299. fundur 09. júní 2022 kl. 12:00 - 16:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
  • Elvar Eyvindsson varamaður
  • Christiane L. Bahner varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá þrjú mál, Tillaga að endurskoðuðu stjórnskipulagi Rangárþings eystra; seinni umræða, Endurskoðun samþykkta; seinni umræða og framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að 2205053 Tillaga að endurskoðuðu stjórnskipulagi Rangárþings eystra; seinni umræða verði mál númer 1, að 2205054 Endurskoðun samþykkta; seinni umræða verði mál númer 2 og að 2011011 Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut verði mál númer 3 . Aðrir liðir dagskrár færast eftir því.

1.Tillaga að endurskoðuðu stjórnskipulagi Rangárþings eystra; seinni umræða

2205053

Vegna athugasemda Innviðaráðuneytis um að sama sveitarstjórn skuli taka tillögu að endurskoðuðu stjórnskipulagi til tveggja umræða, er málið tekið fyrir að nýju. Fyrri umræða átti sér því stað á fundi sveitarstjórnar þann 2. júní 2022.
Tillaga er um að samþykkt verði endurskoðað stjórnskipulag Rangárþings eystra óbreytt frá fyrri umræðu sem fram fór þann 2. júní 2022.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bókun B lista:
Fulltrúar B-lista greiða atkvæði með endurskoðun stjórnskipulags. Engu að síður teljum við að fara hefði átt eftir ráðleggingum ráðgjafa og halda okkur við þá tillögu sem meirihluti síðasta kjörtímabils samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 12. maí sl. Við teljum að málefni heilsu-, íþrótta- og æskulýðsmála heilt yfir eigi best heima í fjölskyldunefnd enda fléttast það óhjákvæmilega þeim málum sem þar eru til umfjöllunar, ekki síst með tilliti til nýrra laga um samþættingu um þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig teljum við að fjöldi fulltrúa í nefndum skv. tillögu ráðgjafa sé nægjanlegur þ.e. 5 fulltrúar í hverri nefnd í stað 7 eins og breytingartillagan gengur útá.
Að okkar mati er verið að víkja verulega frá þeim tillögum ráðgjafa og felst einnig í breytingunni verulegur kostnaðarauki miðað við þá tillögu sem samþykkt var af þáverandi sveitarstjórn, hið minnsta 3 milljónir á ári og þá a.m.k. 12 milljónir á kjörtímabilinu. Við leggjum því til að kannað verði hvort að rými sé fyrir breytingarnar innan fjárheimilda ársins 2022 áður en tillagan verði samþykkt eða að öðrum kosti verði lagður fram viðauki til samþykktar samhliða tillögunni.

Bjarki Oddsson
Rafn Bergsson
Guri Hilstad Ólason

2.Endurskoðun samþykkta; seinni umræða

2205054

Vegna athugasemda Innviðaráðuneytis um að sama sveitarstjórn skuli taka tillögu að endurskoðuðum samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra til tveggja umræða, er málið tekið fyrir að nýju. Fyrri umræða átti sér því stað á fundi sveitarstjórnar þann 2. júní 2022.
Tillaga er um að samþykkt verði endurskoðun samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra óbreytt frá fyrri umræðu sem fram fór þann 2. júní 2022.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bókun B lista
Fulltrúar B-lista greiða atkvæði með tillögunni, en vilja ítreka fyrri bókun. Þar sem gagnrýnt var að fjölgað væri nefndum og fulltrúum í þeim, miðað við tillögu frá ráðgjöfum. Slík fjölgun mun hafa í för með sér aukinn kostnað sem við teljum ekki réttlætanlegan.

Bjarki Oddsson
Rafn Bergsson
Guri Hilstad Ólason

3.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Verðkönnun vegna þakfrágangs í nýbyggingu leikskólans á Hvolsvelli
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum, á grunni niðurstöðu úr verðkönnun, að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Þaktak ehf.
Fylgiskjöl:

4.Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 49. gr samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra

2206015

Afgreiðslu frestað með sjö samhljóða atkvæðum.
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi og í hans stað kemur Elvar Eyvindsson, varamaður, inn til fundar.

