297. fundur 12. maí 2022 kl. 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson oddviti
 • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
 • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
 • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Christiane L. Bahner aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundargerð ef einhverjar eru.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, máli nr 17 fundargerð 47. fundar Menningarnefndar. Samþykkt samhljóða.

1.Ársreikningur Rangárþings eystra 2021; seinni umræða

2205028

Endurskoðaður ársreikningur Rangárþings eystra 2021 lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn. Engar breytingar urðu á ársreikningnum á milli umræðna. Berglind Hákonardóttir endurskoðandi kom til fundar og fór yfir ársreikningin og endurskoðunarskýrslu.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 59,8 m.kr. en niðurstaða A hluta var neikvæð um 15,9 m.kr. Eigið fé í árslok 2021 nam 2.375 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta og 2.325 m.kr. fyrir A hluta. Veltufé frá rekstri A og B hluta var 229 m.kr. en 155 m.kr. í A hluta. Veltufjárhlutfall var 1,5 í A og B hluta og 1,20 í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 1.245 m.kr. í árslok 2021 en 1.220 m.kr. í A hluta. Skuldahlutfall A og B hluta í árslok 2021 var 53,8% og skuldaviðmið 24,1% sem er langt undir 150% hámarki viðmiðunarreglna samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
Ársreikningur 2021 samþykktur samhljóða.

2.Tillaga að endurskoðuðu stjórnskipulagi Rangárþings eystra; fyrri umræða

2204077

Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var samþykkt að samhliða endurskoðun samþykkta yrði farið í úttekt með það að markmiði að skýra stjórnskipulag sveitarfélagsins m.a. með myndrænum hætti. Í framhaldi af því yrði farið í úttekt á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins. Samið var við RR-ráðgjöf sem á vinnslutíma verkefnins sameinaðist KPMG.
Afgreiðslu erindins var frestað á 296. fundi sveitarstjórnar.
Tillögur að breytingum á stjórnskipulagi sveitarfélagsins lagðar fram til umræðu.
Lagt er til að skipurit sveitarfélagsins verði endurskoðað með það fyrir augum að einfalda ákvarðanatöku og auka skilvirkni.
Lagt er til að formfesta í stjórnskipulagi verði aukin m.a. með því að Samþykkt um stjórn Rangárþings eystra og erindisbréf nefnda verði endurskoðuð. Lagt er til að birt verði sérstakt fundadagatal fyrir allar nefndir fyrir hvert starfsár. Lagt er til að ferli við undirbúning og eftirfylgni fjárhagsáætlana og framkvæmda verði bætt með það fyrir augum að draga úr kostnaði.

Tillögur um breytingar á nefndakerfi sveitarfélagsins hafa verið útfærðar í tillögu að Samþykkt um stjórn Rangárþing eystra og koma til framkvæmda við síðari umræðu í sveitarstjórn að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Lagðar fram tvær útfærslur til umfjöllunar og afgreiðslu. Í útfærslu 1 er lagt til að fastanefndum verði fækkað úr 14 í fjórar, og að deildir verði samþættar í þrjú svið, með teymisskipulagi stjórnenda. Í útfærslu 2 er lagt til að fastanefndum verði fækkað úr 14 í fimm, og að deildir verði samþættar í þrjú svið, með teymisskipulagi stjórnenda.

Útfærsla 1 fær 6 atkvæði, LE, RB, GHÓ, AKH, EFS, GV.
Útfærsla 2 fær 1 atkvæði CLB.
Útfærsla 1 er því samþykkt.

Tillögu að breyttu stjórnskipulagi með útfærslu 1 er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

3.Endurskoðun samþykkta; fyrri umræða

2204061

Á 285. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystara þann 14. Október 2021 samþykkti sveitarstjórn að farið yrði í heildarendurskoðun á samþykktum Rangárþings eystra.
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að nýjum Samþykktum um stjórn Rangárþings eystra, sem leysi af hólmi gildandi samþykktir nr. 102/2014.
Afgreiðslu erindis var frestað á 296. fundi sveitarstjórnar.
Ákvæði samþykktanna hafa verið uppfærð með tilliti til breytinga á lagaumhverfi sveitarfélaga, auk þess sem breytingar hafa verið gerðar á nefndafyrirkomulagi með tilliti til framkominna tillagna um breytingar á stjórnskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir, í samræmi við 1. tl. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að vísa fyrirliggjandi tillögu til síðari umræðu á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar að afloknum sveitarstjórnarkosningum.
Samþykkt samhljóða.

