277. fundur 25. mars 2021 kl. 08:15 - 11:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar var haldinn í fjarfundi á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/83286216335 Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Oddviti óskar eftir að bæta við tveimur liðum á dagskrá fundar, lið 2 Markaðssetning Rangárþings eystra og lið 3 Hestmannafélagið Geysir; Ósk um styrk til reiðvegagerðar 2021 einnig að fella af dagsrká lið 4 Kirkjuhvoll fjárhagsáætlun 2021. Færast aðrir liðir eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Samfélagsleg áföll; Langtímaviðbrögð; Rangárþing eystra

1901074

Sveitarstjórn samþykkir viðbragðsáætlunina með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og sveitarstjóra falið að undirrita áætlunina fyrir hönd Sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

2.Byggingarmál; Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við P ARK teiknistofu og Mannvit hf.

3.Markaðssetning Rangárþings eystra 2021

2101044

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samstarfs við Íslensku auglýsingastofuna um kynningarherferð sem áformuð hefur verið.
Samþykkt samhljóða.

4.Hestmannafélagið Geysir; Ósk um styrk til reiðvegagerðar 2021

2103095

Sveitarstjón samþykkir samhljóða styrk til Geysis vegna áningahólfa að upphæð 300.000 kr.

5.Jafnlaunavottun; starfaflokkun

2103084

Sveitarstjórn staðfestir vægi yfirviðmiða, flokkun starfa og hópaskiptingu sem eru grunnforsendur jafnlaunavottunar.
Samþykkt samhljóða.
Christiane L Bahner víkur af fundi undir lið 6.

6.Ný rafíþróttardeild Íþróttafélagsins Dímonar í Rangárþingi eystra; kynning og ósk um styrk

2103023

Sveitarstjórn þakkar Hörpu Mjöll fyrir greinargóða yfirferð fyrir hönd tilvonandi stjórnar rafíþróttadeildar Dímonar.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.
Samþykkt samhljóða.
Christiane L Bahner kemur aftur til fundar.

7.Trúnaðarmál

2009018

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

8.Skólavegur 5 umsókn um lóð

2103072

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að skólavegi 5, til Octavian Brasoveanu.
Samþykkt samhljóða.

9.Ormsvöllur 9 umsókn um lóð

2103073

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Ormsvelli 9, til Guðfinns Guðmannssonar.
Samþykkt samhljóða.

10.Gunnarsgerði 5a-5b umsókn um lóð

2103066

Lóðina hlýtur SG eignir ehf, til vara Klakafell ehf og annar til vara Siggi byggir ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.

11.Hallgerðartún 2 umsókn um lóð

2103069

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 2, til Húskarla ehf.
Samþykkt samhljóða.

12.Hallgerðartún 5 umsókn um lóð

2103075

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 5, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

13.Hallgerðartún 7 umsókn um lóð

2103076

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 7, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

14.Hallgerðartún 9 umsókn um lóð

2103077

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 9, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

15.Hallgerðartún 11 umsókn um lóð

2103078

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 11, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

16.Hallgerðartún 13 umsókn um lóð

2103079

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 13, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

17.Hallgerðartún 14 umsókn um lóð

2103080

Lóðina hlýtur Gísli Rúnar Sveinsson, til vara Sigurður Einar Guðmundsson og annar til vara Bianca Gruener.
Sveitarstjórn samþykkir samhlóða úthlutun lóðarinnar.

18.Hallgerðartún 15 umsókn um lóð

2103067

Lóðina hlýtur Anton Halldórsson, til vara Pétur Guðmundsson og annar til vara Bianca Gruener.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

19.Hallgerðartún 19 umsókn um lóð

2103081

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 19, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

20.Hallgerðartún 21 umsókn um lóð

2103082

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 21, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

21.Hallgerðartún 23 umsókn um lóð

2103083

Sveitarstjórn staðfestir úthlutun lóðar að Hallgerðartúni 23, til Bianca Gruener.
Samþykkt samhljóða.

22.Nýbýlavegur 12 umsókn um lóð

2103071

Lóðina hlýtur Eignafell ehf, til vara Flotvaki ehf og annar til vara Helgatún ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðarinnar.

23.Nýbýlavegur 46 umsókn um lóð

2103087

Lóðina hlýtur Valdimar Bjarnason, til vara Eignafell ehf og annar til vara Höfðaflatir ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðarinnar.

24.Nýbýlavegur 48 umsókn um lóð

2103088

Sá sem lóðina hlýtur er Klakafell ehf, til vara er Valdimar Bjarnason og annar til vara Vörðufell ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðarinnar.

25.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 3. fundur

2103014

Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 4.fundur

2103007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 210. fundargerð 12. mars 2021

2103045

Fundargerð lögð fram til kynningar.

28.Bergrisinn; 26. fundur stjórnar; 26. janúar 2021

2103049

Fundargerð lögð fram til kynningar.

29.Bergrisinn; 27. fundur stjórnar; 3. mars 2021

2103048

Fundargerð lögð fram til kynningar.

30.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lagt fram til kynningar.

31.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Brunavarnaáætlun ekki í gildi.

2103051

Lagt fram til kynningar.
Brunavarnaráætlun Brunavarna Rangárvallasýslu er á lokametrunum.

33.Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir

2103050

Í Rangárþingi eystra er í öllum tilfellum unnið úr íslensku hráefni, kjöti, fisk, mjólkurvörum og grænmeti þegar það er fáanlegt. Starf mötuneytis er metnaðarfullt og matseðill fjölbreyttur. Unnið er að öllu leiti eftir leiðbeiningum landlæknisembættisins fyrir hvern aldurshóp. Auk þess er alla daga boðið uppá lýsi með morgunverði.
Samþykkt samhljóða.

34.Samtök Iðnaðarins; Áskorun til sveitarfélaga vegna stöðuleyfisgjalda

2103052

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira var ekki gert og fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 11:15.