5.Ráðningarsamningur sveitarstjóra kjörtímabilið 2022-2026

2206013

Lagður fram til umræðu og samþykktar ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Fulltrúar B lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögur:

Tillaga 1:
Gerð verði breyting á 1.gr samningsins.
Í stað: „Kjósi sveitarstjórn að segja sveitarstjóra upp störfum á ráðningartímabilinu skal það gert með 6 mánaða fyrirvara. Kjósi sveitarstjóri að láta af störfum á kjörtímabilinu er uppsagnafrestur þrír mánuðir.?
Komi:
“Kjósi sveitarstjórn að segja sveitarstjóra upp störfum á ráðningartímabilinu, eða að sveitarstjóri segi upp störfum á ráðningartímabili skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera þrír mánuðir.?

Tillaga 1, 3 fulltrúar B lista samþykkir og 4 fulltrúar D og N lista á móti. Tillagan er því felld.

Bókun B lista:
Fulltrúar B-lista telja hæfilegur uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og ekki verði séð að sveitarstjóri skuli vera rétthærri en sveitarfélagið ef til uppsagnar kæmi.

Bókun B lista vegna tillögu 2:
Fulltrúar B-lista telja rétt að launakjör sveitarstjóra fylgi þróun þingfararkaups hverju sinni. Þingfararkaup er ákvarðað í júlí ár hvert.
Fulltrúar B-lista geta ekki fallist á að launavísitala Hagstofunnar verði nýtt til útreikninga á launum sveitarstjóra, en hún tekur mið af hækkun launa allra landsmanna bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaði. Átak vinnumarkaðsins um hækkun lágmarkslauna undanfarin ár hefur þannig haft veruleg áhrif á laun sveitarstjóra þvert gegn tilgangi átaksins. Þingfararkaup tekur hinsvegar mið af þróun launa hjá hinu opinbera og telja fulltrúar B-lista nær að fylgja þeirri reikniformúlu.
Fulltrúar B-lista leggja fram eftirfarandi breytingatillögu

Tillaga 2:
Breytingar verði gerðar á a. lið 3.gr.
Í stað: “Föst mánaðarlaun skulu vera kr. 1.839.013. Laun skulu hækka skv. launavísitölu Hagstofu Íslands og taka breytingum til hækkunar hennar frá 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í fyrsta skipti 1. janúar 2023 og miðast upphafsvísitala við apríl 2022, 853 stig. Innifalið í ofangreindri launafjárhæð er öll yfirvinna sveitarstjóra en hann skal vinna yfirvinnu eftir þörfum.?
Komi:
“Föst mánaðarlaun skulu vera kr. 1.500.000. Laun skulu þróast í samræmi við þingfarakaup og taka breytingum 1. júlí ár hvert. Fyrsta breyting til hækkunar verði 1.júlí 2023. Viðmiðunar upphæð skal vera þingfarakaup frá 1. Júlí 2022. Innifalið í ofangreindri launafjárhæð er öll yfirvinna sveitarstjóra en hann skal vinna yfirvinnu eftir þörfum.?

Tillaga 2, 3 fulltrúar B lista samþykkir og 4 fulltrúar D og N lista á móti. Tillagan er því felld.

Tillaga 3:
Breytingar verði gerðar á 5.gr
Í stað: „Sveitarstjóri fær biðlaun í sex mánuði eftir að hann lýkur störfum.“
Komi:
„Sveitarstjóri á rétt á biðlaunum komi ekki til endur ráðningar eftir að ráðningartímabili líkur. Biðlaun verði jafnhá fastri launagreiðslu sem ákvörðuð hefur verið með áorðnum breytingum í samræmi við þróun þingfarakaups og skal greiða í þrjá mánuði. Taki sveitarstjóri sem nýtur biðlauna við starfi á biðlaunatíma falli biðlaun niður fái hann sambærileg eða hærri laun. Ef laun þau er nýja starfinu fylgja eru lægri skal greiða honum launamismuninn til loka þriggja mánaða tímabilsins.“

Tillaga 3, 3 fulltrúar B lista samþykkir og 4 fulltrúar D og N lista á móti. Tillagan er því felld.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir ráðningasamning sveitarstjóra Rangárþings eystra með 4 atkvæðum D og N lista, 3 fulltrúar B lista sitja hjá.
Elvar Eyvindsson fer af fundi og Anton Kári Halldórsson kemur aftur til fundar.

