9. fundur 15. nóvember 2022 kl. 10:00 - 11:20 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Miðeyjarhólmur

2202040

Um er að ræða lýsingu að skipulagsverkefni á jörðinni Miðeyjarhólmur. Helstu markmið skipulagsins eru að afmarka byggingarreiti fyrir íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar ásamt heimreiðum að bæjarhúsunum frá Hólmabæjarvegi og Þjóðvegi 1.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.

2.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 10

2210106

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á spildunni Skeggjastaðir land 10 L194252. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 200m2 að stærð, skemmu allt að 200 m2 að stærð og hesthúsi allt að 200 m2 að stærð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 18

2210107

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Hvolsvegur 29-35

2211022

Um er að ræða áform um nýtt deiliskipulag á reit sem nær yfir lóðirnar Hvolsvegur 29, 30, 31, 32, 33, 35 og Hlíðarveg 15.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna fari af stað við gerð tillagna að uppbyggingu skv. meðfylgjandi tillögu og að nefndinni verði falið að fylgja verkefninu eftir.

5.Landskipti - Fornhagi

2211024

Landeigendur óska eftir því að skipta 14,4 ha spildu út úr Fornhaga L189779 í samræmi við uppdrátt unnum af Landslag ehf, dags. 4.11.2022. Hin nýja spilda mun fá staðfangið Fornhagi 2. Einnig er verið að hnitsetja ytri mörk Fornhaga L189779. Heildarstærð Fornhaga eftir landskipti er 37,27 ha.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang. Nefndin gerir auk þess ekki athugasemd við ytri mörk Fornhaga L189779.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82

2211003F

  • 6.1 2209059 Óleyfisframkvæmd - Dufþaksbraut 19
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82 Málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar. Bókun fundar Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar ósk um framkvæmd viðbyggingar við Dufþaksbraut 19.
  • 6.2 2210091 Umsögn vegna rekstrarleyfis - Hótel Hvolsvöllur
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82 Samþykkt.
  • 6.3 2210093 Sámsstaðir 1, lóð 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82 Samþykkt.
  • 6.4 2210092 Völlur 2 164207 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82 Afgreiðslu málsins er synjað þar sem að framkvæmdin er ekki í samræmi við skipulag.
  • 6.5 2211002 Heimatún 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82 Byggingaráform samþykkt.
  • 6.6 2211001 Umsókn um tækifærisleyfi; Uppskeruhátíð Geysis
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að tækifærisleyfi verði veitt.

Fundi slitið - kl. 11:20.