285. fundur 14. október 2021 kl. 12:00 - 15:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð, sem engar eru.

1.Fjárhagsáætlun 2022-2025; forsendur og umræður

2110033

Forsendur fjárhagsáætlunar ræddar.

2.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021

2110038

Viðauki 3 við fjárhagsáætlun samþykktur samhljóða.

3.Garðsláttur eldriborgara og öryrkja; reglur

2107040

Lögð er fram tillaga að reglum um garðslátt fyrir ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að reglum um garðslátt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

4.Heimaland; Aðstaða í eldhúsi; Kvenfélagið Eygló

2106106

Sveitarstjórn samþykkir erindi Kvennfélags Eyglóar um lagfæringu á aðstöðu í eldhúsi á Heimalandi, með fyrirvara um viðauka við fjárhagsáætlun sem lagður verður fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Í viðaukanum verður einnig gert ráð fyrir kostnaði vegna vatnstjóns sem varð á eldhúsi félagsheimilisins.
Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um styrk vegna Landsmóts hestamanna 4.-10. júlí 2022

2109078

Sveitarstjórn Rangárþings eystra óskar eftir að fá forsvarsmenn Landsmóts hestamanna að Rangárbökkum á sinn fund til að kynna verkefni og stöðu þess.
Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um aðstöðu fyrir tjaldsvæði og Glamping

2109115

Sveitarstjórn hafnar erindinu en bendir á að ráðgert er að bjóða út rekstur tveggja tjaldsvæða í sveitarfélaginu árið 2022.
Samþykkt samhljóða.

7.Beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu - 2021

2110012

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir samhljóða styrk að upphæð kr. 165.000.- til stuðnings æskulýðsnefndar kirkna í Rangárþingi.

8.Hestmannafélagið Sindri; Skýrsla um störf æskulýðsnefndar

2110017

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn óskar eftir ítarlegri skýrslu, með fjölda iðkenda og útlagðskostnaðar vegna æskulýðsstarfs. Einnig óskar sveitarstjórn eftir skýrslu vegna reiðvegagerðar árið 2021.
Samþykkt samhljóða.

9.Hestmannafélagið Sindri; Ósk um styrk til æskulýðsstarfs 2022

2110016

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindis þar til að ítarlegri skýrslu um ráðstöfun styrks sem veittur var 2021 hefur verið skilað auk starfsáætlunar 2022.
Samþykkt samhljóða.

10.Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2022

2110029

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir samhljóða að taka fullan þátt í stafrænu samstarfi sveitarfélaga árið 2022, en um er að ræða kostnaðarþátttöku að upphæð kr. 1.355.090.-
Samþykkt samhljóða.

11.Staðfesting á afmörkun lóðar; Skeggjastaðir land 9

2003021

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram uppfærðan uppdrátt af Skeggjastöðum land 9 L194251, unnum af verkfræðistofunni EFLU, dags. 09.03.2020. Með uppfærðum uppdrætti er verið að leiðrétta afmörkun við aðliggjandi lóð sem er Skeggjastaðir land 18 L199781.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

12.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

1811030

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um úthlutun styrkja til menningarmála í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðar reglur. Sveitarstjórn hrósar menningarnefnd fyrir metnaðarfullt starf.
Samþykkt samhljóða.

13.Kvennaathvarfið; ósk um styrk fyrir árið 2022

2110040

Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni að þessu sinni. Samþykkt samhljóða.

14.Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um niðurgreiðslu skólagjalda 2021-2022

2109004

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið og felur fjármálastjóra að sækja um framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sbr.reglur um framlög til stuðnings tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

15.Beiðni um tónlistarnám í sveitarfélagi utan lögheimilis 2021-2022

2109012

Sveitarstjórn samþykkir greiðslu kennslugjalda að frádreginni upphæð til samræmis við skólagjöld sem foreldrar greiða í Tónlistarskóla Rangæinga.
Sveitarstjórn felur fjármálastjóra að sækja um framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sbr.reglur um framlög til stuðnings tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.
Samþykkt samhljóða.

16.Umsögn; Tækifærisleyfi; KFR; Tómas Birgir Magnússon

2110032

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

17.Byggðarráð - 205

2109009F

Fundargerð staðfest í heild.

