289. fundur 20. desember 2021 kl. 12:00 - 15:23 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Arnar Gauti Markússon varamaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru. Engar athugasemdir eru gerðar við fundarboð.
Óskað er eftir að bæta einu máli til kynningar á dagskrá fundarins, lið númer 41 Endurskoðun ASK Skaftárhrepps 2020-2032; kynning á vinnslutillögu, 2112152
Samþykkt samhljóða.

1.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra var kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum dagana 13.-15. desember sl. með opnu húsi í félagheimilinu Hvoli. Einnig var tillagan send sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verði hún auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.

2.Hjólreiðastígur milli Hellu og Hvolsvallar; samlegðaráhrif við lagningu jarðstrengs Landsnets milli Hellu og Rimakots.

2108047

Tillaga um framhald verkefnisins.
Fyrir liggur greinargerð vinnuhóps um mögulegan hjóla- og göngustíg milli þorpanna. Sem næstu skref í fýsileikakönnun á framkvæmdinni er lagt til að sveitarfélögin sæki um styrk til Vegagerðarinnar og Landsnets. Þegar niðurstaða liggur fyrir varðandi slíka styrki væri staðan tekin að nýju varðandi framhald málsins.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Tillaga að endurskoðun samþykkta Rangárþings eystra

2112124

Á 285. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystara þann 14. Október 2021 samþykkti sveitarstjórn að farið yrði í heildarendurskoðun á samþykktum Rangárþings eystra.
Tillaga um að samið verði við RR-ráðgjöf og snýr verkefið að endurskoðun samþykkta um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins með tilliti
til breytinga á lögum og skýra stjórnskipulag sveitarfélagsins m.a. með myndrænum hætti.
Í framhaldi af því verði farið í úttekt á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

4.Tillaga D-lista um spurningakönnun meðal íbúa um sameiningaviðræður

2112123

Lögð fram tillaga D-lista um að framkvæmd verðir spurningakönnun um vilja íbúa til sameinignar.
Tillaga D-list fyrir sveitarstjórnarfund þann 20. desember 2021.
Í kosningum sem fram fóru þann 25. September 2021, um sameiningu 5 sveitarfélaga, Rangárþings eystra, Ásahrepps, Rangárþings ytra, Mýrdals- og Skaftáhrepps var sameining samþykkt í fjórum sveitarfélögum en hafnað af Ásahrepp. Því var sú sameiningartillaga felld, þar sem fyrir lá að samþykki allra sveitarfélaga þyrfti að liggja fyrir svo að sameiningu yrði.
Sameining áður nefndra sveitarfélaga var samþykkt í Rangárþingi eystra af meirihluta íbúa. En þó svo að meirihluti sé tæpur líkt og kom fram í kosningu, þá endurspeglar hann samt sem áður vilja meirihluta íbúa. Að mati fulltrúa D-lista er umboð sveitarstjórnar til annaðhvort frekari sameiningarviðræðna eða að láta staðar numið ekki nægjanlega skýrt. Því leggja fulltrúar D- lista í sveitarstjórn Rangárþings eystra til að framkvæmd verði skoðanakönnun sem lögð verði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Í þeirri skoðanakönnun yrðu lagðar fyrir einfaldar spurningar til að kanna hug íbúa til sameiningar. Með því móti erum við að virkja enn frekar íbúalýðræði og valdefla íbúa í samræmi við stefnu allra flokka í sveitarstjórn Rangárþings eystra.
Sveitarstjóra ásamt oddvita falið að semja við til þess bæran aðila um framkvæmd skoðanakannarinnar.

Fulltrúar D-lista: Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Jón Viðarsson

Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum, AKH, GV, EFS og AGM.
Á móti eru þrír, LE, GHÓ og BO.

