300. fundur 11. ágúst 2022 kl. 12:00 - 14:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti sveitarstjórnar setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.

Sveitarstjórn samþykkir með afbrigðum að bæta máli nr. 22 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

1.Stykbeiðni vegna reksturs Aflsins 2022

2208014

Ráðgjafar og stjórn Aflsins óska eftir styrk frá sveitarfélaginu til reksturs Aflsins, samtaka gegn kynferðis og heimilisofbeldi fyrir stjórnarárið 2022-2023.
Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni, enda er sveitarfélagið að styrkja sambærilegt úrræði á suðurlandi.
Samþykkt samhljóða.

2.Beint streymi af fundum Sveitarstjórnar

2206019

Á 299. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. júní 2022, var sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að framkvæmd við að streyma beint frá fundum sveitarstjórnar. Nú liggur fyrir tilboð í búnað frá TRS. Um er að ræða tvískiptan búnað, annarsvegar til almenns fjarfundahalds og hins vegar til upptöku og útsendingar af sveitarstjórnarfundum. Tilboðið hljóðar upp á 856.559 kr m. vsk, fyrir utan uppsetningu á búnaði.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga að tilboði TRS og leggja til staðfestingar á næsta fund Byggðarráðs. Stefnt er að því að næsti fundur sveitarstjórnar þann 8. september, verði sendur út í beinu streymi.
Samþykkt samhljóða.

3.Tillaga B-lista um viðhaldsáætlun og endurbætur á gangstéttum og lýsingu

2208024

Fulltrúar B-lista leggja fram tillögu um að framkvæmt verði mat á ástandi gangstétta og lýsingar með gangstéttum og stígum í sveitarfélaginu. Í kjölfarið verði lögð fram framkvæmdaáætlun á viðhaldi á gangstéttum og bættri lýsingu við gangstéttar og stíga í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu til Skipulags- og umhverfisnefndar til úrlausnar. Úttekt, kostnaðar- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir ekki seinna en 20. september, þannig að hægt verði að koma verkefninu inn í fjárhagsáætlun 2023. Mikilvægt er að óskað verði eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins varðandi þá staði sem úrbóta er þörf.
Samþykkt samhljóða.

4.Tillaga B-lista um samstarfssamning um sýninguna Njála í myndum og uppsetning í Hvolsskóla

2208023

Fulltrúar B-lista leggja fram tillögu um að gerður verði samstarfssamningur við listakonuna Þórhildi Jónsdóttur, um sýningu og mögulega hýsingu á sýningunni "Njála í myndum" í Hvolsskóla, Hvolsvelli.
Sveitarstjórn leggur til að samið verði við Þórhildi Jónsdóttur um uppsetningu sýningar í tengslum við dag íslenskrar tungu, þar sem fer fram upplestur 10. bekkinga á Njálu. Varðandi nýtingu sýningarinnar í framhaldinu í Hvolsskóla er lagt til að skólastjóra, sveitarstjóra og flytjanda tillögu verði falið að kanna raunhæfa möguleika þess efnis.
Samþykkt með 6 atkvæðum, AKH, EE, TBM, RB, LE og BO, einn situr hjá ÁHS.

5.Fyrirspurn fulltrúa B-lista varðandi umferðaröryggi og merkingar

2208022

Fulltrúar B-lista leggja fram fyrirspurn til sveitarstjóra um stöðu mála er varða takmörkun umferðarhraða og uppsetningu umferðarmerkja í þéttbýlinu og merkingar á götum Hvolsvallar.
Svar sveitarstjóra: Vegna fjölda verkefna á framkvæmdasviði og sumarfría hefur ekki náðst að klára verkefnið. Stefnt er að því að vinnu við uppsetningu skilta og yfirborðsmerkinga verði lokið fyrir skólabyrjun.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri

6.Katla jarðvangur; Kynning á starfsemi jarðvangsins

2208021

Berglind Sigmundsdóttir framkvæmdarstjóri Kötlu jarðvangs kynnir starfsemi fyrir nýrri sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar Berglindi fyrir greinargóða kynningu á starfsemi Kötlu jarðvangs.

