281. fundur 10. júní 2021 kl. 12:00 - 15:12 í Hvolnum Hvolsvelli
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Baldur Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Rangárþings eystra 2020

2105098

Lagður fram til annarrar umræðu ársreikningur Rangárþing eystra 2020.
Berglind Hákonardóttir, endurskoðandi kemur til fundar og fer yfir ársreikning 2020.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með útkomu ársreiknings 2020, ljóst er að góður varnarsigur hefur verið unninn í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2020. Þegar heimsfaraldurinn Covid 19 skall á lagði sveitarstjórn upp með að verja störf innan sveitarfélagsins, ráða námsmenn í átaksverkefni og fara í atvinnuskapandi framkvæmdir á árinu 2020 til að vega upp á móti áhrifum faraldursins á samfélagið. Að sama skapi var reynt eftir fremsta megni að draga úr öðrum útgjöldum til að mæta þeim samdrætti í tekjum sem blasti við sveitarsjóði. Ljóst er að þessar aðgerðir hafa skilað þeim árangri sem náðist á árinu en samantekin reikningsskil A- og B- hluta skiluðu rétt um 16 m.kr hagnaði.
Sveitarstjórn þakkar PwC fyrir gott samstarf og vönduð vinnubrögð við gerð ársreiknings og endurskoðun.
Ársreikningur ársins 2020 samþykktur samhljóða.

2.Sveitarfélagið Suðurland; Skilabréf samstarfsnefndar um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.

2106031

Í nóvember 2020 samþykktu sveitarstjórnir Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra,
Rangárþings ytra og Skaftárhrepps að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna
samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 7. júní og
greinargerðinni Sveitarfélagið Suðurland-stöðugreining og forsendur dags. 7. júní 2021.
Samstarfsnefndin kom saman á 11 bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði 5 starfshópa sem
fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og
tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins og hefur
verkefnið verið kynnt á íbúafundum og sjónarmiða þeirra aflað.
Það er álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna
um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 25.september 2021 í öllum sveitarfélögunum. Samstarfsnefndin leggur einnig til við sveitarstjórnirnar að þær lýsi því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna sameiningartillögu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju.
Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði
falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum
sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra vísar málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

3.Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2106019

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur farið yfir lýsingu skipulagsáforma fyrir Svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032 sem samþykkt var á fundi Svæðisskipulagsnefndar þann 25. maí sl. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir lýsinguna til kynningar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 3.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Samþykkt samhljóða.

4.Hugmyndir að uppbyggingu gervigrasvallar

2106030

Fulltrúar meistararáðs meistaraflokks KFR koma á fundinn til að kynna hugmyndir að uppbyggingu gervigrasvallar.
Sveitarstjórn þakkar Tómasi Birgi Magnússyni og Guðna Ragnarssyni fyrir greinargóða kynningu og áhugaverða og raunhæfa framtíðarsýn knattspyrnufélagsins KFR.

5.Umræður um umfang byggingar - Nýr leikskóli Vallarbraut

2106048

Skipulags- og byggingarfulltrúi ásamt leikskólastjóra kemur til fundar og ræðir byggingu nýs leikskóla í Rangárþingi eystra.
Skipulagsfulltrúa- og fjármálastjóra falið að afla frekari ganga og erindi frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.

6.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Lagður fram til umræðu og samþykktar samningur við Eflu um raflagnahönnun og hljóðráðgjöf.
Sveitarstjórn staðfestir samninga um raflagnahönnun og hljóðráðgjöf í nýrri leikskólabyggingu.
Samþykkt samhljóða.

7.Óleyfisframkvæmd; Krafa um stöðvun óleyfisframkvæmdar, náma E-355

2005001

Stöðvun á efnistöku úr námu E-355 Gláma/Hellishólar
Skipulags- og byggingarfulltrúi er að vinna að málinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

8.Umsókn um stækkun á lóð - Austurvegur 10

2106028

Guðfinnur Guðmannsson óskar eftir því að fá að stækka lóðina undir Söluskálann Björk til vesturs skv. meðfylgjandi drögum.
Sveitarstjórn samþykkir stækkun skv. meðf. uppdrætti að því gefnu að stækkun lóðarinnar verði nýtt undir fyrirhugaða framkvæmd um byggingu hleðslustöðva samkvæmt veittu framkvæmdarleyfi máls númer 9. 2106029 á 281. fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2021.
Samþykkt samhljóða.

