287. fundur 11. nóvember 2021 kl. 12:00 - 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir varamaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Hættumat á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra; skýrsla

2110039

Lögð fram til kynningar og umræðu skýrsla um hættumat á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra sem unnin var af Guðrúnu Guðjónsdóttur. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Sveitarstjórn þakkar Guðrúnu fyrir skýrsluna og samþykkir skýrsluna. Sveitarstjórn leggur áherslu á að skýrslan verði nýtt við áætlangerð sveitarfélagsins við uppbygingu og bætt öryggi á ferðamannastöðum. Sveitarstjóra falið að ræða við skýrsluhöfund um mögulega úttekt á fleiri stöðum í samræmi við áfangastaðaáætlun.
Samþykkt samhljóða.

2.Emstruleið; erindi Einars Grétars Magnússonar

2110091

Erindi Einars Grétars Magnússonar um ástand vegar á Emstruleið og hvatning til sveitarstjórnar um að skýra verkefni samgöngu- og umferðanefndar Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn þakkar Einari Grétari fyrir brýninguna.
Lengi má gott bæta og ánægjulegt þegar íbúar hafa vakandi auga fyrir því sem betur mætti fara.
Samgöngu- og umferðarnefnd Rangárþings eystra hefur fundað 6 sinnum það sem af er þessu kjörtímabili og starfar samkvæmt gildandi erindisbréfi. Nefndin hefur meðal annars forgangsraðað verkefnum sem sótt er um í styrkvegasjóð.
Á kjörtímabilinu hefur Rangárþing eystra fengið úthlutað 19.000.000.- úr styrkvegasjóði til hinna ýmsu verkefna.
Emstruvegur þarfnast svo sannarlega meira viðhalds en umræddur vegur er á ábyrgð Vegagerðarinnar og er þjónustaður af henni. Hann hentar því ekki til verkefna sem greidd eru úr styrkvegasjóði. Styrkvegasjóður er ætlaður til uppbyggingar og viðhalds á vegum sem ekki eru þjónustaðir af vegagerðinni.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru nú fyrirhugaðar framkvæmdir til að lagfæra veginn og er lagfæring á veginum við Þórólfsfell nú í útboðsferli.
Sveitarstjóra falið að vera í sambandi við Vegagerðina um þjónustu og uppbyggingu Emstruvegar.
Samþykkt samhljóða.

3.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021

2111042

Lagður fram til umræðu og samþykktar viðauki 4 við fjárhagsáætlun vegna framkvæmda á árinu 2021. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri fer yfir viðaukann og kynnir fyrri sveitarstjórn.
Viðaukinn felst í lækka fé til framkvæmda í gatnagerð um 55.000.000 kr og lækka fé til framkvæmda á ferðamannastöðum um 4.000.000 á árinu 2021. Sambærileg upphæð kemur þess í stað inn á fjárfestingaáætlun 2022.
Viðauki 4 vegna fjárfestinga samþykktur samhljóða.
Guðmundur Viðarsson víkur af fundi.

4.Ósk um styrk vegna Landsmóts hestamanna 4.-10. júlí 2022

2109078

Á 285. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra lá fyrir styrkbeiðni vegna Landsmóts hestamanna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra óskaði eftir að fá forsvarsmenn mótsins á fund til að kynna verkefnið. Á fundinn mæta Vilborg Smáradóttir og Kristinn Guðnason.
Sveitarstjórn þakkar Vilborgu og Kristni fyrir greinargóða kynningu. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 700.000 krónur. Sveitarstjórn hvetur jafnframt mótshaldara til að skipuleggja viðburði í Rangárþingi eystra í tengslum við mótið, svo jákvæðra áhrifa gæti sem víðast.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Viðarsson kemur aftur til fundar.
Guðmundur Viðarsson víkur af fundi.

5.Leikskóladvöl utan Lögheimilissveitarfélags; Umsókn

2111018

Fyrirliggur ósk um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimi frá 15. febrúar til 15. mai 2022.
Sveitarstjórn samþykkir tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilis, vegna sérstakra aðstæðna.
Guðmundur Viðarsson kemur aftur til fundar.

6.Ósk um að Rimakotslína 2 verði færð inn á Aðalskipulag Rangárþings eystra.

2111019

Lagt fram bréf Landsnets frá 5.11.2021 þar sem óskað er efir að Rimakotslína 2 verði felld inn í Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 eða samhliða heildarendurskoðun aðalskipulags sem er i vinnslu. Æskilegt er að breytingaferlinu ljúki ekki síðar en um mitt næsta ár 2022.

Sveitarsstjórn vísar málinu til heildarendurskoðnar Aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða.

