273. fundur 10. desember 2020 kl. 12:00 - 15:59 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson oddviti
 • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
 • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
 • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Christiane L. Bahner aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar var haldinn í fjarfundi á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/88496097622 Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Oddviti óskar eftir bæta við einum lið á dagskrá fundar, lið 16: Héraðssambandið Skarphéðinn; Beiðni um fjárstuðning fyrir 2020 færast aðrir liðir eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2021-2024; seinni umræða

2012016

Áhrifa heimsfaraldursins Covid-19 gætir víða og ljóst að efnahagsleg áhrif hans eru mikil. Þessar efnahagslegur afleiðingar hafa litað alla vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Rangárþings eystra 2021-2024. Almennt var lagt upp með að gæta aðhalds í rekstri og skera niður kostnað eins og hægt var. Sveitarstjórn lagði mikla áherslu á að tryggja alla grunnþjónustu og vernda störf allra starfsmanna sveitarfélagsins og gekk vinna við fjárhagsáæltun út frá því að það væri gert.
Þrátt fyrir miklar efnahagslegar þrengingar og niðurskurð telur sveitarstjórn gríðarlega mikilvægt að leggja aukið fjármagn í framkvæmdir og fjárfestingar. Lagt var upp með að velja framkvæmdir sem eru sem mest atvinnuskapandi fyrir nærsamfélagið og fjármunum því dreift á töluverðan fjölda minni verkefna. Stærsta einstaka verkefnið er upphaf að byggingu nýrrar leikskólabyggingar.
Áætlunin í heild gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 206.500.000 kr árið 2021.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2021 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 2.010 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.855 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 110 m.kr. Veltufé frá rekstri 124 m.kr. Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð 45 m. kr. Rekstrarniðurstaða 2021 jákvæð um 2 m.kr.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið..............206,5 mkr.
Afborgun lána.......................................99,7 mkr.
Tekin ný langtímalán.................................110 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok....1.204 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok........................2.143 mkr.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáælun fyrir árið 2021-2024.

2.Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands Endurskoðun; 2020

2011091

Sveitarstjórn þakkar Dagný Huld framkvæmdastjóra og Björg Árnadóttur stjórnarformanni Markaðsstofu suðurlands fyrir greinagóða kynningu.

Oddviti ber fram tillögu um að sveitarstjóra verði falið að endurnýja samning við Markaðsstofuna til þriggja ára.
Samþykkt með 6 atkvæðum, LE, RB, GHO, AKH, EFS og CLB. Einn situr hjá GV.

3.Fjárhagsáætlun 2021; gjaldskrár

2012015

Gjaldskrá fyrir leikskóla samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir skólaskjól samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir mötuneyti samþykkt samhljóða.
Gjaldskrár fyrir hunda- og kattahald samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir fjallaskála samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrri Skógaveitu samþykkt samhljóða.
Reglur um álagningu 2021 samþykktar samhljóða.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2021 samþykktar samhljóða.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa og félagsheimili frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.

4.Samþykkt um fráveitu í Rangárþingi eystra 2020

2011081

Samþykkt samljóða.

5.Gjaldskrá fyrir fráveitu í Rangárþingi eystra 2020

2011087

Samþykkt samhljóða.

6.Samþykkt gatnagerðagjalda 2020

2011079

Samþykkt samhljóða.

7.Úthlutunarreglur lóða 2020

2011080

Samþykkt samhljóða.

8.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020

2012038

Framvkæmdum við búningsklefa í sundlaug lauk ekki á árinu 2020 eins og stefnt var að.
Áætlun við búningsklefa hljóðaði upp á 90.000.000 en með viðauka 4, lækkar fjárfesting 2020 um 25.000.000 kr niður í 65.000.000 kr. Handbærtfé sveitarfélagsins hækkar sem því nemur.

9.Tillaga að hefja undirbúning að sölu einbýlishúsa.

2012035

Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að sölunni.

