305. fundur 24. nóvember 2022 kl. 10:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon dddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Bjarki Oddsson gerir athugasemd við fundarboð.
Oddviti óskar eftir að bæta tveimur málum á dagsskrá, mál nr. 10 fundargerð 221 fundar byggðarrás sem haldinn var fyrr í dag og mál númer 9 Leikskólinn Örk; niðurfelling leikskólagjalda milli jóla og nýárs 2022 og í dymbilviku 2023.
Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

1.Fjárhagsáætlun 2023-2026; fyrri umræða

2211053

Fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Áætlunin hefur verið unnin af fjármálastjóra og sveitarstjórn á vinnufundum sveitarstjórnar. Á vinnufundina hafa allir fulltrúar sveitarstjórnar verið boðaðir og tekið virkan þátt í vinnunni. Sveitarstjórn hefur fengið ýtarlega kynningu á fjárhagsáætluninni á fundi byggðarráðs fyrr í dag.
Til máls tóku: Tómas Birgir Magnússon, oddviti, Lilja Einarsdóttir og Bjarki Oddsson.
Sveitarstjórn vísar afgreiðslu fjárhagsáætlunar til 2. umræðu.
Samþykkt samhljóða.

2.ADHD samtökin; styrkbeiðni

2211050

Lagt fram til umræðu erindi ADHD samtakanna þar sem óskað er eftir styrk til samtakanna.
Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon, oddviti.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um styrkveitingu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Menningarsjóður; Endurskoðun á úthlutunarreglum

2208065

Á 5 fundi Markaðs- og menningarnefndar var tekin fyrir tillaga að breytingum á úthlutunarreglum menningarsjóðs Rangárþings eystra.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til breytingu á 6. lið reglnanna og að liðurinn hljómi þá svona:

6.
Gerður skal samningur milli styrkþega og Rangárþings eystra um sérhverja styrkveitingu til menningarstarfs. Styrkþegi skal skila upplýsingum um framkvæmd verkefnisins, á þar til gert eyðublað, í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að styrkt verkefni hefur verið klárað, eigi síðar en ári eftir að samningur um verkefnið var undirritaður. 2/3 hluti styrkupphæðarinnar er greiddur út þegar skrifað hefur verið undir samning og 1/3 hluti er greiddur út við skil á lokaskýrslu. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk verður ný umsókn ekki tekin til greina nema viðkomandi hafi skilað inn eyðublaði um framkvæmd.

Nefndin felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að endurgera samning milli styrkþega og sveitarfélagsins og eyðublað fyrir lokaskýrslu.

Samþykkt samhljóða.


Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon, oddviti.
Sveitarstjórn samþykkir endurskoðun Markaðs- og menningarnefndar á úthlutunarreglum Menningarsjóðs.

4.Atvinnustefna Rangárþings eystra

2211032

Á 5. fundi Markaðs- og menningarnefndar var tekið fyrir erindi um gerð atvinnustefnu. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili að nefndin hefji vinnu við atvinnu- og nýsköpunarstefnu Rangárþings eystra. Slík stefna hefur það að markmiði að styðja við þróun öflugs og fjölbreytts atvinnulífs í sveitafélaginu. Stefnan skal stuðla að bættum rekstrarskilyrðum starfandi rekstrareininga og gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir ný fyrirtæki. Fjölbreytt og blómstrandi atvinnulíf er hornsteinn samfélagsins.
Til máls tóku: Tómas Birgir Magnússon, oddviti, Rafn Bergsson.
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði nefndarinnar um gerð atvinnustefnu.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og leggur til að Markaðs- og menningarnefnd hefji vinnu við gerð atvinnustefnu Rangárþings eystra.

5.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 10

2210106

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á spildunni Skeggjastaðir land 10 L194252. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 200m2 að stærð, skemmu allt að 200 m2 að stærð og hesthúsi allt að 200 m2 að stærð. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon, oddviti.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 18

2210107

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon, oddviti.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Deiliskipulag - Hvolsvegur 29-35

2211022

Um er að ræða áform um nýtt deiliskipulag á reit sem nær yfir lóðirnar Hvolsvegur 29, 30, 31, 32, 33, 35 og Hlíðarveg 15. Skipulags- og umferðarnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna fari af stað við gerð tillagna að uppbyggingu skv. meðfylgjandi tillögu og að nefndinni verði falið að fylgja verkefninu eftir.
Til máls tóku: Tómas Birgir Magnússon, oddviti, Bjarki Oddsson, Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir einnig að skipulags- og umhverfisnefnd fylgi verkefninu eftir.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Landskipti - Fornhagi

2211024

Landeigendur óska eftir því að skipta 14,4 ha spildu út úr Fornhaga L189779 í samræmi við uppdrátt unnum af Landslag ehf, dags. 4.11.2022. Hin nýja spilda mun fá staðfangið Fornhagi 2. Einnig er verið að hnitsetja ytri mörk Fornhaga L189779. Heildarstærð Fornhaga eftir landskipti er 37,27 ha. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang. Nefndin gerir auk þess ekki athugasemd við ytri mörk Fornhaga L189779.
Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon, oddviti.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Einnig samþykkir sveitarstjórn ytri afmörkun spildunnar Fornhagi L189779 eins og þau eru sett fram á meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Leikskólinn Örk; niðurfelling leikskólagjalda milli jóla og nýárs 2022 og í dymbilviku 2023