Bókun B lista:
Bókun fulltrúa B-lista.
Eins og fram kemur í tillögu fulltrúa D-lista þá var sameiningatillaga Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps felld, enda var það alveg skýrt frá upphafi að meirihlutasamþykki þyrfti að vera fyrir tillögunni í öllum sveitarfélögunum fimm til að hún teldist samþykkt.
Fulltrúar B-lista eru því algerlega sammála að skoðanakannanir geta verið mjög af hinu góða til að efla íbúalýðræði sem þarf ávallt að hafa að leiðarljósi í störfum kjörinna fulltrúa. Til að slíkar kannanir þjóni tilgangi sínum, þarf tilgangur og markmið þeirra að vera skýr áður en lagt er af stað.
Markmið og tilgang þeirrar könnunar sem að fulltrúar D-lista leggja til má skilja á þann hátt að annaðhvort leiði það til þess að hætta öllum sameiningaviðræðum ellegar að hefja sameiningaviðræður, en ekki liggur fyrir í tillögunni við hverja slíkar sameiningaviðræður ættu að fara fram.
Það er mat okkar að, til að niðurstöður skoðanakönnunar um jafn mikilvægt mál sem sameining sveitarfélaga er verði sem réttust, þurfi að fylgja henni úr hlaði með vandaðri kynningu þeirra valkosta sem í boði yrðu og áhrifum þeirra. Auk þess mætti með engu móti leika vafi á túlkun niðurstaðna slíkrar könnunar, sem oft vill verða.
Fulltrúar B-lista taka undir að gríðarlega mikil og vönduð vinna fór fram á kostum og göllum vegna tillögu um sameiningu þeirra 5 sveitarfélaga sem kosið var um í september sl. Sú vinna tók tæp 2 ár frá október 2019 - september 2021 og vert að benda á að enn hefur lokaskýrsla fráfarandi samstarfshóps um verkefnið ekki verið lögð fram til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna. Við þessa vinnu urðu til gríðarlega mikil og góð gögn sem hvert og eitt sveitarfélag getur meðal annars nýtt sér til að rýna samþykktir, stjórnsýslu og rekstur síns sveitarfélags og hefur þegar verið samþykkt að gera það í Rangárþingi eystra sem er afar ánægjulegt. Þessi gögn geta meðal annars nýst íbúum til að meta afstöðu sína til sameiningarmála, og bera sig saman við önnur sveitarfélög, en til þess þarf að greina gögnin útfrá þeim sveitarfélögum sem um ræðir hverju sinni, en sú vinna hefur ekki farið fram.
Einungis eru nú ríflega 4 mánuðir til næstu sveitarstjórnarkosninga og finnst fulltrúum B-lista það allt of stuttur tími að hefja könnun á viðhorfi íbúa til annarra sameininga á þessum tímapunkti um málefni sem vegur svo þungt til framtíðar. Eðlilegt er að fela nýrri sveitarstjórn að framkvæma slíka skoðanakönnun. Við teljum okkur því ekki fært að styðja tillöguna á þessum tímapunkti.
Fulltrúar B-lista: Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason og Lilja Einarsdóttir

Bókun L lista:
L-listi styður íbúakönnun á mögulegum sameiningum sveitarfélaga.

L-listi vill ekki að sameiningarmálin verði ofaná í kosningabaráttunni og önnur mikilvæg mál fái ekki nægilegt vægi í umræðunni.

Við teljum að tíminn sé nægur fram að kosningum til að framkvæma þessa könnun og þar með eru íbúar að gefa nýrri sveitarstjórn góð tól til að vinna með á næsta kjörtímabili.

Eins og fram kemur í stefnuskrá allra flokka, þá viljum við öll efla íbúalýðræði og auka samtal. Íbúakönnun er góð leið til þess.

Fulltrúi L-lista: Arnar Gauti Markússon

5.Breyting á nefndarskipan

2112117

Fyrir liggur tillaga að breyttri nefndarskipan fulltrúa L-lista vegna brottflutnings tveggja fulltrúa úr Rangárþingi eystra.

