279. fundur 12. maí 2021 kl. 12:00 - 14:25 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skirfstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð sem engar eru.
Oddviti óskar eftir að gera eftirfarandi breytingar á dagskrá fundar. Fella af dagskrá lið 21 Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 og að bæta á dagsrká lið 10 og 11.

1.Leikskólinn Örk; ýmis málefni

2103117

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir mætir til fundar og fer yfir málefni Leikskólans Arkar.
Sveitarstjórn þakkar Sólbjörtu Sigríði fyrir greinargóða yfirferð um málefni leikskólans.
Sveitarstjórn gleðst yfir því góða faglega starfi sem unnið er í Leikskólanum Örk og þakkar starfsfólki leikskólans fyrir vel unnin störf við krefjandi aðstæður. Einnig er ánægjuefni hversu hátt hlutfall starfsfólks leikskólans er fagmenntað og að mönnunin í heildina er góð.

2.Hvolsskóli; ýmis málefni

2105058

Birna Sigurðardóttir mætir til fundar og fer yfir málefni Hvolsskóla.
Sveitarstjórn þakkar Birnu fyrir greinargóða kynningu á málefnum Hvolsskóla. Sveitarstjórn þakkar starfsfólki skólans fyrir velunnin störf á yfirstandandi skólaári. Allt skipulag kennslu og skólastarfs á tímum covid tókst með eindæmum vel í Hvolsskóla.
Samþykkt samhljóða.

3.Sorpstöð Rangárvallasýslu; ársreikningur 2020

2104172

Ársreikningur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu lagður fram til staðfestingar.
Ársreikningur staðfestur samhljóða.

4.C-gata 1 umsókn um lóð

2105001

Umsókn barst um úthlutun lóðar í Miðkrika, C gata 1.
Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.
Christiane L. Bahner víkur af fundi.

5.Íþróttafélagið Dímon samningur 2021-2022 endurnýjun

2101047

Á 199. fundi Byggðarráðs Rangárþings eystra var sveitarstjóra falið að ganga frá endurnýjun samnings við Íþróttafélagið Dímon. Samstarfssamningur hefur nú verið undirritaður og er hér lagður fram til staðfestingar sveitarstjórnar.
Samningurinn er samþykktur samhljóða.
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

6.Ósk um styrk vegna ólympísks skeet vallar

2104142

Skotfélagið Skyttur óska eftir styrk sveitarstjórnar til kaupa á leirdúfuvélum á ólympískum skeet velli.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Christiane L. Bahner víkur af fundi.

7.Trúnaðarmál

2104061

Bókun færð í trúnaðarmálabók.
Christiane L. Bahner kemur aftur til fundar.

8.Skógræktin; Bonn áskorunin

2105060

Bonn áskorunin er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslags-heildum og er skipulagt af Alþjóða náttúruverndarsamtökunum (IUCN) í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn áskorunar að auka verulega þekju birkiskóga en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.
Sveitarstjóra falið að bjóða Hreini Óskarssyni á fund sveitarstjórnar til kynningar á verkefninu.
Samþykkt samhljóða.

9.Umhverfis- og samgöngunefnd; erindi um afmörkun hálendisþjóðgarðs

2105061

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur nú til meðferðar frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs sbr. 369. mál á 151. Löggjafarþingi.
Leitað er leiða til sáttar um stofnun hálendisþjóðgarðs og þá m.a. með afmörkun sem þjónar hvað best þeim markmiðum sem stefnt er að samkvæmt frumvarpinu í sem mestri sátt við
sveitarfélögin.
Framsögumaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Kolbeinn Óttarsson Proppé skoðar nú sérstaklega afstöðu sveitarfélaga til mögulegra breytinga á afmörkun hálendisþjóðgarðs.
Sveitarstjóra falið að bjóða Kolbeini Óttarssyni Proppé að koma á fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

10.Fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2105077

Fundargerð lögð fram til umræðu og kynningar.

11.Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið; Starfsreglur

2105078

Starfsreglur nefndar um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið samþykktar samhljóða.

12.Umsögn vegna kaupa á lögbýli; Eyvindarhólar I og II

2104114

Óskað er eftir umsögn Rangárþings eystra vegna kaupa á lögbýlinu Eyvindarhólar I og II.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við kaup félagsins Hólatungur ehf. á 37.5% hlut í jörðinni Eyvindarhólar I frn. F2191122/landeignarnr. 163660) og 50% hluti í jörðinni Eyvindarhólar II fnr. F2191141/landeignarnr. 163662)utan mannvirkja. Fyrirhuguð nýting er almennur búrekstur, hrossarækt, ferðaþjónusta, skógrækt og tengd starfsemi, með aukinni áherslu á hrossarækt. Auk þess eru áform um samvinnu við Veiðifélag Skógaár þar sem áhugi er fyrir því að stuðla að aukinni veiði og bættu aðgengi við þann hluta lands sem liggur að Skógaá.
Samþykkt samhljóða.