4.Stafrænt Suðurland; kynning á verkefninu

2204051

Verkefnið Starfrænt Suðurlands var sett á laggirnar í kjölfar sameiningaviðræðna sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Verkefnið hófst formlega þann 1. ágúst 2021 og stendur fram til 31 júlí 2022. Markmiðið að undirbúa sveitarfélögin undir veitingu stafrænnar þjónustu og stjórnsýslu.
Margrét Helgadóttir, verkefnastjóri verkefnisins, kemur til fundar sveitrstjórnar til að kynna framgang verkefnisins.
Sveitarsjórn þakkar Margréti fyrir greinagóða kynningu á verkefninu. Ljóst er að mikil tækifæri felast í innleiðingu stafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélaga. Margrét hefur lagt sérstaka áherslu á ávinning meðalstórra og minni sveitarfélaga í vinnu sinni og samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórn leggur til við stjórn SASS að þessu mikilvæga verkefni verði haldið áfram á vettvangi SASS. Sú vinna sem nú þegar hefur verið unnin mun nýtast lang flestum sveitarfélögum á starfssvæði SASS. Jafnframt er lagt til að Margrét V. Helgadóttir verði fengin til að kynna verkefnið og stöðu þess fyrir stjórninni.
Samþykkt samhljóða.

5.Niðurstöður könnunar á meðal íbúa Rangárþings eystra um sameiningarviðræður

2205023

Á 289. fundi sveitrstjórnar lagði D-listi fram tillögu um spurningakönnun meðal íbúa um sameiningaviðræður. Samið var við Félagsvísindastofnun um gerð könnunarinnar. Stefán Þór Gunnarsson kemur til fundar og kynninr niðurstöðir könnunarinnar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Stefáni fyrir greinargóða kynningu.
Áframhaldandi umfjöllun um niðurstöður könnunarinnar vísað til nýrrar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

6.Erindi vegna lóðaúthlutunar að Nýbýlavegi 46

2205026

Tekið fyrir erindi Kjarröldu ehf. vegna úthlutunar á lóðinni Nýbýlavegi 46 til Leigufélagsins Borgar ehf.
Lagt er til að fresta afhendingu lóðarinnar meðan málið er til skoðunar af hálfu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

7.The Rift fjallahjólakeppni 2022

2204062

The Rift reiðhjólakeppnin verður haldin þann 23. júlí nk. með upphaf og endamark á Hvolsvelli. Undirbúningsnefnd keppninnar óskar eftir leyfi frá sveitarfélaginu til bráðabirgðalokana á vegum sbr. fylgiskjölum. Fyrir liggur samþykki lögreglunnar og Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemdir við keppnishald og bráðabirgðalokanir á vegum enda vara lokanir ekki lengur en þarf vegna keppninnar. Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að húsnæði félagsmiðstöðvarinnar á Ormsvelli verði lánað til verkefnisins endurgjaldslaust til að þjóna sem stjórnstöð fyrir keppnisstjórn.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að svo stórt íþróttamót sé haldið í sveitarfélaginu og óskar keppnishöldurum og keppendum góðs gengis.
Samþykkt samhljóða.

8.Tillaga að nafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla í Rangárþingi eystra

2205030

Lagt fram bréf leikskólans Arkar, þar sem óskað er efir að sveitarfélagið efni til nafnasamkeppni um nafn á nýju leikskólabygginguna.
Búið er að velja nöfn á deildar og álmur og eiga þau það sameiginlegt að vera tekinn úr landslagi Rangárþings eystra.
Álman fyrir yngri deildir mun heita Litli Dímon, álman fyrir eldri deildir mun heita stóri Dímon og starfsmannaálman mun heita Þríhyrningur.
Deildarnar munu heita Gil, Dalur, Þúfa, Laut, Holt, Hóll, Hæð, Ás, Hamrar og Fell.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur heils hugar umdir hugmynd leikskólastjóra að efna til nafansamkeppni á nýjan leikskóla sem nú er í byggingu.
Sveitarstjórn felur markaðs og kynningarfulltrúa í samvinnu við leikskólastjóra að framkvæma samkeppnina.
Samþykkt samhljóða.
Christiane L. Bahner víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