18.Skipulagsnefnd - 102

2109006F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 102 Á 204. fundi byggðarráðs var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um málið. Samkvæmt 16. og 2. gr. jarðalaga nr. 81/2004 er það skilyrði fyrir stofnun lögbýlis að jörð hafi þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað. Fyrir liggur að engin mannvirki eru á lóðinni og ekkert staðfest skipulag um fyrirhugaða uppbyggingu. Að mati skipulagsnefndar er því ekki uppfyllt það skilyrði að á lóðinni sé húsakostur og aðstaða til að unnt sé að stunda þar landbúnað. Auk þess telur skipulagsnefnd að staðsetning lóðarinnar sé óheppileg fyrir stofnun lögbýlis og komi til með að vera íþyngjandi vegna skyldu sveitarfélagsins til að veita þar þjónustu. Með hliðsjón af því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að veitt verði neikvæð umsögn um stofnun lögbýlis á lóðinni.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og leggst gegn því að stofnað verði lögbýli á lóðinni Skeggjastaðir land 31.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta skráningu á lóðinni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir breytta skráningu á stærð og afmörkun lóðarinnar og nýtt staðfang.
  • Skipulagsnefnd - 102 Í ljósi athugasemda er ljóst að umrædd breyting mun hafa verulega neikvæð áhrif á hagsmuni aðila innan svæðis og aðliggjandi svæða. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrrgreindri breytingu á aðalskipulags sveitarfélagsins.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að falla frá breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagins um breytta landnotkun á lóðunum Mið-Dalur A2 og A4.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir skýrari tillögu, ss. varðandi stærð og fjölda lóða, byggingarmagn á hverri lóð, öflun neysluvatns o.s.frv. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og hin nýju staðföng.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. Skipulagsnefnd óskar eftir uppfærðum uppdrætti þar sem sýnd er aðkoma að lóðunum Húsinu og Kúmen. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um samþykki landeigenda. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um samþykki landeigenda.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um samþykki landeigenda. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um samþykki landeigenda.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin né hin nýju staðföng. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og hin nýju staðföng.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við uppfærða kostnaðaráætlun vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir uppfærða kostnaðaráætlun vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
  • Skipulagsnefnd - 102 Skipulagsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu. Samþykkt er að grenndarkynna fyrir eigendum Árnagerðis, Sámsstaða 3 og Staðarbakka. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

19.Ungmennaráð - 22

2109012F

Sveitarstjórn felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að setja upp erindisbréfið í samræmi við tillögur ungmennaráðs og senda sveitarstjórn til staðfestingar.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugað ungmennaþing, sem verið er að halda í fyrsta sinn í Rangárþingi eystra.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Ungmennaráð - 22 Mikið hefur verið rætt á síðustu fundum um erindisbréfið, bæði aldur og hvernig skipað skuli í það. Ungmennaráð telur þessa útfærslu sem í fylgiskjalinu er, vera sú sem er vænlegust til árangurs og til að sem bestir einstaklingar veljist í ráðið.
  • Ungmennaráð - 22 Gyða Björgvinsdóttir og Ólafur Örn kynntu barna- og ungmennaþingið. Slíkt þing hefur lengi staðið til að halda hér í Rangárþingi eystra og með tilkomu Barnvæns samfélags fékk ungmennaráðið það ,,boost" sem þurfti.
  • Ungmennaráð - 22 Gyða Björgvinsdóttir og Ólafur Örn kynntu barna- og ungmennaþingið. Slíkt þing hefur lengi staðið til að halda hér í Rangárþingi eystra og með tilkomu Barnvæns samfélags fékk ungmennaráðið það ,,boost" sem þurfti.
  • Ungmennaráð - 22 1. Landsmót Samfés verður haldið í byrjun Nóv á Hvolsvelli. Það verður haldið í íþróttahúsinu og víðar um sveitarfélagið. Um 300 ungmenni, víðsvegar af að landinum, koma og 60-70 starfsmenn með þeim. Þau gista í Hvolsskóla og verða með smiðjur um allt sveitarfélagið en á sunnudeginum verður Ungmennaþing Samfés. Verið er að leggja lokahönd á skipulagið.

    2. Félagsmiðstöðin fékk í dag húsnæði þar sem Njálurefillinn var til þess að vera þar sem að leikskólinn er í þeirra húsnæði núna. Talað um hvað mun gerast við ungmennaráðið ef sameining sveitarfélgana gerist.

20.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54

2109005F

Fundargerð staðfest í heild.
  • 20.1 2109029 Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu; Ársreikningur 2020
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54 Berglind Hákonardóttir mætir á fund og fer yfir ársreikninga samstæðu og deilda byggðasamlagsins fyrir árið 2020, auk endurskoðunarskýrslu.

