288. fundur 09. desember 2021 kl. 12:00 - 15:58 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Christiane L. Bahner gerir athugasemd við fjölda mála á dagskrá og gerir tillögu um að fundi verði slitið ekki síðar en kl 16.00 og þeim málum sem ekki hafa verið afgreidd þá verði frestað til næsta fundar.
Samþykk samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun 2022-2025; seinni umræða

2112047

Fjárhagsáætlun 2022-2025 lögð fram til seinni umræðu. Margrét Jóna Ísólfsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fer yfir helstu niðurstöður áætlunarinnar og kynnir greinargerð með fjárhagsáætlun.
Áætlun 2022 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 840.000.000 kr.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2022 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 2.269 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 2.078 m.kr. Reiknaðar afskriftir 126 m.kr. Veltufé frá rekstri 166 m.kr.
Niðurstaða ársins 2022 án fjármagnsliða er áætluð 65 m. kr. Rekstrarniðurstaða 2022 jákvæð um 4 m.kr.
Í eignfærða fjárfestingu verður varið..............840 mkr.
Afborgun lána.......................................96,5 mkr.
Tekin ný langtímalán.................................700 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok....1.853 mkr. Eigið fé er áætlað í árslok........................2.296 mkr.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022-2025.

2.Álagning fasteignagjalda 2022

2112032

Lagðar fram til samþykktar tillaga að álagninu fasteignaskatta 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að álagningu fasteignaskatta 2022.

3.Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti 2022

2112042

Lögð fram tillaga að reglum um tekjutengdan afslátt eldriborgara og öryrkja af fasteignaskatti 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um tekjutengdan afslátt eldriborgara og öryrkja af fasteignaskatti 2022.

4.Gjaldskrá um vatnsveitu 2022

2112031

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu 2022.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

5.Gjaldskrá um fráveitu 2022

2112030

Lögð fram tillaga að gjaldsrá fráveitu 2022.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

6.Gjaldskrá um Skógaveitu 2022

2112033

Lögð fram tillaga að gjaldsrá Skógaveitu 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldsrá um Skógaveitu 2022.

7.Gjaldskrá byggingarfulltrúa 2022

2112041

Lögð fram tillaga að gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2022.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

8.Gjaldskrá leikskóla 2022

2112036

Lögð fram tillaga að gjaldskrá leikskóla 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldsrá leikskóla 2022.

9.Gjaldskrá og reglur um mötuneyti Hvolsskóla 2022

2112037

Lögð fram tillaga að gjaldskrá og reglur um mötuneyti Hvolsskóla 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldsrá og reglur um mötuneyti Hvolsskóla 2022.

10.Gjaldskrá og reglur um Skólaskjól 2022

2112038

Lögð fram tillaga að gjaldskrá og reglur um Skólaskjól Hvolsskóla 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá og reglur Skólaskjól Hvolsskóla 2022.

11.Gjaldskrá félagsheimila 2022

2112034

Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsheimila Rangárþings eystra 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá félagsheimila 2022.

12.Gjaldskrá fjallaskála 2022

2112035

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fjallaskála Rangárþings eystra 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir fjallaskála 2022.

13.Gjaldskrá um kattahald 2022

2112040

Lögð fram tillaga að gjaldskrá um kattahald 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir kattahald 2022.

14.Gjaldskrá um hundahald 2022

2112039

Lögð fram tillaga að gjaldskrá um hundahald 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hundahald 2022.

15.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Lagðar fram niðurstöður útboð á byggingu nýs leikskóla við Vallarbraut 7. Eitt tilboð kom í verkið.
Eitt tilboð kom í byggingu nýs leikskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við JÁ verk og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við JÁ verk í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt samhljóða.

16.Stóragerði 13, framtíðaráform

2111085

Sveitarstjóra falið að ganga frá kaupum á eignarhlut ríkisins í húsinu og auglýsa húsið til sölu.
Samþykkt samhljóða.

17.Samningur við EFLA verkfræðistofa um varðveislu gagnagrunna

2111048

Þjónustusamningur við verkfræðistofuna EFLU um hýsingu og uppfærslu á landupplýsingagögnum sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að ganga frá framlögðum samningi við Eflu.
Samþykkt samhljóða.