7.Byggðarráð - 212

2206003F

Fundargerð 212. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 212. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra.
  • Byggðarráð - 212 1. Fjölskyldurnefnd 7 aðalmenn og 7 til vara

    Aðalmenn:
    Sigríður Karólína Viðarsdóttir
    Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
    Heiðbrá Ólafsdóttir
    Ágúst Leó Sigurðsson
    Rafn Bergsson
    Lea Birna Lárusdóttir
    Ásta Brynjólfsdóttir

    Varamenn:
    Ólafur Þórisson
    Sandra Sif Úlfarsdóttir
    Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
    Guðni Ragnarsson
    Ingibjörg Marmundsdóttir
    Stefán Friðrik Friðriksson
    Oddur Helgi Ólafsson


    2. Skipulags- og umhverfisnefnd 7 aðalmenn og 7 til vara

    Aðalmenn:
    Elvar Eyvindsson
    Anna Runólfsdóttir
    Guðmundur Ólafsson
    Baldur Ólafsson
    Bjarki Oddsson
    Rafn Bergsson
    Guri Hilstad Ólason

    Varamenn:
    Elín Fríða Sigurðardóttir
    Tómas Birgir Magnússon
    Christiane L. Bahner
    Ágúst Leó Sigurðsson
    Sigurður Þór Þórhallsson
    Lea Birna Lárusdóttir
    Konráð Helgi Haraldsson


    3. Markaðs- og menningarnefnd 7 aðalmenn og 7 til vara

    Aðalmenn:
    Christiane L. Bahner
    Rebekka Katrínardóttir
    Guðni Ragnarsson
    Guðni Steinarr Guðjónsson
    Guri Hilstad Ólason
    Stefán Friðrik Friðriksson
    Konráð Helgi Haraldsson

    Varamenn:
    Magnús Benónýsson
    Hildur Guðbjörg Kirstjánsdóttir
    Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir
    Kristín Jóhannsdóttir
    Ágúst Jensson
    Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
    Bjarki Oddsson


    4. Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd 7 aðalmenn og 7 til vara

    Aðalmenn:
    Bjarni Daníelsson
    Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
    Sigurður Orri Baldursson
    Sandra Sif Úlfarsdóttir
    Bjarki Oddsson
    Ástvaldur Helgi Gylfason
    Kolbrá Lóa Ágústsdóttir

    Varamenn:
    Hildur G. Kristjánsdóttir
    Ólafur Þórisson
    S. Maren Guðmundsdóttir
    Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir
    Stefán Friðrik Friðriksson
    Oddur Helgi Ólafsson
    Lilja Einarsdóttir


    5. Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar og alþingiskosningar:
    i) Yfirkjörstjórn: 3 aðalmenn og 3 til vara

    Aðalmenn:
    Gróa Hermannsdóttir
    Björn Ingi Jónsson
    Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir

    Varamenn:
    Brynjólfur Bjarnason
    Kristín Aradóttir
    Sigríður Kristín Helgadóttir

    ii) Kjördeildir: 3 aðalmenn í hvora kjördeild og 3 til vara.

    1. Kjördeild:

    Aðalmenn:
    Guðrún Ósk Birgisdóttir
    Auður Friðgerður Halldórsdóttir
    Helgi Jens Hlíðdal

    Varamenn:
    Berglind Ýr Jónasdóttir
    Sigurður Sigurðsson
    Ólafur Rúnarsson

    2. Kjördeild:

    Aðalmenn:
    Baldur Björnsson
    Magðalena Jónsdóttir
    Þuríður Vala Ólafsdóttir

    Varamenn:
    Guðrún Inga Sveinsdóttir
    Berglind Hilmarsdóttir
    Ragnar Lárusson

    Fjallskilanefnd Fljótshlíðar: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Kristinn Jónsson

    Varamenn:
    Anna Runólfsdóttir

    Fjallskilanefnd V-Eyjafjalla: 2 aðalmenn og 2 til vara:

    Aðalmenn:
    Guðbergur Baldursson
    Orri Guðmundsson

    Varamenn:
    Sigríður Björk Ólafsdóttir


    B. Tilnefningar í stjórnir og samstarfsnefndir til fjögurra ára:

    Almannavarnanefnd: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Varamenn:
    Tómas Birgir Magnússon

    Héraðsnefnd: 3 aðalmenn og 3 til vara:

    Aðalmenn:
    Anton Kári Halldórsson
    Tómas Birgir Magnússon
    Lilja Einarsdóttir