    Helstu niðurstöður samstæðureiknings:
    Rekstrartekjur

    kr. 185.853.436
    Rekstrargjöld

    kr. 185.627.062
    Fjármunatekjur (gjöld) kr. (226.806)
    Rekstrarniðurstaða
    kr. 0

    Eignir:
    Rekstrarfjármunir
    kr. 3.375.104
    Veltufjármunir
    kr. 40.030.834
    Eignir samtals

    kr. 43.405.938

    Eigið fé og skuldir:
    Óráðstafað eigið fé
    kr. 7.924.237
    Skammtímaskuldir
    kr. 35.491.701
    Eigið fé og skuldir
    kr. 43.405.938

    Helstu niðurstöður félagsþjónustudeildar:
    Rekstrartekjur

    kr. 120.190.429
    Rekstrargjöld

    kr. 119.997.206
    Fjármunatekjur (gjöld) kr. (193.223)
    Rekstrarniðurstaða
    kr. 0

    Eignir:
    Rekstrarfjármunir
    kr. 1.484.800
    Veltufjármunir
    kr. 22.544.755
    Eignir samtals

    kr. 24.029.555



    Eigið fé og skuldir:
    Óráðstafað eigið fé
    kr. 0
    Skammtímaskuldir
    kr. 24.029.555
    Eigið fé og skuldir
    kr. 24.029.555

    Helstu niðurstöður skólaþjónustudeildar:
    Rekstrartekjur

    kr. 65.663.439
    Rekstrargjöld

    kr. 65.629.856
    Fjármunatekjur (gjöld) kr. (33.583)
    Rekstrarniðurstaða
    kr. 0

    Eignir:
    Rekstrarfjármunir
    kr. 1.890.304
    Veltufjármunir
    kr. 14.987.669
    Eignir samtals

    kr. 16.887.973

    Eigið fé og skuldir:
    Óráðstafað eigið fé
    kr. 0
    Skammtímaskuldir
    kr. 16.877.973
    Eigið fé og skuldir
    kr. 16.877.973

    Stjórn samþykkir ársreikninga samstæðu og beggja deilda fyrir sitt leyti.
  • 20.2 2109047 Félagsþjónustudeild; skýrsla 2020
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54
  • 20.3 2109052 Félagsþjónustudeild; árshlutayfirlit
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54 Farið yfir átta mánaða stöðu deildarinnar, félagsmálastjóra falið að fara yfir stöðu bókhaldsliðar fyrir næsta fund.
  • 20.4 2109048 Samstarfssamningur um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54 Um að ræða samstarfssamning um áframhaldandi hlutfall iðjuþjálfa í samræmi gildandi starfslýsingu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
    Stjórn staðfestir samninginn.
  • 20.5 2109049 Skólaþjónustudeild; árshlutayfirlit
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54 Farið yfir sex mánaða stöðu deildarinnar.
  • 20.6 2109054 Skólaþjónustudeild; skýrsla 2020
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54
  • 20.7 2109050 Skólaþjónustudeild; Ráðning náms- og starfsráðgjafa
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54 Minnisblaði um stöðu náms- og starfsráðgjafa er vísað til skólastjóra í aðildarsveitarfélögunum og óskar stjórn eftir faglegu áliti um fyrirkomulag starfsins. Formanni stjórnar og forstöðumaður skólaþjónustudeildar er falið að senda erindið.
  • 20.8 2109051 Stofnun forvarnarteymis í grunnskólum; Hlutverk skólaskrifstofa skv. þingsályktun 37-150
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 54

21.Samband íslenskra sveitarfélaga; 901. fundur stjórnar

2110019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 214. fundargerð . 1. október 2021

2110037

Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.12. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2110043

Fundargerð lögð fram til kynningar.

24.13. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2110044

Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.14. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2110045

Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.15. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2110046

Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.16. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2110047

Fundargerð lögð fram til kynningar.

28.Sveitarfélagið Suðurland; Minnisblað um niðurstöðu sameiningakosninga 25. september 2021

2110048

Lagt fram til kynningar.

29.Rekstri hætt; Ásríki, Ásgarði

2110034

Lagt fram til kynningar.

30.Ritun fundargerða og þátttaka nefndarmanna með rafrænum hætti; Leiðbeiningar í samræmi við lög nr. 962021 um breytingar á sveitarstjórnarlögum

2110036

Sveitarstjórn samþykkir að hefja heildarendurskoðun á samþykktum Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.

31.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og drög að reglugerð um leiðbeingar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn um drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt með 6 atkvæðum LE, RB, GHÓ, AKH, HMK, CLB.
EFS situr hjá.

32.Covid19; Upplýsingar

2003019

Ákveðið var að næstu fundur Byggðarrás verði haldinn mánudaginn 1. nóvember kl 15.00 og næsti fundur Sveitarstjórnar beint í kjölfarið sama dag kl 15.15.

Fundi slitið - kl. 15:20.