293. fundur 24. mars 2022 kl. 08:15 - 10:24 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skirfstofu og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.
Oddviti óskar eftir að bæta tveimur málum á dagsskrá
mál númer 15, 2203073 umsókn um lóð Hallgerðartún 1 og mál númer 19 2203079 Umsögn tækifærisleyfi; Andri Geir Jónsson og fella af dagskrá lið 20 fundargerð Fræðslunefndar sem var tvitekinn. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Tillaga um breytta dagsetningu apríl fundar Sveitarstjórnar

2203068

Samkvæmt fundardagskrá ber apríl fund sveitarstjórnar upp á skírdag. Lögð er fram tillaga flýta fundi sveitarstjórnar um eina viku, til 7. apríl 2022, kl 8.15.
Sveitarstjórn samþykkir að færa fund sveitarstjórnar til 7. apríl, kl. 8:15

2.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Lagning ljósleiðara

2111111

Umsókn um framkvæmdaleyfi lagt fram til umræðu og umsagnar. Um er að ræða lagningu ljósleiðarastrengs frá Þorlákshöfn yfir í Landeyjarsand og fjallar leyfið um plægingu ljósleiðarastrengs undir Hólsá.
Sveitarstjórn samþykkir umsókn framkvæmdaleyfis með fyrirvara um leyfi landeigenda.
Samþykkt samhljóða.

3.Rimakotslína 2

2203060

Erindi barst sveitarstjórn 21. mars þar sem eigandi jarðar mótmælir því að Rimakotslína 2 fari inn á Aðalskipulag Rangárþings eystra.
Ekki liggur fyrir leyfisumsókn fyrir framkvæmdinni einungis er um að ræða breytingu á aðalsskipulagi með lítilsháttar breytingu á legu línunnar. Endanleg staðsetning línunnar skál ávallt vinnast í samráði framkvæmdaraðila við landeigendur eins og lög gera ráð fyrir. Framkvæmdarleyfi verður ekki gefið út nema samþykki landeigenda liggi fyrir.
Sveitarstjórn hvetur landeigenda til að kynna sér endurskoðað aðalskipulag sem fljótlega fer í auglýsingu og gera athugasemdir við hana ef þurfa þykir.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Jón Viðarsson víkur af fundi.

4.Almenningar; Ósk um styrk til landgræðslu 2022

2203037

Þann 11. mars barst bréf frá Félagi landeigenda á Almenningum þar sem félagið óskar eftir styrk til uppgræðslu á landsvæðinu Almenningum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til uppgræðslu á Almenningum að upphæð 300.000 kr. eins og undanfarin ár.

Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Jón Viðarsson kemur aftur til fundar.
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir víkur af fundi

5.Verktakasamningur vegna skólaaksturs; ósk um endurskoðun samnings

2203044

Þann 9. mars barst erindi frá skólabílstjórum, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn endurskoði ákvæði í verktakasamningi við skólabílstjóra.
Erindi frestað.
Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að meta kostnað við umbeðna breytingu og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir kemur aftur til fundar.

6.Erindi frá KFR; uppbygging á gervigrasvelli og annarri íþróttaaðstöðu á starfssvæði félagsins

2203045

Þann 8. mars barst bréf Knattspyrnufélags Rangæinga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til aðstöðumála.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar KFR fyrir erindið.
Þann 10. júní 2021 komu fulltrúar Meistaraflokks KFR á fund sveitarstjórnar Rangárþings eystra og kynntu hugmyndir sínar að framtíðarsýn knattspyrnufélagsins að uppbyggingu gervigrasvallar á Hvolsvelli sem er í takt við framtíðaruppbyggingaráform Rangárþings eystra samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir skóla- og íþróttasvæði.
Samstarf við KFR um undirbúning og fjármögnun að gervigrasvelli í samræmi við gildandi deiliskipulag, hugnast núverandi sveitarstjórn Rangárþings eystra vel.
Forsvarsmenn Mfl KFR og formaður KFR hafa fundað með sveitarstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja Rangárþings eystra þar sem að fulltrúar KFR tóku að sér að skila kostnaðaráætlun og hugmyndum að áfangaskiptingu til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsir yfir ánægju sinni með áhuga félagsins á samstarfi um verkefnið og býður stjórn KFR velkomna á fund sveitarstjórnar og óskar eftir því að formaður KFR boði til þess fundar.
Samþykkt samhljóða.

7.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

2203061

Lagðar fram til umræðu og staðfestingar reglur um framlög til stjórnmálaflokka í Rangárþingi eystra. Reglunar eru byggðar á áður útgefnum viðmiðunarreglum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Reglur um framlög til stjórnmálaflokka samþykktar samhljóða.

8.Tillaga að greiðslum til stjórnmálasamtaka vegna framboðs til sveitarstjórnar Rangárþings eystra 2022.

2203056

Lögð fram tillaga að greiðslum til stjórnmálasamtaka vegna kjörtímabilsins 2018-2022. Tillagan er unnin út frá viðmiðunarreglum um framlög til stjórnmálaflokka.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlög verði greidd samkvæmt nýsamþykktum reglum um framlög til stjórnmálaflokka.