9.Öldugarður; lóðaleiga

2101042

Lagt fram bréf Christiane L. Bahner fyrir hönd Trausta Þórs Eiðssonar þar sem óskað er eftir lóðaleigusamning við sveitarfélagið í landi Öldugarðs.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að kanna hvernig hægt sé að standa að framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

10.Veiðifélag eystri Rangár; Aðalfundarboð 2022

2205032

Aðalfundur Veiðfélags Eystri Rangá verður haldinn föstudaginn 27. maí í félagsheimilinu Goðalandi Fljótshlíð.
Lagt er til að Christiane L. Bahner verð fulltrúi Rangárþings eystra á aðalfundi Veiðifélagsins eystri Rangár.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

11.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Hallgeirsey 2

2205007

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um rekstrarleyfi fyrir Sigursæll ehf. að Hallgeirsey 2 L193165.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um tækifærisleyfi; Félag eldri borgara; uppistand í Hvolnum

2205002

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um tækifærisleyfi í Hvolnum.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðliar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

13.Umsögn; Tækifærisleyfi; Lava

2205021

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um tækifærisleyfi í Lava Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðliar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

14.Umsögn; Tækifærisleyfi; Hvollinn

2205025

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um tækifærisleyfi í Hvolnum.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðliar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

15.Skipulagsnefnd - 110

2205002F

Fundargerð 110. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra lögð fram til umfjöllunar og kynningar.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulagsnefnd - 110 Í athugasemd Skipulagsstofnunar, dags. 11. febrúar sl. kemur fram að fyrirhugað skipulag sé ekki í samræmi við gildangi aðalskipulag. Í heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2020-2032 er búið að breyta landnotkun svæðisins þannig að samræmis sé gætt. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir að búið er að samþykkja aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulgsnefndar og samþykkir skipulagið og að það verði sent skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að búið er að samþykkja aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032.
 • Skipulagsnefnd - 110 Tillagan var auglýst frá 23. febrúar sl. með athugasemdarfresti til og með 6. apríl sl. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að gera þurfi grein fyrir öflun neysluvatns. Einnig er bent á að gæta skuli að því að aðgengi að hreinsivirki til tæmingar og viðhalds sé auðvelt m.t.t. aðstæðna. Búið er að bregðast við fyrrgreindum athugasemdum með óverulegum breytingum á skipulagsuppdrætti.
  Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulgsnefndar og samþykkir skipulagið og að það verði sent skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 110 Tillagan var auglýst frá 23. febrúar sl. með athugasemdarfresti til og með 6. apríl sl. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits suðurlands kemur fram að staðsetja þurfi rotþró á skipulagssvæðinu. Búið er að bregðast við athugasemdinni á uppfærðum uppdrætti.
  Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulgsnefndar og samþykkir skipulagið og að það verði sent skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd - 110 Bókun fundar Afgreiðslu málsins er frestað.
 • Skipulagsnefnd - 110 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
 • Skipulagsnefnd - 110 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
 • 15.7 2205016 Landskipti - Rein 2
  Skipulagsnefnd - 110 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

16.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 59

2205001F

Lögð fram til umfjöllunar og samþykktar fundargerð 59. fundar Fræðslunefndar grunn- og leikskóla.
Fundargerð staðfest í heild.
 • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 59 Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 60% foreldra og 76% starfsmanna, af þeim sem þátt tóku í könnuninni, voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2022-2023. Fræðslunefnd leggur til að gerð verði könnun fyrir vor 2023 þess efnis að skólaskjól verði opið lengur fram á vor sem nemur 180 dagar, einnig er lagt til að skólaskjól verði opnað fyrr að hausti 2022 á grundvelli könnunar sem gerð var hjá foreldrum elstu barna í leikskóla og fyrsta bekk Hvolsskóla að hausti.
  Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagt 170 daga skóladagatal
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti framlagt 170 daga skóladagatal Hvolsskóla skólaárið 2022-2023 og tekur undir hugmyndir nefndarinnar og felur skólastjórnendum að gera slíka könnun. Sveitarstjórn samþykkir að skólaskjól verði opnað fyrr að hausti 2022.
 • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 59 Sólbjört kynnir drög að leikskóladagatali fyrir veturinn 2022-2023.
  Sólbjört óskar eftir auka starfsdegi á komandi leikskólaári til að starfsmenn komist í starfsmannaferð sem frestað hefur verið frá árinu 2020, enda hefur verið mikið álag á starfsfólki vegna Covid-19 og húsnæðisaðstæðna í leikskólnaum.
  Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti leikskóladagatali 2022-2023.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti leikskóladagatal skólaárið 2022-2023 og tekur undir bókun nefndarinnar.