13.Umsögn; Reykjavík tourist informati ehf. Skógum fnr. 221-7202, 221-7605

2104138

Óskað er eftir umsögn Rangárþings eystra vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaðir og skemmtanahald nr. 85/2007.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

14.Byggðarráð - 201

2104009F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 201. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

15.Skipulagsnefnd - 98

2105001F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 98. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 98 Afgreiðslu frestað. Að mati skipulagsnefndar er mikilvægt að spilla ekki ásýnd þeirra náttúruperlna sem eru á svæðinu með uppbyggingu varanlegra mannvirkja svo nálægt þeim. Skipulagsnefnd leggur til við landeiganda að fyrirhuguð uppbygging verði endurskoðuð. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna nánar að málinu með landeiganda og skipulagsráðgjöfum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Afgreiðslu málsins frestað.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfangi á lóðinni Stóra-Mörk 2 land L191741. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 98 Gera þarf kvöð um aðkomu að lóðinni á landskiptauppdrætti. Skipulagsnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 98 Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna nánar að málinu með hlutaðeigandi aðilum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Afgreiðslu málsins frestað.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna sem óverulega án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd samþykkir að heimila uppsetningu á skilti með fyrirvara um að skiltið sé í samræmi við þau skilti sem nú þegar eru á skiltastandinum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að hún verði afgreidd sem óveruleg án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 98 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Anton Kári Halldórsson, formaður skipulagsnefndar Rangárþings eystra og núverandi skipulagsfulltrúi Árborgar, verði settur skipulagsfulltrúi í því tiltekna máli. Núverandi skipulagsfulltrúi mun því ekki hafa frekari afskipti af málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að skipa Anton Kári Halldórsson formann skipulagsnefndar Rangárþings eystra og núverandi skipulagsfulltrúi Árborgar, sem settan skipulagsfulltrúa í því tiltekna máli. Núverandi skipulagsfulltrúi mun því ekki hafa frekari afskipti af málinu.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 98 Afgreiðslu frestað þar sem að allar umsagnir lögbundinna umsagnaraðila hafa ekki borist. Bókun fundar Afgreiðslu málsins frestað.

16.Stjórn Njálurefils SES - 2

2104003F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 2. fundar stjórnar Njálurefils Ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 16.1 2104010 Njálurefill; Leigusamningur og þjónustusamningur
    Stjórn Njálurefils SES - 2 Drög að samningum lögð fram til umræðu, farið yfir athugasemdir og gerðar breytingar. Verður tekið fyrir á næsta fundi.
    Samþykkt samhljóða.
  • 16.2 2104012 Njálurefill; frágangur verksins og hönnun sýningar
    Stjórn Njálurefils SES - 2 Verið er að ganga frá bakhlið refilsins og verið að vinna að lausn við uppsetningu.
    Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt hefur verið Fjallasaum og Hollvinafélagi Njálurefils innan handar við ráðleggingar og hugmyndir að uppsetningu á Njálureflinum.
    Ákveðið að fá Elínu Mjöll á næsta fund stjórnar og kynna hugmyndir sínar.
    Samþykkt samhljóða.

17.Stjórn Njálurefils SES - 3

2104004F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 3. fundar stjórnar Njálurefils Ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 17.1 2104012 Njálurefill; frágangur verksins og hönnun sýningar
    Stjórn Njálurefils SES - 3 Elín Mjöll og Steinunn Jónsdóttir arkitektar mættu á fundinn og fóru yfir þá vinnu sem þær eru búnar að vinna fyrir Fjallasaum og Hollvinafélag Njálurefilsins. Vinnan hefur að mestu snúist um frágang refilsins og sýnigarkassa fyrir refilinn. Formaður mun óska eftir DWG teikningum af rýminu sem fyrirhugað er til sýningarinnar hjá hlutaðeigandi aðilum. Stjórn Njálurefils ses. samþykkir samhljóða að óska eftir tilboði í hönnun sýningarinnar fyrir næsta fund.
  • 17.2 2104022 Njálurefill; laun stjórnar 2021-2022
    Stjórn Njálurefils SES - 3 Gjaldkera falið að finna viðmiðunarþóknun í samræmi við 7. gr. samþykkta Njálurefils ses.
  • 17.3 2104023 Njálurefill; Önnur mál
    Stjórn Njálurefils SES - 3 Engin önnur mál.