10.Tillaga verkefnishóps um sameiningu sveitarfélaga; Sveitarfélagið Suðurland

2012027

Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar öllum þeim sem fulltrúum sveitarfélagsins sem komu að þeirri vinnu sem staðið hefur yfir um könnun á kostum og göllum við sameiningu 5 sveitarfélaga á Suðurlandi. Ljóst er að skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa leiddi í ljós að vilji meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnuninni var að halda samtalinu áfra, hefja formlegar viðræður og ljúka vinnunni með kosningu íbúa. Við því vill sveitarstjórn Rangárþings eystra bregðast.
Rangárþing eystra og samþykkir því fyrir sitt leiti að hefja könnun á möguleikum á sameiningu sveitarfélagsins við Ásahrepp, Rangárþing ytra, Mýrdalshreppo og Skaftárhrepp samkvæmt 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, með fyrirvara um samþykki annarra hlutaðeigandi sveitarstjórna.
Sveitarstjórn skipar eftirtalda þrjá aðalfulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga:
Anton Kára Halldórsson
Christiane L. Bahner
Lilju Einarsdóttir
Varamenn:
Guðmundur Viðarsson
Rafn Bergsson

Samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu til sveitarstjórna.
Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.

Sveitarstjórn lýsir því jafnframt yfir að hún mun ekki nýta heimild í 2. mgr. 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju.
Tillaga er samþykkt samhljóða.

11.4. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2012036

Lögð er fram til samþykkar fundargerð 4. fundar starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendisins.
1. liður:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leiti að unnið verði áfram að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið skv. hjálögðum starfsreglum.
Einnig samþykkir sveitarstjórn þá kostnaðarskiptingu sem fram kemur í fundargerð og hjálögðu minnisblaði, en þar segir að kostnaður sveitarfélaganna sé með þeim hætti að 15% kostnaðar skiptist jafnt á aðildarsveitarfélögin en 85% kostnaðar skiptist í samræmi við landstærð hvers sveitarfélags innan skipulagssvæðisins. Heildarkostnaður við verkefnið er 50.000.000.- Gert er ráð fyrir að helmingur kostnaðaðar við verkefnið fáist greiddur úr skipulagssjóði, 13.000.000.- greiðist af sveitarfélögunum og 12.000.000.- verði áhersluverkefni SASS. Kostnaðurinn mun skiptast á 3 næstu ár.
Fulltrúar Rangárþings eystra í verkefnahópinn eru:
Aðalmenn:
Anton Kári Halldórsson
Lilja Einarsdóttir
Varamenn:
Guðmundur Viðarsson
Rafn Bergsson
Samþykkt samhljóða.

12.Aðgerðaráætlun SOS vegna svæðisáætlunar

2009087

Sveitarstjórn fagnar því að fram eru komin drög að metnaðarfullri aðgerðaráætlun fyrir aðildarsveitarfélög sorpstöðvar Suðurlands.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við hjálögð drög.
Samþykkt samhljóða.

13.Stafrænt ráð sveitarfélaga á Suðurlandi

2012007

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og þeim kostnaði sem kynntur var skv. meðfylgjandi kostnaðaráætlun fyrir árið 2021. Einnig samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leiti tillögu um ákvarðanatöku við val á forgangsverkefnum eins og hún kemur fram í kynningu stafræns ráðs til sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur áherslu á að um störf án staðsetningar sé að ræða.
Samþykkt samhljóða.

14.Landbótaáætlun 2021-2024 Emstrur

2012021

Sveitarsstjórn samþykkir samhljóða að halda áfram uppgræðslu á Emstrum í samræmi við drög að nýrri landbótaáætlun og felur sveitarstjóra að ljúka við gerð áætlunarinnar og sækja um styrk fyrir verkefninu til Landbótasjóðs.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Viðarsson víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

15.Skráning lögbýlis; Miðskáli 1 L163781

2011097

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skráningu lögbýlisins.
Guðmundur Viðarsson kemur aftur inn á fund.

