284. fundur 24. september 2021 kl. 12:00 - 12:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
234. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn í beinu streymi á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/82197724024?pwd=ZVY1REU1dVZqTUhROXB4cU5rNmVmUT09
Oddviti setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundargerð sem engar voru.

1.Kjörskrá vegna sameiningakosninga 2021 og auglýsing um framlagningu kjörskrár

2109009

Á kjörskrárstofni vegna sameiningakosninga 2021 eru 1.306 kjósendur við framlagningu hennar.
Einn hefur fallið frá í kjördeild 2 og einn flutt í sveitarfélagið í kjördeild 1 auk þess sem sex einstaklingar færast milli kjördeilda. 1.306 kjósendur eru því á kjörskrá við framlagningu hennar og skiptast svo niður á kjördeildir:
Kjördeild 1 Hvoli, Hvolsvelli: 1.131.
Kjördeild 2 Heimalandi, Vestur-Eyjafjöllum: 175.
Kjörskrá samþykkt og undirrituð.
Samþykkt samhljóða.

2.Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2021 og auglýsing um framlagningu kjörskrár

2109007

Á kjörskrárstofni vegna Alþingiskosninga 2021 eru 1.202 kjósendur við framlagningu hennar.
Einn hefur fallið frá í kjördeild 2 og einn flutt í sveitarfélagið í kjördeild 1 auk þess sem sex einstaklingar færast milli kjördeilda. 1.202 kjósendur eru því á kjörskrá við framlagningu hennar og skiptast svo niður á kjördeildir:
Kjördeild 1 Hvoli, Hvolsvelli: 1.046.
Kjördeild 2 Heimalandi, Vestur-Eyjafjöllum: 156
Kjörskrá samþykkt og undirrituð.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:15.