280. fundur 27. maí 2021 kl. 08:30 - 10:50 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru. Oddviti óskar eftir að gera eftirfarandi breytingar á dagskrá fundar. Bæta á dagskrá lið 1 fundargerð byggðarrás og lið 7 Seljalandsskóli tilboð í leigu. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð - 202

2105007F

Fundargerð staðfest í heild.
  • 1.1 2105098 Ársreikningur Rangárþings eystra 2020
    Byggðarráð - 202 Ársreikningur 2020 lagður fram og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Samþykkt samhljóða.
  • 1.2 2104061 Trúnaðarmál
    Byggðarráð - 202 Bókun færð í trúnaðarmálabók.

2.Ársreikningur Rangárþings eystra 2020

2105098

Byggðarráð hefur vísað ársreikningi Rangárþings eystra, til fyrri umræði í sveitarstjórn.
Berglind Hákonardóttir endurskoðandi, kemur til fundar og fer yfir ársreikninginn með sveitarstjórn.
Ársreikningur 2020 lagður fram og vísað til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.

3.Umhverfis- og samgöngunefnd; erindi um afmörkun hálendisþjóðgarðs

2105061

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur nú til meðferðar frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs sbr. 369. mál á 151. Löggjafarþingi.
Leitað er leiða til sáttar um stofnun hálendisþjóðgarðs og þá m.a. með afmörkun sem þjónar hvað best þeim markmiðum sem stefnt er að samkvæmt frumvarpinu í sem mestri sátt við
sveitarfélögin.
Framsögumaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Kolbeinn Óttarsson Proppé skoðar nú sérstaklega afstöðu sveitarfélaga til mögulegra breytinga á afmörkun hálendisþjóðgarðs.
Sveitarstjórn þakkar Kolbeini Óttarssyni Proppé og Birni Helga Barkarsyni fyrir kynninguna.

4.Skógræktin; Bonn áskorunin

2105060

Bonn áskorunin er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslags-heildum og er skipulagt af Alþjóða náttúruverndarsamtökunum (IUCN) í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn áskorunar að auka verulega þekju birkiskóga en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.
Sveitarstjórn þakkar Hreini Óskarssyni fyrir kynninguna og lýsir yfir áhuga á þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að útfærslu verkefnisins í Rangárþingi eystra.

5.Skráning lögbýlis - Skeggjastaðir

2105087

Heiða Björk Jósefsdóttir sækir um skráningu lögbýlis á lóðunum Skeggjastaðir land 24 og 25 skv. meðfylgjandi gögnum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skráningu lögbýlis á lóðum Skeggjastaða land 24 og 25.
Samþykkt samhljóða.

6.Trúnaðarmál

2105100

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

7.Seljalandsskóli, tilboð í leigu

2102022

Þrjú tilboð bárust í leigu á Seljalandsskóla frá eftirfarandi aðilum:
a. Atli Már Bjarnason
b. Davide Malsan, Lucia Odorico og Þórarinn Ívarsson
c. Elías Rúnar Kristjánsson
Tilboð yfirfarin og sveitarstjóra falið að hefja viðræður við hæstbjóðanda.
Samþykkt samhljóða.

8.Beiðni um umsögn; frummatsskýrsla um efnistöku við Affall í Rangárþingi eystra

2105099

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um efnistöku við Affall í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að veita jákvæða umsögn fyrir hönd Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.

9.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. 88. fundur 20.05.2021

2105094

Lögð fram til samþykktar fundargerð 88. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest.

10.SASS; 569. fundur stjórnar; 7.5.2021

2105081

Lögð fram til samþykktar fundargerð 569. stjórnar SASS.
Fundargerð staðfest.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir eftirfarandi bókun SASS er varðar nýútkomna skýrslu um rekstur hjúkrunarheimila:

Stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) fagnar framkominni skýrslu. Í skýrslunni
koma fram mikilvægar upplýsingar og skapast nú tækifæri til að bregðast við þeim.
Nauðsynlegt er að standa vörð um rekstur hjúkrunarheimila á landinu öllu og tryggja með
þeim hætti samfellda heilbrigðisþjónustu við íbúa landsbyggðarinnar allrar til æviloka.
Þrátt fyrir að nokkur sveitarfélög hafi sagt sig frá rekstri hjúkrunarheimila, nauðbeygð
vegna óviðunandi rekstarumhverfis, er það ekki sameiginleg stefna sveitarfélaganna.
Nauðsynlegt að gera þeim rekstraraðilum sem ekki hafa farið þá leið eða eru að taka við
kleift að halda áfram rekstri þessarar mikilvægu þjónustu.
Þó að niðurstöður skýrslunnar bendi til þess að mesta rekstrarhagræðingin sé hjá stærstu
einingunum er það óvinnandi vegur að öll hjúkrunarheimili verði af þeirri stærðargráðu,
ef veita á þjónustuna víðs vegar um landið. Taka þarf tillit til rekstrarhagkvæmni á
grundvelli stöðugilda viðkomandi stofnunar og fjölda rýma, en gríðarlegt óhagræði getur
skapast við breytingu á fjölda rýma með tilliti til mönnunar á minni hjúkrunarheimilum
með tilheyrandi rekstaráhrifum.
Einnig kemur fram í skýrslunni að stærstu heimilin séu með mestu hjúrkurnarþyngdina. Í
því samhengi þarf að taka inn í myndina að stærstu heimilin eru rekin við þær aðstæður
að um sólarhringsþjónustu heimahjúkrunar fyrir íbúa sem búa í eigin húsnæði er að ræða,
alla daga ársins. Þessi þjónusta af hálfu ríkisins er ekki veitt í hinum dreifðari byggðum og
því eðlilegt að íbúar þar geti ekki búið eins lengi í eigin húsnæði eins og stefna ríkisins er,
því þurfa þau fyrr á þjónustu hjúkrunarheimila að halda. Úr þessu þarf að bæta, ellegar að
taka tillit til þess að hjúkrunarþyngd heimila sé lægri þar sem íbúar búa við þessar
aðstæður.
Rekstur allra hjúkrunarheimila er erfiður og víða aðstæður óviðunandi, þar sem daggjöld
sjúkratrygginga endurspegla ekki kröfulýsingu um lágmarks- og æskileg viðmið mönnunar
og þá launaþróun sem orðið hefur sl. ár. Það að heimilum sé ekki gert kleift að uppfylla þá
kröfu vegna lágra daggjalda er óásættanlegt og augljóst að vandinn vex enn frekar nú með
breyttum vinnutíma frá 1. maí 2021 enda launakostnaður nú þegar um 70% af
rekstrarkostnaði heimilanna. Þess ber einnig að geta að taka verður tafarlaust tillit til
breyttrar hjúkrunarþyngdar samkvæmt RUG stuðli og ótækt að þak sé þar á hækkun
greiðslna við 2% á ári á sama tíma og ef um lækkun er að ræða skuli hún ekki hafa sama
gólf, heldur kemur lækkun fram í greiðslum strax. Í ljósi þessa má leiða líkur að því að um
skakka mynd sé að ræða hvað varðar rekstur og hjúkrunarþyngd í samræmi við RUG stuðul
samkvæmt RAI mati.
Að lokum ber að minnast á þá áréttingu skýrsluhöfunda að samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga
um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 ber sveitarfélögum ekki að sinna
stuðningsþjónustu eða félagsþjónustu inni á stofnunum, svo sem sjúkrahúsum eða
öldrunarstofnunum. Rekstur hjúkrunarheimila er óumdeilt á ábyrgð ríkisins og búa
rekstraraðilar við gríðarlega þrönga stöðu gagnvart ríkinu. Ríkið og stofnanir þess ákveða
fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk, sem hjúkrunarheimilum er gert að fara
eftir. Samtalið þarf að fara fram á jafnréttisgrundvelli og nauðsynlegt er að endurskoða
þetta fyrirkomulag heilt yfir.

11.Stjórn Njálurefils SES - 6

2105006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar Njálurefils ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 11.1 2104010 Njálurefill; Leigusamningur og þjónustusamningur
    Stjórn Njálurefils SES - 6 Farið yfir breytt drög að leigu og þjónustusamningum.
    Formanni og ritara falið að uppfæra drögin og senda á fundarmenn.
    Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 21. maí kl. 14:30
    Samþykkt samhljóða.

12.Covid 19 úrræði 2021; Stuðningur við frístundastarf fyrir börn í viðkvæmri stöðu

2103053

Félags- og barnamálaráðherra hvatti sveitarfélög til að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Horft er til aldurshópsins 12 til 16 ára með sérstaka áherslu á að leitað verði einstaklingsbundinna leiða til að ná til þess hóps barna sem hvað síst sækja reglubundið frístundastarf.
Rangárþing eystra sótti um og fékk úthlutaðan styrk til eflingu frístundastarfs fyrir börn í viðkvæmri stöðu.
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021

2105086

Landskerfi bókasafna hf boðar til aðalfundar 19. maí 2021 kl 14:30 í Þjóðarbókhlöðu.
Lagt fram til kynningar.

14.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi

2105093

Lagt fram bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til allra sveitarfélaga þar sem óskað er upplýsinga varðandi gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ákvörðun vatnsgjalds.
Lagt fram til kynningar.
Fjármálastjóra falið að svara erindinu.

15.Opið bréf til sveitarfélaga um framboð grænkerafæðis í leik- og grunnskólum

2105096

Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Í bréfinu kalla samtök grænkera á íslandi eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt fyrir þau sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.
Lagt fram til kynningar.
Erindinu vísað áfram til umfjöllunar hjá forstöðumanni mötuneytis sveitarfélagsins og fræðslunefndar.

16.Samráðsfundur við Vegagerð vor 2021

2105055

Lögð fram til kynningar fundargerð samráðsfundar sveitarstjóra við Vegagerðina vorið 2021.
Lagt fram til kynningar.

17.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Lagt fram mál 612. til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að aukaframboð og neyslu grænkerafæðis.
Lagt fram til kynningar.

18.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar nýjustu upplýsingar stjórnvalda vegna reglna og viðbragða af völdum heimsfaraldursins Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.