7.Landskipti - Almenningar, þjóðlenda

2111035

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Almenningar skv. umsókn dags. 06. desember 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.12.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

8.Landskipti - Stakkholt, þjóðlenda

2111031

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Stakkholt skv. umsókn dags. 5. október 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.09.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

9.Landskipti - Merkurtungur, þjóðlenda

2111033

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Merkurtungur skv. umsókn dags. 05. október 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.09.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

10.Landskipti - Teigstungur, þjóðlenda

2111038

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Teigstungur skv. umsókn dags. 25. janúar 2013 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 15.01.2013.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

11.Landskipti - Steinsholt, þjóðlenda

2111037

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Steinsholt skv. umsókn dags. 25. janúar 2013 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 15.01.2013.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

12.Landskipti - Hluti Mýrdalsjökuls og landsvæði norðvestan Etnujökuls, þjóðlenda

2111028

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Hluti Mýrdalsjökuls og landsvæði norðvestan Etnujökuls skv. umsókn dags. 20. desember 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 20.12.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

13.Landskipti - Hólatungur og Borgartungur, þjóðlenda

2111032

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Hólatungur og Borgartungur skv. umsókn dags. 05. október 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.09.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

14.Landskipti - Hluti Mýrdalsjökuls, þjóðlenda

2111026

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Hluti Mýrdalsjökuls skv. umsókn dags. 20. desember 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 20.12.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

15.Landskipti - Emstrur, þjóðlenda

2111034

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Emstrur skv. umsókn dags. 06. desember 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.12.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

16.Landskipti - Fljótshlíðarafréttur, þjóðlenda

2111027

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Fljótshlíðarafréttur skv. umsókn dags. 5. október 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.09.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

17.Landskipti - Goðaland, þjóðlenda

2111029

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Goðaland skv. umsókn dags. 5. október 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.09.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

18.Landskipti - Múlatungur, þjóðlenda

2111036

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Múlatungur skv. umsókn dags. 06. desember 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.12.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

19.Landskipti - Þórsmörk, þjóðlenda

2111030

Forsætisráðuneytið óskar eftir því að stofna þjóðlenduna Þórsmörk skv. umsókn dags. 5. október 2012 og meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 01.09.2012.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun þjóðlendunnar.
Fylgiskjöl:

20.Skipulagsnefnd - 103

2110002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 103. fundar Skipulagsnefndar frá 8. nóvember 2021.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 103 Skipulagsnefnd samþykkir og leggur til við sveitarstjórn að tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra verði kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra verði kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 103 Búið er að bregðast við athugasemd Skipulagsstofnunar, dags. 7. október sl. varðandi fjarlægð byggingarreits frá Syðstumerkurá. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir skipulagið og að það verði sent Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 103 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 23. ágúst 2021. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á mikilvægi þess að framkvæmdir og fráveita á svæðinu hafi ekki áhrif á árnar á svæðinu. Auk þess bendir Umhverfisstofnun á að skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd skuli leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði af. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar og leggur áherslu á að við deiliskipulagsgerð verði skýrt kveðið á um að frágangi við fráveitu verði háttað skv. lögum og reglugerðum þar að lútandi. Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að rökstyðja þurfi hvernig áform um nýja íbúðabyggð samræmist markmiðum lansskipulagsstefnu um að beina vexti íbúðabyggðar að þeim kjörnum sem fyrir eru. Skipulagsnefnd bendir á að breytingin er í beinum tengslum við uppbyggingu atvinnustarfsemi á svæðinu auk þess sem hinar nýju íbúðalóðir verða í nágrenni við núverandi bæjartorfu. Þannig munu þeir innviðir sem fyrir eru verða samnýttir eins og td. vegtengingar. Skipulagsstofnun bendir einnig á að skv. 5. gr. jarðalaga þurfi að taka afstöðu til stærðar svæðis og fyrirhugaðra nýtingaráforma auk áhrifa breyttrar landnotkunar á aðlæg landbúnaðarsvæði. Skipulagsnefnd bendir á að ekki er verið að raska samfelldu landbúnaðarlandi og er mjög lítill hluti landbúnaðarlands undir í skipulagstillögunni. Ekki er heldur verið að skerða landbúnaðarland í flokki 1. Aðlæg landbúnaðarsvæði, þar sem stundaður er hefðbundinn landbúnaður, mun ekki verða fyrir áhrifum breyttrar landnotkunar á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar. Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar á tillögunni verður hún auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 103 Tillagan var auglýst frá 23. ágúst 2021 með athugasemdafresti til 29. september 2021. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að vegna fjarlægðar á milli tenginga við veginn að Strönd 2 lóð þá uppfyllir vegtenging inn á lóðina ekki kröfur til héraðsvega. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar en bendir á að nálæg vegtenging er túntenging og tengd landbúnaði. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að greitt aðgengi þurfi að vera að hreinsivirki fráveitu til tæmingar. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd HSL. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svörum við öðrum athugasemdum, eins og þau eru sett fram í skjali dags. 8.11.2021 og felur skipulagsfulltrúa að senda þeim sem athugasemdir gerðu svör við þeim. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 103 Tillagan var auglýst frá 1. september 2021 með athugasemdafresti til 13. október 2021. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 103 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði afgreidd sem óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd sem óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem verið er að breyta landnotkun til fyrra horfs, þ.e.a.s. úr frístundabyggð í landbúnaðarland.
  • Skipulagsnefnd - 103 Af tillögunni að dæma virðist aðkoma að frístundasvæðinu vera frá vegi sem liggur að frístundahúsi í landi Syðri-Rota, en tengingin er að öllu leiti í landi Syðri-Rota. Ekki liggur fyrir heimild landeigenda í Syðri-Rotum til nota á fyrrgreindri vegtengingu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fyrir liggi úrlausn á málum er varða vegtengingu að svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til að vinnu við breytingu verði vísað í heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfetir bókun skipulagsnefndar og vísar vinnu við breytingartillöguna til heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
  • Skipulagsnefnd - 103 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á spildunni.
  • Skipulagsnefnd - 103 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll 2. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem óveruleg. Skipulagsnefnd leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að ekki er verið að auka byggingarmagn né breyta byggingarskilmálum samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillögu að deiliskipulagi við Ormsvöll 2 sem óverulega, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án grenndarkynningar.
  • Skipulagsnefnd - 103 Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis með fyrirvara um samþykki forsætisráðuneytisins þar sem um er að ræða efnisnámu í þjóðlendu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um samþykki forsætisráðuneytisins.
  • Skipulagsnefnd - 103 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 103 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á spildunni.