    Varamenn:
    Árný Hrund Svavarsdóttir
    Christiane L. Bahner
    Rafn Bergsson

    Stjórn Héraðsbókasafns: 3 aðalmenn og 3 til vara:

    Aðalmenn:
    Heiðbrá Ólafsdóttir
    Kristín Jóhannsdóttir
    Agnes Antonsdóttir

    Varamenn:
    Guðni Ragnarsson
    Sigríður Karólína Viðarsdóttir
    Ingibjörg Marmundsdóttir

    Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Varamenn:
    Tómas Birgir Magnússon


    Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Varamenn:
    Tómas Birgir Magnússon

    Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Tómas Birgir Magnússon

    Varamenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Stjórn Hulu bs: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Tómas Birgir Magnússon

    Varamenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Stjórn félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og vestur skaftafells sýslu: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Tómas Birgir Magnússon

    Varamenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Félagsmála- og barnaverndarnefnd ses: 2 aðalmenn og 2 til vara:

    Aðalmenn:
    Árný Hrund Svavarsdóttir
    Gyða Björgvinsdóttir

    Varamenn:
    Tómas Birgir Magnússon
    Guri Hilstad Ólason

    Stjórn Költu Jarðvangs ses: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Tómas Birgir Magnússon

    Varamenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Stjórn Njálurefils ses: 2 aðalmenn og 2 til vara:

    Aðalmenn:
    Tómas Birgir Magnússon
    Guri Hilstad Ólason

    Varamenn:
    Anton Kári Halldórsson
    Bjarki Oddsson

    Stjórn Gamla bæjarins í Múlakoti ses: 1 aðalmaður og 1 til vara:

    Aðalmenn:
    Anton Kári Halldórsson

    Varamenn:
    Tómas Birgir Magnússon

    Húsnefnd Fossbúðar: 3 aðalmenn og 3 til vara:

    Aðalmenn:
    Tómas Birgir Magnússon
    Árný Hrund Svavarsdóttir
    Bjarki Oddsson

    Varamenn:
    Sigríður Karólína Viðarsdóttir
    Elvar Eyvindsson
    Guri Hilstad Ólason

    Byggðarráð samþykkir kosningu ofantaldra ráða, nefnda og stjórna skv. 49. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun B-lista: Samþykki ofangreinda skipan í nefndir en hefði viljað sjá gengið lengra í að jafna hlut kynjanna.

    Bókun D- og N-lista: Fulltrúar D og N lista benda á að í 4 nefndum sveitarfélagsins er heildarhlutfall kynja 29 karlar og 27 konur.
    Hjá fulltrúum D og N lista í þessum 4 nefndum er hlutfall kynja 14 karlar og 18 konur
    Hjá fulltrúum B lista í þessum 4 nefndum er hlutfall kynja 15 karlar og 9 konur.




  • Byggðarráð - 212 Afgreiðslu frestað þar sem að vinnu við gerð ársreiknings hefur ekki verið lokið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 212 Erindinu vísað til afgreiðslu hjá fjölskyldunefnd.

    Samþykkt samhljóða.

  • Byggðarráð - 212 Guðmundur Úlfar skipulags- og byggingarfulltrúi fer yfir lóðamál í Langanesi. Unnið er að afturköllun lóða sem hefur verið úthlutað en framkvæmdir ekki hafist.
  • Byggðarráð - 212 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 212 Lagt fram til kynningar. Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson sem fulltrúa Rangárþings eystra á aðalfundi Landskerfis bókasafna hf. 2022.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 212 Lagt fram til kynningar. Byggðarráð tilnefnir Sigríði Karólínu Viðarsdóttur, Anton Kára Halldórsson, Lilju Einarsdóttur og Tómas Birgir Magnússon sem fulltrúa á aukaaðalfund Bergrisans. Til vara tilnefnir byggðarráð Árný Hrund Svavarsdóttir, Bjarki Oddson, Rafn Bergsson og Christiane Bahner.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 212 Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Sveitarstjóra falið að eiga samtal við Miðkrikafélagið um framtíðarmöguleika landsins.

    Samþykkt samhljóða.