18.Skaftárhreppur; Könnun möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra

2110092

Sveitarstjórn Skaftárhrepps tók til afgreiðslu á 466. fundi sínum þann 21. október sl. niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Tillaga um sameiningu ofantaldra sveitarfélaga var samþykkt af meirihluta íbúa í fjórum sveitarfélaganna en felld í Ásahreppi. Sveitarstjórn Skaftárhrepps bókaði eftirfarandi vegna málsins;
Sameiningartillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í Skaftárhreppi þar sem 75% kusu með sameiningu. EBH, JHK, HGÁ og AH óska eftir að farið verði í formlegar sameiningarviðræður við Mýrdalshrepp, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Sveitarstjóra falið að senda erindi þess efnis. KG situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps óskar því eftir við sveitarstjórnir Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra og Rangárþing ytra að hefja að nýju könnun möguleika á sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, með fyrirvara um samþykki allra ofangreindra sveitarstjórna. Samþykki sveitarstjórnirnar beiðni Skaftárhreps er einnig óskað eftir tilnefningu þriggja fulltrúa til setu í samstarfsnefnd frá hverju sveitarfélagi.

Jafnframt leggur sveitarstjórn Skaftárhrepps til að sveitarstjórnirnar nýti ekki heimild í 2.mgr. 120.gr. sveitarstjórnarlaga komi til þess að sameiningartillagan verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem meirihluti íbúa hefur samþykkt sameiningu verður því ekki tekið án framlagningar nýrrar sameiningartillögu og kosningum.
Erindinu var tekið til umræðu á 286. fundi sveitarstjórnar og var afgreiðslu erindisins frestað.
Frá því málið var tekið til umræðu á 286. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra liggja fyrir þær niðurstöður að Mýrdalshreppur hefur fellt tillöguna. Samkvæmt eðli tillögunnar telst hún því sjálfkrafa fallin þar sem í henni er sá fyrirvari að öll fjögur sveitarfélögin, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra samþykki tillöguna.
Samþykkt samhljóða.

Bókun fulltrúa D-lista
Fulltrúar D-lista þakka Skaftárhrepp fyrir erindið. Í kosningum sem fóru fram þann 25. september 2021 var sameining sveitarfélaga samþykkt í fjórum sveitarfélögum af fimm. Mikill meirihluti samþykkti þá sameiningu í Skaftárhreppi og því eðlilegt og rökrétt fyrir Skaftárhrepp að óska eftir áframhaldandi viðræðum þeirra fjögurra sveitarfélaga þar sem sameining var samþykkt. Fulltrúar D- lista í Rangárþingi eystra hefðu gjarnan viljað taka þátt í þeim sameiningarviðræðum enda búið á undanförnum árum að vinna gríðarlega mikla og góða vinnu í tengslum við sameiningu þessara sveitarfélaga sem myndi nýtast vel til mótunar nýrrar tillögu, sem svo yrði borin undir atkvæði íbúa þessara sveitarfélaga, enda valdið ávallt hjá íbúum. Nú er þó ljóst að tillaga Skaftárhrepps mun ekki hafa framgang þar sem henni hefur verið hafnað í Mýrdalshreppi og er henni því sjálfhætt.
Líkt og áður kom fram var sameining samþykkt í Rangárþingi eystra. En þó svo að meirihluti sé tæpur, þá endurspeglar hann samt sem áður vilja meirihluta íbúa. Að okkar mati er umboð okkar til annaðhvort frekari sameiningarviðræðna eða að láta staðar numið ekki nægjanlega skýrt. Því leggja fulltrúar D- lista í sveitarstjórn Rangárþings eystra til að framkvæmd verði skoðanakönnun sem lögð verði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Í þeirri skoðanakönnun yrðu lagðar fyrir einfaldar spurningar til að kanna hug íbúa til sameiningar. Með því móti erum við að virkja enn frekar íbúalýðræði og valdefla íbúa í samræmi við stefnu allra flokka í sveitarstjórn Rangárþings eystra.
Fulltrúar D-lista: Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Jón Viðarsson

Bókun fulltrúa B-lista
Einungis eru 5 mánuðir til næstu sveitarstjórnarkosninga. Enn hefur lokaskýrsla fráfarandi samstarfshóps um sameiningar sveitarfélaga ekki verið lögð fram til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna. Fulltrúum B-lista finnst því ekki forsenda til að hefja könnun á viðhorfi íbúa til annarra sameininga á þessum tímapunkti enda mjög stuttur tími til stefnu fram að sveitarstjórnarkosningum næstkomandi vor. Eðlilegt er að fela nýrri sveitarstjórn þá ákvörðun, enda okkar mat að til að framkvæma skoðanakönnun sem nýta eigi til að túlka vilja íbúanna, þurfi að fylgja úr hlaði með vandaðri kynningu á valkostum og áhrifum þeirra valkosta sem í boði yrðu.
Fulltrúar B-lista: Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson og Guri Hilstad Ólason.



