278. fundur 08. apríl 2021 kl. 12:00 - 13:53 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísóflsdóttir Skrifstofu- og sveitarstjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar var haldinn í fjarfundi á eftirfarandi slóð:https://us02web.zoom.us/j/88364503212
Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Oddviti óskar eftir að bæta við tveimur liðum á dagskrá fundar, lið nr 4 fundargerð skipulagsnefndar og lið nr 13 Leikskólinn Örk; húsnæðismál.
Færast aðrir liðir eftir því. Samþykkt samhljóða.
Christiane L. Bahner víkur af fundi undir lið 1.

1.Ný rafíþróttardeild Íþróttafélagsins Dímonar í Rangárþingi eystra; kynning og ósk um styrk

2103023

Á 277. fundi var afgreiðslu styrkumsóknar frestað og er nú lögð fram til afgreiðslu.
Rafíþróttadeild Íþróttafélagsins Dímonar er ný deild innan félagsins og er ljóst að stofnkostnaður slíkrar deildar er mikill eins og fram kemur í erindi tilvonandi stjórnar deildarinnar. Rangárþing eystra samþykkir því að veita eins skiptis stofnstyrk til verkefnisins að upphæð 1.000.000.

Samþykkt með 5 atkvæðum AKH, LE, RB, GHÓ, EFS. Einn á móti GV.
Bókun GV:
Á grundvelli samnings við Dímon, þar sem skilyrt var að um fleiri styrkveitingar væri ekki að ræða get ég ekki samþykkt styrkinn.
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

2.Kirkjuhvoll; fjárhagsáætlun 2021

2102042

Lögð fram til kynningar og samþykktar fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2021.
Sveitarstjórn þakkar skrifstofu- og fjármálastjóra og hjúkrunarforstjóra fyrir vel unna áætlun.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Kirkjuhvols.
Samþykkt samhljóða.

3.Hula bs; Samþykktir endurskoðaðar á aukaaðalfundi 20.01.2021

2103100

Á aukaaðalfundi Hulu bs. þann 20.01.2021 voru lagðar fram endurskoðaðar samþykktir sem lagðar eru fram til umræðu og staðfestingar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir endurskoðaðar samþykktir fyrir Hulu bs. fyrir sitt leiti.
Samþykkt samhljóða.

4.Skipulagsnefnd - 97

2104001F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 97. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 97 Málinu er frestað á meðan verið er að bregðast við athugasemdum varðandi öflun neysluvatns. Bókun fundar Málinu er frestað.
  • Skipulagsnefnd - 97 Tillagan var auglýst frá 17. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 31. mars 2021. Í athugasemd Landsnets kemur fram að greina þurfi frá legu háspennulína og kvöðum sem gilda um helgunarsvæði þeirra vegna nálægðar við byggingareit fjölnota íþróttahúss. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Landsnets. Skipulagsnefnd vill benda á að prentvilla var í greinargerð skipulagsins sem auglýst var. Í greinargerðinni kom fram að stærð fjölnota íþróttahúss verði allt að 3.500 m2 en rétt er að stærðin getur orðið allt að 9.500 m2 að flatarmáli. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði jafnframt send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 97 Tillagan var auglýst frá 1. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 10. mars 2021. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og jafnframt að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 97 Tillagan var grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 43. og 44. gr. skipualgslaga nr. 123/2010. Þeir aðilar sem grenndarkynnt var fyrir hafa allir undirritað samþykki sitt fyrir breytingunum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 97 Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fara í vettvangskönnun á skipulagssvæðið þar sem um er að ræða viðkvæmt svæði m.t.t. náttúruverndarsjónarmiða, sögulegs gildis og sjónrænna áhrifa. Bókun fundar Afgreiðslu málsins er frestað.
  • Skipulagsnefnd - 97 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir að heimila gerð deiliskipulags á Lambafelli land L207713.
  • Skipulagsnefnd - 97 Skipulasgnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt . Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E-444 Hrútafell, með fyrirvara um leyfi landeigenda.
  • Skipulagsnefnd - 97 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 97 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að tilboði Fornleifastofnunar Íslands um áframhald aðalskráningar fornleifa í sveitarfélaginu. Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir að gengið verði að tilboði Fornleifastofnunar Íslands um áframhald aðalskráningar fornleifa í sveitarfélaginu.
  • Skipulagsnefnd - 97 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitastjórn frestar afgreiðslu tillögunnar og samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
  • Skipulagsnefnd - 97 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitastjórn samþykkir jafnframt að lýsingin verði send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar ásamt því að verða kynnt fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51