  • Byggðarráð - 212 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að sveitarfélagið sjái um fyrsta slátt flugvallarins. Eftir þann slátt verði flugvöllurinn í umsjón þeirra sem hann nota.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 212 Byggðarráð þakkar félagi eldri borgara fyrir erindið. Nú þegar er verið að bjóða upp á þrjá slætti á ári og að sinni hefur sveitarfélagið ekki tök á því að fjölga þeim skiptum sem slegið er né taka að sér umsjón með beðum. Byggðarráð óskar eftir samtali við félagið um tillögu að breytingum á reglum um garðslátt. Einnig leggur byggðarráð til að fjallað verði um erindið í öldungaráði og kannað með hvort hægt sé að samræma þjónustu sveitarfélaganna á sýslu vísu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 212 Byggðarráð staðfestir fundargerð 48. fundar heilsu-, íþróttar- og æskulýðsnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 7.12 2205008F Skipulagsnefnd - 111
    Byggðarráð - 212 Byggðarráð staðfestir fundargerð skipulagsnefndar í heild sinni.
  • Byggðarráð - 212 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 212 Byggðarráð staðfestir ársreikning Gamla bæjarins í Múlakoti 2021. Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Samþykkt samhljóða.

8.Byggðarráð - 213

2207004F

Fundargerð 213. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 213. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra.
  • Byggðarráð - 213 Sveitarstjóra falið að gera drög að svörum við erindinu fyrir hönd Rangárþings eystra og leggja drögin fyrir næsta fund byggðarráðs.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 213 Á 291. fundi þann 10. febrúar 2022 óskaði sveitartsjórn Rangárþings eystra eftir áliti húsnefndar Fossbúðar á því hvort auglýsa ætti húsnæðið til leigu.
    Málið var tekið fyrir á fundi Húsnefndarinnar þann 11. mars 2022 og afgreitt á eftirfarandi hátt: "Að svo stöddu er húsið ekki útleiguhæft. Nefndin er sammála um að fyrsta skref sé að laga húsið sem fyrst."
    Fundargerð húsnefndarinnar og þar með álit hennar var staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar 7. apríl sl.
    Byggðarráð bendir einnig á að ekki er til staðar leyfi fyrir gámum sem rætt er um í fyrirliggjandi erindi.
    Byggðarráð hafnar því erindinu.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 213 Byggðarráð staðfestir ársreikning Kirkjuhvols.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 213 Málinu var frestað á 212. fundi byggðarráðs. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum samþykkir byggðarráð veitingu framkvæmdaleyfis fyrir vega í nýrri frístundabyggð.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 213 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • Byggðarráð - 213 Byggðarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn þar sem tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi er á lokametrunum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að umrætt svæði verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

    Samþykkt samhljóða


  • 8.7 2207002F Fjölskyldunefnd - 1
    Byggðarráð - 213 Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 213
  • Byggðarráð - 213 Byggðarráð staðfestir fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar í heild sinni.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 213 Fundargerð samþykkt samhljóða í heild sinni.
  • Byggðarráð - 213
  • Byggðarráð - 213
  • Byggðarráð - 213
  • Byggðarráð - 213
  • Byggðarráð - 213
  • Byggðarráð - 213 Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að svara bréfi nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 213 Byggðarráð telur að verkefni sem þetta ætti best heima hjá Héraðsnefnd Rangárvallasýslu, en þar er sameiginlegur vettvangur sveitarfélaganna sem hefur sinnt menningu og sögu héraðsins. Byggðarráð bendir Gunnari á að senda erindið til Héraðsnefndar.

    Samþykkt samhljóða

9.Byggðarráð - 214

2207006F

Fundargerð 214. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 214. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra.

