290. fundur 12. janúar 2022 kl. 12:00 - 12:52 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar er haldin í fjarfundi á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/89060183963?pwd=S3h6Mldna3hNRldZVFAyZSs2L3pRZz09

Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð, sem engar eru.

1.Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2022

2112148

Lögð fram til samþykktar Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða húsnæðisáætlun Rangárþings eystra 2022.

2.Skólastefna Rangárþings eystra; erindisbréf og skipan í stýrihóp

2201023

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um endurskoðun skólastefnu Rangárþings eystra.
Stýrihópur vinnur samkvæmt verkáætlun undir forystu verkefnastjóra í janúar-mars og skili til fræðslunefndar og sveitarstjórnar endurskoðaðri skólastefnu og innleiðingaráætlun fyrir lok mars 2022.
Tillaga að fulltrúum í stýrihóp er eftirfarandi:

Arnar Gauti Markússon, fulltrúi L lista sveitarstjórnar
Birna Sigurðardóttir, Skólastjóri Hvolsskóla
Hildur Hjaltadóttir, kennari Hvolsskóla
Páll Eggertsson, fulltrúi D lista sveitarstjórnar
Rafn Bergsson, fulltrúi B listasveitarstjórnar
Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, Leikskólastjóri Leikskólans Arkar.

Með stýrihópnum starfar einnig Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri og formaður fræðslunefndar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréf og skipan í stýrihóp.

3.Beiðni um styrk v. fornleifarannsókna í Arfabót

2112151

Lag fram tölvubréf Dr. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðings hjá
Fornleifafræðistofunni þar sem óskað er eftir styrk vegna fornleifarannsóknar í Arfabót á Mýrdalssandi.
Rangárþing eystra tekur nú þegar þátt í kostnaði við uppgröftinn í gegnum Skógasafn og hafnar því sveitarstjórn styrkbeiðninni.
Samþykkt samhljóða.

4.Styrkbeiðni vegna verkefnisins Sigurhæðir 2022

2201021

Sigurhæðir er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Hildur Jónsdóttir, fyrir hönd Sigurhæða óskar eftir styrk frá Rangárþingi eystra að upphæð 404.992.- kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk til þessa mikilvæga verkefnis og óskar Sigurhæðum áframhaldandi velfarnaðar í starfi.
Christiane L. Bahner víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

5.Miðkriki sf; ósk um styrk vegna reiðvega

2111100

Málinu var frestað á 289. fundi sveitarstjórnar.
Lagt fram bréf frá Miðkrika sf, dagsett 5. nóvember 2021. Félagið ásamt Hvolhreppsdeild Geysis, óska eftir styrk í formi vinnuframlags vegna dreifingu á efni í reiðvegi.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til reiðvegagerðar að upphæð 750.000 kr. að því gefnu að reiðvegurinn sé opinn almenningi. Upphæðin er í samræmi við styrk sem veittur er til hestamannafélagsins Sindra til reiðvegagerðar í Rangárþingi eystra undanfarin ár.
Samþykkt með 5 atkvæðum LE, RB, GHÓ, AKH og EFS.
Á móti 1, GJV.
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

6.Umsögn; Skálinn Miðstöð hvítasunnumanna; rekstrarleyfi fnr.219-3790 rými 010101

2201018

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III, D Gistiskáli að Kirkjulækjarkoti.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

7.Skipulagsnefnd - 106

2112011F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 106. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 106 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagsgögnin er varða tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031. Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun aðalskipulags beggja sveitarfélaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemd við tillögu að heildarendurskoðun aðalskipualgs Skaftárhrepps 2019-2031.
  • Skipulagsnefnd - 106 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.
  • Skipulagsnefnd - 106 Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar sem um er að ræða framkvæmd háða grenndarkynningu. Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir eigendum mannvirkja í Húsinu, Símonarmóa 3-5 og Kúmen. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 106 Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 106 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulagsnefnd - 106 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að umsögn skipulagsfulltrúa eins og hún er sett fram í skjali, dags. 05.01.2022. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir umsögn eins og hún er sett fram í skjali dags. 05.01.2022.
  • Skipulagsnefnd - 106

8.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 42

2112012F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 42. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 8.1 2112156 Íþróttamaður ársins
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 42 Nefnin valdi Þorsteinn Ragnar íþróttamann ársins árið 2020. Fær hann farandbikar, eignabikar, gjafakort og gjafabréf í sund/rækt.
    Allir sem tilnefndir voru verða kallaðir upp og þeim færð viðurkenning.
  • 8.2 2112016 HÍÆ önnur mál
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 42 Ákveðið var að kalla einnig upp á svið Ólaf Elí og Ástu Laufey og veita þeim viðurkenningu fyrir sín störf í þáu íþrótta og ungmennastarfs. Fá þau lítinn verðlaunagrip og gjafabréf í mat og gistingu á hóteli.

