304. fundur 10. nóvember 2022 kl. 12:00 - 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson varamaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Oddviti leggur fram tillögu um að einn dagskrálður verði felldur af dagskrá, liður 16 2209007 Landsskipi Háimúli, þar sem dagskráliðurinn var afgreiddur á síðasta fundi sveitarstjórnar. Það er samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Aðrir liðir færast eftir því.

Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritar fundargerð en hún situr einnig fundinn sem staðgengill sveitarstjóra í fjarvelur Antons Kára.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 10. nóvember 2022

2211015

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: LE og TBM.
Lagt fram til kynningar.

2.Erindisbréf nefnda 2022

2207015

Í kjölfarið á endurskipulagningu stjórnsýslu sveitarfélagsins og nýrri nefndarskipan hefur verið unnið að nýjum erindisbréfum fyrir nefndir sveitarfélagsins. Erindisbréfin voru tekin til umræðu á 303. fundi sveitarstjórnar.
Lögð eru fram erindisbréf Skipulags- og umhverfisnefndar, Markaðs- og menningarnefndar, Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefndar, Fjölskyldunefndar og Ungmennaráðs.
Til máls tóku: RB, TBM, SKV, LE
Lagt fram til umræðu og kynningar. Sveitartjóra falið að vinna úr athugasemdum, senda sveitarstjórnarfulltrúum til yfirlestar og leggja fyrir tilbúin skjöl til samþykktar á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða

2206069

Sveitarstjórn samþykkti í fyrri umræðu á 303. fundi sveitarstjórnar samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða. Hún er nú komin til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða og leggur til að hún verði auglýst í b-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Bjarg Íbúðafélag; Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

2202085

Á 218. fundi byggðarráðs þann 15. september sl. fól byggðarráð sveitarstjóra að vinna að viljayfirlýsingu við Bjarg íbúðafélag um úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 49 og byggingu raðhúss á lóðinni.
Lögð fram til umræðu og samþykktar viljayfirlýsing Rangárþings eystra við Bjarg íbúðarfélag.
Til máls tóku: LE og TBM.
Sveitarstjórn staðfestir viljayfirlýsinguna og þátttöku í verkefninu og felur byggðarráði að úthluta lóðinni Hallgerðartúni 49 til Bjargs íbúðarfélags. Einnig samþykkir sveitarstjórn að veita til verkefnisins stofnframlag að upphæð 21.153.327 krónur. Stofnframlagið er veitt í formi láns og verður endurgreitt að 50 árum liðnum.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.HS veitur; Endurnýjun samkomulags

2210075

Unnið hefur verið að endurnýjun samkomulags milli HS Veitna hf (HS) og Rangárþings eystra um rekstur vatnsveitu og kaup á fersku vatn. Samkomulagið er frá árinu 2016 og töldu aðilar rétt að uppfæra og endurnýja samkomulagið.
Til máls tóku: TBM, LE, MJÍ, EE og SKV.
Sveitarstjórn samþykkir endurnýjun fyrirliggjandi samkomulags við HS veitur.

6.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022

2210104

Á 220. fundi byggðarráðs var viðauki 3 samþykktur með þremur samhjóða atkvæðum og leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur.

Með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.

Í meðfylgjandi viðauka er búið að færa inn hlutdeild eftirfarandi stofnana í áætlun Rangárþings eystra fyrir árið 2022 :
Í A hluta:
Bergrisinn bs.
Brunavarnir Rangæinga bs.
Héraðsnefnd Rangæinga
Byggðasafnið í Skógum
Tónlistarskóli Rangæinga
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs.
Félagsþjónusta Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu
Skólaþjónusta Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu

Í B hluta:
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.


Áætluð helstu áhrif á AB hluta:
Rekstrarniðurstaða lækkar um 5,8 m.kr.
Aðrar tekjur hækka um 239,9 m.kr.
Rekstrargjöld hækka um 208,4 m.kr.
Afskriftir hækka um 23,9 m.kr.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur hækka um 13,4 m.kr.
Fjárfesting eykst um 13,2 m.kr.