6.Dagskrá sveitarstjórnar og byggðarráðs 2022-2026

2206018

Lögð fram drög að fundardagskrá kjörtímabilsins 2022-2026.
Tillaga er um að reglulegir fundir sveitarstjórnar verði annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 12:00 og reglulegir fundir byggðarráðs verði fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði kl. 8:15.

Áætlun um tímasetningar funda byggðarráðs og sveitarstjórnar samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2022

2206014

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir tillögu að sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 8. gr. 3 kafla um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með störf og ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur ella skv. 32. gr. 5. kafla um stjórn Rangárþings eystra. Sumarleyfi er frá 10. júní til 10. ágúst 2022. Þess má geta að byggðarráð fundar að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið; svæðisskipulagsnefnd; skipun fulltrúa kjörtímabilið 2022-2026

2205107

Erindi SASS var frestað á 298. fundi sveitarstjórnar.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd og jafn margra til vara.
Svæðisskipulagsnefnd: 2 aðalmenn og 2 til vara
Aðalmenn:
Anton Kári Halldórsson
Bjarki Oddsson
Varamenn:
Tómas Birgir Magnússon
Rafn Bergsson

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9.Beint streymi af fundum Sveitarstjórnar

2206019

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að byrjað verði að senda út í beinu streymi fundi sveitarstjórnar. Með því móti er verið að opna á stjórnsýslu sveitarfélagsins og auka tækifæri almennings til að afla sér upplýsinga um málefni sveitarfélagsins. Með þessu móti verða einnig fundir sveitarstjórnar skilvirkari og formfastari, þar sem að ræðumenn munu tala fyrir máli sínu úr púlti. Upptökur funda verða vistaðar á vefsvæði sveitarfélagsins og umræða um hvert mál tengd við fundargerð fundar. Mikilvægt er að vandað verði til verka þannig að upptaka verði sem skýrust hvað varðar hljóð og mynd.
Sveitarstjórn samþykkir með 7 samhjóða atkvæðum að senda út fundi sveitarstjórnar í beinu streymi. Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að framkvæmd.

10.Gönguþverun á Austurveg

2206021

Sveitarstjórn leggur til í samræmi við forgangsverkefni í umferðaröryggisáætlun að farið verði strax í aðgerðir til að bæta aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda yfir Austurveg við apótekið, að tjaldsvæði og Garðsauka. Umrædd framkvæmd er tilgreind sem forgangsframkvæmd í umferðaröryggisáætlun Rangárþings eystra og einnig í staðfestu deiliskipulagi fyrir miðbæ Hvolsvallar.
Sveitarstjóra falið að þrýsta á Vegagerðina um að farið verði strax í umrædda framkvæmd ásamt öðrum aðgerðum samkvæmt gildandi deiliskipulagi á Austurvegi.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11.Hvolsskóli; Bætt hljóðvist

2206024

Lagt er til að kannað verði með aðgerðir til bættrar hljóðvistar í Hvolsskóla. Það á einkum við á yngsta stigi og í matsal skólans. Lagt er til að hljóðvistarsérfræðingur verði fenginn til þess að greina stöðuna í samráði við starfsmenn skólans og leggja fram tillögu á úrbótum.
Umsjónamanni fasteigna og skólastjórnendum falið að afla ráðgjafar um greiningu og tillögu að úrbótum varðandi hljóðvist.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12.Tillaga frá fulltrúum B-lista, um að hið fyrsta verði samið við óhagnaðardrifið leigufélag um byggingu á raðhúsi í Hallgerðartúni

2206020

Fulltrúar B-lista leggja fram tillögu um að hið fyrsta verði samið við óhagnaðardrifið leigufélag um byggingu á raðhúsi í Hallgerðartúni, Hvolsvelli. Í lok síðasta kjörtímabils voru fulltrúar Bjarg-íbúðafélags fengnir á fund sveitarstjónar og voru þeir tilbúnir til að koma að slíkri byggingu hér á Hvolsvelli. Það var hins vegar vilji fyrir því þá að skoða fleiri möguleika m.a. við Brák, húsnæðissjálfseignarstofnun. Það er nauðsynlegt að hraða slíkri framkvæmd til að hægt sé að tryggja uppbyggingu á leiguhúsnæði á hagstæðum kjörum, enda er skortur á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Við sjáum að nú í öðrum áfanga Hallgerðartúns er tækifæri til að þetta verði að veruleika og því ekki eftir neinu að bíða.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13.Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2021

2206016

Erindi frestað með 7 samhljóða atkvæðum.