9.Framkvæmdaleyfi - Austurvegur 10

2106029

Guðfinnur Guðmannsson óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla við söluskálann Björk, Austurvegi 10.
Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi að Austurvegi 10 fyrir uppsetningu hleðslustöðva.
Samþykkt samhljóða.

10.Sorpstöð Rangárvallasýslu; ársreikningur 2020

2104172

Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leiti leiðréttan ársreikning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs 2020.

11.Ungmenni í framkvæmdastjórn Umba

2106015

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að kynna sér starfsemi Umba og vísar málinu til umfjöllunar hjá ungmennaráði og verkefnastjóra barnvæns samfélags.
Samþykkt samhljóða.

12.Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra; ósk um styrk

2106036

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

13.Skýrsla Framtíðarseturs Íslands; Hvað gerist handan morgundagsins; Sveitarfélög í breyttu umhverfi

2106034

Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands,
sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig
þannig fyrir landsþing 2022
Skýrslan lögð fram til umfjöllunar.
Samþykkt að taka skýrsluna aftur til frekari umræðu á haustdögum.
Samþykkt samhlóða.

14.Skipulagsnefnd - 99

2105003F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 99 Afgreiðslu málsins var frestað á 97. fundi skipulagsnefndar vegna athugasemda við öflun neysluvatns. Í uppfærðri greinargerð deiliskipulagsins hefur verið brugðist við fyrrgreindri athugasemd. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í Ystabæliskoti og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi í Ystabæliskoti og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 99 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að deiliskipulagi á Lambafelli. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 99 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar, samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 99 Tillagan var auglýst frá 14. apríl 2021 með athugasemdafresti til 26. maí 2021. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að byggingar skuli vera í minnst 50m fjarlægð frá héraðsvegi. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugsemd Vegagerðarinnar. Í umsögn Heilbriðgiseftirlits suðurlands kemur fram að staðsetja þurfi rotþrær á uppdrætti. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar, samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 99 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 99 Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í vettvangsferð á svæðið og rætt verði við hlutaðeigandi aðila í framhaldi af því.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykki bókun skipulagsnefndar og lýsir yfir áhuga á að fara með í umrædda vettvangsferð.
  • Skipulagsnefnd - 99 Skipulasgnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna jarðvinnu við gerð bílastæðis og uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir bíla á Brúnum 1. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi á Brúnum 1 vegna jarðvinnu við gerð bílastæðis og uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir bíla.
  • Skipulagsnefnd - 99 Erindinu var vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd af sveitarstjórn. Skipulagsnefnd gerir hvorki athugsemd við drög að landsáætlun í skógrækt né drög að umhverfismati áætlana. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 99 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 99 Umsóknaraðilar hafa í tölvupósti, dags. 31.05.2021, fallið frá ósk um að fá að reisa bílskúr við Nýbýlaveg 28. Erindinu er því vísað frá. Bókun fundar Erindinu vísað frá.
  • Skipulagsnefnd - 99 Skipulagsnefnd tekur vel í erindið enda fellur húsnæðið og staðsetning þess vel að starfseminni. Skipulagsfulltrúa er falið að vera í sambandi við málsaðila um meðferð málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 99 Skipulagsfulltrúa falið að veita jákvæða umsögn fh. sveitarfélagsins.
  • Skipulagsnefnd - 99 Afgreiðslu málsins var frestað á 98. fundi skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að vera í sambandi við málsaðila mtt. endurskoðunar á deiliskipulagi varðandi fyrirhugaða uppbyggingu. Í uppfærðri tillögu hefur byggingarmagn verið minnkað og mannvirki færð fjær náttúruperlum svæðisins. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir einnig að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 varðandi fyrrgreinda deiliskipulagstillögu og að hún hefjist með gerð skipulagslýsingar.

15.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 27

2105011F

Fundargerð staðfest í heild.
  • 15.1 2105116 Landsáætlun skógræktar
    Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 27 Markmið áætlunarinnar er litin jákvæðum augum með vilja fyrir samvinnu í héraði til að vinna saman að landbúnaði og skógrækt. Sveitarfélög marki sér stefnu í landbúnaði og skógrækt og verði vandað til, með tilliti til notkunar á landi til framleiðslu á landbúnaðarafurðum og landi til skógræktar þegar að landshlutaáætlunar kemur.
  • 15.2 2105117 Önnur mál - Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
    Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 27 Fundargerðir vantar inn á heimasíðu sveitarfélagsins og skipunarbréf til nefndarinnar hefur enn ekki borist, þrátt fyrir ítrekanir.