9.Slit á óvirkum byggðasamlögum

2203043

Erindi sveitarstjóra Rangárþings ytra um slit á tveimur óvirkum byggðasamlögum, Green Globe 2l í Rangárvallasýslu bs kt. 520506-0200 og Atvinnu/ferðamálav Rang/V-Skaft bs. kt. 581203-3220.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að framangreind byggðasamlög verði formlega lögð niður og kennitölur þeirra afskráðar. Þar sem ekki eru starfandi stjórnir þessara byggðasamlaga sem tekið geta ákvarðanir sem tengjast slitum byggðasamlaga samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra jafnframt að skipaðar verði skiptastjórnir sem hafi það verkefni að annast uppgjör og slit byggðasamlaganna í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn tilnefnir Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra sem fulltrúa sinn í slitastjórnir beggja byggðasamlaganna.
Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 3

2203012

Pétur Guðmundsson óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 3 skv. meðfylgjandi umsókn.
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.

11.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 11

2203062

Jötunverk ehf. óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 11 skv. meðfylgjandi umsókn.
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.

12.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 12

2203047

Sandra Rún Jónsdóttir óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 12 skv. meðfylgjandi umsókn.
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.

13.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 13

2203063

Jötunverk ehf. óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 13 skv. meðfylgjandi umsókn.
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.

14.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 23

2203048

Múrþjónustan ehf óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 23 skv. meðfylgjandi umsókn.
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.

15.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 1

2203073

Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sækir um lóðina Hallgerðartún 1.
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.

16.Umsögn; Tækifærisleyfi; Ungmennafélagið Dagsbrún

2203046

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um Tækifærisleyfi vegna dansleiks Ungmennafélagsins Dagsbrúnar.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

17.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Dægra Farm Cottages

2203065

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H frístundahús.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

18.Umsögn tækifærisleyfi; Andri Geir Jónsson

2203079

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um Tækifærisleyfi vegna dansleiks í Njálsbúð.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

19.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 57

2203004F

Lögð fram til staðfestingar og umræðu fundargerð 57. fundar fræðslunefndar grunn- og leikskóla.
Fundargerð staðfest í heild.

20.Menningarnefnd - 46

2203005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 46. fundar menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 20.1 2201040 Menningarsjóður Rangárþings eystra - vorúthlutun 2022
    Menningarnefnd - 46 Menningarnefnd lýsir yfir mikilli ánægju yfir þeim fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn og ljóst er að menningarlífið er að vakna til lífsins í Rangárþingi eystra eftir að heimsfaraldur hefur staðið yfir.

    Átta umsóknir bárust í sjóðinn að heildarupphæð 9.960.000. Ekki var unnt að styrkja allar umsóknir en Menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr vorúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

    Árleg útiljósmyndasýning 860 300.000
    25 ára afmælistónleikar Barnakórs Hvolsskóla 160.000
    Fiðlufjör - lokatónleikar 2022 370.000
    Jazz undir fjöllum 300.000

    Næsta úthlutun úr Menningarsjóði verður í september 2022.

    Bókun fundar Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með fjölda og fjölbreytileika umsókna í menningarsjóð og metnaðarfull verkefni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umræddar úthlutanir.
  • 20.2 2203051 Kjötsúpuhátíð 2022
    Menningarnefnd - 46 Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum aðila eða aðilum til að sjá um framkvæmd við Kjötsúpuhátíð 2022.

    Samþykkt samhljóða.
  • 20.3 2203050 17. júní hátíðarhöld 2022
    Menningarnefnd - 46 Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa, í samvinnu við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, að auglýsa eftir áhugasömum til að sjá um framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní.
  • 20.4 2005006 Menningarnefnd; önnur mál
    Menningarnefnd - 46 Í ljósi fjölda umsókna í Menningarsjóð sl. ár þá leggur Menningarnefnd til að í næstu fjárhagsáætlunargerð verði upphæðin sem lögð er í sjóðinn hækkuð. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur vel í tillöguna og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
    Samþykkt samhljóða.

21.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 98. fundur

2203038

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 98. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

22.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 220. fundur stjórnar; 11. mars 2022

2203067

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 220. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Liður 5. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu "samtaka um hringrásarhagkerfi" sem byggist upp á þremur þáttum. Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku; Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga; Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað.
Fundargerð staðfest í heild.

23.SASS; 579. fundur stjórnar; 4.3.2022

2203035

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 579. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð lögð fram.

24.Markaðsstofa Suðurlands; Fundargerð 5.fundur 13.12.2021

2203058

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 5. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

25.Markaðsstofa Suðurlands; Fundargerð 6.fundur 07.02.2022

2203059

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram.

26.Bergrisin; 38. fundur stjórnar; 8. mars 2022

2203040

Fundargerð lögð fram.

27.Fundarboð; Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ofh. 2022

2203041

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2022.
Sveitarstjóri fer sjálfkrafa með atkvæðisrétt Rangárþings eystra sbr. fundarboð.

28.Skeiðvangur; Aðalfundarboð 2022

2203066

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Skeiðvangs.
Sveitarstjóra falið að tilnefna fulltrúa í stjórn fyrir hönd sveitarfélagsins og sækja aðalfund fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

29.Strandarvöllur ehf Fundarboð á aðalfund 2022

2203053

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Standavallar ehf.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra tilnefnir Sigrúnu Þórarinsdóttur sem fulltrúa í stjórn Strandarvallar ehf. fyrir hönd Rangárþings eystra, en Óskar Eyjólfsson hefur beðist lausnar frá stjórnarsetu.
Sveitarstjórn þakkar Óskari fyrir stjórnarsetu.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:24.