21.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 70

2110005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 70. Fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 8. nóvember 2021.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 70 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir drög að fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2022. Ljóst er að ef fjárhagsáætlun á að endurspegla það sem lagt er til í brunarvarnaráætlun, mun kostnaður við rekstur brunavarna aukast töluvert næstu ár.
    Slökkvistjóra falið að vinna drög að fjárhagsáætlun til næstu 5 ára m.t.t. þess er kemur fram í brunavarnaáætlun.
    Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað til næsta fundar, þegar drög að áætlun næstu 5 ára liggur fyrir.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 70 Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri kynnir fyrir fundarmönnum brunavarnaráætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. Farið yfir tilurð og tilgang áætlunarinnar, hvernig hún var unnin og hverju hún eigi að skila. Talsverðar umræður varðandi áætlunina á breiðum grunni.
    Brunavarnaráætlun er nú í rýni hjá HMS. Um leið og áætlun hefur verið rýnd og samþykkt af HMS mun áætlunin verða lögð fyrir aðildarsveitarfélögin til samþykktar.

22.19. fundur jafnréttisnefndar; 13.10.2021

2111040

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 13. fundar jafnréttisnefndar frá 13. október 2021.
Fundargerð staðfest í heild.

23.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 218. fundur stjórnar

2111015

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 218. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 3. nóvember 2021.
4. Liður Rekstaráætlun sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir Rekstraráætlun 2022 fyrir sitt leiti.
7. Liður Gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 2021. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir tillögu um upptöku aðgangskorta fyrir sitt leiti.
Fundargerð samþykkt í heild sinni.

24.SASS; 573. fundur stjórnar; 8.10.2021

2111012

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 573. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 8. október 2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga; 902. fundur stjórnar

2111002

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. október 2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.Bergrisinn; aðalfundaboð; 24. nóvember 2021

2111041

Lagt fram aðalfundarboð, dagskrá og kjörbréf á aðalfund Bergrisans sem halda á 24. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn tilnefnir Lilju Einarsdóttur, Anton Kára Halldórsson, Elínu Fríðu Sigurðardóttur og Christiane L. Bahner sem fulltrúa á aðalfund Bergrisans. Til vara tilnefnir sveitarstjórn Guri Hilstad Ólason, Rafn Bergsson, Guðmun Viðarsson og Önnu Runólfsdóttur.
Samþykkt samhljóða.

27.Stígamót; ósk um styrk fyrir árið 2021

2111024

Lagt fram bréf Stígamóta frá 3. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðning Rangárþings eystra til Stígamóta.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að verða ekki við styrkbeiðni frá Stígamótum, enda hefur Rangárþing eystra verið að styrkja Sigurhæðir sem er þjðónusta af svipuðum toga á Suðurlandi og því nær þjónustuþegum okkar byggðalags.
Samþykkt samhljóða.

28.Samband íslenskra sveitarfélaga; Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

2111003

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. nóvember 2021 vegna verkefnis um innleiðingu hringrásarkerfis. Stjórn SÍS bókaði á síðasta fundi hvatningu til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra fagnar frumkvæði Samband íslenskra sveitarfélaga í málinu og leggur áherslu á að þeirri vinnu verði hraðað sem allra mest svo hún nýtist sveitarfélögum sem allra best við innleiðinguna.
Erindinu vísað til Sorpstöðvar Rangárvallasýslu til kynningar.
Samþykkt samhljóða.

29.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Á 285. fundi sveitarstjórna var sveitarstjóra falið að veita umsöng við drög að reglugerð um leiðbeininfar og viðmið um sjáfbæra landnýtingu.
Sveitarstjórn staðfestir umsögnina.

Fundi slitið - kl. 14:00.