248. fundur 14. mars 2019 kl. 11:00 - 13:23 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Benedikt Benediktsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir varamaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Heilsueflandi samfélag; Rangárþing eystra

1902312

Sveitarstjórn leggur til að hafin verið undirbúningsvinna að því að gera Rangárþing eystra að heilsueflandi samfélagi
Sveitarstjórn leggur til að hafin verið undirbúningsvinna að því að gera Rangárþing eystra að heilsueflandi samfélagi. Heilsueflandi samfélag er samvinnuverkefni sveitarfélaga og Landlæknisembættis. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Sveitarstjórn vill að að skoðað verði hvort hægt sé að móta atvinnuskapandi nemendaverkefni úr hluta innleiðingaferlisins, til dæmis gerð stöðumats, greiningar og gerð verkferla. Atvinnuskapandi nemendaverkefni er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands.
Sveitarstjórn vísar málinu til umfjöllunar í Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd og Velferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.

2.Kirkjuhvolsreitur; Endurskoðun deiliskipulags

1903032

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að hafin verði vinna við endurskoðun á deiliskipulagi Kirkjuhvolsreitsins á Hvolsvelli.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að hafin verði vinna við endurskoðun á deiliskipulagi Kirkjuhvolsreitsins á Hvolsvelli. Huga þarf að framtíðar uppbyggingarmöguleikum fyrir dvalarheimilið Kirkjuhvol, stækkunarmöguleikum heimilisins auk tengdrar þjónustu. Við endurskoðunina verði einnig horft til þess að fjölga þeim lóðum sem ætlaðar eru fyrir íbúa 60 ára og eldri sem geta nýtt sér nærþjónustu á reitnum.Við endurskoðunin verði gert ráð fyrir framtíðar uppbyggingarmöguleikum heilsugæslustöðvar þ.e. stækkunarmöguleikum til eflingar þjónustu, húsnæði fyrir sjúkrabíla og aðstöðu fyrir starfsmenn. Mikilvægt er að endurskoðunin verði unnin í góðu samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands hvað varðar heilsugæsluþáttinn.
Samþykkt samhljóða.

3.Menningarnefnd; stofnun menningarsjóðs

1903079

Sveitarstjórn leggur til að stofnaður verði menningarsjóður Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn leggur til að faglegt mat á umsóknum til menningarstyrkja verði á ábyrgð Menningarnefndar sveitarfélagsins, sem leggi fram tillögur að styrkveitingum til samþykktar í sveitarstjórn.
Ánafnar sveitastjórn 1.000.000 kr á ári til úthlutunar úr sjóðnum. Sveitarstjórn vill hvetja Menningarnefnd að fá ráðgjöf á vegum Uppbyggingarsjóðs Suðurlands við mótun reglna sjóðsins.
Samþykkt samhljóða.

4.Ferðamálastefna Rangárþings eystra

1903081

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ferðamálastefnu Rangárþings eystra.

5.Erindi um tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands

1902323

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óskar eftir tilnefningu fjögurra fulltrúa á fund samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands. Um er að ræða tvo kjörna fulltrúa og tvo aðra fulltrúa úr sveitarfélaginu. Samráðsvettvangurinn mótar þær áherslur sem unnið verður eftir í Sóknaráætlun Suðurlands á tímabilinu 2020-2024.
Sveitarstjórn fagnar því að víðtakt samráð verði haft um mótun áhersna fyrir Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024.
Sveitarstjórn tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Lilju Einarsdóttur sem kjörna fulltrúa sveitarfélagsins og Oddnýu Steinu Valsdóttur og Margréti Jónu Ísólfsdóttur sem aðra fulltrúa úr sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.

6.SASS; Bréf frá samgöngunefnd; óskað eftir upplýsingum um forgangsverkefni

1903015

Stjórn SASS hefur skipað starfnefnd sem á að endurskoða Samgönguáætlun Suðurlands fyrir næstur 10 ár.
Nefndin kallar hér með eftir upplýsingum sveitarstjórn, um helstu forgagnsverkefni í samgöngumálum 2019-2028.
1.
Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í nýframkvæmdum er varða samgöngur í sveitarfélaginu ykkar?
2.
Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í rekstri og viðhaldi samgöngumannvirkja í sveitarfélaginu ykkar?
3.
Ef horft er á Suðurlands sem heild, hvaða þrjár samgönguframkvæmdir myndi sveitarstjórn ykkar setja fremst á blað, aðrar en í ykkar sveitarfélagi?
4.
Hver er afstaða sveitarstjórnar er varða áætlanir ríkisstjórnar um veggjöld?
5.
Hvaða sýn hefur sveitarstjórn á fyrir komulag almenningssamgangna á Suðurlandi?
6.
Annað sem sveitarstjórn vill koma á framfæri við samgöngunefnd SASS?
Sveitarstjórn leggur til að vísa erindinu til Samgöngu- og umferðarnefndar. Nefndinni ber að hafa í huga áherslumál í nýsamþykktri ferðamálastefnu Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.