Í Fræðslunefnd Grunnskóla og Leikskóla tekur sæti Eyrún María Guðmundsdóttir sem varamaður í stað Sigurmundar Páls Jónssonar.

Í Umhverfis- og náttúruverndarnefnd tekur sæti Magnús Benónýsson sem varamaður í stað Sigurmundar Páls Jónssonar.

Í Heilsu-, Íþrótta- og Æskulýðsnefnd tekur sæti Christiane L. Bahner sem varamaður í stað Guðgeirs Óskars Ómarssonar.

Samþykkt samhljóða.

6.Reglur um greiðslu vegna skólagöngu barna utan lögheimilis

2112045

Lagðar fram til samþykktar reglur um greiðslu vegna skólagöngu grunnskólabarna sem sækja þurfa skóla utan lögheimilis.
Samþykkt samhljóða.

7.Reglur um greiðslu vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilis

2112046

Lagðar fram til samþykktar reglur um greiðslu vegna skólagöngu leikskólabarna sem sækja þurfa tímabundið leikskóla utan lögheimilis.
Samþykkt samhljóða.

8.Skógafoss; aðstaða, uppbygging og viðhald

2112136

Sveitarstjórn þakkar Ægi fyrir greinargóða kynningu varðandi möguleika á gjaldtöku á bílastæðum við Skógarfoss.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.

9.Heimasíða Rangárþings eystra; tilboð í uppfærslu

2112052

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Arnar og Arnar um lagfæringu á heimasíðu sveitarfélagsins.

10.N4; Sjónvarpsefni á suðurlandi; Rangárþing eystra; tilboð

2112013

Samþykkt samhljóða að vera þátttökusveitarfélag í sjónvarpsefni sjónvarpsstöðvarinnar N4, enda samrýmist það stefnu sveitarstjórnar Rangárþings eystra í markaðsátaki fyrir sveitarfélagið.

11.Héraðssambandið Skarphéðinn; Beiðni um fjárstuðning fyrir 2021

2112055

Lagt fram bréf dagsett 7. desember 2021 frá Héraðssambandinu Skarphéðini (HSK) þar sem stjórn HSK óskar eftir áframhaldandi fjárstuðning á árinu 2022. Óskað er eftir stuðning upp á 280 kr á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Héraðssambandið Skarphéðinn um 100 kr á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn hvetur íþróttafélög í sveitarfélaginu til að sækja um styrki í verkefnasjóð HSK.
Samþykkt samhljóða.
Bjarki Oddsson víkur af fundi.

12.Miðkriki sf; ósk um styrk vegna reiðvega

2111100

Málinu var frestað á 288. fundi sveitarstjórnar og óskað eftir frekai upplýsingum frá Miðkrikafélaginu.
Lagt fram bréf frá Miðkrika sf, dagsett 5. nóvember 2021. Félagið ásamt Hvolhreppsdeild Geysis, óska eftir styrk í formi vinnuframlags vegna dreifingu á efni í reiðvegi.
Afgreiðslu erindis frestað.
Bjarki Oddsson kemur aftur til fundar.

13.Skólaakstur; verktakasamningur og kjör

2112044

Málinu var frestað á 288. fundi sveitarstjórnar.
Lagt fram bréf Guðrúnar Ingu Sveinsdóttur frá 3. desember 2021, þar sem farið er fram á f.h. skólabílstjóra sveitarfélagsins endurskoðun verktakasamnings vegna skólaaksturs.
Í byrjun árs 2019 voru verktakasamningar við skólabílstjóra endurskoðaðir.
Gjaldskrá vegna ekinna km var hækkuð og farið fyrir vísitölu sem samningurinn er bundinn við.
Nú haustið 2021 hefur samningurinn aftur verið endurskoðaður og samþykkt breyting á vísitölu sem samningurinn er bundinn við.
Einnig var komið til móts við verktaka með leiðréttingu gjaldskrár ekinna km.
Í fyrirliggjandi samningi kveður á um 33% sem greitt er vegna frídaga sem bregða útaf áætluðum kennsludögum í skóladagatali. Samþykkt er að það verði hækkað í 38%.
Áfram verður gjaldskrá uppfærð tvisvar sinnum á ári, í samræmi við gildandi samning.
Samþykkt samhljóða.