9.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 43

2112013F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 43. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 9.1 2109104 Heilsueflandi haust 2021- dagskrá
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 43 Heilsueflandi haust mun fara fram dagana 20. september - 12. október og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá.
    Ólafur kynnti sínar hugmyndir og eins ræddu nefndarmenn ræddu fjölmargar hugmyndir sem gaman væri að framkvæma.
    Ólafur mun halda áfram að vinna að dagskrá og skipulagi
  • 9.2 2109105 Umsókn í íþrótta og afrekssjóðinn. Þormar Elvarsson 1. okt 2021
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 43 HÍÆ nefnd ákvað að veita Þormari 30.000 króna styrk og óskar honum góðs gengis.
  • 9.3 2112016 HÍÆ önnur mál
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 43

10.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 44

2109011F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 44. fundar Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 10.1 2109105 Umsókn í íþrótta og afrekssjóðinn. Þormar Elvarsson 1. okt 2021
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 44 Ein umsókn barst í íþrótta- og afrekssjóðinn og ákveðið var að samþykkja þessa umsókn og styrkja Þormar um 40.000 krónur og honum er óskað góðs gengis.
  • 10.2 2109104 Heilsueflandi haust 2021- dagskrá
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 44 Rætt var um að fyrirkomulagið og skipulagði hefði verið gott og lagt til að næsta haust verið einnig teknar fjórar vikur í verkefnið.
    Lagt var til að hafa aðra viku í janúar í heilsuátaki.

    Fyrir næstu heilsueflingu væri gott að óska eftir hugmyndum um hvað fólk vill fá og sjá.

  • 10.3 2109102 Heilsustígurinn og framtíð hans.
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 44 Eftir miklar umræður var ákveðið að fresta þessu máli til næsta fundar.
  • 10.4 2110082 Barna- og Ungmennaþing 2021
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 44 Ólafur Örn sagði frá og fór yfir dagskrá þingsins og mun birta niðurstöður á næsta fundi.
  • 10.5 2110083 Landsmót Samfés 2021
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 44 Ólafur Örn sagði frá.

    Landsmót samfés verður haldið á Hvolsvelli, Rangárþingi eystra dagana 12. ? 14. nóvember 2021.
    Landsmót Samfés verður haldið á Hvolsvelli dagana 12-14. nóvember. Um er að ræða 350 unglinga úr 8. ? 10. Bekk úr félagsmiðstöðum víðs vegar af landinu ásamt starfsmönnum þannig að hópurinn verður í kringum 400 manns.

    Gisting:
    Hópurinn mun gista í Hvolsskóla og eru Birna og Sandra meðvitaðar um það. Einnig mun einhver hópur (30 manns) að öllum líkindum gista í nýju félagsmiðstöðinni í sögusetrinu. Birna mun tilkynna kennarahópnum þetta og passa að ekkert ,,verðmætt? og eitthvað sem ekki má týnast verði í stofunum.

    Matur:
    Bragi mun sjá um matinn. Maturinn verður verður borðaður í matsal Hvolsskóla en matur á laugardagskvöldið verður borðaður í íþróttasal. Við munum þurfa borð og stóla fyrir ca 400 manns í íþróttasalinn (get örugglega fengið eitthvað lánað á Hellu).

    Smiðjur:
    Á laugardeginum verða smiðjur fyrir ungmennin um allt þorpið. Ég hef þegar tekið frá Hvolinn, Goðaland og Heimaland fyrir það ásamt við notum skólann, íþróttahús ofl.
    Kvöldvaka, sund ofl.

    Veitngastaðir og sjoppur verða vita af þessum fjölda.

    Dagskrá
    Föstudagur: frá kl. 14:00 Móttaka, kvöldmatur og kvöldvaka (hér væri gaman að fá einhvern til segja nokkur orð og ,,setja? samkomuna)
    Laugardagur: Morgumatur, smiðjur, hádegismatur, smiðjur, kvöldmatur og kvöldskemmtun.
    Sunnudagur: Morgunmatur, Ungmennaþing í íþróttasalnum. Áætluð lok kl. 13:00

    Þetta er stór viðburður og hefur góð áhrif á okkar ungmenni og ungmennaráð.
  • 10.6 2102033 Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd; önnur mál
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 44 Nú er félagsmiðstöðin komin á annan stað. Hraðahindrun er alveg nauðsynleg á Hlíðarveginn sérstaklega þar sem krakkarnir eru að fara í félagsmiðstöðina. Mikið áhyggjuefni að þau séu að fara yfir götuna þar.