19.Miðkriki sf; ósk um styrk vegna reiðvega

2111100

Lagt fram bréf frá Miðkrika sf, dagsett 5. nóvember 2021. Félagið ásamt Hvolhreppsdeild Geysis, óska eftir styrk í formi vinnuframlags vegna dreifingu á efni í reiðvegi.
Sveitarstjórn óskar eftir nánari upplýsingum um umfang verkefnisins og það vinnuframlag sem óskað er eftir.
Afgreiðslu erindis frestað þar til umbeðin göng hafa borist.
Samþykkt samhljóða.

20.Bergrisinn; stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar

2112025

Lagt fram erindi Bergrisans bs þar sem lagt er til við aðildarsveitarfélögin að stofnuð verði húsnæðissjálfseignarstofnun (hses)um byggingu, og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Sjálfseignarstofnunin mun eiga og annast rekstur íbúðakjarnans, þ.e. húsnæðisins.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leiti að vera aðili að sjálfseignarstofnun um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk skv. fyrirliggjandi gögnum.
Samþykkt samhljóða.

21.Hjólreiðastígur milli Hellu og Hvolsvallar; samlegðaráhrif við lagningu jarðstrengs Landsnets milli Hellu og Rimakots.

2108047

Afgreiðslu erindis frestað þar sem göng bárust ekki í tíma.
Guðmundur Jón Viðarsson víkur af fundi.

22.Snjómokstur 2021-2024 - Útboð

2109076

Lagðar fram niðurstöður verðkönnunar vegna snjómoksturs í dreifbýli. Verkinu var skipt í 3 svæði en tvö tilboð bárust í svæði 1, eitt tilboð í svæði 2 og eitt tilboð í svæði 3.
Yfirferð tilboða er nú lokið.
Sveitarstjóra falið að semja við lægstbjóðendur hvers svæðis.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Jón Viðarsson kemur aftur til fundar.

23.Skólaakstur; verktakasamningur og kjör

2112044

Lagt fram bréf Guðrúnar Ingu Sveinsdóttur frá 3. desember 2021, þar sem farið er fram á f.h. skólabílstjóra sveitarfélagsins endurskoðun verktakasamnings vegna skólaaksturs.
Afgreiðslu erindis frestað.

24.Umsögn vegna kaupa á lögbýli; Eyvindarhólar I og II

2104114

Lögð fram umsagnarbeiðni Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 17. nóvember 2021. Óskað er eftir umsögn á kaupum félagsins Hólatungur ehf., kt. 681220-0970, á 2,778% hlut í jörðinni Eyvindarhólar I (fasteignanr. F2191122/landeignanr. 163660) og 2,778% hlut í jörðinni Eyvindarhólar II (fasteignanr. F2191141/landeignanr. 163662) utan mannvirkja, en jarðir þessar eru í Rangárþingi eystra. Óskað er eftir umsögn Rangárþings eystra vegna málsins sbr. 10 gr. jarðarlaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við kaup Hólatungur ehf., kt. 681220-0970, á 2,778% hlut í jörðinni Eyvindarhólar I (fasteignanr. F2191122/landeignanr. 163660) og 2,778% hlut í jörðinni Eyvindarhólar II (fasteignanr. F2191141/landeignanr. 163662) utan mannvirkja enda er ljóst skv. umsókn Hólatungu ehf. að fyrirhuguð nýting jarðarinnar er almennur búrekstur, hrossarækt, ferðaþjónusta, skógrækt og tengd starfsemi, með aukinni áherslu á hrossarækt. Auk þess eru áform um samvinnu við Veiðifélag Skógaár þar sem áhugi er fyrir því að stuðla að aukinni veiði og bættu aðgengi við þann hluta lands sem liggur að Skógaá. Samþykkt samhljóða.


