47. fundur 28. maí 2024 kl. 12:30 - 14:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Undirbúningur fyrir fund með Vegagerðinni

2405072

2.Aðalskipulag - breyttir skilmálar í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032

2405065

Um er að ræða breytingu á skilmálum aðalskipulags Rangárþings eystra um áfangaskiptinu framkvæmda.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Aðalskipulagsbreyting - Butra

2308046

Tillagan gerir ráð fyrir að um 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í skógræktarsvæði.
Skipulagsbreytingin var auglýst og send til umsagnaraðila frá 2. apríl til og með 15. maí 2024. Veðurstofa Íslands gerir engar athugasemdir, ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Náttúrufræðistofnun Íslands ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu, dags. 9. desember 2023, um að skógrækt á svæðinu feli í sér tap og uppbrot á mikilvægum búsvæðum fugla, að skógrækt hafi áhrif á ásýnd svæðisins og að framkvæmdin gangi gegn landskipulagsstefnu og skilmálum sveitarfélagsins fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði. Náttúrufræðistofnun hvetur sveitarfélagið til að íhuga friðlýsingu á samfelldum, óröskuðum svæðum á flóðsléttu Markarfljóts, með því að vernda búsvæði fugla. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er skógrækt landbúnaður og að svæðið sé ákjósanlegt.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulag - Bergþórugerði

2311144

Verið er að breyta fjölda íbúða úr 40 í 90 í heilda við Bergþórugerði á Hvolsvelli (ÍB9). Skipulagssvæðið er óbreytt.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 2. apríl sl. með athugasemdarfrest til og með 15. maí 2024. Veitur gera ekki athugasemd við breytinguna ásamt Vegagerðinni, sem bendir þó á að haga skuli í huga tengingar við vegi í framtíðinni. Rarik leggur til að gert verði ráð fyrir pláss fyrir rofahúsi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarks mænishæð er 7,5 m.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu, frá 2. apríl með athugasemdarfrest til og með 15. maí 2024. Umsagnir bárust frá Heilbgrigðiseftirlit Suðurlands sem gerir ekki athugasemd ásamt Vegagerðinni. Veitur hafa einnig rýnt tillöguna og gera ekki athugasemdir.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.
AR víkur af fundi

6.Aðalskipulag - Barkastaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L1 og L2) og óbyggt svæði í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 75 gesti.
Aðalskipulagsbreytingin að Barkarstöðum var auglýst frá 27. mars með athugasemdarfrest til 9. maí 2024. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á að svæði er á náttúruminjaskrá austan og vestan við skipulagssvæðið og því mikilvægt að mannvirki taki mið af umhverfi sínu og verði lítið áberandi. Stofnunin bendir einnig á vistgerðir sem eru með hátt verndargildi og ætti því að forðast að raska innan svæðisins. Veðurstofa Íslands bendir á mögulega ofanflóðahættu en fyrirhugaðir byggingarreitir hafa verið staðsettir þar sem litlar líkur eru á ofanflóðahættu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir en Vegagerðin mælir með að helstu vegir í umsjá Vegagerðarinnar verði auðkenndir.
Athugasemdir bárust frá landeigendum að Háa-Múla og Fljótsdal, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að meðfylgjandi svarbréf verði send á landeigenda.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði send til Skipulagsstofnunar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag - Barkastaðir

2306061

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingareitum, annars vegar 4.000 m² hótelbyggingu fyrir 75 gesti og hins vegar 1.500 m² starfsmannahús með möguleika á fastri búsetu. Hótelbyggingin skal vera á tveimur hæðum og allt að 11 m. miðað við gólfkóta jarðhæðar. Starfsmannahúsin eru á einni til tveimur hæðum og mænishæð allt að 7 m.
Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu eða frá 27. mars með athugasemdarfrest til og með 9. maí 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir en bendir á að neysluvatnsöflun og fráveita er starfsleyfisskylt hjá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Vegagerðin bendir á að málsetja fjarlægðir milli tenginga sem brugðist hefur verið við en vegurinn að B1 er nú innan skipulagssvæðisins. Umhverfisstofnun bendir á að fjalla skuli um áætlaðan fjölda gesta varðandi fráveitu og hvaða kröfur eigi við. Áætlaður gestafjöldi var 90 en hefur verið lækkaður niður í allt að 75 manns. Stofnunin tekur fram að ásýnd mannvirkja skuli falla vel að svipmóti og einkennum svæðisins en skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Umhverfisstofnun. Stofnunin bendir einnig á að skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands eru mikilvægar vistgerðir þar sem ábyrgðar fuglar Íslands eiga til að verpa. Gróður raskast við uppbyggingu en áhersla er lögð á að takmarka rask eftir bestu getu og viðhalda náttúrulegu yfirbragði með þeim tilgangi að svæðið grætt upp. Athugasemdir bárust frá landeigendum að Háa-Múla og Fljótsdal, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að meðfylgjandi svarbréf verði send á landeigendur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/210.
AR mætir aftur inn á fund.

8.Deiliskipulag - Drangshlíðardalur 3b

2403055

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi að Drangshlíðardal 3b, L228997. Hámarkshæð mannvirkja er tekin út en heildarstærð helst óbreytt.
Deiliskipulags breytingin var grenndarkynnt fyrir Drangshlíðardal 3a (L228996) og Drangshlíðardal (L163652 og L178810) skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust og leggur því skipulags- og umhverfisnefnd til að breytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot Bakki 1

2405066

Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir lóðinni Kirkjulækjarkot Bakki 1, L195401.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

10.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallskot lóð 15 164109 - Flokkur 1,

2404169

Sigurgeir Sigurjónsson sækir um byggingarheimild fyrir viðbyggingu. Steinþór Kári Kárason skilar inn teikningum. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stækkunin verði grenndarkynnt fyrir Hallskoti í heild sinni. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á að uppbygging á svæðinu hefur ekki verið í samræmi við gildandi deiliskipulag og beinir því til lóðarhafa og landeigenda að deiliskipulagið verði endurskoðað.

11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Teigur 3 - Flokkur 1,

2405025

Lóðarhafi óskar eftir byggingarheimild fyrir skemmu að Teigi 3, L223295. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við áformin en að tillagan verði grenndarkynnt fyrir landeigendum að Teigi, Smáratúni, Heylæk og Butru skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 114

2405006F

Fundi slitið - kl. 14:00.