302. fundur 11. október 2022 kl. 12:00 - 12:26 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhver eru, svo er ekki.
Lilja Einarsdóttir boðar forföll og í hennar stað kemur Guri Hilstad Ólason.

1.Tillaga um breytta dagsetningu á fundi sveitarstjórnar í október

2210031

Tillaga er um að fella niður fund sveitarstjórnar sem halda átti 13. október, vegna setu sveitarstjórnar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem er haldin sama dag.
Í staðin verði aukafundur sveitarstjórnar haldinn fimmtudaginn 20. október og fundur byggðarráðs sem halda á sama dag felldur niður.
Til máls tekur: Oddviti
Sveitarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að fella niður fund sveitarstjórnar þann 13. október 2022. Sveitarstjórn samþykkir að aukafundur sveitarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 20. október kl 12.00 og fundur byggðarráðs sem halda á sama dag verði felldur niður.

2.Lántaka október 2022; lánasamningur

2209076

Lögð fram drög að umsókn Rangárþings eystra um lántökur á árinu 2022 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 500 millj.kr. Lántakan er 200 millj.kr lægri en fjárhagsáætlun ársins 2022 gerði ráð fyrir og er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við nýja byggingu leiksóla sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Til máls tóku: Oddviti

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039. Þá samþykkir sveitarstjórn að hluti af fjárhæðinni verði tekin, sem skammtímalán á meðan verið er að afla langtímalánsfjármagni.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við leikskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra; kt. 030583-3539, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Tillaga um útsvarsprósentu 2023

2210030

Lögð fram til umræðu og samþykktar tillaga að útvarpsprósenta árið 2023.
Til máls tekur oddviti.
Sveitarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að útsvarsprósenta ársins 2023 verði 14,52%.

4.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022

2210011

Á 219. fundi byggðarráðs var viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2022 vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagður fram til umræðu og staðfestingar viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022. Tillaga er um að flytja 10.000.000 króna á milli liða í fjárfestingaáætlun. Í uppphaflegri áætlun var gert ráð fyrir fjármununum í frágang utanhúss og drenlagnir við Hvolinn en tillaga er um að fjármunirnar verði færðar á lóð og hús að Austurvegi 4.
Til máls taka: oddviti, RB, AKH og BO.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun með 6 atkvæðum, AKH, SKV, ÁS, TBM, BO og GHÓ
einn situr hjá RB.

5.Auglýsing starfs hjúkrunarforstjóra

2210027

Í samræmi við 53. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra, er lögð fram til kynningar drög að auglýsingu um starf hjúkrunarforstjóra Kirkjuhvols.
Til máls tóku: oddviti, GHÓ, AKH, BO.
Lagt fram til kynningar.

Bókun fulltrúa B-lista
Fulltrúar B-lista telja það mjög brýnt að auglýsa eftir hjúkrunarforstjóra við Kirkjuhvol sem fyrst. Hins vegar vilja fulltrúar B-listans benda á að samkv. 53. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra ber sveitarstjóra að kynna drög að auglýsingu fyrir byggðarráðið en ekki sveitarstjórn enda er greinin svohljóðandi:
„ Æðstu stjórnendur sveitarfélagsins, aðrir en sveitarstjóri, eru fjármálastjóri, skólastjórar leik- og grunnskóla, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, hjúkrunarforstjóri Kirkjuhvols, skipulags- og byggingar-fulltrúi og forstöðumaður framkvæmda og eigna. Sveitarstjóri, í samráði við byggðarráð, ræður æðstu embættismenn í umboði sveitarstjórnar skv. 1. málsl. 56. gr. sbr. 2. mgr. 35. gr. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjóri kynnir fyrir byggðarráði að til standi að auglýsa starf og leggur fram drög að auglýsingu þess efnis. Í auglýsingu skal a.m.k. koma fram hvaða starf sé laust til umsóknar ásamt stuttri starfslýsingu, lágmarks hæfis- og hæfniskröfum, umsóknarfresti og hvaða fylgiskjöl skulu fylgja umsókn. Sveitarstjóri, ásamt formanni byggðarráðs boðar hæfustu umsækjendurna í viðtöl að loknum umsóknarfresti. Að viðtölum loknum kynnir sveitarstjóri hæfustu umsækjendurna fyrir byggðarráði og tillögu um hver skuli ráðinn í starfið.
Hafi sveitarstjóri í hyggju að segja upp stjórnanda stofnunar, þá kynnir hann þá tillögu fyrir byggðarráði, ásamt rökstuðningi, áður en sú ákvörðun er tekin.“
Í ljósi þess hefði verið æskilegt að drög að auglýsingu hefði verið lögð fyrir byggðarráð á fundi þann 6. október sl.

Bjarki Oddsson
Rafn Bergsson
Guri H. Ólason

Fundi slitið - kl. 12:26.