25.Ormsvöllur 19; umsókn um afnot af lóð

2112043

Lagt fram bréf Spesíunnar ehf dagsett 6. desember 2021 þar sem óskað er eftir að fá afnot af hluta lóðar að Ormsvelli 19 til næstu 5 ára.
Sveitarstjórn samþykkir, með fyrirvara um stærð svæðis innan lóðar, að veita Spesíu afnot af lóðinni þar til að lóðir í nýju athafna/iðnaðarsvæði samkvæmt tillögu að nýju aðalskipulagi verða tilbúnar til úthlutunar.
Sveitarstjórn beinir því til Spesíunnar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir breytta steypustöð.
Samþykkt samhljóða.

26.Erindisbréf Ungmennaráðs 2021-2023

2112048

Tillaga að nýju erindisbréfi Ungmennaráðs lagt fram til samþykktar í sveitarstjórn.
Erindisbréf Ungmennaráðs samþykkt samhljóða.

27.Aukafundur sveitarstjórnar 20. desember 2021

2112050

Lögð fram tillaga að aukafundi sveitarstjórnar sem halda á mánudaginn 20. desember 2021.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda aukafund sveitarstjórnar 20. desember nk.

28.Umsögn; Kotvöllur 13 Gistileyfi

2111074

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um endurnýjun leyfi til reksturs gististaðar í flokknum II-H frístundarhús að Kotvelli 13.
Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn. Umsögn verður endurskoðuð í kjölfar endurskoðunar aðalskipulags Rangárþings eystra. Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

29.Byggðarráð - 207

2111006F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 207. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

30.Skipulagsnefnd - 104

2111011F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 104. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 104 Tillagan var auglýst frá 1. september 2021 með athugasemdafresti til 13. október 2021. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að sýna þurfi veghelgunarsvæði á uppdrætti auk þess sem að tilgreind eru skilyrði varðandi nýja tengingu inn á þjóðveg. Búið er að bregðast við athugasemdum Vegagerðarinn í greinargerð skipulagsins. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagið og að það verði sent Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 104 Afgreiðslu erindisins frestað. Skiplagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um mögulegar leiðir fyrir staðsetningu veiðihúss á svæðinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 104 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundahúsalóðum. Í heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, sem nú er í vinnslu, er gert ráð fyrir heimild fyrir minniháttar rekstri á frístundahúsum með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • 30.6 2111098 Landskipti - Hvammur
    Skipulagsnefnd - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföng á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.
  • Skipulagsnefnd - 104 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 104 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu, með fyrirvara um að vegtenging að íbúðarhúsalóðum verði endurskoðuð, m.t.t. styttingar og með einföldun á þjónustu í huga. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sú breyting hefur orðið að spildan er stofnuð út úr Hrútafelli 1 L163667 en ekki Hrútafelli 2 L191895, eins og kemur fram í inngangi málsins. Hin nýja spilda fær staðfangið Berglindarkot. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 104 Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við grenndarkynningu kom fram ein athugasemd er varðaði fjarlægð mannvirkis frá lóðarmörkum. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd aðliggjandi landeiganda og leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi verði heimilað að þeim skilyrðum uppfylltum að mannvirki verði staðsett a.m.k. 5m frá lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að veita byggingarleyfi á Sámsstaðabakka að uppfylltum þeim skilyrðum sem koma fram í bókun skipulagsnefndar.

31.Ungmennaráð - 19

2111008F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 19. fundar ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 31.1 2111083 Kosning í ungmennaráð
    Ungmennaráð - 19 Oddur Helgi Ólafsson var kosinn formaður ungmennaráðs Rangárþings eystra
    Vala Saskia varaformaður
    Sóldís Birta Magnúsdóttir ritari
    Kristrún Ósk Baldursdóttir fulltrúi í Ungmennaráðs Suðurlands.

    Erindisbréfið var lagt fyrir og fulltrúum gert grein fyrir sínum skyldum og störfum.
  • 31.2 2111080 Viðburðir ungmennaráðs
    Ungmennaráð - 19 Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að hafa Kahoot spurningarkeppni og hafa viðburðinn í nóvember lok. Notast verður við Zoom fjarfundarbúnað.
    Nefndarmenn eru beðnir um að finna til vinninga og ákveðið var að Oddur og Vala stjórni viðburðinum.