14.Gjaldskrá byggingarfulltrúa 2022

2112041

Lögð fram tillaga að gjaldskrá byggingarfulltrúa 2022.
Afgreiðslu frestað.

15.Gjaldskrá um vatnsveitu 2022

2112031

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu 2022
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá vatnsveitu 2022.

16.Gjaldskrá um fráveitu 2022

2112030

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fráveitu 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fráveitu 2022.

17.Gjaldskrá íþróttamiðstöð 2022

2112054

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2022.
Afgreiðslu frestað.

18.Tillaga um að fella niður fund Byggðarráðs í desember

2112139

Lögð fram tillaga um að fella niður fund Byggðarráðs, sem samkvæmt fundaáætlun á að vera fimmtudaginnn 30. desember.
Sveitarstjórn samþykkir að fella niður næsta fund Byggðarráðs.

19.Tillaga um breytta dagsetningu janúar fundar Sveitarstjórnar

2112140

Lagt er til að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 12. janúar 2022 í stað 13. janúar.
Samþykkt samhljóða.

20.Umsögn; Þórsmörk Básar fnr. 211-7543; Ferðafélagið Útivist

2112142

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um nýtt leyfi til reksturs gististaðar í flokknum IV, E Fjallaskálar, að Básum Goðalandi.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

21.Skipulagsnefnd - 105

2112009F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 105. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 105 Á grunni niðurstöðu Skipulagsstofnunar, eftir yfirferð á matsskýrslu Hólaskarðs ehf. um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku úr námu E-367 í Vorsabæ, samþykkir skipulagsnefnd veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku allt að 630.000 m3 til viðbótar við þá 49.000 m3 sem áður hafði verið veitt leyfi fyrir, með fyrirvara um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Heildarefnistaka svæðisins verður þá í heildina 679.000 m3 . Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
  • Skipulagsnefnd - 105 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði afgreidd sem óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að engin uppbygging hefur farið af stað á svæðinu. Það land sem áður var skilgreint undir frístundabyggð mun þvi flokkasta aftur sem landbúnaðarland og falla aftur undir þær kvaðir sem um landbúnaðarland gilda skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að hún verði afgreidd sem óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 105 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir deiiskipulagstillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 105 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 105 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu út grenndarkynningu. Grenndarkynna skal fyrir eigendum mannvirkja á lóðunum Ormsvöllur 10a-c, 12, 13a-d, 23, 25, 27 og Hlíðarvegur 14 og 16. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu út grenndarkynningu.

22.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 71

2112003F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 71. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu.
Lögð fram til staðfestingar ný brunavarnaráætlun sem og fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs 2022.
Fundargerð staðfest í heild.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti fjárhagsáætun 2022 sem og brunavarnaráætlun Brunavarna Rangárvallasýslu.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 71 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2022.
    Stjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar aðildarsveitarfélaganna.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 71 Leifur Bjarki Björnsson fer yfir helstu atriði áætlunarinnar. Rætt talsvert um branavarnir í tengslum við virkjanir. Mikilvægt er að eiga samtal við Landsvirkjun og Brunavarnir Árnessýslu varðandi þau mál. Rætt um skiptingu kostnaðar sveitarfélaganna við brunavarnir. Ákveðið að eiga samtal við áðurnefnda aðila áður en ákvarðanir varðandi skiptingu kostnaðar verður tekin. Brunavarnaráætlun fyrir brunavarnir Rangárvallasýslu lögð fram til samþykktar.
    Stjórn brunavarna samþykkir brunavarnaráætlun samhljóða og vísar henni til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti brunavarnaráætlun 2022 með þeim fyrirvara að kostnaðarskipting aðildarsveitarfélaganna verði endurskoðuð með tilliti til umfangs uppbyggingar brunavarna samkvæmt brunavarnaáætlun sem gerir ráð fyrir þjónustu við virkjanir í umdæminu.

