1,0 ha. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að starfsemin samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024, kafli 4.17.3, þar sem að heimild er fyrir annari atvinnustarfsemi á landbúnaðarsvæðum. Ekki þurfi því að skilgreina aðra landnotkun. Skiplags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna ásamt því að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða

26.Deiliskipulag - Völlur 2

2211042

Deiliskipulagið nær til ca 1,2 ha lands úr landi Vallar 2 L164207, ntt. Vallarhorn. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi og allt að 300 m2 skemmu. Mænishæð bygginga er allt að 8,0m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða

27.Landskipti - Moldnúpur

2211047

Óskað er eftir því að stofna ca 1,4 ha lóð út úr Moldnúpi L163783 í samræmi við uppdrátt unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 2.11.2022. Hin nýja lóð fær staðfangið Moldnúpshestar. Landskiptin eru í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var í sveitarstjórn dags. 10. mars 2022. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl:

28.Deiliskipulag - Uppsalir, breyting

2211048

Óskað eftir breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum L164200. Breytingin felst í því að gerð er ný lóð, Uppsalir 4 sem er 3,0 ha að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús/bílskúr, allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og skemmu allt að 250 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða

29.Dílaflöt - Ósk um uppbyggingu á verslun- og þjónustu

2211049

Aðilar sem eru áhugasamir um kaup á landspildunni Dílaflöt L234644 óska eftir afstöðu sveitarfélagsins til breytingar á landnotkun á spildunni þannig að hægt sé að byggja upp lítil gestahús til útleigu fyrir ferðamenn. Um er að ræða breytingu á 10-15 ha af norð-vestur hluta spildunnar sem yrði skilgreint sem verslun- og þjónusta (VÞ). Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og tekur jákvætt í erindið.
Samþykkt samhljóða

30.Deiliskipulag -
Rjómabúið

2211063

Deiliskipulagið fyrir Rjómabúið nær til 1,7 ha úr landi Bollakots L163995. Gert er ráð fyrir gestahúsum ásamt þjónustuhúsi, eða að hámarki 5 hús. Mænishæð húsa er allt að 6,0m mv. gólfhæð. Aðkomuvegur verður frá Bollakotsvegi. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða

31.Hvammur lóð 176754 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2211045

Sýn ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri á lóðinni Hvammur lóð L176754. Uppdrættir eru eftir Sigurð Lúðvík Stefánsson frá Íslandsturnum ehf. dags. 15.nóvember 2022. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri á lóðinni Hvammur lóð L176754 að undangenginni jákvæðri niðurstöðu úr grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir eiganda Hvamms L163770.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkvæmdarleyfið með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu úr grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða

32.Deiliskipulag - Voðmúlastaðir

2211069

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 5 byggingarreitum sem hver um sig er 900 m2 að stærð. Á hverjum reit er heimilt að byggja allt að 60 m2 gestahús til útleigu fyrir ferðamenn. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða

33.Skipulags- og umhverfisnefnd - 10

2211011F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 10. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Tillagan var auglýst frá 14. septmeber með athugasemdarfresti til 26. október. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Einnig var tillagan send til umsagnar. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að mikilvægt sé að fossinn Drífandi sé merktur inn á uppdrátt og að fjallað sé um hann í greinargerðinni. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits suðurlands er óskað eftri þvi að vatnsból verði staðsett og að vatnsvernd verði skilgreind í samræmi við reglugerð þar að lútandi. Búið er að bregðast við fyrrgreindum umsögnum í skipulagsgögnum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða eldsumbrot í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ef komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun í sveitarfélaginu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Tillagan var auglýst frá 7. september með athugasemdarfresti til 19. október. Einnig var tillagan send til umsagnar. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða eldsumbrot í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ef komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun í sveitarfélaginu. Í sameiginlegri athugasemd sumarhúsaeiganda, sem eru í nálægð við skipulagssvæðið sem og eiganda jarðarinnar Ytri Hóls, koma fram mótmæli við fyrirhugaðri staðsetningu veiðihúss. Staðsetning er m.a. talin vera of nálægt núverandi sumarhúsum, aukning verði á umferð og ónæði í kringum mannvirkin, öflun neysluvatns sé ótrygg, um sé að ræða skerðingu á úrvals landbúnaðarlandi og að skilgreina þurfi breytta landnotkun á reitnum. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir framkomnar athugasemdir varðandi nálægð lóðarinnar við sumarhúsin. Í uppfærðri tillögu hefur verið komið til móts við athugasemd varðandi fjarlægð og er búið að færa lóðina frá fyrrgreindum sumarhúsum um ca 100 m. Er þá heildarfjarlægð á milli byggingarreita þess sumarhúss sem næst er og fyrighugaðrar lóðar ríflega 200m. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að óhjákvæmilega verði einhver aukning á umferð o.þ.l. ónæði í kringum mannvirkin, sérstaklega á meðan að veiðitímabilinu stendur. Það geti þó varla talist meiriháttar. Varðandi skerðingu á úrvals landbúnaðarlandi þá bendir nefndin á að um er að ræða mjög lítin hluta úrvals landbúnaðarlands sveitarfélagsins, eða ca 1,0 ha. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að starfsemin samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024, kafli 4.17.3, þar sem að heimild er fyrir annari atvinnustarfsemi á landbúnaðarsvæðum. Ekki þurfi því að skilgreina aðra landnotkun. Skiplags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 10 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri á lóðinni Hvammur lóð L176754 að undangenginni jákvæðri niðurstöðu úr grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir eiganda Hvamms L163770.

34.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 54

2212002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 54. fundar Heilsu-,íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt samhljóða
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 54 Til þess að efla megi og styrkja íþróttalíf enn frekar í Rangárvallasýslu leggur heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra til að íþrótta-, knattspyrnu - og ungmennafélög í Rangárvallasýslu verði hvött til að taka samtal. Með því móti og samræmdu skipulagi væri hægt að nýta fjármuni, búnað og mannauð mun betur en nú er gert og gera gott starf enn betra og öflugra.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 54 Ólafur Örn fór yfir niðurstöður og nefndin fagnar framtaki ungmennaráðs.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 54 Ákveðið var að leiðrétta styrk til Ivars Yls eftir að viðbótargöng bárust. Þau gögn fylgdu ekki upphaflegri umsókn.
    Bryndís Lára yfirgaf fundinn áður en atkvæðagreiðsla fór fram.
    Samþykkt með fimm atkvæðum SSÚ, BD, ÁHG, KLÁ, BO.
    SOB situr hjá.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 54 Mikill vilji nefndarmanna er fyrir því að velja íþróttamann ársins í lok hvers árs. Stefnt er að því að fyrir árið 2023 verð kjörið tilkynnt í desember 2023. Valið á íþróttamanni ársins 2022 verði þann 17. júní eins og áður hefur verið.

35.Fundargerð 75. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 30. nóvember 2022

2212013

Lögð fram til umfjöllunar og staðfestingar fundargerð 75. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Til máls tók: Anton Kári Halldórsson
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð í heild sinni og samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 2023.
Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 19:25.