32.Ungmennaráð - 20

2111003F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 20. fundar ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 32.1 2111080 Viðburðir ungmennaráðs
    Ungmennaráð - 20 Kahoot spurningarkeppni sem halin var í byrjun desember 2020 gekk mjög vel. Keppnin var í fjarfundarbúnaðinum Zoom og voru yfir 30 fjölskyldur mættar til leiks. Oddur og Vala stjórnuðu keppninni og var mikil ánægja með þennan viðburð. Fólk var spennt að fá svona keppni aftur.
  • 32.2 2109113 Ungmennaráð; Önnur mál.
    Ungmennaráð - 20 Ákveðið var að vera með annað Kahoot í kringum páskana og jafnvel Tarsanleik líka, ef aðstæður í samfélaginu leyfa.

    Almenn ánægja með nýja hraðahindrun í Öldubakka þó hún hefði kannski mátt vera hærri.

    Ungmennaráð er þakklátt fyrir að sveitarstjórn Rangárþings eystra hafi ráðið svona mörg ungmenni í vinnu sumarið 2020 og eru þau hvött til þessa að gera það aftur sumarið 2021 ef ástandið í þjóðfélagnu verður áfram slæmt vegna covid19.

33.Ungmennaráð - 21

2110001F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 21. fundar ungmennaráðs.
  • 33.1 2109081 Ungmennaráð; erindsbréf
    Ungmennaráð - 21 Erindisbréfið var skoðað og yfirfarið. Nokkrar breytingar lagðar til og stefnt að því að klára bréfið á næsta fundi og leggja fyrir sveitarstjórn eftir þann fund.
  • 33.2 2111080 Viðburðir ungmennaráðs
    Ungmennaráð - 21 Tillögur: Sápubolti, bílabíó, tala við Sigga Bjarna um fyrirlestur/kynningu, Kahoot í Hvolnum, spilakvöld ofl.
    Stefnan tekin á sápubolta við fyrsta tækifæri og finna halda svo áfram að vera með viðburði.
  • 33.3 2109113 Ungmennaráð; Önnur mál.
    Ungmennaráð - 21 Ungmennaráð Kalta Geopark. Kristrún Ósk er fulltrúi Ungmennaráðs Rangárþings eystra og Oddur varamaður.

    Framkvæmdaastjórn Umba. Það kom ósk frá Umba að um áhugasama einstaklinga í framkvæmdastjórn. Vala ætlar að kynna sér þetta betur.

34.Ungmennaráð - 22

2109012F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 22. fundar ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Ungmennaráð - 22 Mikið hefur verið rætt á síðustu fundum um erindisbréfið, bæði aldur og hvernig skipað skuli í það. Ungmennaráð telur þessa útfærslu sem í fylgiskjalinu er, vera sú sem er vænlegust til árangurs og til að sem bestir einstaklingar veljist í ráðið.
  • Ungmennaráð - 22 Gyða Björgvinsdóttir og Ólafur Örn kynntu barna- og ungmennaþingið. Slíkt þing hefur lengi staðið til að halda hér í Rangárþingi eystra og með tilkomu Barnvæns samfélags fékk ungmennaráðið það ,,boost" sem þurfti.
  • Ungmennaráð - 22 Gyða Björgvinsdóttir og Ólafur Örn kynntu barna- og ungmennaþingið. Slíkt þing hefur lengi staðið til að halda hér í Rangárþingi eystra og með tilkomu Barnvæns samfélags fékk ungmennaráðið það ,,boost" sem þurfti.
  • Ungmennaráð - 22 1. Landsmót Samfés verður haldið í byrjun Nóv á Hvolsvelli. Það verður haldið í íþróttahúsinu og víðar um sveitarfélagið. Um 300 ungmenni, víðsvegar af að landinum, koma og 60-70 starfsmenn með þeim. Þau gista í Hvolsskóla og verða með smiðjur um allt sveitarfélagið en á sunnudeginum verður Ungmennaþing Samfés. Verið er að leggja lokahönd á skipulagið.

    2. Félagsmiðstöðin fékk í dag húsnæði þar sem Njálurefillinn var til þess að vera þar sem að leikskólinn er í þeirra húsnæði núna. Talað um hvað mun gerast við ungmennaráðið ef sameining sveitarfélgana gerist.

