283. fundur 09. september 2021 kl. 12:00 - 14:46 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Kjörskrá vegna sameiningakosninga 2021 og auglýsing um framlagningu kjörskrár

2109009

Kjörskrá vegna sameiningakosninga 2021 lögð fram og yfirfarin af sveitarstjórn.
Á kjörskrárstofni vegna sameiningakosninga 2021 eru 1.306 kjósendur við framlagningu hennar.
Kjörskrá samþykkt og undirrituð.

Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Kjörskrá Rangárþings eystra vegna sameiningakosninga 2021 þann 25. september, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli fram að kjördegi.

Hvolsvelli, 9. september 2021
f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri

Samþykkt samhljóða.

2.Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2021 og auglýsing um framlagningu kjörskrár

2109007

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 2021 lögð fram og yfirfarin af sveitarstjórn.
Á kjörskrárstofni vegna Alþingskosninga 2021 eru 1.202 kjósendur á kjörskránni við framlagningu hennar.

Kjörskrá samþykkt og undirrituð.

Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Kjörskrá Rangárþings eystra vegna Alþingiskosninga sem fram fara 25. september 2021, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli fram að kjördegi.

Hvolsvelli, 9. september 2021
f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri

3.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021

2109005

Lagður fram til umræðu viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun að upphæð 9.065.539 kr á móti er handbært fé ársins 2021 lækkað.
Samþykkt samhljóða.

4.Hjólreiðastígur milli Hellu og Hvolsvallar; samlegðaráhrif við lagningu jarðstrengs Landsnets milli Hellu og Rimakots.

2108047

Lagðar fram upplýsingar af sameignlegum fundi fulltrúa Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og fulltrúum Landsnets. Tillaga er um að Rangárþing eystra taki þátt í starfshópi til að kanna samlegðarhagkvæmni við framkvæmd göngu- og reiðhjólastígs og jarðstrengslagnar sem skili frumniðurstöðum í september n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þátttöku í samstarfshópnum og tilnefnir Guðmund Úlfar Gíslason skipulags- og byggingarfulltrúa, fulltrúa Rangárþings eystra í hópnum.

5.Gatnagerð - Miðbær Hvolsvöllur Sóleyjargata

2106114

Lögð fram tillaga að því að hefja gatnagerði í miðbæ Hvolsvallar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bjóða út gatnagerð á götu sem ber vinnuheitið Sóleyjargata á miðbæjarsvæði Hvolsvallar, við götuna verða lóðir fyrir blandaða byggð svo sem íbúðir, verslun- og þjónustu.

6.Reglur um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði; drög

2107034

Lagt fram til umræðu drög að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði.
Samþykkt samhljóða.

7.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Lagður fram samningur við Spesíuna ehf. um jarðvinnu fyrir undirstöður nýrrar leikskólabyggingar.
Sveitarstjórn staðfestir samning um jarðvinu fyrir undirstöður nýrrar leikskólabyggingar.
Samþykkt samhljóða.

8.Nýr leikskóli Vallarbraut; kynning hönnuðar

2109013

Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar koma á fund sveitarstjórnar og kynning hönnun á nýjum leikskóla.
Sveitarstjórn þakkar Páli og Ólöfu fyrir greinargóða kynningu á hönnun nýs leikskóla.

9.Skýrsla Framtíðarseturs Íslands; Hvað gerist handan morgundagsins; Sveitarfélög í breyttu umhverfi

2106034

Skýrslan var lögð fram á 281. fundi sveitarstjórnar og henni vísað til frekari umfjöllunar á haustdögum.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að tillögum að nýtingu skýrslunnar í starfsemi og tækifærum sveitarfélagsins til framtíðar.
Samþykkt samhljóða.

10.Ársþing SASS 28.-29. okt. 2021; Kjörbréf

2108058

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldið 28. og 29. október nk. á Stracta hótelinu á Hellu. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar
Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi fulltrúa til þátttöku á ársþingi SASS og aðalfundi HES.

Aðalmenn
Anton Kári Halldórsson
Elín Fríða Sigurðardóttir
Rafn Bergsson
Lilja Einarsdóttir

Varamenn
Guðmundur Viðarsson
Guri Hilstad Ólason
Christiane L. Bahner

Aðrir fulltrúar
Christiane L. Bahner
Guri Hilstad Ólason
Guðmundur Viðarsson

Sveitarstjórn tilnefnir Lilju Einarsdóttur sem fulltrúa á aðalfundi SOS, Anton Kári Halldórsson sem varamann.
Samþykkt samhljóða.

11.Trúnaðarmál

2009017

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

12.Byggðarráð - 203

2107004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerði 203. fundar Byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

13.Byggðarráð - 204

2108005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerði 204. fundar Byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

14.Menningarnefnd - 44

2108003F

Fundargerð 44. fundar menningarnefndar lögð fram til umræðu og samþykkis.
Fundargerð staðfest í heild.
Sveitarstjórn óskar Valborgu Ólafsdóttur til hamingju með titilinn sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2021.
  • Menningarnefnd - 44 Menningarnefnd þakkar fyrir þær tilnefningar sem bárust. Umræður fóru fram um tilnefningarnar og var einróma samþykkt að útnefna Valborgu Ólafsdóttur sem Sveitarlistamann Rangárþings eystra 2021.

15.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. 90. fundur 26.08.2021

2108056

Fundargerð 90. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu lögð fram til umræðu og samþykkis.
Fundargerð staðfest í heild.

16.Katla jarðvangur; 60. fundur stjórnar 24.08.2021

2108044

Fundargerð 60. fundar Kötlu jarðvangs lögð fram til umræðu.
Fundargerð lögð fram.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga; 900. fundur stjórnar

2108059

Fundargerð 900. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til umræðu.
Fundargerð lögð fram.

18.Bergrisinn; 29. fundur stjórnar; 9. apríl 2021

2109001

Fundargerð 29. fundar Bergrisans lögð fram til umræðu.
Fundargerð lögð fram.

19.Bergrisinn; 30. fundur stjórnar; 7. júní 2021

2109002

Fundargerð 30. fundar Bergrisans lögð fram til umræðu.
Fundargerð lögð fram.

20.Bergrisinn; 31. fundur stjórnar; 15. júlí 2021

2109010

Fundargerð 31. fundar Bergrisans lögð fram til umræðu.
Fundargerð lögð fram.

21.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2021 ósk um tilnefningu

2108057

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins. Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 6. október í Hörpu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:46.