7.LS; Lánaumsókn vegna Brunavarna Rangárvallasýslu, vegna slökkvustöðvar á Hellu

1903056

Staðfesting vegna lántöku til verkefnisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á slökkvistöð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Antoni Kára Halldórssyni kt 030583-3539 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.

8.Trúnaðarmál

1903080

Afgreiðslu frestað

9.Trúnaðarmál

1809023

10.Umsögn; Forsæti breiting á gistileyfi

1903016

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna gistileyfis.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

11.Byggðarráð - 178

1902006F

Fundargerð samþykkt samhljóða.
  • 11.1 1902323 Erindi um tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands
    Byggðarráð - 178 Byggðarráð Rangárþings eystra lýsir ánægju sinni með að víðtækt samráð verði haft um stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands.
    Byggðarráð leggur til að erindunu verði frestað til næsta sveitastjórnarfundar.
  • 11.2 1902315 Áskorun til sveitarfélagsins; losun á slátturúrgangi og ástand folfvallar
    Byggðarráð - 178 Byggðarráð þakkar ábendingarnar og tekur vel í erindið. Erindinu um sláttuúrgang til landbóta vísað til Skipulags- og byggingarfulltrúa til frekari útfærslu og kostnaðaráætlunar.
    Sveitastjóra falið að koma lagfæringu á folf velli í farveg hið fyrsta og finna viðhaldi vallarins farveg til framtíðar.
    Samþykkt samhljóða.
  • 11.3 1902335 Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks
    Byggðarráð - 178 Á þjónustusvæði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, Bergrisanum, er starfrækt notendaráð sem í sitja sex einstaklingar. Allir sem hafa setu í ráðinu eru með þroskahömlun. Allir fulltrúar notendaráðs hafa farið á námskeið hjá Fræðslunetinu og heldur starfsmaður hjá fræðslunetinu utan um starf notendaráðs og þeim þannig til handar í störfum sínum. Verkefni notendaráðs eru meðal annars að gefa álit á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi og geta þau einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði.

    Á þjónustusvæðinu er einnig starfræktur samstarfshópur sem í sitja þrír sveitastjórnarmenn sem kosnir voru á aðalfundi Bergrisans og aðilar frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks á Suðurlandi.
    Sveitastjóra falið að svara fyrirspurninni.
    Samþykkt samhljóða.
  • 11.4 1902319 40. fundur Fræðslunefndar; 12. febrúar 2019
    Byggðarráð - 178 Liður 9.
    Upphaf skólagöngu elstu barna leikskólans
    Sú nýbreytni sem viðhöfð var á skólaárinu 2018-2019 að taka á móti elstu börnum leikskóla í skólann frá ágúst byrjun gekk vel og hvetur fræðslunefnd sveitarstjóra til þess að samþykkja sama fyrirkomulag á næsta ári. Auk þess að gera könnun hvort foreldrar yngstu grunnskólabarna hefðu áhuga á að nýta skólaskjól á sama tíma.

    Byggðarráð samþykkir að tekið verði á móti elstu börnum leikskóla með sama fyrirkomulagi og haustið 2018 í Hvolsskóla.
    Sveitastjóra, í samvinnu við skólastjóra, falið að kanna hvort framkvæmanlegt er að taka á móti yngstu grunnskólabörnunum.
    Samþykkt samhljóða.
    Fundargerð staðfest að öðru leiti.
  • 11.5 1902314 12. fundur Ungmennaráðs; 16.11 2018
    Byggðarráð - 178 Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.6 1902316 13. fundur Ungmennaráðs; 18.12.2018
    Byggðarráð - 178 Liður 1
    Ærslabelgur
    Byggðarráð felur sveitarstjóra, ásamt Íþrótta og æskulýðsfulltrúa, að vinna áfram að málinu og skoða mögulegar útfærslur.
    Liður 2
    Byggðarráð lýsir ánægju sinni með að ungmennaráð standi fyrir málþingi.
    Önnur mál, c liður
    Málinu vísað til deiliskipulagsgerðar á skóla og íþróttasvæði en sú vinna er nú þegar hafin.
    Önnur mál, d liður
    Sveitastjóra falið að vinna að úrbótum í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
    Samþykkt samhljóða.
    Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.7 1902317 14. fundur Ungmennaráðs; 15.2.2019
    Byggðarráð - 178 Liður 7
    Byggðarráð felur sveitarstjóra, í samvinnu við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, að hefja vinnu við verkferla fyrir vinnuskólann. Í samræmi við ábendingar ungmennaráðs sem og niðurstöðu könnunar meðal sveitarfélaga.
    Samþykkt samhljóða.
    Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.8 1902003F Velferðarnefnd - 11
    Byggðarráð - 178 Fundargerð staðfest
  • 11.9 1902004F Markaðs- og atvinnumálanefnd - 4
    Byggðarráð - 178 Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.10 1902321 64. fundur Félagsmálanefndar; 14.2.2019
    Byggðarráð - 178 Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.11 1902318 277. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.; 18. febrúar 2019
    Byggðarráð - 178 Afgreiðslu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar. Bókun fundar Fundargerð staðfest.
  • 11.12 1902320 543. fundur stjórnar SASS; 1.2.2019
    Byggðarráð - 178
  • 11.13 1902336 36. fundur stjórnar Félag- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu
    Byggðarráð - 178 Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.14 1902015 Alda; Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis
    Byggðarráð - 178 Byggðarráð vísar málinu til kynningar í velferðarnefnd og vinnu forstöðumanna og sveitarstjóra við athugun á styttingu vinnuvikunnar.
  • 11.15 1902326 Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019
    Byggðarráð - 178
  • 11.16 1902332 Bréf um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð
    Byggðarráð - 178