35.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 45

2112001F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 45. fundar heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  • 35.1 2112014 Heilsustígurinn - umræður um staðsetningu
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 45 Umræður um heilsustíginn og staðsetningu hans.
    Samhljómur var um að besta staðsetning heilsustígsins væri á grænasvæðinu við endan á Öldugerði, norðan megin við íþrótttahúsið.Þar er stutt að sækja þjónustu í Íþróttahúsið s.s. salerni.Þar er góð tenging við íþróttahús og skóla. Það er miðsvæðis sem hentar vel íbúunum og verður það einnþá meira þegar tekið er tillit til nýju byggðarinnar. Nálægðin við skólan skapar meiri möguleika á nýtingu við útikennslu. Nefndarmenn telja að þar ætti hoppubelgurinn líka að vera þar sem okkur finnst núverandi staðsetning hans ekki nægilega örugg m.t.t. umferðar. Teljum svæðið bjóða upp á fleiri möguleika s.s. minigolf og körfubolta. Það verði svæði með bekki og borðum þar sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir tillögu nefndarinnar varðandi heilsustíginn og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vera í sambandi við hönnuð heilsustígsins um tilfærslu á honum.
    Varðandi æslabelginn er vilji sveitarstjórnar að hann verði áfram á núverandi stað, að svo stöddu, en hugað verði að umferðaröryggi og bílastæðum.
  • 35.2 2112015 Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 45 Nefndinni finnst eðlilegra að við fáum umsókn um styrki úr íþrótta og afrekssjóð til okkar frekar en við séum veita styrki án umsóknar. Næsta úthlutun fer fram í mars og geta þeir sem áhuga hafa sent inn umsókn þá. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur vel í tillögu nefndarinnar að auglýst sé eftir umsóknum í íþrótta- og afrekssjóð og felur nefndinni að sjá um auglýsingu og úthlutun úr sjóðnum, í samræmi við reglur sjóðsins.
  • 35.3 2112016 HÍÆ önnur mál
    Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 45 Sigurður Þór sagði frá því að aðsókn í sund og rækt væri minni nú en fyrir Covid og ræddum við aðeins mögulegar ástæður þess og hvort eitthvað væri hægt að gera.

36.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 54

2111005F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 5. fundar fræðslunefndar grunn- og leikskóla.
Fundargerð staðfest í heild.

37.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 71

2112003F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 71. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu.
Lögð fram til staðfestingar ný brunavarnaráætlun sem og fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs 2022.
Afgreiðslu fundargerðar frestað.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 71 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2022.
    Stjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar aðildarsveitarfélaganna.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 71 Leifur Bjarki Björnsson fer yfir helstu atriði áætlunarinnar. Rætt talsvert um branavarnir í tengslum við virkjanir. Mikilvægt er að eiga samtal við Landsvirkjun og Brunavarnir Árnessýslu varðandi þau mál. Rætt um skiptingu kostnaðar sveitarfélaganna við brunavarnir. Ákveðið að eiga samtal við áðurnefnda aðila áður en ákvarðanir varðandi skiptingu kostnaðar verður tekin. Brunavarnaráætlun fyrir brunavarnir Rangárvallasýslu lögð fram til samþykktar.
    Stjórn brunavarna samþykkir brunavarnaráætlun samhljóða og vísar henni til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.

38.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 55

2111001F

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 55. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Lögð fram til staðfestingar fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu bs 2022.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs. fyrir sitt leiti.
Fundargerð samþykkt í heild sinni.
  • 38.1 2111006 Félagsþjónustudeild; fjárhagsáætlun fyrir árið 2022
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 55 Stjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun.

