48. fundur 11. júní 2024 kl. 12:30 - 14:50 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Leó Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Baldur Ólafsson
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um samstarf vegna greiningar myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu

2405057

Lagt fram erindi ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi þar sem verið er að kanna áhuga sveitarfélagisns á að þróa málið áfram með því að hefja vinnu við greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu sem nýst getur sveitarfélaginu í framtíðinni við endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndina og að farið verði í greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu fyrir svæðið.

2.Undirbúningur fyrir fund með Vegagerðinni

2405072

3.Ósk um breytingu á Kanastaðastaðavegi

2406002

Landeigandi að Kanastöðum, L163872 óskar eftir að Kanastaðavegi verði lokað og komið fyrir skilti fyrir lokaða götu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu.

4.Landskipti - Dímonarvegur, vegsvæði

2406010

Vegagerðin ásamt landeigendum óska eftir landskiptum vegna veghelgunarsvæðis við Dímonarveg.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang, nefndin leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt.

5.Deiliskipulag - Austurvegur á Hvolsvelli

2406012

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyir breytingum á Austurvegi í gegnum Hvolsvöll, verið er að stækka beygjuvasa, fækka inn- og útkomu leiðum ásamt því að aðkoma við Hlíðarveg og Suðurlandsveg til austurs færist.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst, kynnt fyrir lóðarhöfum og send til umsagnaraðila skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Ey

2401095

Umræður breytingu á deiliskipulagi að Ey sem samþykkt var 14.febrúar 2013. Tillagagan gerir ráð fyrir einni íbúðarhúsalóð sem er 2 ha. að stærð með heimild fyrir 300 m² íbúðarhúsi, tveimur 50 m² gestahúsum og allt að 200 m² skemmu.
Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. febrúar 2024 með athugasemdarfrest til 3. apríl 2024. Vegagerðin bendir á að veghelguanrsvæði hafi ekki verið afmarkað sem hefur verið leiðrétt á uppdrættinum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir ásamt Minjastofnun Íslands. Landeigandi óskar eftir útskýringum á ferli málsins sem eru útskýrð í meðfylgjandi svarbréfi. Skipulagssvæðið og byggingarreitur er innan Hverfisverndar (HV11) en að mati nefndarinnar kemur skýrt fram í greinargerð tillögunnar að óheimilt er að hindra rennsli um skurðina eða aðgengi að þeim til hreinsunar. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í kafla 2.2.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að skilgreina skuli íbúðarbygg þar sem íbúðalóðir eru fjórar eða fleiri, í þessu tilviki er verið að stofna lóð úr jörðinni Eyland, L163935 og að aðkoma henti því best eins og gert er ráð fyrir í tillögunni. Nefndin bendir þó á að ekki verði heimiluð frekari uppbygging íbúðahúsnæðis nema að aðalskipulag svæðisins verði endurskoðað og breytt í íbúðarbyggð þar sem að Eyjarvegur er þegar orðinn þéttbýll. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar staðfangabeiðni og leggur til við sveitarstjórn að hin nýja lóð fáið staðfangið Ey 2b.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjón að deiliskipulagstillagan verði send til yfirferðar til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag - Strönd 1a

2405075

Deiliskipulagstillagan nær til 6 ha svæðis jarðarinnar Strönd 1a, L220959. Heimilt verður að byggja allt að 500 m² íbúðarhús, 150 m² starfsmannahús, 800 m² hesthús ásamt reiðhöll og 400 m² skemmu. Hámarkshæð íbúðarhúsa er allt að 5 m en landbúnaðarbygginga allt að 7 m. Einnig er gert ráð fyrir skeiðvelli á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland, heiði

2406007

Hnaukar ehf. óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar við Ytra-Seljaland, heiði skv. meðfylgjandi umsókn.
Um þessar mundir stendur yfir vinna á skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem m.a. er farið fram á áfangaskiptingu á svæðum í uppbyggingu. Um 23 ha frístundarsvæði Ytra-Seljalands, sunnan þjóðvegar 1 er til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun, þar sem gert er ráð fyrir 35 lóðum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til að aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting verði ekki heimiluð að svo stöddu.

9.Deiliskipulag - Brú

2305071

Deiliskipulagstillagan nær yfir þrjú svæði, frístundarbyggð, hótelbyggingu og býlið sjálft. Á frístundarsvæðið gerir ráð fyrir 40 lóðum þar sem heimilt verður að byggja frístundarhús á einni hæð með risi, ásamt gestahúsi, geymslu og gróðurhúsi. Hámarkshæð frístundahúsa verður 6,5 m en húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti. Einnig er gert ráð fyrir um 2.500 m2 hótelbyggingu og hámarkshæð verður allt að 6 m. Ekki er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum fyrir þegar byggð mannvirki við Brú.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 40 frístundarlóðum eða 46 ha, verslun- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.
Við yfirferð Skipulagsstofnunar eru gerðar athugasemdir varðandi skerðingu landbúnaðarlands flokkað sem gott eða úrvals landbúnaðarland. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar þarf að meta hvert skipulagssvæði fyrir sig og bendir á að hluti af svæðinu er nú þegar undir verslun- og þjónustu og því tekur nefndin jákvætt í að ekki sé verið að afmarka nýtt svæði heldur stækka verslun- og þjónustusvæðið. Nefndin bendir einnig á að farið hefur verið fram á áfangaskiptingu í deiliskipulagstillögu frístundarbyggðar með vísan í skipulagslýsingu þar sem farið er fram á áfangaskiptingu umfangsmikilla framkvæmda. Skipulags- og umhverfisnefnd fer einnig fram á að RML veiti umsögn á breytta landnotkun og að afmörkun svæðisins verði endurmetin eftir auglýstan tíma.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Aðalskipulag - Fornhagi

2401044

Aðalskipulagslýsingin gerir ráð fyrir að 37 ha landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB) gert er ráð fyrir 18 lóðum.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Aðalskipulag - Miðbæjarsvæði Hvolsvallar

2406023

Lýsingin gerir ráð fyrir að miðbæjarsvæði Hvolsvallar stækkar um 2 ha til norðvesturs vegna framtíðaráforma á svæðinu. Á M3 fer íbúðafjöldi úr 70 í 140.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að íbúðafjöldi verði að hámarki 120 á svæði M3 og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Aðalskipulag - breyttir skilmálar í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032

2405065

Um er að ræða breytingu á skilmálum aðalskipulags Rangárþings eystra um áfangaskiptinu framkvæmda.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 115

2405009F

Fundi slitið - kl. 14:50.