10.Byggðarráð - 215

2207007F

Fundargerð 215. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 215. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut SG. eignir ehf., til vara í eftirfarandi röð:
    Eignavík ehf.
    BT mót ehf.
    Eiður Einar Kristinsson
    Kjarralda
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til SG eigna ehf.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut Gummi Sig ehf., til vara í eftirfarandi röð:
    Helgi Gíslason
    Guðmundur Sigurðsson
    Húskarlar ehf.
    Kjarralda ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Gumma Sig ehf.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut Helgi Gíslason, til vara í eftirfarandi röð:
    Leigufélagið Borg ehf.
    Green data ehf.
    Gummi Sig ehf.
    Gísli R Sveinsson
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Helga Gíslasonar.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, til vara í eftirfarandi röð:
    Spesían ehf.
    Guðmundur Sigurðsson
    ÚG bygg ehf.
    Sigurður Einar Guðmundsson
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Birtu Sigurborgar Úlfarsdóttur.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut Spesían ehf., til vara í eftirfarandi röð:
    Loft 11 ehf.
    Sigurður Einar Guðmundsson
    BT mót ehf.
    Siggi byggir ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Spesíunar ehf.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut BT mót ehf., til vara í eftirfarandi röð:
    Kjarralda ehf.
    Helgatún ehf.
    Siggi byggir ehf.
    SG eignir ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til BT móts ehf.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut Birta Sigurborg Úlfarsdóttir., til vara í eftirfarandi röð:
    SG eignir ehf.
    Bugnir ehf.
    Helgatún ehf.
    Helgi Gíslason
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Birtu Sigurborgar Úlfarsdóttur.
  • Byggðarráð - 215 Lóðina hlaut Bugnir ehf., til vara í eftirfarandi röð:
    Gummi Sig ehf.
    Svanur Aron Svansson
    Gæðapípur ehf.
    Siggi byggir ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Bugnis ehf.
  • Byggðarráð - 215 Skv. 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra, hafa einstaklingar forgang þegar úthlutað er einbýlishúsalóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einstaklingur umsóknar uppfyllir skilyrði 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra.
    Byggðarráð samþykkir að úthluta Birtu Sigurborgu Úlfarsdóttur lóðinni Hallgerðartúni 53.
  • Byggðarráð - 215 Umsækjandi uppfyllir öll skilyrði úthlutanarreglna Rangárþings eystra.
    Byggðarráð samþykkir að úthluta Sigurði Gíslasyni lóðina.
  • Byggðarráð - 215 Skv. 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra, hafa einstaklingar forgang þegar úthlutað er einbýlishúsalóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einstaklingur umsóknar uppfyllir skilyrði 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra.
    Byggðarráð samþykkir að úthluta Stefáni Snæ Ágústssyni lóðinni Hvolstúni 21.
  • Byggðarráð - 215 Fyrir fundinum liggur minnsiblað LEX lögfræðistofu varðandi úthlutun lóðarinnar Nýbýlavegur 46. Þáverandi sveitarstjóri óskaði eftir því minnisblaði í upphafi málsins í kjölfar erindis Kjarröldu dags. 9. maí 2022.
    Við ítarlega skoðun málsins, eins og fram kemur í minnisblaði LEX, er ljóst að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi haft aðkomu að upplýsingagjöf við undirbúning að úthlutun lóðarinnar þann 28. apríl 2022. Á þeim tímapunkti var forsvarsmönnum Rangárþings eystra sem og byggðarráði ekki kunnugt um aðkomu skipulags- og byggingarfulltrúa að málinu. Byggðarráð samþykkir í samræmi við ráðleggingar LEX að afturkalla lóðarúthlutun Nýbýlavegar 46 til leigufélagsins Borgar ehf, sem samþykkt var á fundi byggðarráðs þann 28. apríl 2022.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina lausa til umsóknar að nýju.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 215 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að senda fundarboð til allra sveitarstjórnarmanna.
  • Byggðarráð - 215 Byggðarráð þakkar foreldrum fyrir erindið. Eins og öllum er ljóst er leikskólnn Örk rekin í bráðabirgðarhúsnæði á meðan framkvæmdir við nýjan glæsilegan leikskóla standa yfir. Framkvæmdir eru á áætlun og er stefnt að því að taka nýjan skóla í notkun haustið 2023. Þangað til vill byggðarráð að sjálfsögðu sjá til þess að sú aðstaða sem er notuð sé viðunandi enda hefur fram til þessa verið brugðist við því sem bæta þarf úr. Nú þegar er hafin vinna við að lagfæra útiaðstöðu Tónalands og mun þeirri vinnu ljúka núna í ágúst.
    Sveitarstjóra falið að boða til fundar áður en leikskólinn byrjar nú í ágúst, með þeim foreldrum sem skrifa undir erindið ásamt sveitarstjórn og leikskólastjóra.
  • Byggðarráð - 215 Byggðarráð þakkar fyrir erindið og gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform til heftingar á útbreiðslu Alaskalúpínu á hálendi Íslands.
  • Byggðarráð - 215 Byggðarráð felur sveitarstjóra að aðstoða forsvarsmenn Flöskumóttökunar við leit að mögulegri staðsetningu í sveitarfélaginu.
  • Byggðarráð - 215 Sveitarstjóri hefur nú þegar veitt jákvæða umsögn með fyrirvara um samþykki byggðarráðs/sveitarstjórnar.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis, enda útihátið nú þegar haldin og fór vel fram.
  • Byggðarráð - 215 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 215 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 215 Byggðarráð staðfestir fundargerð 222. fundar stjórna Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
  • Byggðarráð - 215 Byggðarráð staðfestir fundargerð 73. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu.
  • Byggðarráð - 215 Byggðarráð staðfestir fundargerð 27. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.
  • Byggðarráð - 215 Byggðarráð staðfestir fundargerð fjallskiladeildar Fljótshlíðar frá 27. júlí 2022.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 2