11.Ungmennaráð - 23

2111010F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 23. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.1 2112096 Kosning í ungmennaráð
    Ungmennaráð - 23 Auglýst var eftir áhugasömum aðilum í ungmennaráð og farið yfir umsóknir.
    Ungmennaráð Rangárþings eystara er því núna skipað eftirtöldum aðilum:

    Oddur Helgi Ólafsson
    Vala Saskía
    Kristrún Ósk Baldursdóttir
    Sigurþór Árni Helgason
    Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage
    Heimir Erlendsson
    Ennþá vantar einn í ráðið sem og varamenn.
    Bókun fundar Sveitarstjórn óskar nýkjörnum fulltrúum ungmennaráðs til hamingju með kjörið og óskar þeim velfarnaðar í starfi og hlakkar sveitarstjórn til samstarfsins við ungmennaráð.

12.Ungmennaráð - 24

2112007F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 24. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 12.1 2112048 Erindsbréf Ungmennaráðs 2021-2023
    Ungmennaráð - 24 Nýtt ungmennaráð kom saman og skipti með sér verkum.
    Oddur Helgi formaður
    Vala varaformaður
    Kristrún Ósk ritari og stjórnandi samfélgasmiðla.

    Ólafur Örn fór yfir erindisbréfið og gerði nefndarmönnum grein fyrir skyldum sínum.
  • 12.2 2111080 Viðburðir ungmennaráðs
    Ungmennaráð - 24 Ákveðið var að hafa Kahoot milli jóla og nýárs. Kahoot 29. desember 20.00 í fjarfundarbúnaði. Við verðum að auglýsa það vel, bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel búa til auglýsingu.
    Búið er að safna vinningum.
    Skoða Kahoot aðganginn hjá Samfés.
    Allir eiga að senda Oddi fjórar spurningar. Tvær jóla/áramóta og tvær venjulegar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn vill hrósa ungmennaráði fyrir velheppnaðan viðburð.
  • 12.3 2111115 Þátttaka barna - námskeið fyrir ungmennaráð
    Ungmennaráð - 24 Ákeðið var að skrá Oddur Helga og Valu 29. janúar og Söru, Sigurþór og Heimi 3. febrúar á Flúðum. Ólafur Örn mun fara með þeim.
  • 12.4 2109113 Ungmennaráð; Önnur mál.
    Ungmennaráð - 24 Óskum að félagsmiðstöðin Tvisturinn fari í heimsókn til annara félagsmiðstöðva. Slíkt verður getur þó aðeins gerst ef sóttvarnaryfirvöld heimila heimsókn en heimsókn sem þessi gæti orðið mikil lyftistöng og elft kynni ungmenna.


    Næsti fundur: Mánudaginn 10. janúar kl. 17:30

13.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55

2112006F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 55. fundar Fræðslunefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55 Sólbjört fer yfir starfsemi leikskólans Arkar.
  • 13.2 2103019 Málefni Hvolsskóla
    Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55 Birna fer yfir starfsemi Hvolsskóla.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55 Gunnþór Eyfjörð Kristjánsson og Kristrún Birgisdóttir hjá Ásgarði koma inn á fundinn og fara yfir tímalínuna og samstarfið framundan við endurskoðun á Skólastefnu Rangárþings eystra.
    Tillaga ráðgjafa Ásgarðs er að starfshópur um endurskoðunina verði skipaður 2-3 kjörnum fulltrúum og 2-3 fulltrúm frá skólasamfélaginu. Auk þess verða kallaðir til vinnunnar aðilar víðsvegar úr sveitarfélaginu meðan á ferlinu stendur.
    Næsti fundur er ákveðinn þann 5. janúar 2022.

14.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 219. fundur stjórnar; 7. janúar 2021

2201020

Lögð fram til samþykktar fundargerð 219. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

15.Sorpstöð Suðurlands; 307. fundur stjórnar; 1.12.2021

2201001

Lögð fram til samþykktar fundargerð 307. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð staðfest í heild.

16.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar aðgerðir og sóttvarnarreglur stjórnvalda vegna COVID-19.
Fundargerð staðfest í heild.

17.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; Lokaskýrsla

2201022

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla landshlutateymis um samþætta þjónustu við fötluð börn á Suðurlandi.
Fundargerð lögð fram.

18.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

2201019

Lögð fram til kynningar áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:52.