23.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55

2112006F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 55. fundar Fræðslunefndar grunn- og leikskóla.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55 Sólbjört fer yfir starfsemi leikskólans Arkar.
  • 23.2 2103019 Málefni Hvolsskóla
    Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55 Birna fer yfir starfsemi Hvolsskóla.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 55 Gunnþór Eyfjörð Kristjánsson og Kristrún Birgisdóttir hjá Ásgarði koma inn á fundinn og fara yfir tímalínuna og samstarfið framundan við endurskoðun á Skólastefnu Rangárþings eystra.
    Tillaga ráðgjafa Ásgarðs er að starfshópur um endurskoðunina verði skipaður 2-3 kjörnum fulltrúum og 2-3 fulltrúm frá skólasamfélaginu. Auk þess verða kallaðir til vinnunnar aðilar víðsvegar úr sveitarfélaginu meðan á ferlinu stendur.
    Næsti fundur er ákveðinn þann 5. janúar 2022.

24.Fjallskilanefnd V-Eyfellinga; Fundargerð 2021

2112021

Lögð fram til staðfestingar fundargerð fjallskilanefndar V-Eyfellinga sem haldin var 7. nóvember 2021.
Fundargerð staðfest í heild.

25.Héraðsnefnd Rangæinga; 8. fundur 02.12. 2021

2111130

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 8. fundar Héraðsnefndar Rangæinga.
Lögð fram til staðfestingar fjárhagsáætlun Héraðsnefndar 2022.
Fundargerð staðfest í heild.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti fjárhagsáætlun Héraðsnefndar 2022.

26.SASS; 575. fundur stjórnar; 5.11.2021

2111076

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 575. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð staðfest í heild.

27.SASS; 576. fundur stjórnar; 3.12.2021

2112119

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 576. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð staðfest í heild.

28.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 09.03.2021

2103042

Lögð fram til staðfestingar fundargerð stjórnar Héraðsbókasafns Rangæinga frá 9. mars 2021.
Fundargerð staðfest í heild.

29.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 26.05.2021

2112063

Lögð fram til staðfestingar fundargerð stjórnar Héraðsbókasafns Rangæinga frá 26. mai 2021.
Fundargerð staðfest í heild.

30.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 21.10.2021

2112066

Lögð fram til staðfestingar fundargerð stjórnar Héraðsbókasafns Rangæinga frá 21. október 2021.
Fundargerð staðfest í heild.

31.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 94. fundur

2112141

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 94. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

32.Markaðsstofa Suðurlands;Fundargerð 3. fundur 4.10.2021

2111081

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðssofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

33.Markaðsstofa Suðurlands;Fundargerð 4. fundur 1.11.2021

2111082

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar stjórnar Markaðssofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

34.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; Aðalfundur 2021

2112057

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

35.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 215. fundargerð

2112056

Lögð fram til kynningar fundargerð 215. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

36.Samband íslenskra sveitarfélaga; 904. fundur stjórnar

2112138

Fundargerð lögð fram til kynningar.

37.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Fundargerð lögð fram til kynningar.

38.SASS; ályktanir frá aðalfundi 2021

2112051

Lagt fram til kynningar.

39.Afsteypa af höggmynd Nínu Sæmundsson Waldorf Astoria.

1707061

Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

40.Aukafundur sveitarstjórnar 20. desember 2021

2112050

Lagt fram til kynningar.

41.Endurskoðun ASK Skaftárhrepps 2020-2032; kynning á vinnslutillögu

Fundi slitið - kl. 15:23.