Ekki er hægt að meta áhrif á eignir og skuldir þar sem að í flestum áætlunum samstarfsverkefnanna vantar áætlaðan efnahag 2022.
Til máls tóku: TB og MJÍ
Viðauki 3 samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

7.Öldungaráð 2022 - 2026

2210070

Á þriðja fundi fjölskyldunefndar var sveitarstjórn hvött til að tilnefna fulltrúa í Öldungaráð Rangárvallasýslu hið fyrsta.
Tillaga er um að tilnefna Benediktu S. Steingrímsdóttur í Öldungaráð og til vara Ingibjörg Marmundsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum að tilnefna Benediktu S. Steingrímsdóttur í Öldungaráð og til vara Ingibjörg Marmundsdóttir.

8.Skyttur; Ósk um styrk til æskulýðsstarfs

2209088

Lagt fram til umræðu erindi Skotfélagsins Skytturnar þar sem óskað er eftir styrk til búnarðarkaupa og æskulýðsstarfs.
Magnús Ragnarsson formaður Skotfélagsins Skytturnar kom á 52. fund Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar, kynnti erindið og var eftirfarandi bókun samþykkt á fundinum. "HÍÆ nefnd leggur til að sveitarstjórn styrki skotfélagið Skyttur til búnaðarkaupa og fagnar frumkvöðlastarfi sem stjórn skotfélagsins hefur sýnt undanfarin ár."
Til máls tóku: TBM, LE og MJÍ.
Sveitarstjórn hafnar erindinu. Rangárþing eystra hefur nú þegar veitt félaginu styrk á þessu ári og búið er að samþykkja gjaldfrjálsa aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Sigurhæðir; Umsókn um styrk fyrir árið 2023

2210081

Lagt fram til umræðu erindi Sigurhæða þar sem óskað er eftir styrks til rekstar Sigurhæða, úrræðis við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Til máls tóku: TBM.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til að upplýsingar um framlag frá Sóknaráætlun liggur fyrir.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Félag eldri borgara; Sundleikfimi

2211007

Félag eldri borgara, FEBRANG, óskar eftir því við sveitarfélagið að það standi fyrir násskeiðum í sundleikfimi á Hvolsvelli og Hellu.

Til máls tóku: TBM, LE, SKV, RB, ÁS
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsin og felur sveitrstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Boð um þátttöku; Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga

2211012

Sérstök aðgerð hefur verið skilgreind í núgildandi Byggðaáætlun 2022-2026. Snýr hún að því að móta heildstæða nálgun íslenskra sveitarfélaga að aðlögun að loftslagsbreytingum. Lagt fram erindi Byggðarstofnunar þar sem óskað er eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.
Til máls tóku: TBM og LE
Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga og sveitarstjóra falið að tilkynna um áhuga að þátttöku.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Bergrisinn; Aðalfundur; 15. nóv. 2022

2211013

Aðalfundur Bergrisans verður haldinn 15. nóvember 2022 á Selfossi. Rangárþing eystra á fjóra kjörmenn á fundinum.
Til máls tóku: TBM og SKV.
Sveitarstjórn tilnefnir Anton Kára Halldórsson, Lilju Einarsdóttur, Rafn Bergsson og Tómas Birgir Magnússon sem fulltrúa á aðalfund Bergrisans. Til vara tilnefnir sveitarstjórn Árný Hrund Svavarsdóttir, Christiane L. Bahner, Bjarki Odssons og Guri Hilstad Ólason. Samþykkt samhljóða.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Vegamál í Rangárþingi eystra

2210100

Ástand vega í Rangárþingi eystra. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Rætt var um ástand vega í sveitarfélaginu. Ákveðið að afla frekari upplýsinga um ástand vega og hefja vinnu við forgangsröðun verkefna.
Til máls tóku: TBM, RB, LE, MJÍ, EE, ÁHS.
Sveitarstjórn fagnar því að nefndin hefji vinnu við greiningu um ástand vega.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hlé gert á fundi kl 13.07. Fundur hefst aftur 13.15.