12.12. fundur Velferðarnefndar; 26.2.2019

1903013

Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf Velferðarnefndar.
Fundargerð samþykkt í heild sinni.

13.277. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.; 18. febrúar 2019

1902318

Fundargerð staðfest.

14.Tónlistarskóli Rangæinga; 9. stjórnarfundur

1903005

Fundargerð samþykkt.

15.Jafnréttisnefnd; 12. fundur

1903033

Fundargerð samþykkt.

16.Skipulagsnefnd - 67

1903002F

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina í heild.
  • 16.1 1705018 Ráðagerði; Deiliskipulag
    Skipulagsnefnd - 67 Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • 16.2 1804026 Heylækur 3; Deiliskipulag
    Skipulagsnefnd - 67 Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu athugasemdir sem nú hefur verið brugðist við. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send aftur til Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu athugasemdir sem nú hefur verið brugðist við. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send aftur til Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • 16.3 1902031 Þorvaldseyri; Landskipti
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
    Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunni.
  • 16.4 1902127 Hlíðarvegur 15; Ósk um breytta landnotkun
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til umbeðinnar breytingar á landnotkun við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024. Bókun fundar Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til umbeðinnar breytingar á landnotkun við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024.
    Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • 16.5 1902297 Landskipti; Stóra-Mörk 2 land L191742
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

    Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
    Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunum.
  • 16.6 1902383 Breytt skráning heitis; Kirkjulækur 2 lóð
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið á spildunni. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið á spildunni.
    Sveitarstjórn staðfestir heitið á spildunni.
  • 16.7 1902438 Landskipti; Seljalandssel
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
    Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunni
  • 16.8 1903004 Stöðuleyfi; Naglverk ehf, Ormsvöllur 9
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 10.03.2019 ? 10.06.2019. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 10.03.2019 til 10.06.2019.
    Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi frá 10.03.2019 til 10.06.2019.
  • 16.9 1903006 Stöðuleyfi; Karl Víðir Jónsson, Rauðafell 1
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 01.03.2019 ? 01.09.2019 Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 01.03.2019 til 01.09.2019.
    Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi frá 01.03.2019 til 01.09.2019.
  • 16.10 1903011 Deiliskipulag; Borgareyrar
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gre. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gre. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Sveitarstjórn bendir á að skv. meðfylgjandi uppdrætti er heimilt að reisa 2 gistihús allt að 30 m2 á byggingarreiti B2.
    Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við bókun skipulagsnefndar.
  • 16.11 1901080 Hvolsvöllur, skóla- og íþróttasvæði; Deiliskipulag
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn skipi vinnuhóp úr röðum fag- og hagsmunaaðila til að vinna að gerð tillögunnar. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn skipi vinnuhóp úr röðum fag- og hagsmunaaðila til að vinna að gerð tillögunnar.
    Sveitarstjórn leggur til að byggingarreitur fyrir knatthús verði skilgreindur sem byggingarreitur fyrir fjölnota íþróttahús. Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti að deiliskipulagsgerð fyrir skóla- og íþróttasvæði verði heimiluð.
    Sveitarstjórn leggur til að í vinnuhóp verði forstöðumenn hlutaðeigandi stofnana auk skipulagsnefndar, sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúa falið að kalla starfshópinn saman.
  • 16.12 1811020 Hvolsvöllur; Deiliskipulag
    Skipulagsnefnd - 67 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga.
    Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu á nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar og heimilar deiliskipulagsgerð.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga; Stjórnarfundur nr 868

1903014

18.Fundarboð; Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ofh.

1903082

19.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019

1902326

Frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi.

Fundi slitið - kl. 13:23.