2208003F

Lögð fram til staðfestingar 2. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 2. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Rangárþings eystra.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Afgreiðslu málsins frestað. Bókun fundar Afgreiðslu málsins frestað.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram á grunni athugasemda og umræðu á fundinum. Uppfærð vegaskrá verður lögð fram fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og sveitarstjóra falið að boða til fundar í starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Tillagan var auglýst frá 6. apríl 2022 til 18. maí 2022. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits suðurlands er gerð athugasemd við öflun neysluvatns úr einkavatnsbóli. Gerð hefur verið breyting á greinargerð skipulagsins þar sem gert er ráð fyrir mögulegri tengingu við neysluvatnslögn HS veitna. Ekki bárust aðrar athugasemdir á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Að mati skipulags- og umhverfisnefndar eru fyrirhuguð skipulagsáform ekki hamlandi fyrir sveitarfélagið. Fyrir liggur að innviðir eru til staðar s.s. veitulagnir og stofnvegir. Áformin muni frekar styrkja núverandi byggð á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Farið er yfir stöðu málsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna frekar að málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að skipulags- og byggingarfulltrúi haldi áfram vinnu við málið.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 2 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 1. fundur.

2208011

Fundargerð 1. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 1. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

13.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; Gróðurskoðunarferð 08.06.22

2208020

Fundargerð fjallskilanefndar Fljótshlíðar v. gróðurskoðunarferðar þann 8. júní 2022, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

14.50. fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar

2201069

Fundargerð 50. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

15.51 fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar

2201066

Fundargerð 51. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

16.52. fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar

2201067

Fundargerð 52. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

17.53. fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar

2201068

Fundargerð 53. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

18.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 54. fundur 20.01.22

2208018

Fundargerð 54. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

19.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 55. fundur 27.07.22

2208019

Fundargerð 55. fundar Fjallskilanefndar Fljótshlíðar lögð fram til kynningar.
Lagt frarm til kynningar.

20.Boð um fund með stjórn og forstjóra Landsnets

2207211

Stjórn og forstjóri Landsnets mun verða á ferðinni um Suðurland í byrjun september næstkomandi og býður til fundar með sveitarstjórnum á svæðinu. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast aðstæðum vegna fyrihugaðra framkvæmda og skoða þær framkvæmdir sem eru í gangi á svæðinu. Fulltrúum sveitarstjórnar Rangárþings eystra er boðið til fundar þann 8. september kl. 12:15 á Hotel Stracta. Efni fundarins er að ræða starfsemi Landsnets á svæðinu, yfirstandandi framkvæmdir og ekki síst framtíðar áform um uppbyggingu flutningskerfisins og orkumál almennt.
Lagt fram til kynningar.

21.Drög að frumvarpi til laga um sýslumann; Samráðsgátt

2208025

Drög að frumvarpi til laga um sýslumann, mál nr. 122/2022 liggur í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur við frumvarpið er til 15. ágúst 2022.
Sveitarstjóra falið að vinna umsögn og skila inn í samráðsgátt í samræmi við umræður á fundi.

22.Stjórnsýslukæra UUA - Völlur 1 framkvæmdarleyfi

2208031

Lagt fram til kynningar
Sveitarstjórn samþykkir að færa næsta fund sveitarstjórnar fram til klukkan 8.15 þann 8. september.

Fundi slitið - kl. 14:25.