18.Stjórn Njálurefils SES - 4

2104006F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 4. fundar stjórnar Njálurefils Ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 18.1 2104010 Njálurefill; Leigusamningur og þjónustusamningur
    Stjórn Njálurefils SES - 4 Farið yfir drög að leigu- og þjónustusamningi ásamt mögulegum rekstrarkostnaði.
    Ritara falið að leita eftir lögfræðilegu áliti á samningunum, og vera í framhaldinu í sambandi við samningsaðila.
    Samþykkt samhljóða
  • 18.2 2104030 Njálurefill; Tilboð í hönnun sýningarinnar
    Stjórn Njálurefils SES - 4 Farið yfir tilboð frá Úti og Inni sf. arkitektum.
    Formanni falið að ganga frá samningi í samræmi við tilboð.
    Samþykkt samhljóða.
  • 18.3 2104022 Njálurefill; laun stjórnar 2021-2022
    Stjórn Njálurefils SES - 4 Tillaga að launum stjórnar
    Eins og fram kemur í 7.gr. samþykkta fyrir Njálurefil ses. skal stjórn taka ákvörðun um laun stjónar í upphafi hvers kjörtímabils og skulu laun ákveðin með hliðsjón af sambærilegum verkefnum sem Rangárþing eystra stendur að.
    Með hliðsjón af stjórnarlaunum byggðasamlaga sem Rangárþing eystra er aðili að og öðrum álíka verkefnum, samþykkir stjórn að laun skulu vera eftirfarandi:
    Formaður 4% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
    Aðrir stjórnarmenn 2% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
    Áheyrnarfulltrúi 1% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
    Samþykkt samhljóða.
  • 18.4 2104023 Njálurefill; Önnur mál
    Stjórn Njálurefils SES - 4 Engin önnur mál.

19.Stjórn Njálurefils SES - 5

2104011F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 5. fundar stjórnar Njálurefils Ses.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 19.1 2104010 Njálurefill; Leigusamningur og þjónustusamningur
    Stjórn Njálurefils SES - 5 Bárður Örn Gunnarsson og Pálmar Harðarson komu á fund stjórnar og voru ræddir leigu- og þjónustusamningar. Ritara falið að uppfæra samninga í samræmi við umræður fundarins.
    Samþykkt samhljóða.
  • 19.2 2104030 Njálurefill; Tilboð í hönnun sýningarinnar
    Stjórn Njálurefils SES - 5 Undirritað tilboð lagt fram og samþykkt samhljóða.
  • 19.3 2104023 Njálurefill; Önnur mál
    Stjórn Njálurefils SES - 5 Hljóðleiðsögn Njálurefils.
    Hljóðleiðsögn sýningarinnar hefur þegar verið samin af hönnuði refilsins, Kristíu Rögnu Gunnarsdóttur.
    Um er að 30 mínútna lesinn texta á íslensku.
    Formanni falið að vinna áfram að málinu og afla upplýsinga fyrir næsta fund.


  • 19.4 2104038 Njálurefill; Tölvubréf Donnu Curtain
    Stjórn Njálurefils SES - 5 Lagt fram til kynningar og umræðu.
    Stjórn fagnar erindinu og þiggur boð um þátttöku.
    Formanni falið að vinna að undirbúningi kynningar í góðri samvinnu við Hollvinafélag Njálurefils.
    Samþykkt samhljóða.

20.Sorpstöð Suðurlands; 301. fundur stjórnar; 13.4.2021

2105050

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 301. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lögð fram til kynningar 14. stöðuskýrsla uppbyggingateymis um félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19
Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Lagt fram til kynningar.

23.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lagt fram til kynningar.

24.Drög að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar; ósk um umsögn

2105054

Óskað er eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.
Tilefni mótunar nýrrar stefnu, landsáætlunar í skógrækt, byggir á 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Þar segir: Ráðherra gefur út eigi sjaldnar en á fimm ára fresti landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Landsáætlunin skal kveða á um stefnu stjórnvalda þar sem fjallað er um stöðu og framtíð skóga í landinu, ásamt tölusettum markmiðum um árangur í skógrækt.
Drögunum vísað til umfjöllunar í umhverfis- og náttúruverndarnefnd, landbúnaðarnefnd og skipulagsnefnd.
Umfjöllun skal lokið eigi síðar en 6. júní svo sveitarstjórn geti skilað inn umsögn fyrir tilskilinn tíma.
Samþykkt samhljóða.

25.Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga; Boðun á XXXVI. landsþing; 26. mars 2021

2101081

XXXVI. Landsþingi sambands Íslenskra sveitarfélaga sem vera átti þann 26. mars sl. var frestað sökum samkomutakmarkana. Nú liggur fyrir ný dagsetning fyrir þingið sem er þann 21. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

26.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar nýjustu upplýsingar stjórnvalda vegna reglna og viðbragða af völdum heimsfaraldursins Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

27.Covid 19 úrræði 2021; Stuðningur við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2021

2104005

Lagt fram til kynningar úrræði stjórnvalda til aukins félagsstarf fullorðinna.
Lagt fram til kynningar.

28.Markaðsstofa Suðurlands; Aðalfundarboð 2021

2105059

Markaðsstofa Suðurlands boðar til aðalfundar 2021 miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 13.00. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi.
Sveitarstjórn felur Árný Láru Karvelsdóttur að sitja fundinn fyrir hönd Rangárþings eystra.

29.Samband íslenskra sveitarfélaga; 897. fundur stjórnar

2105027

Lögð fram til kynningar fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

30.Háskólafélags Suðurlands; Aðalfundarboð 2021

2105024

Háskólafélag Suðurlands boðar til Aðalfundar 2021 miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 13. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn 27. mai kl 8.30, í framhaldi af byggðarráðsfundi.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:25.