16.Héraðssambandið Skarphéðinn; Beiðni um fjárstuðning fyrir 2020

2011076

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Héraðssambandið Skarphéðinn um 100 kr á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

17.Umsögn; Rekstrarleyfi Stóra_Mörk III

2012019

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

18.Skipulagsnefnd - 93

2012001F

Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsfulltrúa er falið að boða til fundar með hlutaðeigandi aðilum.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd staðfestir breytingu á skráðri stærð lóðanna Hamragarðar lóð L163821 og Hamragarðar lóð L205542 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 5, júlí 2018. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir breytingu á skráðri stærð lóðanna.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi í Ráðagerði verði grenndarkynnt þeim nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta. Einnig verður framkvæmdaleyfisumsókn sent til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að umsókn um framkvæmdarleyfi verði grenndarkynnt.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórna að fresta afgreiðslu tillögunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að skoða betur aðkomu að lóðinni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað þar sem að umsókn er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  Samþykkt samgljóða.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðföngum á frístundahúsalóðum í Ráðagerði. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  Samþykkt samhljóða.
 • 18.7 2012004 Landskipti; Lauftún
  Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landsskiptin og heitin á hinni nýju spildu.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 93 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á hinni nýju spildu.
  Samþykkt samhljóða.

19.Menningarnefnd - 37

2011005F

Sveitarstjórn þakkar menningarnefnd fyrir virkni og vel unnin störf á árinu 2020.
Fundargerð samþykkt í heild.
 • Menningarnefnd - 37 Menningarnefnd tók fyrir umsókn Andra Geirs Jónssonar um styrk vegna upptöku á tónleikum sem sendir yrðu út á Gamlárskvöld. Menningarnefnd hafnar umsókninni á þeim grundvelli að ekki er hægt að taka afstöðu til umsóknarinnar vegna ófullnægjandi gagna. Menningarnefnd hvetur umsóknaraðila til að sækja um í Menningarsjóð Rangárþings eystra að vori eða Uppbyggingarsjóð Suðurlands.
 • Menningarnefnd - 37 Fyrir liggur umsókn og kostnaðaráætlun vegna streymis á tónleikum með flytjendum úr Rangárþingi eystra. Menningarnefnd þakkar fyrir vel unnin gögn og samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð 350.000 kr. sem eru eftirstöðvar úr Menningarsjóð Rangárþings eystra 2020. Menningarnefnd fagnar framtakinu og óskar tónlistarfólkinu góðs gengis.
 • Menningarnefnd - 37 Kjötsúpuhátíð 2021: Rætt er um að byrja undirbúning sem fyrst á nýju ári. Ákveðið er að funda í janúar með umræddum aðilum sem sýnt hafa áhuga á að koma að hátíðinni.

  17. júní: Menningarnefnd leggur til að nefndin og Íþrótta- og æskulýðsnefnd fundi saman um hátíðina í janúar eða febrúar.

  Styrkur til samvinnu Íslendinga og Pólverja á sviði menningarmála: Í Rangárþingi eystra býr stór hópur Pólverja og menningarnefnd vill kanna hvort mögulegt sé að vinna að verkefni sem væri styrkhæft. Ákveðið er að auglýsa eftir hugmyndum og/eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka þátt í verkefni sem þessu.

20.297. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 30.10.2020

2012012

Fundargerð staðfest í heild.

21.298. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 24.11.2020

2012013

Fundargerð staðfest í heild.

22.Bergrisinn; Aðalfundargerð 25.11.2020

2012022

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning 2019 og fjárhagsáætlun 2021 fyrir Bergrisann.
Fundargerð staðfest í heild.

23.82. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 26.11.2020

2012028

Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

24.Héraðsnefnd Rangæinga; 5. fundur 15.10.19

2012033

Fundargerð staðfest í heild.

25.Aðalfundurargerð Sorpstöðvar Suðurlands 2020

2012014

Fundargerð lögð fram.

26.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands; 30 október 2020

2012023

Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.8. fundur stjórnar Skógasafns

2012029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

28.9. fundur stjórnar Skógasafns

2012030

Fundargerð lögð fram til kynningar.

29.10. fundur stjórnar Skógasafns

2012031

Fundargerð lögð fram til kynningar.

30.Tilkynning um niðurfellingu Þórunúpsvegar

2010096

Lagt fram til kynningar.

31.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

32.Covid19; Upplýsingar

Fundi slitið - kl. 15:59.