286. fundur 01. nóvember 2021 kl. 15:26 - 17:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál nr. 1. fundargerð Byggðarrás. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samljóða.
Fundurinn fer fram í fjarfundi á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/87929130583?pwd=MkRyeS91bWV1RVI1NjFIeVZrTG03UT09

1.Byggðarráð - 206

2110007F

Fundargerð staðfest í heild.

2.Fjárhagsáætlun 2022-2025; fyrri umræða

2110093

Fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Skrifstofu- og fjármálastjóri fer yfir forsendur og helstu tölur fjárhagsáætlunar áranna 2022-2025.
Sveitarstjórn vísar afgreiðslu fjárhagsáætlunar til 2. umræðu. Samþykkt samhljóða.

3.Tillaga um útsvarsprósentu 2022

2110094

Lögð fram tillaga að útvarpsprósenta verði 14,52% árið 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða óbreytta útvarpsprósentu 14,52%.

4.Skaftárhreppur; Könnun möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra

2110092

Sveitarstjórn Skaftárhrepps tók til afgreiðslu á 466. fundi sínum þann 21. október sl. niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Tillaga um sameiningu ofantaldra sveitarfélaga var samþykkt af meirihluta íbúa í fjórum sveitarfélaganna en felld í Ásahreppi. Sveitarstjórn Skaftárhrepps bókaði eftirfarandi vegna málsins;
Sameiningartillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í Skaftárhreppi þar sem 75% kusu með sameiningu. EBH, JHK, HGÁ og AH óska eftir að farið verði í formlegar sameiningarviðræður við Mýrdalshrepp, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Sveitarstjóra falið að senda erindi þess efnis. KG situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps óskar því eftir við sveitarstjórnir Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra og Rangárþing ytra að hefja að nýju könnun möguleika á sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, með fyrirvara um samþykki allra ofangreindra sveitarstjórna. Samþykki sveitarstjórnirnar beiðni Skaftárhrepss er einnig óskað eftir tilnefningu þriggja fulltrúa til setu í samstarfsnefnd frá hverju sveitarfélagi.

Jafnframt leggur sveitarstjórn Skaftárhrepps til að sveitarstjórnirnar nýti ekki heimild í 2.mgr. 120.gr. sveitarstjórnarlaga komi til þess að sameiningartillagan verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem meirihluti íbúa hefur samþykkt sameiningu verður því ekki tekið án framlagningar nýrrar sameiningartillögu og kosningum
Erindi tekið til umræðu og afgreiðslu frestað.
Samþykkt samhljóða.

5.Breyting á nýtingarhlutfalli lóðar - Gunnarsgerði 9

2110076

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar Gunnarsgerði 9 til samræmis við nýtingarhlutfall annarra einbýlishúsalóða í götunni.
Samþykkt samhljóða.

6.Umsögn; Tækifærisleyfi; Ungmennafélagið Dagsbrún

2110095

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna kvöldskemmtunar Ungmennafélagsins Dagsbrúnar.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

7.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53

2110004F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, kynnir Starfsáætlun leikskólans Arkar veturinn 2021-2022.
    Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans fyrir sitt leiti.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, kynnti Ársskýrslu leikskólans Arkar 2020-2021.

    Fræðslunefnd staðfestir Ársskýrslu leikskólans Arkar

    Fræðslunefnd vill ennfremur hrósa starfsfólki fyrir góð störf þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir Skólanámskrá Hvolsskóla 2021-2022.

    Fræðslunefnd samþykkir Skólanámskrá Hvolsskóla 2021-2022 fyrir sitt leiti.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir Sjálfsmatsskýrslu Hvolsskóla 2021-2022.

    Fræðslunefnd staðfestir Sjálfsmatsskýrsluna.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Fræðslunefnd felur formanni nefndarinnar að afla frekari gagna í takt við umræður á fundinum.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Í mötuneyti Rangárþings eystra er boðið upp á fjölbreytt fæði eftir ráðleggingum Landlæknisembættisins, m.a. samkvæmt Handbók fyrir grunnskólamötuneyti og leikskólamötuneyti. Auk þess er lögð áhersla á að vinna allt hráefni frá grunni.

    Fræðslunefnd leggur áherslu á að áfram sé unnið samkvæmt þeim gildum.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Formaður nefndarinnar leggur málið fram til kynningar
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 53 Fulltrúar D listans í Fræðslunefnd bera upp erindi til sveitarstjórnar um hvers vegna sagt hafi verið upp samning við Tónlistarskólann um Forskóla. Ennfremur furða þeir sig á því að ekki hafi verið talin ástæða til þess að bera þetta mikilvæga starf sem Forskólinn er undir Fræðslunefnd, hvorki fyrr né nú.

    Esther Sigurpálsdóttir
    Páll Eggertsson








    Bókun fundar Ákvörðun um að segja upp, í hagræðingarskyni, samningi um forskólakennslu var tekin á vinnufundi sveitarstjórnar í fjárhagsáætlunargerð í nóvember 2020. Sveitarstjórn tekur undir að æskilegt hefði verið að fá álit fræðslunefndar á ákvörðuninni.
    Samþykkt samhljóða.

8.Katla jarðvangur; 62. fundur stjórnar 12.10.2021

2110089

Fundargerð staðfest í heild.

9.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 92. fundur 27.10.2021

2110090

Fundargerð staðfest í heild.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt samhljóða.

10.Eignarhaldsfélags Brunabótafélag Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2021

2110078

Lagt fram til kynningar.

11.Snjómokstur - Tillaga að skiptingu svæða

2105101

Samningur um snjómokstur í helmingaskiptum fyrir árin 2021-2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:25.