65. fundur 14. apríl 2020 kl. 14:30 - 15:22 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson ritari
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Ólafur Rúnarsson
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Ritari
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2019-2020; Brunavarnir

2004031

Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir rekstraryfirlit Brunavarna Rangárþings bs. Reksturinn er í góðu jafnvægi, þó hefur dregið verulega úr launakostnaði.

2.Slökkvistöð Hellu áfangi 2

2002047

Ólafur Rúnarsson fer yfir stöðu framkvæmdar við 2. áfanga slökkvistöðvar á Hellu. Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun.

3.Lántaka; 2. áfangi slökkvistöðvar á Hellu

2004032

Stjórn óskar eftir því við aðildarsveitarfélög að þau ábyrgist lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 25.000.000 kr. til byggingar slökkvistöðvar á Hellu. Um er að ræða fjármögnun 2. áfanga byggingarinnar sem jafnframt er lokaáfangi framkvæmdarinnar.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:22.