    Heimaþjónusta áætlun:
    Áætluð framlög 2022

    Skipting framlaga eftir íbúafjölda
    Rangárþing ytra 44,08% 21.974.576
    Rangárþing eystra 48,99% 24.418.996
    Ásahreppur 6,93% 3.452.428
    Samtals: 49.846.000

    Málefni fatlaðra
    Áætluð framlög 2022

    Skipting framlaga eftir íbúafjölda
    Rangárþing ytra 32,60% 5.108.430
    Rangárþing eystra 36,23% 5.676.684
    Ásahreppur 5,12% 802.586
    Mýrdalshreppur 14,28% 2.237.867
    Skaftárhreppur 11,76% 1.842.433
    Samtals 15.668.000

    Félagsmálanefnd og stjórn
    Áætluð framlög 2022

    Skipting framlaga eftir íbúafjölda
    Rangárþing ytra 32,60% 2.066.782
    Rangárþing eystra 36,23% 2.296.688
    Ásahreppur 5,12% 324.712
    Mýrdalshreppur 14,28% 905.402
    Skaftárhreppur 11,76% 745.416
    Samtals 6.339.000

    Félagsþjónustu áætlun
    Áætluð framlög 2022

    Skipting framlaga eftir íbúafjölda
    Rangárþing ytra 32,60% 25.378.151
    Rangárþing eystra 36,23% 28.201.179
    Ásahreppur 5,12% 3.987.164
    Mýrdalshreppur 14,28% 11.117.493
    Skaftárhreppur 11,76% 9.153.014
    Samtals 77.837.000

  • 38.2 2111005 Tillaga að skipulagsbreytingum og aukningu á stöðugildum hjá félagsþjónustu
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 55 Félagsmálastjóri fór yfir tillögur að skipulagsbreytingum, innan félagsþjónustudeildar og aukningu á stöðugildum hjá félagsþjónustu, m.a. í tengslum við innleiðingu nýrrar lagasetningar í málefnum barna. Óskað er eftir aukningu um 0.6. stöðugildi, úr 5.7 stg í 6.3 stg, inni í þeirri tölu er 40% staða lögfræðings. Stjórn samþykkir framlagðar tillögur.
  • 38.3 2111007 Skólaþjónustudeild; fjárhagsáætlun fyrir árið 2022
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 55 Hækkum milli ára er um 2 milljónir króna eða 2.4 %. Stjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun.

    Áætlun 2022
    Framlög sveitarfélaga eftir íbúafjölda

    Rangárþing ytra 32,60% 27.161.933
    Rangárþing eystra 36,23% 30.034.230
    Ásahreppur 5,12% 4.230.393
    Mýrdalshreppur 14,28% 11.832.612
    Skaftárhreppur 11,76% 9.740.832
    Samtals: 83.000.000
  • 38.4 2111008 Skólaþjónustudeild; starfsmannamál
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 55 Send var út fyrirspurn af síðasta stjórnarfundi til skólastjóra um óskir þeirra um fyrirkomulag starfs náms- og starfsráðgjafa, hvort halda ætti því óbreyttu. Þrír af fimm skólastjórum svöruðu og vildu halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Þar af leiðandi er forstöðumanni falið að auglýsa eftir nýjum náms- og starfsráðgjafa.
  • 38.5 2106091 Trúnaðarmál; Starfsmannamál
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 55 skráð í trúnaðarmálabók.

39.Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs.; Aðalfundur 2021

2111010

Lögð fram til staðfestingar fundargerð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

40.Samband íslenskra sveitarfélaga; 903. fundur stjórnar

2112012

Lögð fram til kynningar fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

41.Bergrisinn; aðalfundur 2021

2112024

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Bergrisans bs sem haldinn var 24. nóvember sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

42.12. fundur stjórnar Skógasafns 12.04.2021

2112027

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Skógasafns.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

43.13. fundur-Aðalfundur stjórnar Skógasafns 7. júlí 2021

2112029

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar stjórnar Skógasafns.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

44.14. fundur stjórnar Skógasafns 2.12.2021

2112026

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar Skógasafns.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

45.Samband íslenskra sveitarfélaga; Breytt skipulag barnaverndar

2112007

Lagt fram til kynningar bréf Samband íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember 2021 er varðar breytt skipulag barnaverndar.
síðasta löggjafarþingi voru gerðar breytingar á barnaverndarlögum sem lúta fyrst
og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar. Breytingarnar taka gildi að loknum
næstu sveitarstjórnarkosningum, þ.e. þann 28. maí 2022.
Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða
starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar
barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.
Lagt fram til kynningar.

46.Aukafundaseta sveitarstjórnamanna 2021

2112049

Lagt fram til kynningar.

47.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar upplýsingar stjórnvalda um reglur og viðbrögð við heimsfaraldurinn COVID 19.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:58.