    Nefndin lýsir áhyggjum sínum að ekki sé eftirlit með hundahreinsun í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir.
    - Hundaeigenda í þéttbýli ber að skrá hund sinn og greiða leyfisgjald. Innifalið í gjaldinu er ábyrgðartrygging og ormahreinsun en framvísa skal vottorði dýralæknis um að hundurinn hafi verið ormahreinsaður á undangengnum 12 mánuðum.
    - Bendum á að halda hundum og köttum heimavið sérstaklega á meðan viðkvæmur varptími gengur yfir.

    Hreinsunarátak - í sveitarfélaginu sá Sorpstöð Rangárvallasýslu um vorhreinsun, nefndin lýsir óánægju sinni með auglýsingar á því. Auglýsa þarf átak sem þetta í fréttabréfi/Búkollu heim á hvert býli.
    - Nefndin ræddi hreinsun á strandlengju Rangárþings eystra sé þörf sem skipuleggja mætti markvisst á næstu árum í samvinnu við landeigendur.
    - Öryggismál og umhverfismál hvað varðar allan akstur/geymslu bifreiða inn á grænum svæðum t.d. róluvöllum og víðar á Hvolsvelli að það sé með öllu óheimilt og þeim reglum sé fylgt með áminningu. Aðkoma sé ekki möguleg með farartæki þar sem því verður við komið.

    Umhverfisverðlaun - Nefndin ræddi hvort æskilegt væri að afhenda umhverfisverðlaun fyrr en hefð er fyrir svo verðlaunahafar geti haft opið hús á dögum eins og á Kjötsúpuhátíð þegar hún er haldin, með ósk um að sveitarstjórn taki afstöðu til þess.
    - Nauðsynlegt sé að hvetja til fegrunar allsstaðar í sveitarfélaginu.
    - Auglýsa eftir tilnefningum fyrir umhverfisverðlaun.
    - Nefndin óskar eftir að sett verði skilti hjá þeim sem hljóta verðlaun.
    Bókun fundar Sveitarstjórn ítrekar við umhverfisnefnd að boða sveitarstjóra á næsta fund nefndarinnar svo hægt sé að svara spurningum sem upp koma á fundinum.
    Sveitarstjórn tekur vel í tillögu að tilnefna handhafa umhverfisverðlauna fyrr en venjulega, þó að afhending viðurkenninga fari fram á kjötsúpuhátíð og hvetur sveitarstjórn Umhverfisnefnd til að hefja strax undirbúning og auglýsingu eftir tilnefningum.

16.Sorpstöð Suðurlands; 302. fundur stjórnar; 18.05.2021

2106016

Fundargerð staðfest í heild.

17.Tónlistarskóli Rangæinga; 23. stjórnarfundur 23. júní 2021

2106037

Fundargerð staðfest í heild.
Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga 2020 staðfestur.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga; 898. fundur stjórnar

2105118

Fundargerð lögð fram.

19.Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð XXXVI. landsþings 21. maí 2021

2106033

Lagt fram til kynningar.

20.4. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106039

Fundargerð lögð fram.

21.5. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106040

Fundargerð lögð fram.

22.6. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106041

Fundargerð lögð fram.

23.7. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106042

Fundargerð lögð fram.

24.8. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106043

Fundargerð lögð fram.

25.9. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2106044

Fundargerð lögð fram.

26.6. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2106018

Fundargerð lögð fram.

27.7. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2106017

Fundargerð lögð fram.

28.Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; ársreikningur og ársskýrsla 2020

29.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lagt fram til kynningar.

30.Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022

31.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni; Þingsályktun

2106014

Sveitarstjórn vísar erindinu til kynningar í fræðslunefnd.
Lagt fram til kynningar.

32.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr 81 2004

2106035

Hinn 18. maí sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á jarðalögum nr. 81/2004 (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskylda ofr.) sem öðlast munu gildi 1. júlí nk. Með bréfi þessu er leitast við að gefa yfirlit um helstu breytingar sem af þessu leiða.
Sveitarstjórn vísar erindinu til kynningar í skipulagsnefnd.
Lagt fram til kynningar.

33.Covid19; Upplýsingar

Fundi slitið - kl. 15:12.