14.Skólaþjónusta Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu; Menntadagur 2022

2205123

Á 298. fundi sveitarstjórnar var erindi Skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu frestað.
Sveitarstjórn tók fyrir erindi Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórn að stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla geti sótt menntadaginn án þess að það raski lög- og kjarasmningsbundum ákvæðum um símenntun þeirra.
Erindi var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar og sveitarstjóra falið að afla upplýsinga og álits leikskólastjóra. Umrædd tímasetning menntadagsins þann 18. ágúst 2022 hentar illa fyrir leikskólann. Í sömu viku er leikskólinn að opna aftur eftir sumarfrí og ný börn að byrja sína aðlögun. Í samráði við leikskólastjóra er því ákveðið að leikskólakennarar taki ekki þátt í menntadeginum 2022. Sveitarstjórn hvetur til þess að dagsetning fyrir menntadag 2023 verði ákveðin í góðu samráði við bæði leik- og grunnskólastjóra og gert verði ráð fyrir honum í skóladagatölum, þannig að allir starfsmenn hafi kost á því að sækja hann.
Erindinu hafnað.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

15.Sögusetrið;Ósk um framlengingu á leigusamningi á Hlíðarvegi 14

2205105

Á 298. fundi sveitarstjórnar var erindi Gistiheimilis Íslands ehf frestað
Sveitarstjórn tók fyrir erindi frá Gistiheimili Íslands ehf, þar sem óskað er eftir framlengingu á leigusamningi um húsnæði Sögusetursins að Hlíðarvegi 14.
Sveitarstjórn þakkar Úlfari Þór fyrir greinargóða og áhugaverða kynningu um framtíðarmöguleika nýtingar á húsnæði Söguseturs. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samráði við leigutaka og koma með tillögu á fund sveitarstjórnar í september 2022.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

16.Umsókn um stöðuleyfi - Hlíðarvegur 14

2205122

Á 298. fundi sveitarstjórnar var erindi Gistiheimilis Íslands ehf frestað.
Sveitarstjórn tók fyrir erindi frá Úlfari Þór Gunnarssyni f.h. Gistiheimili Íslands ehf þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir samkomutjald að stærð 432 m2 á lóðinni Hlíðarvegur 14. Óskað er eftir stöðuleyfi til 15. september 2022.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu stöðuleyfis til 15. september 2022. Nákvæm staðsetning, festingar og umgengni verði unnin í góðu samráði við sveitarfélagið.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

17.Umsókn um tækifærisleyfi; Ungmennafélagið Dagsbrún

2205134

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um tækifærisleyfi í Gunnarshólma.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Tómas Birgir Magnússon víkur af fundi í hans stað kemur Christiane L Bahner. Sigríður Karólína Viðarsdóttir, vara oddviti, tekur við stjórnun fundarins.

18.Umsögn vegna rekstrarleyfis - TG travel

2206022

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir fyrir TG travel ehf.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Christiane L Bahner fer aftur af fundi, Tómas Birgir Magnússon kemur aftur til fundar og tekur við stjórn hans.

19.Bergrisinn; 40. fundur stjórnar; 10. maí 2022

2206001

Lögð fram til umfjöllunar fundargerð 40. fundar stjórnar Bergrisans.
Lagt fram til kynningar.

20.Bergrisinn; 41. fundur stjórnar; 23. maí 2022

2206002

Lögð fram til umfjöllunar fundargerð 41. fundar stjórnar Bergrisans.
Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfisnefnd Hvolsskóla; erindi til sveitarstjórnar

2205131

Lagt fram erindi umhverfisnefndar Hvolsskóla þar sem lagðar eru til umhverfisvænar aðgerðir, svo sem samræmd ílát fyrir sorpflokkun í stofnunum sveitarfélagsins, minni pappírsnotkun og bættum upplýsingum á gámasvæði auk tillagna að bættri merkingu og aðstöðu í Tunguskógi.
Sveitarstjórn þakkar Umhverfisnefnd Hvolsskóla 2021-2022 kærlega fyrir mjög góðar tillögur. Sveitarstjóra falið að koma framlögðum tillögum til úrlausnar og framkvæmdar.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:
Sveitarstjórn samþykkir að færa næsta fund byggðarráðs aftur um eina viku, til 23. júní 2022. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:40.