14.Umsögn um framkvæmdarleyfi - Þorvaldseyri Vegsvæði

2207197

Katla Jarðvangur, Ólafur Eggertsson frá Þorvaldseyri og Rangárþing eystra óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir um 170 metra lögnum göngustíg. Fyrirhuguð framkvæmd er staðsett sunnan við Þjóðveg, frá gestastofu Kötlu Jarðvegs og tegir sig í austur átt. Aðalhönnuður er Hrólfur Karl Cela frá Basalt arkitektum. Ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða veitingu framkvæmdaleyfis.

15.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hamragarðar fjarskiptamastur

2210024

Íslandsturnar ehf. óska eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á 12m fjarksiptamastri í landi Hamragarða skv. meðfylgjandi uppdráttum. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri í landi Hamragarða skv. meðfylgjandi tillögu. Samþykkt með 6 atkvæðum. BO situr hjá.
Til máls tóku: LE, EE, TBM og ÁS.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir betri kynningu á málinu og hvort aðrar staðsetningar séu hentugri fyrir fjarskiptamastrið.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Landskipti - Völlur 2

2210029

Félagsvöllur ehf. óskar eftir því að skipta ca 1,2 ha spildu út úr Velli 2 L 164207 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 25.09.2022. Hin nýja lóð fær staðfangið Vallarhorn. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

17.Landskipti - Stórólfsvöllur lóð A

2210035

Stórólfur ehf óskar eftir þvi að skipta 7,5 ha lóð út úr Stórólfsvelli lóð A skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af verkfræðistofunni EFLA, dags. 6.10.2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Stórólfsvöllur lóð B. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

18.Landskipti - Deild

2210076

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir því að skipta ca 9,3 ha landspildu út úr Deild L163999 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Adam Hoffritz dags. 27.10.2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Deild 2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Fylgiskjöl:
Hlé gert á fundi 13:36. Fundur hefst aftur 13:42.

19.Deiliskipulag - Hvolsvöllur miðbær, breyting

2210083

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi í miðbæ Hvolsvallar. Heimilt verður að reisa bílakjallara fyrir allt að 30 bíla með aðkomu frá Hlíðarvegi. Byggingarheimildir fyrir Austurveg 8 (Félagsheimilið Hvoll) eru minnkaðar og lóðarstærð minnkuð. Einnig eru gerðar minni háttar breytingar á gangstígum og gönguþverunum. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur jafnframt til að farið verði í ítarlegri hönnun á miðbæjartúninu sem fyrst þannig að heildarmynd af svæðinu sé skýr.
Til máls tóku: EE, LE og TBM.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir vinnufundi um breytingar á deiliskipulagi miðbæjar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.


20.Deiliskipulag - Ofanbyggðarvegur, breyting

2210098

Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir nýjum jarðstrengi, Rimakotslínu 2, á uppdrætti og kafla 2.4 um veitur er bætt við í greinargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Að mati Skipulags- og umhverfisnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir breytinguna sem óverulega í samræmið við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án grenndarkynningar.

21.Deiliskipulag - Miðkriki hesthúsahverfi, breyting

2210097

Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir nýjum jarðstrengi, Rimakotslínu 2, á uppdrætti og kafla 2.4 um veitur er bætt við í greinargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd sem óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynna skal tillöguna fyrir Hestamannafélaginu í Miðkrika.
Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu.

22.Deiliskipulag - Rimakot

2210096

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir tengivirki á lóðinni Rimakot L163918 í Austur Landeyjum. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við núverandi spennistöð og er heildarbyggingarmagn lóðarinnar allt að 600 m2. Hæð bygginga er allt að 8,0m m.v. gólfkóta. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

23.Deiliskipulag - Múlakot 1

2208051

Gerð er tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Múlakoti 1, n.t.t. varðandi flugskýlin sunnan Fljótshlíðarvegar. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir minni sambyggðum húsum með einhalla þaki, allt að 5,5m að hæð í staðin fyrir stærri einingar með allt að 6,5m mænishæð. Hámarksbyggingarmagn breytist ekki. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi við málið:
Tillagan var auglýst frá 14. september sl. með athugasemdarfresti til 26. október sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar er óskað eftir því að veghelgunarsvæði sé sýnt á uppdrætti. Búið er að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar á uppfærðum uppdrætti. Engar aðrar athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

24.Deiliskipulag - Skíðbakki 1

2210020

Deiliskipulagið nær til um 1,9 ha landspildu úr Skíðbakka 1. Heimilt er að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús með hámarksmænishæð 8,0m, 50 m2 gestahús með hámarksmænishæð 5,0m og allt að 300 m2 skemmu með hámarksmænishæð 8,0m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.Deiliskipulag - Ytri-Skógar, óveruleg breyting

2210082

Fjallafje ehf óskar eftir óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Ytri-Skógum er varðar lóðinu L163731 sem er undir Hótel Skógafossi. um er að ræða aukningu á heildarbyggingarmagni úr 1500 m2 í 1550 m2 og stækkun á byggingarreit til þess að rúma fyrrgreinda aukningu byggingarmagns. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Að mati Skipulags- og umhverfisnefndar er sannarlega um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem um er að ræða óveruleg frávik frá núverandi hámarksbyggingarmagni og útliti. Hagsmunir nágranna munu að engu leyti skerðast er varðar landnotkun eða útsýni.
Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir breytinguna sem óverulega í samræmið við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án grenndarkynningar.

26.Fyrirspurn vegna Hótel Skógafoss - Stækkun á mannvirki

2210021

Fjallafje ehf óskar eftir heimild til stækkunar á Hótel Skógafossi skv. meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða viðbyggingu sem inniheldur stækkun á eldhúsi, nýja vörumóttaku og sorpgeymslu. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Fyrirhuguð stækkun rúmast ekki innan skilmála deiliskipulags. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir framkvæmdaraðila á að óska eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar mannvirkis.
Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Ósk um byggingu íbúðarhúss á Heylæk 7 - Heylækur

2210048

Jón Þorsteinn Gunnarsson óskar eftir heimild til þess að byggja íbúðarhús að Heylæk 7 L234268skv. meðfylgjandi drögum unnum af Bölta ehf, dags. 18.10.2022. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni jákvæðri niðurstöðu úr grenndarkynningu. Samþykkt er að grenndarkynna fyrir eigendum Teigs 1, Heylækjar 1 og Heylækjar 3.
Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulagsnefndar og samþykkir veitingu byggingarleyfis með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu úr grenndarkynningu.
Fylgiskjöl:

28.Gönguleiðin Fimmvörðuháls

2210033

Bragi Hannibalsson óskar eftir heimild til þess að stika aukaleið frá Baldvinsskála um Fimmvörðuskála og áfram til norðurs þangað til komið væri á aðalgönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu.
Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar.

29.Umsókn um tækifærisleyfi; Uppskeruhátíð Geysis

2211001

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Hestamannafélagsins Geysis fyrir tækifærisleyfi þann 19.nóvember 2022 í félagsheimilinu Hvolnum í tilefni af uppskeruhátíð félagsins.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

30.Byggðarráð - 220

2210011F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 220. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

31.Skipulags- og umhverfisnefnd - 7

2210004F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 7. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7 Skipulags- og umhverfisnenfd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7 Fyrirhuguð stækkun rúmast ekki innan skilmála deiliskipulags. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir framkvæmdaraðila á að óska eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar mannvirkis.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis fyrir uppsetningu á fjarskiptamastri í landi Hamragarða skv. meðfylgjandi tillögu.
    Samþykkt með 6 atkvæðum. BO situr hjá.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 7

32.Skipulags- og umhverfisnefnd - 8

2210010F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 8. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Tillagan var auglýst frá 14. september sl. með athugasemdarfresti til 26. október sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar er óskað eftir því að veghelgunarsvæði sé sýnt á uppdrætti. Búið er að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar á uppfærðum uppdrætti. Engar aðrar athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni jákvæðri niðurstöðu úr grenndarkynningu. Samþykkt er að grenndarkynna fyrir eigendum Teigs 1, Heylækjar 1 og Heylækjar 3.
  • 32.3 2210076 Landskipti - Deild
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er sannarlega um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem um er að ræða óveruleg frávik frá núverandi hámarksbyggingarmagni og útliti. Hagsmunir nágranna munu að engu leyti skerðast er varðar landnotkun eða útsýni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur jafnframt til að sem fyrst verði farið í ítarlegri hönnun á miðbæjartúninu sem fyrst þannig að heildarmynd af svæðinu sé skýr.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd sem óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynna skal tillöguna fyrir Hestamannafélaginu í Miðkrika.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8 Rætt var um ástand vega í sveitarfélaginu. Ákveðið að afla frekari upplýsinga um ástand vega og hefja vinnu við forgangsröðun verkefna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 8

33.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 52

2210008F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 52. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 52 HÍÆ nefnd leggur til að sveitarstjórn styrki skotfélagið Skyttur til búnaðarkaupa og fagnar frumkvöðlastarfi sem stjórn skotfélagsins hefur sýnt undanfarin ár.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 52 Laufey Hanna sagði frá starfinu í félagsmiðstöðinni.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 52 HíÆ nefnd fór yfir umsóknir í íþrótta- og afrekssjóðinn. Fundarmenn fóru yfir þær og afgreiddi.
    Eftirtaldir fengu styrk
    Ívar Ylur Birgisson fékk alls 40.000 krónur í styrk fyrir að vera í úrvalshópi hjá KKI í körfubolta og styrk til að stunda frjálsar íþróttir á Selfossi þar sem aðstaðan á Hvolsvelli er ekki fullnægjandi.
    Katrín Eyland Gunnarsdóttir fékk 60.000 krónur fyrir að vera Íslandsmeistari í boðhlaupi og einnig styrk fyrir að stunda frjálsar íþróttir á Selfossi þar sem aðstaðan er mun betri þar en á Hvolsvelli.

    Einn umsækjandi skilaði ekki fullnægjandi gögnum og var Ólafur Örn beðinn um að óska eftir þeim.

    Nefndin lagði einnig til við Ólaf Örn að hann skyldi búa til drög að stöðluðu umsóknareyðublaði sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagins til að auðvelda umsækjendum að skila inn réttum upplýsingum.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 52 Næstu skref voru rædd og nýjar hugmyndir ræddar og settar á blað. Ólafur Örn hvatti svo fundarmenn að koma hugmyndum á sig ef þeim myndi detta eitthvað heilsueflandi í hug.

34.Fjölskyldunefnd - 3

2210009F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 3. fundar Fjölskyldunefndar.
Til máls tóku: LE, SKV, RB og TBM.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Fjölskyldunefnd - 3 Sigríður Karólína Viðarsdóttir, formaður Fjölskyldunefndar, fer yfir minnisblað formanns yfir þau málefni sem kallað var eftir upplýsingar um á síðasta fundi sem og málefni sem komið hafa upp milli funda.
  • Fjölskyldunefnd - 3 Fjölskyldunefnd staðfestir Starfsáætlun Leikskólans Arkar skólaárið 2022-2023. Samþykkt samhljóða Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða starfsáætlun Leikskólans Arkar skólaárið 2022-2023.
  • Fjölskyldunefnd - 3 Fjölskyldunefnd staðfestir Ársskýrslu leikskólans Arkar skólaárið 2021-2022.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 3 Fjölskyldunefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að kanna kostnað við úttekt sem þessa fyrir næsta fund nefndarinnar.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 3 Fjölskyldunefnd staðfestir Skólanámskrá Hvolsskóla 2022 - 2023.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða Skólanámskrá Hvolsskóla 2022 - 2023.
  • Fjölskyldunefnd - 3 Fjölskyldunefnd samþykkir að skipa vinnuhóp til að safna gögnum um kosti og galla 170 daga skólaárs eða 180 daga skólaárs. Vinnuhópurinn skilar inn gögnum til nefndarinnar í síðasti lagi fyrir fund hennar í janúar.
    Fjölskyldunefnd leggur til að í vinnuhópnum verði Heiðbrá Ólafsdóttir, Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir og Rafn Bergsson.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 3 Fjölskyldunefnd samþykkir að skólastjóri Hvolsskóla sé best til þess fallinn að sjá um og meta, með skólastjórnendum hinna skólanna í byggðarsamlaginu, hvort náms- og starfsráðgjafi skuli vera innan skólanna, hjá skólaþjónustu eða að fá aðkeypta þjónustu.
    Samþykkt samhljóða
  • Fjölskyldunefnd - 3 Fjölskyldunefnd hvetur sveitarstjórn Rangárþings eystra til að tilnefna fulltrúa í Öldungaráð Rangárvallasýslu hið fyrsta.
    Samþykkt samhljóða

35.Stjórn Njálurefils SES - 11

2210006F

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 11. fundar Stjórn Njálurefils SES.
Til máls tóku: RB og TBM.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 35.1 2210051 Njálurefill ses; Stjórn skiptir með sér verkum
    Stjórn Njálurefils SES - 11 Tillaga er um að Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir verði formaður.
    Samþykkt samhljóða.
    Tillaga er um að Tómas Birgir Magnússon verði varaformaður, gjaldkeri og ritari.
    Samþykkt samhljóða.
  • 35.2 2210052 Njálurefill ses; Ársreikningur 2021
    Stjórn Njálurefils SES - 11 Stjórn staðfestir ársreikning 2021.
    Samþykkt samhljóða.
  • 35.3 2210053 Njálurefill ses; Laun stjórnar 2022-2023
    Stjórn Njálurefils SES - 11 Tillaga er um að laun stjórnar verði óbreytt frá fyrra kjörtímabili.
    Samþykkt samhljóða.
  • 35.4 2210054 Njálurefill ses; Samþykktir og eldri fundargerðir
    Stjórn Njálurefils SES - 11 Lagt fram til kynningar.
  • 35.5 2210055 Njálurefill ses; Önnur mál
    Stjórn Njálurefils SES - 11 Gunnhildur fer yfir stöðu í húsnæðismálum Njálurefilsins. Stjórn óskar eftir að fá Pálmar Harðarson framkvæmdastjóra Þingvangs á fund stjórnar.

    Gunnhildur segir frá velunnurum Njálurefilsins sem búsett eru í Bandaríkjunum. Þau ætla að fara af stað með söfnun og safna styrkjum sem ætlaðir eru í uppsetningu refilsins. Refilstofuhópurinn ætlar að sauma fimm metra ferðarefil og stakar myndir sem ætluð eru til kynningar á þessu verkefni.

36.314.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 26.10.22

2211009

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 314. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

37.Breyttir fundartímar sveitarstjórnar og byggðarráðs í nóvember 2022

2211017

Tillaga er um að færa næsta fund byggðarráðs, sem samkvæmt auglýstu fundardagatali ætti að vera fimmtudaginn 17. nóvember, aftur um eina viku til 24. nóvember kl 8.15. Einnig er tillaga um að boða til auka sveitarstjórnarfundar, þann sama dag 24. nóvember og hefst fundurinn kl 9.30.
Sveitarstjórn samþykkir breytta fundartímar sveitarstjórnar og byggðarráðs í nóvember 2022.

Fundi slitið - kl. 14:00.