17.Menningarnefnd - 47

2205004F

Fundargerð staðfest í heild.
 • Menningarnefnd - 47 Menningarnefnd samþykkir að fela Sigurgeir Skafta Flosasyni umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Hvolsvelli sbr. umræður á fundinum.
 • Menningarnefnd - 47 Kjötsúpuhátíðin 2022 verður haldin 26. - 28. ágúst. Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir umsjónaraðila til að sjá um hátíðina. Ný Menningarnefnd mun svo gera samning við þann aðila þegar hún tekur til starfa.
 • Menningarnefnd - 47 Afrekshugur: Friðrik fór yfir stöðu mála. Verið er að vinna að hönnun stöpuls undir styttuna. Menningarnefnd fagnar því hversu vel á veg vinna við verkefnið er komin og hlakkar til að fylgjast með næstu skrefum.

  Fráfarandi menningarnefnd hvetur nýja menningarnefnd til að halda vel utan um verkefnið og fylgja því eftir.18.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd; 28. fundur; 5. maí 2022.

2205029

Lögð fram til umfjöllunar og samþykktar fundargerð 28. fundar Umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.

19.Tónlistarskóli Rangæinga; 26. stjórnarfundur 3.maí 2022

2205009

Lögð fram til umfjöllunar og samþykktar fundargerð 26. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.
Fundargerð staðfest í heild.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2021.

20.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 221. fundur stjórnar; 9. maí 2022

2205027

Lögð fram til umfjöllunar og samþykktar fundargerð 221. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Fundargerð staðfest í heild.

21.SASS; 581. fundur stjórnar; 25.4.2022

2205001

Lögð fram til umfjöllunar og samþykktar fundargerð 581. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð staðfest í heild.

22.17. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2204076

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 17. fundar nefndar um svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendi.
Fundargerð lögð fram.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga; 909. fundur stjórnar

2205004

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

24.Útboð - Tjaldsvæði Hvolsvallar

2204045

Lögð fram til kynningar tillaga um breytt rekstarform og stækkun tjaldsvæðis Hvolsvallar.
Lagt fram til kynningar.

25.Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 og auglýsing um framlagningu kjörskrár

2204053

Lögð fram til kynningar Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.
Lagt fram til kynningar.

26.SASS; Viðhorfskönnun um almenningassamgöngur á Suðurlandi

2205017

Lagðar fram til kynningar niðurstöðu viðhorfskönnunar um almenningassamgöngur á Suðurlandi.Þessi viðhorfskönnun var gerð til að kanna viðhorf íbúa á Suðurlandi gagnvart þjónustu strætó í landshlutanum. Er hún liður í þróunarverkefni á sviði almenningssamgangna á Suðurlandi með áherslu á rannsóknir, öryggismál, kynningar- og markaðsmál.
Lagt fram til kynningar.
Í ljósi niðurstaðna könnunarinnar leggur sveitarstjórn Rangárþings eystra áherslu á að afar brýnt er að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir íbúa svæðisins og skorar á rekstraraðila að gera úrbætur á leiðarkerfi, verðlagningu og tíðni ferða.
Samþykkt samhljóða.

27.Reikningsskila- og upplýsinganefnd; Viðauki fyrir 1. júní nk. - 20. gr. reglugerðar nr. 12122015

2205031

Lagt fram til kynningar bréf Reikningsskila- og upplýsinganefndar þar sem nefnidn minnir sveitarfélög á breytingu á reikningsskilareglu og áréttar mikilvægi þess að fjárhagsáætlun beri með sér þau áhrif sem breytt ákvæði hafa í för með sér.
Lagt fram til kynningar.

28.Bréf vegna skýrslu um brotthvarf úr framhaldsskólum

2205010

Lagt fram bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu um brotthvarf úr framhaldsskólum.
Lagt fram til kynningar.

29.Stuðningur við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

2205022

Lagt fram bréf Mennta- og barnamálaráðherra vegna stuðnings við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

30.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

2201019

Lögð fram til kynningar og umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál, frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál og
frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.