2211052

Á 4. fundi fjölskyldunefndar var tekið fyrir erindi leikskólastjóra þar sem óskað er eftir að foreldar geti fengið niðurfelling leikskólagjalda milli jóla og nýárs 2022 og í dymbilviku 2023, verði börn þeirra í fríi á tímabilinu.
Fjölskyldunefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Nefndin samþykkir erindið samhljóða og óskar eftir því við sveitarstjórn að erindið verði tekið fyrir og samþykkt.
Til máls tóku: Tómas Birgir Magnússon, oddviti, Lilja Einarsdóttir, Bjarki Oddsson, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða niðurfellingu leikskólagjalda milli jóla og nýárs 2022 og í dymbilviku 2023, fyrir þau börn sem eru í fríi á tímabilinu.

10.Byggðarráð - 221

2211008F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 221. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku: Tómas Birgir Magnússon, Bjarki Oddsson, Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir
Fundargerð staðfest í heild.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 9

2211005F

Lögð fram til umfjöllunar og staðfestingar fundargerð 9. fundar Skipulags og umhverfisnefndar.
Til máls tóku Tómas Birgir Magnússon og Lilja Einarsdóttir.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 9 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 9 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 9 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 9 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna fari af stað við gerð tillagna að uppbyggingu skv. meðfylgjandi tillögu og að nefndinni verði falið að fylgja verkefninu eftir.
  • 11.5 2211024 Landskipti - Fornhagi
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 9 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang. Nefndin gerir auk þess ekki athugasemd við ytri mörk Fornhaga L189779.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 9

12.Markaðs- og menningarnefnd - 5

2211004F

Lögð fram til umfjöllunar- og staðfestingar fundargerð 5. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Til máls tóku: Tómas Birgir Magnússon og Bjarki Odssson.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 5 Markaðs- og menningarnefnd leggur til breytingu á 6. lið reglnanna og að liðurinn hljómi þá svona:

    6.
    Gerður skal samningur milli styrkþega og Rangárþings eystra um sérhverja styrkveitingu til menningarstarfs. Styrkþegi skal skila upplýsingum um framkvæmd verkefnisins, á þar til gert eyðublað, í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að styrkt verkefni hefur verið klárað, eigi síðar en ári eftir að samningur um verkefnið var undirritaður. 2/3 hluti styrkupphæðarinnar er greiddur út þegar skrifað hefur verið undir samning og 1/3 hluti er greiddur út við skil á lokaskýrslu. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk verður ný umsókn ekki tekin til greina nema viðkomandi hafi skilað inn eyðublaði um framkvæmd.

    Nefndin felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að endurgera samning milli styrkþega og sveitarfélagsins og eyðublað fyrir lokaskýrslu.

    Samþykkt samhljóða.



  • Markaðs- og menningarnefnd - 5 Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og óskar skipuleggjendum góðs gengis. Ennfremur hvetur nefndin alla til að mæta laugardaginn 26. nóvember milli klukkan 14 - 16.
    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 5 Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni á því að boðaður verði fundur með Vegagerðinni, Lögregluembættinu, Bændasamtökum Íslands, sveitarstjórn, markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

    Nefndin hvetur til þess að einnig verði boðaðir fulltrúi frá tryggingafélögum sem og fulltrúar frá Innviða- og Matvælaráðuneytunum.

    Samþykkt samhljóða
  • Markaðs- og menningarnefnd - 5 Markaðs- og menningarnefnd mun boða til fundaraðar með atvinnulífinu. Fyrstu fundirnir í röðinni verða um landbúnaðarmál og ferðaþjónustu.
    Nefndin felur formanni nefndarinnar ásamt Markaðs- og kynningarfulltrúa að undirbúa fundina samkvæmt umræðum á fundinum.
    Samþykkt samhljóða
  • Markaðs- og menningarnefnd - 5 Markaðs- og menningarnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili að nefndin hefji vinnu við atvinnu- og nýsköpunarstefnu Rangárþings eystra. Slík stefna hefur það að markmiði að styðja við þróun öflugs og fjölbreytts atvinnulífs í sveitafélaginu. Stefnan skal stuðla að bættum rekstrarskilyrðum starfandi rekstrareininga og gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir ný fyrirtæki. Fjölbreytt og blómstrandi atvinnulíf er hornsteinn samfélagsins.
    Samþykkt samhljóða.

13.Tónlistarskóli Rangæinga; 28. stjórnarfundur 18.nóvember 2022

2211057

Lögð fram til umfjöllunar og staðfestingar fundargerð 28. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga og fjárhagsáætlun 2023.
Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon, oddviti.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð í heild sinni og samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga 2023.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.222. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2211041

Fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands lögð fram til umræðu og kynningar.
Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon, oddviti.
Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið.