303. fundur 20. október 2022 kl. 12:00 - 14:58 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.
Eitt mál er tvítekið á dagskrá fundar og óskar oddviti því eftir að mál nr 12, 2209007 Landskipti - Háimúli verði fellt af dagskrá.
Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 20. október 2022

2210045

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir og Bjarki Oddsson 

Lilja Einarsdóttir fulltrúi B-lista, leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir til sveitarstjóra:
Á 218. fundi byggðarráðs þann 15. september sl. fól byggðarráð sveitarstjóra að vinna að viljayfirlýsingu við Bjarg íbúðafélag um úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 49 og byggingu raðhúss á lóðinni. Viljayfirlýsing verði lögð fyrir fund sveitarstjórnar í framhaldinu. Byggðarráð óskar eftir að fá forsvarsmenn Bjarg til að kynna verkefnið á næsta fundi sveitarstjórnar.
Nú er þetta 2. fundur sveitarstjórnar frá því þessi ákvörðun var tekin, og því langar mig að spyrja hvað hefur tafið málið, annars vegar að fá fulltrúa frá Bjarg Íbúaðfélagi til að koma og kynna málið fyrir sveitarstjórn og hins vegar að leggja fram viljayfirlýsingu um samstarfsverkefnið?

Á 300. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 11. ágúst lögðu Fulltrúar B-lista fram tillögu um að framkvæmt yrði mat á ástandi gangstétta og lýsingar með gangstéttum og stígum í sveitarfélaginu. Í kjölfarið verði lögð fram framkvæmdaáætlun á viðhaldi á gangstéttum og bættri lýsingu við gangstéttar og stíga í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til afgreiðslu til Skipulags- og umhverfisnefndar til úrlausnar. Úttekt, kostnaðar- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir ekki seinna en 20. september, þannig að hægt verði að koma verkefninu inn í fjárhagsáætlun 2023. Mikilvægt er að óskað verði eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins varðandi þá staði sem úrbóta er þörf.
Spurniningin er hvar stendur þessi vinna núna 20. október 2022

Bjarki Oddsson fulltrúi B-lista, leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir til sveitarstjóra:
Mig langar að spyrjast fyrir um stöðu mála á afgreiðslu sveitarstjórnar frá 299. Fundi sem fram fór þann 9. Júní. Þar var sveitarstjórna falið að vinna að greiningu á stöðu mála á húsnæði í eigu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 14 sem nú hýsir Sögusetur. Á fyrstu 5 mánuðum þessarar sveitarstjórnar hafa borist fleiri en ein beiðni um leigu á húsnæðinu. Það liggur þó fyrir að sveitarstjórn í heild bíður eftir mati á ástandi hússins og í kjölfarið stóð til að taka ákvörðun um framtíðar áform sveitarfélagsins hvað húsið varðar. Nú kemur fram í fundargerð fyrr nefnds fundar frá júní byrjun að sveitarstjóri ætti að leggja fram tillögu á septemberfundi sveitarstjórnar en ekkert hefur enn borist. Ég spyr því hver er staðan á þeirri vinnu sem lokið á að vera?

Í framhaldi af fyrri spurningu minni um húsnæði sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 14, langar mig að spyrja út í minnisblað sem leggja átti fyrir sveitarstjórn varðandi möguleika á að starfrækja sprotastarfssemi í húsnæðinu. Á 301 fundi sveitarstjórnar þann 8. September var ákveðið að bjóða forsvarsmönnum bruggfélagsins til okkar á næsta sveitarstjórnarfund. Hafa þeir hafnað að hitta okkur og hvernig hvar er minnisblað statt?

2.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Fyrir fundinum liggur endanleg tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032. Búið er að bregðast við öllum athugasemdum og umsögnum sem komu á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að frístundabyggð með 8 lóðum í Syðstu-Mörk verði gerð skil í aðalskipulagi. Er þetta ein af elstu frístundabyggðunum í sveitarfélaginu og er hún nú þegar byggð að hluta. Um er að ræða ca 3,7 ha fleka, í nágrenni bæjartorfunnar í Syðstu-Mörk, sem fær skilgreininguna F-38 í greinargerð. Þessi breyting er gerð eftir að tillagan var auglýst. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Anotn Kári Halldórsson.

Sveitarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum tillögu að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Iðnaðar- og athafnasvæði í Rangárþingi eystra

2209039

Iðnaðar- og athafnasvæði í Rangárþingi eystra. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnu við framtíðarstaðsetningu athafna- og iðnaðarsvæðis sveitarfélagsins verði haldið áfram. Eins leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að rætt verði við eigendur hesthúsa við Dufþaksbraut varðandi núverandi og framtíðar skipulag svæðisins.
Til máls tóku: Oddviti, Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir, Bjarki Oddsson.

Sveitarstjórn tekur undir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar. Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram vinnu við framtíðarstaðsetningu athafna- og iðnaðarsvæðis sveitarfélagsins, ásamt því að rætt verði við eigendur hesthúsa við Dufþaksbraut varðandi núverandi og framtíðarskipulag svæðisins.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið Ráðagerði L224947, skilgreint sem frístundabyggð F-368. Í tillögu að breytingu er fyrirhugað að heimila svæði til efnistöku, haugsetningar og landmótunar m.a. til framkvæmda innan frístundabyggðarinnar. Á 5. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað um málið:
Á 99. fundi skipulagsnefndar, þann 3. júní 2021, var ákveðið að fara í vettvangsferð á svæðið. Sú ferð hefur enn ekki verið farin. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í vettvangsferð í næstu viku, sem er vika 38, og aðstæður á svæðinu skoðaðar. Í framhaldi af vettvangsferðinni verða hlutaðeigandi aðilar boðaðir til fundar og endanleg ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu tekin.
Á 6. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað um málið:
Lýsing aðalskipulagsbreytingar var auglýst frá 19. apríl 2021 með athugasemdafresti til 3. maí 2021. Athugasemdir við lýsingu tillögunnar komu fram á auglýsingatíma. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu um að heimila svæði til efnistöku innan frístundabyggðarinnar.
Til máls tóku: Lilja Einarsdóttir og Anton Kári Halldórsson.
Sveitarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að falla frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi varðandi landnotkun í frístundabyggðinni F-368 í Ráðagerði.

5.Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags

2210032

Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags
Heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra hefur verið í vinnslu undanfarin ár. Þeirri vinnu er að ljúka og samþykkt hefur verið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar. Því hefur sveitarfélagið ekki í hyggju að ráðast í heildarenduskoðun aðalskipulags á kjörtímabilinu 2022-2026.
samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Deiliskipulag - Lómatjörn

2112072

Deiliskipulagið nær yfir lóðina Lómatjörn L232713 sem er 8200 m2 að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, sambyggðri eða stakstæðri, og gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 164 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 22. júní 2022, kom fram athugasemd varðandi fjarlægðartakmörk byggingarreits frá tengivegi, sbr. gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð 90/2013, auk athugasemdar varðandi afmörkun skipulagssvæðisins. Í bréfi dags. 31. ágúst 2022, felst Innviðaráðuneytið á að veita undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum. Einnig er búið að bregðast við athugasemd varðandi afmörkun skipulagssvæðisins í uppfærðri tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Deiliskipulag - Hemla 2 lóð

1804024

Deiliskipulagstillagan nær til um 1,2 ha landspildu Hemlu 2 lóðar L211860 ásamt um 3 ha spildu sunna lóðarinnar úr landi Hemlu 2 L163948. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum. Á B1 er 45 m2 frístundahús sem heimilt er að stækka upp í allt að 80 m2. Á B2 er heimilt að byggja allt að 4 gestahús, hvert um sig allt að 20 m2. Skiplags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Deiliskipulag - Hörðuskáli

2205078

Kristinn Ólafsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja ca. 0,25 ha lóð úr landi Hörðuskála L163671 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. apríl 2022. Gert er ráð fyrir einnar hæðar frístundahúsi allt að 100 m2 að stærð. Hámarkshæð frá gólfkóta er 4,2m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Tillagan var auglýst frá 13. júlí sl. til 24. ágúst sl. Í umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. júlí 2022, kemur fram að á innan skipulagssvæðis séu friðlýstar fornminjar. Þær munu vera bæjarhóll þar sem áður stóð bærinn Hörðuskáli, sem fór í eyði rétt eftir 1700. Í uppfærðri tillögu skipulagsins er búið að bregðast við athugasemd Minjastofnunar sbr. uppfærða umsögn MÍ, dags. 26. ágúst 2022. Ekki komu aðrar athugasemdir á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Deiliskipulag - Rauðsbakki

2209107

Hrísey ehf. óskar eftir því að fá heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Rauðsbakki 2 L225586. Gert er ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Deiliskipulag - Sámsstaðir 1, breyting

2209065

F.h. 13 af 15 lóðareigendum í frístundabyggðinni á Sámsstöðum, óskar Helgi Jóhannesson eftir heimild til að breyta landnotkun á svæðinu úr frístundasvæði (F) í íbúðarbyggð (ÍB). Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Ekki liggur fyrir skýr vilji allra lóðareigenda innan frístundabyggðarinnar um breytingar á landnotkun. Að auki vantar frekari rökstuðning að baki fyrirhugaðri breytingu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beri ósk um breytingu á landnotkun úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og hafnar ósk um breytingu á landnotkun úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag - Eyvindarholt, Langhólmi breyting

2111116

Kjartan Garðarsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á jörðinni Borgarhóll (Eyvindarholt_Langhólmi). Breytingarnar felast í því að núverandi frístundabyggð er minnkuð úr 36,2 ha í 9,9 ha og frístundahúsalóðum fækkað úr 14 í 10. Auk hinna 10 frístundahúsalóða er gert ráð fyrir 3 íbúðarhúsalóðum, lóð undir þjónustuhús, 2 gróðurhús og vélaskemmu. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Á 107. fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu málsins frestað vegna athugasemdar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi hreinsivirki. Búið er að bregðast við fyrrgreindri athugasemd og gerir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ekki frekari athugasemdir við tillöguna. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Landskipti - Efri-Hvoll

2208102

Páll B. Guðmundsson óskar eftir því að skipta ca. 2 ha lóð út úr Efra Hvoli L164164, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Landskiptin eru í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var í sveitarstjórn Rangárþings eystra þann 10. febrúar 2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Ýrarlundur. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Landskipti - Varmahlíð

2209102

Anna Birna Þráinsdóttir óskar eftir því að skipta 1342 m2 lóð út úr Varmahlíð L163815 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf., dags. 21.9.2022. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Varmahlíð 3. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Landskipti - Háimúli

2209007

FF. fasteignir ehf, óskar eftir því að skipta 4 lóðum út úr Háamúla L164013 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 20.08.2022. Um er að ræða lóðirnar Tjörvalundur 28, stærð 15000 m2, Háimúli lóð 7 stærð 8621 m2, Háimúli lóð 8 stærð 12493 m2 og Háimúli lóð 13 stærð 15160 m2. Landskiptin eru unnin í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var í sveitarstjórn Rangárþings eystra, dags. 13. mars 2008. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hallgeirsey 2 lóð

2208078

Farice óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir um 4-5 móttökudiskum að Hallgeirsey 2 lóð ásamt 20-25 m2 stækkun á lóðinni. Búnaðurinn sinnir útlandafjarskiptum Íslands. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Framkvæmdarleyfisumsóknin var grenndarkynnt ábúendum á Hallgeirsey og Hallgeirseyjarhjáleigu frá 6. september sl. með athugasemdarfresti til og með 3. október sl. Í athugasemd frá eigendum Hallgeirseyjar kemur fram að óskað er eftir því að hin nýju mannvirki verði höfð í jarðlitum svo minna beri á þeim í umhverfinu. Ekki komu fram aðrar athugasemedir innan gefins frests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita framkævmdarleyfi fyrir uppsetningu á níu kúlulaga gervihnattaloftnetum á lóðinni Hallgeirsey 2 lóð L215874.
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á níu kúlulaga gervihnattaloftnetum á lóðinni Hallgeirsey 2 lóð L215874.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Lausaganga búfjár í Rangárþingi eystra

2208054

Á 5. fundi Skipulags- og umhverfisnefnd var lausaganga búfjár í sveitarfélaginu tekin til umfjöllunar eftir að kvörtun barst embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa. Í bókun fundarins leggur nefndin til við sveitarstjórn að fundur verði haldinn með aðilum frá Vegagerðinni, Lögregluembættinu, Bændasamtökum Íslands, sveitarstjórn, markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd, eigi síðar en í lok október 2022.
Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar á málinu og felur sveitarstjóra að boða fyrrgreinda aðila á fund um lausagöngu búfjár í Rangárþingi eystra fyrir lok nóvember 2022.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Samþykkt um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra

2208028

Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við Skipulags- og umhverfisnefnd, hefur unnið að samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra. Á 5 fundi Skipulags- og umhverfisnefnar samþykkti nefndin að samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra yrði tekin til umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Lögð fram til umræðu og samþykktar samþykkt um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða

2206069

Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við Skipulags- og umhverfisnefnd, hefur unnið að samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra. Á 5. fundi Skipulags- og umhverfisnefnar samþykkti nefndin að samþykkt um fiðurfél í Rangárþingi eystra verði tekin til umræðu í sveitarstjórn.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Rangárþings eystra.
Til máls tók: Lilja Einarsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir í fyrri umræðu samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða og vísar samþykktinni til síðari umræðu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Hjólreiðastígur milli Hellu og Hvolsvallar; samlegðaráhrif við lagningu jarðstrengs Landsnets milli Hellu og Rimakots.

2108047

Unnið hefur verið að því að kanna möguleika á gerð hjóla- og göngustígs samhliða lagningu Rimakotslínu 2 meðfram þjóðvegi 1 á milli Hellu og Hvolsvallar. Nú lyggur fyrir kostnaðarmat á lagningu stígsin.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Tómas Birgir Magnússon, Lilja Einarsdóttir og Bjarki Oddsson 

Lagt fram til kynningar fyrirhugaður kostnaður við gerð hjólastígs á milli Hellu og Hvolsvallar. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir vekur máls á vanhæfi sínu og víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

20.Ósk um framlengingu á lóðarleigusamningi - Hamragarðaheiði

2209037

Einar Þór Árnason óskar eftir endurnýjun lóðaleigusamnings á Hamragarðarheiði en lóðin hefur verið í leigu frá 1993.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja leigusamning til 25 ára.
Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir kemur aftur til fundar.
Hlé gert á fundi kl 13:12

21.Heilsueflandi samfélag; Skipun stýrihóps 2022

2209143

Þann 25. júní 2020 var undirritaður samstarfssamningur Rangárþings eysta og Embættis Landlæknis um Heilsueflandi samfélag og hefur verið starfandi stýrihópur á vegum sveitarfélagsins frá 2020.
Lögð fram tillaga að nýjum stýrihóp Heislueflandi samfélags Rangárþings eystra.
Til máls tekur: Bjarki Oddsson, Anton Kári Halldórsson og Lilja Einarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir efirfarandi skipan í stýrihóp Heilsueflandi samfélags.
Tinna Erlingsdóttir Fulltrúi Hvolsskóla
Valborg Jónsdóttir Fulltrúi Leikskólans Arkar
Guðrún Björk Benediktsdóttir Fulltrúi skipulagsfulltrúa

Anton Kári Halldórsson Sveitarstjór
Sandra Sif Úlfarsdóttir Fulltrúi HÍÆ nefndar


Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs og kynningarfulltrúi

Ólafía Þórðardóttir Fulltrúi ungmennaráðs
Svavar Hauksson Fulltrúi eldri borgara

Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Bjarki Oddsson Fulltrúi sveitarstjórnar

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Barnvænt samfélag; Skipun stýrihóps 2022

2209103

Á 263. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að taka þátt í verkefni Unicef um barnvæn samfélög.
Lögð fram tillaga að nýjum stýrihóp Barnvæns samfélags Rangárþings eystra.
Til máls tekur: Bjarki Oddsson

Sveitarstjórn samþykkir efirfarandi skipan í stýrihóp barnvæns samfélags.


Gyða Björgvinsdóttir, formaður og verkefnastjóri
Guri Hilstad Ólason
Fulltrúi Hvolsskóla
Laufey Hanna Tómasdóttir Forstöðumaður Félagsmiðstöðvar
Ólafur Örn Oddsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Sigríður Viðarsdóttir
Fulltrúi sveitastjórn/Formaður fjölskyldunefndar
Valborg Jónsdóttir
Fulltrúi leikskólans Arkar
Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi framkvæmdasviðs
Ólafía Þórðardóttir
Fulltrúi Ungmennaráðs
Lilja Einarsdóttir Fulltrúi sveitarstjórnar

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Skýrsla um íþróttasvæði

2209127

Á fundi heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar (HÍÆ) þann 22. júní 2022 var lagt til að myndaður yrði lítill starfshópur þar sem unnin yrði greining á innviðum og á þörfum íþróttahreyfingarinnar í sveitarfélaginu og að út frá þeirri greiningu yrði unnið að tillögum að uppbyggingu íþróttasvæðis. Á fundi byggðarráðs þann 7. júlí 2022 var lagt til að starfshópurinn yrði HÍÆ nefndin og með hópnum starfi yfirmaður framkvæmda- og eignasviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipulags- og byggingafulltrúi eftir atvikum hverju sinni og óskum starfshópsins. Byggðarráð samþykkti að starfshópurinn tæki strax til starfa og myndi skila tillögum til byggðarráðs eigi síðar en 1. október.
Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefnd samþykkti skýrsluna á 51. fundi nefndarinnar og kemur hún nú til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls taka: Tómas Birgir Magnússon, Bjarki Oddsson og Lilja Einarsdóttir

Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir góða skýrslu sem mun nýtast þegar horft er til áframhaldandi uppbyggingar og stefnumótunar á innviðum fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfs í Rangárþingi eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Sundkort fyrir eldri borgara

2208030

Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til við sveitarstjórn, í fundargerð 51. fundar nefndarinnar, að aðgangur fyrir eldri borgara og öryrkja að sundlauginni verði gjaldfrjáls óháð búsetu.
Til máls taka: Anton Kári Halldórsson, Tómas Birgir Magnússon, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna að nánari útfærslu tillögunnar, greina hlutdeild þessa hóps í aðgangseyri. Í framhaldinu leggja fram tillögu í vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

25.Beiðni um styrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu - 2022

2210022

Lagt fram erindi Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu þar sem óskað er eftir styrk fyrir mótshald með væntanlegum fermingarbörnum í sýslunni sem haldið verður í Vatnaskógi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum styrk að upphæð kr. 165.000.- til stuðnings Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárþingi.
Árný Hrund Svavarsdóttir vekur máls á vanhæfi sínu og víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

26.Hestamannafélagið Geysir; umsókn um styrk til uppsetningar og viðhalds áningarhólfum

2209115

Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Geysis þar sem óskað er eftir styrk árlega næstu fimm árin, til uppbyggingar og viðhalds áningarhólfa fyrir hestahópa á félagssvæði Geysis.
Til máls taka: Tómas Birgir Magnússon, Anton Kári Halldórsson og Bjarki Oddsson

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna í málinu.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðu.
Árný Hrund Svavarsdóttir kemur aftur til fundar.

27.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022

2209052

Á 218. fundi byggðarráðs Rangárþings eystra var viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022 tekinn til samþykktar og leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2022.

28.Jafnréttisáætlun; endurskoðun 2022-2026

2209141

Á 219. fundi byggðarráðs Rangárþings eystra var endurskoðuð Jafnréttisáætlun samþykkt samhljóða og leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum Jafnréttisáætlun Rangárþings eystra 2022-2026.

29.Skólaþjónustan; Staða náms- og starfsráðgjafa

2209124

Á 2. fundi Fjölskyldunefndar var tekið fyrir erindi Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu um stöðu náms- og starfsráðgjafa.
Mat nefndarinnar er að heillavænlegast sé að hafa starfandi náms og starfsráðgjafi í Hvolsskóla. Óskað er eftir að heyra álit annarra skóla í byggðasamlaginu og velta boltanum yfir til sveitarstjórnar til nánari afgreiðslu.
Til máls tóku: Lilja Einarsdóttir og Sigríður Karólína Viðarsdóttir.

Skólastjórar eru nú þegar að vinna að sameiginlegri lausn. Sveitarstjórn telur skólastjóra best til þess fallna að koma áliti sínu á erindinu á framfæri.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

30.Erindisbréf nefnda 2022

2207015

Í kjölfarið á endurskipulagningu stjórnsýslu sveitarfélagsins og nýrri nefndarskipan hefur verið unnað að nýjum erindsbréfum fyrir nefndir sveitarfélagsins.
Lögð fram til umræðu erindsbréf Skipulags- og umhverfisnefndar, Markaðs- og menningarnefndar, Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefndar, Fjölskyldunefndar og Ungmennaráðs.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir og Bjarki Odsson.
Lilja Einarsdóttir leggur fram eftirfarandi athugasemdir við erindsbréf:
Ég fagna því að nú 5 mánuðum eftir að ný sveitarstjórn tók til starfa séu drög að erindisbréfum nýrra nefnda loksins til umfjöllunar í sveitarstjórn. Það er afar brýnt að erindisbréf liggi til grundvallar starfa nefnda á vegum sveitarfélagsis svo umboð nefndarmanna, hlutverk, réttindi og skyldur séu öllum ljósar.
Þann 7. júlí sl. gerðu fulltrúar B-lista athugasemd við það að umrædd drög að erindisbréfum hefðu verið birt nefndarmönnum á fundum nefnda án þess að þau hefðu nokkurntíma komið fyrir augu sveitarstjórnarmanna til kynningar, umfjöllunar né samþykktar.
Athugasemdir við erindisbréf fjölskyldunefndar: Mér finnst þurfa að skýra betur hlutverk nefndarinnar. Þar eru langfyrirferðarmest málefni leik-, grunn- og tónlistarskóla sem eru vissulega mikilvægir málaflokkar. Eins sé ég að í athugsemdum við erindisbréfið er bent á hvort að málefni skv. lögum um þjónustu fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eigi ekki heima hjá nefndinni sem og málefni aldraðra. Mér finnst full ástæða til að gefa þessum málaflokkum meira vægi í nefndinni, en að sama skapi þarf að gæt að því að stór hluti er varða þessa málaflokka eru á herðum félagsmálastjóra í byggðasamlagi um félags og skólaþjónustu Rangárvalla og V- skaftafellssýslu bs. ég legg því til að félagsmálastjóri verði fenginn til að rýna hlutverk nefndarinnar með þeim gleraugum og komi með ábendigar til sveitarstjórnar. Mikilvægt er að það sé gott samstarf um þessi mál, en að sama skapi mikilvægt að ekki sé skörun á milli hlutverka fjölskyldunefndar annars vegar og félagsmálanefndar eða stjórnar félags og skólaþjónusutu hins vegar. Að sama skapi þarf að gæta að góðri samvinnu við Forstöðumann skólaþjónustu sama byggðasamlags.

Einnig langar mig að minnast á málefni erlendra íbúa (innflytjenda). Svo virðist að þau séu sett undir markaðs- og menningarnefnd, en ég held að það sé jafnvel enn betra að málefni þeirra séu á herðum fjölskyldunefndar.

Markaðs og mennignarnefnd ? taka út málendi innflytjenda ef þeim er ætlað að vera í fjölskyldunefnd en jafnframt sakna ég þess að sjá þar ekki sem eitt að hlutverkum nefndarinnar Auglýsa og úthluta úr menningarsjóði Rangárþings eystra. Svo held ég að það sé vænlegra til árangurs að skýra eitthvað betur hvaða hlutverk hefur varðandi landbúnaðarmál.
Lilja Einarsdóttir fulltrúi B-lista

Bjarki Oddsson leggur fram eftirfarandi athugasemdir við erindsbréf:
Ég hef eina athugasemd við erindisbréf Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar, það snýr að 6. Gr. Erindsbréfsins sem kveður á um að nefndarmenn fylgist með leiksvæðum og leiktækjum sveitarfélagsins. Ég tel ekki eðlilegt að leggja eftirlitsskyldu á herðar nefndarinnar. Eðlilegra væri að fela forstöðumönnum stofnana sem svæðin heyra undir að vera ábyrgir fyrir eftirliti, nefndarmenn geri athugasemdir hafi þeir einhverjar við framangreind svæði.

Þá hef ég einnig athugasemdir við hlutverkakafla erindisbréf umhverfis og skipulagsnefndar en þar er talað um í 4.tl. að verkefni nefndarinnar séu undirbúningur og eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins í við byggðarráð. Þá kemur fram í 6. tl. að sinna uppbyggingu ferðamannastaða. Ég held að eðlilegra að nefndin væri sveitarstjórn til ráðgjafar um uppbyggingu ferðamannastaða.
Bjarki Oddsson fulltrúi B-lista


Erindsbréf lögð fram til umræðu og kynningar. Sveitarstjórn leggur til að erindsbréfin verð löguð með tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum og lögð fram til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Hlé gert á fundi kl 14.04, fundur hefst aftur 14:12

31.Tillaga B-lista um að leggja niður Héraðsnefnd

2210046

Fulltrúar B-lista leggja til að Héraðsnefnd Rangæinga verði lögð niður.
Það er mat fulltrúa B-lista að ekki sé þörf á að starfrækja Héraðsnefnd utan um þau verkefni sem hún sinnir. Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga geti með mun hagkvæmari hætti sinnt þeim verkefnum sem Héraðsnefnd hefur sinnt. Það er ljóst að samtal og samvinna þarf að eiga sér stað þegar slík nefnd er lögð niður, við teljum það vel þess virði að leggjast í skammtíma vinnu með hagkvæmni til langframa að leiðarljósi.

Til máls tóku: Rafn Bergsson, Anton Kári Halldórsson, Bjarki Oddsson og Tómas Birgir Magnússon.

Lögð fram breytingartillaga:
Fulltrúar B-lista leggja til að hafin verði vinna við að kanna fýsileika þess að leggja Héraðsnefnd Rangæinga niður. Það er mat fulltrúa B-lista að ekki sé þörf á að starfrækja Héraðsnefnd utan um þau verkefni sem hún sinnir. Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga geti með mun hagkvæmari hætti sinnt þeim verkefnum sem Héraðsnefnd hefur sinnt. Það er ljóst að samtal og samvinna þarf að eiga sér stað þegar slík nefnd er lögð niður, við teljum það vel þess virði að leggjast í skammtíma vinnu með hagkvæmni til langframa að leiðarljósi.
Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson og Bjarki Oddsson.

Breytingatillaga tekin til atkvæða. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir vekur athygli á vanhæfi sínu og víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

32.Reglur um styrki til nema í hjúkrurnarfræði; ábending um endurskoðun

2210049

Lagt fram bréf starfandi hjúkrunarforstjóra þar sem vakin er athygli á því að reglur um styrki til nema í hjúkrunarfræði hafi runnið út í júní sl.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Tómas Birgir Magnússon og Bjarki Oddsson.
Sveitarstjórn felur hjúkrunarforstjóra að leggja mat á reglurnar, greina kostnað við þær og koma með tillögur að breytingum ef þurfa þykir. Sveitarstjórn samþykkir að núverandi reglur gildi á meðan þær verði endurskoðaðar.
Samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir kemur aftur til fundar.

33.Byggðarráð - 218

2209003F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 218. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 218 Til máls tóku AKH, LE, TBM.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að viljayfirlýsingu við Bjarg íbúðafélag um úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 49 og byggingu raðhúss á lóðinni. Viljayfirlýsing verði lögð fyrir fund sveitarstjórnar í framhaldinu. Byggðarráð óskar eftir að fá forsvarsmenn Bjarg til að kynna verkefnið á næsta fundi sveitarstjórnar.
    Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 218 Til máls tóku AKH, SKV, LE.
    Byggðarráð tilnefnir skipulagsfulltrúa, Guðmund Úlfar Gíslason sem fulltrúa Rangárþings eystra í samstarfsnefndina.
    Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 218 Til máls tóku, TBM, AKH, LE.
    Byggðarráð leggur til að fulltrúar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu í starfshóp um heimavist við FSu, verði Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
    Komi upp kynjahalli eftir tilnefningar annarra, tilnefnir byggðarráð Sigríði Karólínu Viðarsdóttur formann Fjölskyldunefndar til vara til að jafna kynjahlutfall.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 218 Til máls tóku TBM, LE, AKH.
    Byggðarráð óskar eftir því að fjárhagsúttekt sem KPMG vinnur nú að, liggi fyrir áður en samið verður um mögulega frekari þjónustu.
    Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 218 Til máls tekur, SKV, AKH, LE.
    Byggðarráð samþykkir, fyrir sitt leiti viðauka 1 með þremur samhjóða atkvæðum og leggur til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur.
  • Byggðarráð - 218 Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðarinna Ormsvöllur 11, til Múrþjónustunnar ehf.
  • Byggðarráð - 218 Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðarinna Vistarvegur 3, til Guðmundar Jónssonar.
  • Byggðarráð - 218 Lagt fram til kynningar.

34.Byggðarráð - 219

2210001F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 219. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

35.Skipulags- og umhverfisnefnd - 5

2209002F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 5. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Á 99. fundi skipulagsnefndar, þann 3. júní 2021, var ákveðið að fara í vettvangsferð á svæðið. Sú ferð hefur enn ekki verið farin. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í vettvangsferð í næstu viku, sem er vika 38, og aðstæður á svæðinu skoðaðar. Í framhaldi af vattvangsferðinni verða hlutaðeigandi aðilar boðaðir til fundar og endanleg ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu tekin.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 22. júní 2022, kom fram athugasemd varðandi fjarlægðartakmörk byggingarreits frá tengivegi, sbr. gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð 90/2013, auk athugasemdar varðandi afmörkun skipulagssvæðisins. Í bréfi dags. 31. ágúst 2022, felst Innviðaráðuneytið á að veita undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum. Einnig er búið að bregðast við athugasemd varðandi afmörkun skipulagssvæðisins í uppfærðri tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Tillagan var auglýst frá 13. júlí sl. til 24. ágúst sl. Í umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. júlí 2022, kemur fram að á innan skipulagssvæðis séu friðlýstar fornminjar. Þær munu vera bæjarhóll þar sem áður stóð bærinn Hörðuskáli, sem fór í eyði rétt eftir 1700. Í uppfærðri tillögu skipulagsins er búið að bregðast við athugasemd Minjastofnunar sbr. uppfærða umsögn MÍ, dags. 26. ágúst 2022. Ekki komu aðrar athugasemdir á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykkt um fiðurfénað í Rangárþingi eystra.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fundur verði haldinn með aðilum frá Vegagerðinni, Lögregluembættinu, Bændasamtökum Íslands, sveitarstjórn, markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd, eigi síðar en í lok október 2022.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnu við framtiðarstaðsetningu athafna- og iðnaðarsvæðis sveitarfélagsins verði haldið áfram. Eins leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að rætt verði við eigendur hesthúsa við Dufþaksbraut varðandi núverandi og framtíðar skipulag svæðisins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 5

36.Skipulags- og umhverfisnefnd - 6

2209007F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 6. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Framkvæmdarleyfisumsóknin var grenndarkynnt ábúendum á Hallgeirsey og Hallgeirseyjarhjáleigu frá 6. september sl. með athugasemdarfresti til og með 3. október sl. Í athugasemd frá eigendum Hallgeirseyjar kemur fram að óskað er eftir því að hin nýju mannvirki verði höfð í jarðlitum svo minna beri á þeim í umhverfinu. Ekki komu fram aðrar athugasemedir innan gefins frests. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita framkævmdarleyfi fyrir uppsetningu á níu kúlulaga gervihnattaloftnetum á lóðinni Hallgeirsey 2 lóð L215874.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að gerð lóðauppdráttar og leggja hann fyrir næsta fund.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að gerð lóðauppdráttar og leggja hann fyrir næsta fund.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar þeim Sigurði og Sigurþóri kærlega fyrir erindið. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið frekar í samvinnu við umsóknaraðila og fulltrúa frá heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Fyrir fundinum liggur endanleg tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032. Búið er að bregðast við öllum athugasemdum og umsögnum sem komu á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að frístundabygg með 8 lóðum í Syðstu-Mörk verði gerð skil í aðalskipulagi. Er þetta ein af elstu frístundabyggðunum í sveitarfélaginu og er hún nú þegar byggð að hluta. Um er að ræða ca 3,7 ha fleka, í nágrenni bæjartorfunnar í Syðstu-Mörk, sem fær skilgreininguna F-38 í greinargerð. Þessi breyting er gerð eftir að tillagan var auglýst.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Lýsing aðalskipulagsbreytingar var auglýst frá 19. apríl 2021 með athugasemdafresti til 3. maí 2021. Athugasemdir við lýsingu tillögunnar komu fram á auglýsingatíma. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu um að heimila svæði til efnistöku innan frístundabyggðarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Á 107. fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu málsins frestað vegna athugasemdar frá Heilbrigðiseftirliti suðurlands varðandi hreinsivirki. Búið er að bregðast við fyrrgreindri athugasemd og gerir Heilbrigðiseftirlit suðurlands ekki frekari athugasemdir við tillöguna. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 12372010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Ekki liggur fyrir skýr vilji allra lóðareigenda innan frístundabyggðarinnar um breytingar á landnotkun. Að auki vantar frekari rökstuðning að baki fyrirhugaðri breytingu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna beri ósk um breytingu á landnotkun úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera drög að umsögn sveitarfélagsins varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 6

37.Fjölskyldunefnd - 2

2209009F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 2. fundar Fjölskyldunefndar.
Til máls tóku: Tómas Birgir Magnússon, Bjarki Oddsson, Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir og Sigríður Karólína Viðarsdóttir.

Tillaga er um að fresta afgreiðslu fundargerðar. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
  • Fjölskyldunefnd - 2 Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið, þ.e. með hvaða hætti er fræðslan veitt og hver er kostnaður við verkefnið.
  • 37.2 2103019 Málefni Hvolsskóla
    Fjölskyldunefnd - 2 Birna fer yfir starfsemi Hvolsskóla.
    Rætt var um húsnæði Hvolsskóla, óskað er eftir því að sveitarstjóri mæti á næsta fund nefndarinna til að ræða þau mál.
  • Fjölskyldunefnd - 2 Nefndin leggur til að farið verið í vinnu þess efnis að skoða kosti og galla þess að hafa skólaárið 170 daga. Óskað verði eftir áliti frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
  • Fjölskyldunefnd - 2 Nefndin óskar eftir því að skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga og íþrótta og æskulýðsfulltrúi stilli saman strengi varðandi skipulag á samfellu.
  • Fjölskyldunefnd - 2 Sólbjört fer yfir starfsemi leikskólans Arkar.
  • Fjölskyldunefnd - 2 Farið var yfir kynninguna um verkefnið. Nefndin telur að spennandi verði að fylgjast með því hvaða niðurstöðu það mun skila.
  • Fjölskyldunefnd - 2 Mat nefndarinnar er að heillvænlegast sé að hafa starfandi náms og starfsráðgjafi í Hvolsskóla. Óskað er eftir að heyra álit annarra skóla í byggðasamlaginu og velta boltanum yfir til Sveitarstjórnar til nánari afgreiðslu.

38.Ungmennaráð - 26

2209004F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 26. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Ungmennaráð - 26
    Niðurstaða fundarins var sú að Oddur Helgi er formaður, Sara Waage varaformaður, Sigurþór ritari og Heimir sér um samfélagsmiðla.
    Því næst voru drög að erindsbréfi kynnt nefndarmönnum og þeim sagt frá sínu hlutverki.
  • Ungmennaráð - 26 Anton Kári fór yfir sitt starf og hvatti ungmennaráðið að koma með tillögur til sveitarstjórnar. Einnig sýndi Anton Kári nefndarmönnum skrifstofur sveitarfélagsins og sagði lítillega frá hverjir væru með skrifstofur á hæðinni.
  • 38.3 2209051 Ungmennaþing
    Ungmennaráð - 26 Ákveðið var að hafa ungmennaþingið á laugardaginn 19. nóvember.
    Umræðuefni verða:

    Skólamál
    Skipulagsmál
    Forvarnir
    Félagslíf og menning
  • Ungmennaráð - 26 Farið var yfir drög að dagskrá sem Ólafur Örn sýndi þeim og nefndarmenn bættu við hugmyndum og ræddu sín á milli.
  • Ungmennaráð - 26 íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að vinna úr þessu og fá til þess eða heyra í ungmennum sé þess kostur.
    Eftir samtal við forsvarsmenn Menntahvatar er mögulegt að skila þesss svörum/niðurstöðum seinna.

39.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 51

2209010F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 51. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Til máls tók: Lilja Einarsdóttir.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 51 Farið yfir skýrslu starfshópsins og hún samþykkt.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 51 Rætt um Heilsueflandi haust og íþrótta og æskulýðsfulltrúa var falið að vinnu úr hugmyndum sem ræddar voru á fundinum. Stefnt að hefja heilsueflandi haust um miðjan október.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 51 Ákveðið var að boða Magnús, formann Skytta, á næsta fund HÍÆ nefndar þar sem hann fer yfir starfið.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 51 HÍÆ nefnd þakkar þeim félögum fyrir þetta bréf. Vel var tekið í erindið og var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að koma sér í samband við ,,fjallahjólafrömuða" til að vinna út frá þessum hugmyndum og varðandi möguleika og kostnað.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 51 HÍÆ nefnd leggur til að aðgangur fyrir eldri borgara og öryrkja að sundlauginni verði gjaldfrjáls óháð búsetu.

40.Markaðs- og menningarnefnd - 4

2209006F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 4. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.

41.Héraðsnefnd Rangæinga; 1. fundur 20.09.2022

2209080

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 1. fundar Héraðsnefndar Rangæinga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

42.Samband íslenskra sveitarfélaga; 913. fundur stjórnar

2210026

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

43.Arnardrangur; auka fundur stofnenda 07.10.22

2210039

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð aukafundar stofnenda Arnardrangs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

44.Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; Fundargerð 1

2210040

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 1. fundar Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

45.Samráðsfundur með Vegagerð; 13. sept. 2022

2209092

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð samráðsfundar með Vegagerðinni 13.09.22.
Til máls tóku: Lilja Einarsdóttir og Anton Kári Halldórsson.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Tillaga er um að þeim liðum í fundargerð samráðsfundar með Vegagerðinni, sem tengjast fjárútlátum sveitarfélagsins verði vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

46.Svæðisskipulag Suðurhálendis; 19. fundur 03.10.22

2210047

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 19. fundar nefndar um svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendi.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

47.Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar

48.Unicef á Íslandi; erindi til Sveitarstjórnar

2209138

Til máls tóku: Bjarki Oddsson, Lilja Einarsdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn þakkar Unicef fyrir bréfið og vísar bréfinu til umfjöllunar í Ungmennaráði og stýrihóps um Barnvænt samfélag.

49.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

2201019

Lögð fram til kynningar og umsagnar endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál og frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:58.