282. fundur 24. júní 2021 kl. 08:15 - 10:38 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skirfstofu og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Sveitarfélagið Suðurland; Skilabréf samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.

2106031

Lagt fram til seinni umræðu skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.

Í nóvember 2020 samþykktu sveitarstjórnir Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra,Rangárþings ytra og Skaftárhrepps að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélagannasamkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 7. júní og
greinargerðinni Sveitarfélagið Suðurland-stöðugreining og forsendur dags. 7. júní 2021. Samstarfsnefndin kom saman á 11 bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði 5 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins og hefur verkefnið verið kynnt á íbúafundum og sjónarmiða þeirra aflað.
Það er álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 25.september 2021 í öllum sveitarfélögunum. Samstarfsnefndin leggur einnig til við sveitarstjórnirnar að þær lýsi því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna sameiningartillögu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju.
Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að atkvæðagreiðsla
um sameiningu Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps fari fram 25. september 2021 og felur samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.

Jafnframt skorar sveitarstjórn Rangárþings eystra á Alþingi og ríkisstjórn að bæta samgöngur innan svæðisins. Sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegi, en á svæðinu eru rúmlega 1.300 km af héraðs- og tengivegum. Af þeim eru um 500 km malarvegir eða 38%. Um þá vegi ferðast
börn og fullorðnir daglega til skóla og vinnu, en auk þess flytja vegirnir ferðamenn að mörgum fallegustu ferðamannastöðum landsins.
Samþykkt samhljóða.

2.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2021

2106096

Lögð fram tillaga að sumarleyfi sveitarstjórnar Rangárþings eystra sumarið 2021.
Sumarleyfi sveitarstjórnar Rangárþings eystra sumarið 2021 skv. 8. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Felldir verði niður reglulegir fundir sveitarstjórnar í júlí og ágúst, næsti fundur sveitarstjórnar verði 2. september 2021. Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með störf og ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur ella skv. 31. gr. um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.

3.Umræður um umfang byggingar - Nýr leikskóli Vallarbraut

2106048

Á 281. fundi sveitarstjórnar var málinu frestað og skipulagsfulltrúa- og fjármálastjóra falið að afla frekari gagna.
Birna Sigurðardóttir skólastjóri og Úlfar Gíslason komu til fundar og fóru yfir húsnæðismál Hvolsskóla og mögulega samnýtingu á leikskólahúsnæði.

4.Héraðsbókasafn Rangæinga; Ársreikningur 2020

2106067

Ársreikningur Héraðsbókasafns Rangæinga 2020 lagður fram til umræðu og staðfestingar.
Ársreikningur Héraðsbókasafns Rangæinga 2020 staðfestur.

5.Kynning á NPS Setri Suðurlands - Hafdís Bjarnadóttir og Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir.

2106077

NPA setur suðurlands var stofnað í ársbyrjun 2020 með það að markmiði að hafa umsýslu með NPA samningum á Suðurlandi og veita ráðgjöf um málefni fatlaðs fólks.
Sveitarstjórn þakkar Hafdísi og Ingu Sveinbjörgu fyrir greinagóða kynningu.

6.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2021

2106093

Boðað er til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. mánudaginn 28. júní n.k. kl. 12:00 að Árhúsum á Hellu.
Margréti Jónu Ísólfsdóttir er veitt umboð til að sækja aðalfund eignarhaldsfálags Suðurlands 2020.

7.Katla jarðvangur; breyting á stjórnarmönnum

2106097

Lögð fram tillaga að breytingu á stjórnarmönnum í Kötlu jarðvangi ses.
Aðalmaður verði Lilja Einarsdóttir í stað Antons Kára Halldórssonar.
Varamaður verði Anton Kári Halldórsson í stað Lilju Einarsdóttur.
Samþykkt samhljóða.

8.Umsögn; Hótel Kverna; Tækifærisleyfi

2106089

Embætti sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsöng sveitarfélagsins um tækifærisleyfi vegna Útihátíðar SÁÁ sem halda á á Skógum.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

9.SASS; 570. fundur stjórnar; 4.6.2021

2106086

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 570. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð staðfest.

10.Katla jarðvangur; 57. fundur stjórnar 3.júní 2021

2106075

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 57. fundur stjórnar Kötlu Jarðvangs.
Fundargerð lögð fram.

11.Katla jarðvangur; 58. fundur stjórnar 14.júní 2021

2106099

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 58. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs.
Fundargerð lögð fram.

12.Katla jarðvangur; 59. fundur stjórnar 21.júní 2021

2106100

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 59. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa úr ungmennaráði í nýstofnaða samráðsnefnd ungmenna Kötlu jarðvangs.
Fundargerð lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

13.9. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2106079

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 9. fundar starfshóps um svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 211. fundargerð 23. apríl 2021

2106081

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 211. Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 212. fundargerð 7. júní 2021

2106080

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 212. Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.10. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106094

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 10. fundar starfshóps um sameiningu sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.11. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106095

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 11. fundar starfshóps um sameiningu sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Katla Jarðvangur; Ársreikningar 2020

2106069

Ársreikningur Kötlu Jarðvans 2020 lagður fram til umræðu og kynningar.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.

19.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lögð fram til umræðu og kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

20.Kerfisáætlun Landsnets 2021-2030

2106092

Lögð fram til umsagnar kerfisáætlun Landsnets 2021-2030.
Lagt fram til kynningar.

21.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar upplýsingar almannavarna um Covid 19.
Lagt fram til kynningar.

22.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:38.