2103005F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 51. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 5.1 2101053 Endurskoðun Félags- og skólaþjónustu 2020
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.2 2103056 Kennitalan 710303-2580; Utanumhald
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Formanni stjórnar falið að vera í sambandi við Pwc og KPMG um lokayfirfærslu á nýjar kennitölur og utanumhald þeirrar gömlu.
    Samþykkt samhljóða.
  • 5.3 2011049 Bréf frá verkefnastjórnum í Landshlutateymi Suðurlands og GRR
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.4 2103033 Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 1. fundur
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.5 2103034 Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 2. fundur
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.6 2103014 Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 3. fundur
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.7 2103007 Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 4.fundur
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.8 2103057 Skólaþjónustan; Útfærsla á styttingu vinnuviku
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Útfærsla á styttingu vinnuvikunnar staðfest.
    Samþykkt samhljóða.
  • 5.9 2103058 Stóra upplestrarkeppnin; framtíð
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.10 2103059 Skólaþjónustan; Starfsþróun, fræðsla og nám
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Stjórn þakkar Þórunni Jónu fyrir yfirferðina.
  • 5.11 2103060 Skólaþjónustan; Staða á starfsemi
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Stjórn þakkar Þórunni Jónu fyrir greinargóða yfirferð.
  • 5.12 2103061 Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr.80 2002
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Lagt fram til kynningar.
  • 5.13 2103062 Félagsþjónustan; Staða á starfsemi
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 51 Stjórn þakkar Svövu fyrir greinargóða yfirferð.

6.Sorpstöð Suðurlands; 300. fundur stjórnar; 22.2.2021

2103097

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 300. fundar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð staðfest í heild.

7.SASS; 568. fundur stjórnar; 24.3.2021

2104001

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 568. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð staðfest í heild.

8.Njálurefill ses; 1. fundur stjórnar

2103115

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Njálurefils ses.
Fundargerð lögð fram.

9.Bergrisinn; 28. fundur stjórnar; 19. mars 2021

2104003

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 28. fundar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram.

10.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
Fundargerð lögð fram.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga; 896. fundur stjórnar

2104004

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 896. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

12.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Lagt fram til kynningar og umsagnar mál 622. frumvarp til laga um almannavarnir.
Lagt fram til kynningar.

13.Leikskólinn Örk; húnsæðismál

2102021

Lagt fram til kynningar minnisblað leikskólastjóra og skipulagsfulltrúa um húsnæðismál leikskólans.
Sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi aðila varðandi húsnæðið sem um ræðir, um framhaldið. Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir um óbreytt tímabundið fyrirkomulag, gangi það upp gangvart öllum aðilum.
Samþykkt samhljóða.

14.Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19; uppfærð staða verkefna í aðgerðarpakka 2021

2103118

Lagt fram til umræðu og kynningar aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19; uppfærð staða verkefna í aðgerðarpakka 2021.
Lagt fram til kynningar.

15.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar nýjustu upplýsingar stjórnvalda vegna reglna og viðbragða af völdum heimsfaraldursins Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

16.Styrktarsjóður EBÍ; óskað eftir umsóknum vegna úthlutunar 2021

2104006

Lagt fram til kynningar og umrætt bréf frá Styrktarsjóði EBÍ, þar sem óskað er eftir umsóknum vegna úthlutunar 2021.
Sveitarstjóra falið að sækja um í samræmi við umræðu fundarins.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 13:53.