1. fundur 30. júní 2022 kl. 08:30 - 10:48 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir
  • Baldur Ólafsson
  • Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson
  • Guðmundur Ólafsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að bæta málum nr. 12 og 13 á dagskrá fundarins.

1.Skipulags- og umhverfisnefnd - Kosning formanns og varaformanns

2206093

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri leggur fram tillögu um að Elvar Eyvindsson verði kosin formaður nefndarinnar og Anna Runólfsdóttir varaformaður.

2.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032 var auglýst frá 6. apríl 2022 með athugasemdarfresti til 18. maí 2022. Einnig var tillagan send til umsagnaraðila. Athugasemdir og umsagnir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir svör við athugasemdum sem sett eru fram í skjali sem liggur fyrir fundinum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara þeim sem athugsemdir gerðu.

3.Deiliskipulag - Hólmaflöt

2202028

Davíð Viðarsson óskar eftir því að deiliskipuleggja lóðina Hólmaflöt L228971. Á byggingarreit B1 er gert ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 140 m2 og á byggingarreit B2 er gert ráð fyrir tveimur 30 m2 gestahúsum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað.

4.Deiliskipulag - Skálabrekka

2202098

Guðmundur Viðarsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Skálabrekka, sem er óstofnuð lóð út úr landi Miðskála L192334. Um er að ræða 3,74 ha spildu þar sem m.a. verður heimilt að byggja tveggja hæða íbúðarhús, með hámarkshæð allt að 8,5m frá botnplötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað.

5.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 17

2205050

Sigurjón Veigar Þórðarson óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 0,7 ha spildu úr lóðinni Skeggjastaðir land 17. Gert er ráð fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi ásamt 50 m2 geymslu/gestahúsi eða gróðurhúsi. Einnig er heimilt að byggja allt að 150 m2 skemmu/geymslu eða útihús. Heildarbyggingarmagn er 350 m2. Mænishæð er allt að 6,0m m.v. gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við landeigendur spildna á Skeggjastöðum að unnin verði tillaga að skipulagi á svæðinu í heild. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.

6.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Selhóll byggingarfélag óskar eftir heimild til þess að deiliskipuleggja hluta spildunnar Eystra Seljaland F7 undir 150 m2 hótel og íbúðarhús undir starfsfólk.
Um er að ræða breytingu á landnotkun svæðisins sem kallar á breytingu á aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

7.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Aðalfoss ehf óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi varðandi lóðirnar F2 og F3. Á lóð F2 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Á lóð F3 verður heimilt að byggja allt að 600 m2 gisti- og þjónustuhús í 2-3 mannvirkjum fyrir ferðamenn og starfsfólk. Hámarks mænishæð er 6,0m m.v. hæð jarðvegs í umhverfis húsin.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Eystra Seljalandi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Deiliskipulag - Syðsta Mörk

2205082

Björgvin Guðjónsson óskar eftir heimild til þess að deiliskipuleggja allt að 30 ha landspildu úr jörðinni Syðsta Mörk L163803 skv. meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða 15 stk. 1-2 ha lóðir undir íbúðarhús ásamt aukahúsum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
Rafn Bergsson víkur af fundi undir þessum dagsskrárliði.

9.Landskipti - Leirur 1

2206027

Ólafur Björnsson, fh. dánarbús Páls Magnúsar Pálssonar, óskar eftir því að skipta ca 11,5 ha spildu út úr jörðinni Leirur 1 L163700 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf., dags. 9.6.2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Leirur 1A
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.
Rafn Bergsson kemur aftur til fundar.

10.Deiliskipulag - Ytra Seljaland

2205094

Hnaukar ehf óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

11.Landskipti - Eystri Skógar

2206100

Vegagerðin óskar eftir því að skipta 11.207 m2 spildu út úr Eystri Skógum L163658 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af VEgagerðinni, dags. 05.12.2019. Hin nýja spilda fær staðfangið Eystri Skógar vegsvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

12.Umsókn um stöðuleyfi; Hvolsvöllur

2206146

Árni Sæmundsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 m2 timburhúsi á lóðinni við Ormsvöll 14. Sótt er um stöðuleyfi til fjögurra vikna frá og með 29.06.2022-27.07.2022. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugsemd við að veitt verði stöðuleyfi til 27.07.2022.

13.Óleyfisframkvæmd - Kvoslækjará

2206147

Ábending hefur borist um hugsanlega óleyfisframkvæmd við Kvoslækjará norðan Fljótshlíðarvegar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla gagna um málið og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67

2204002F

  • 14.1 2204016 Hallgerðartún 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67
  • 14.2 2202076 Lágatún 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68

2204007F

  • 15.1 2204043 Gimbratún 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68 Byggingarreitur er ekki réttur á afstöðumynd. Uppfæra þarf afstöðumynd m.t.t. gildandi deiliskipulags.
  • 15.2 2204073 Heimatún 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68 Fyrirhuguð breyting á geymslhúsnæði samræmist ekki gildandi deiliskipulagi þar sem að hámarksstærð geymsluhúss/gestahúss er 40m2.
  • 15.3 2204072 Hvolstún 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68 Leiðrétta þarf kólnunartöflu er varðar þak.

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69

2205006F

  • 16.1 2205024 Umsókn um stöðuleyfi - Básar, Goðalandi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69 Samþykkt að endurnýja stöðuleyfi frá 1.maí 2022 til 30. apríl 2023.
  • 16.2 2204043 Gimbratún 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70

2205011F

  • 17.1 2204017 Sámsstaðir 1, lóð 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
  • 17.2 2203083 Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn á Hvolsvelli
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70 Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15. september 2022.
  • 17.3 2205048 Langanes 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
  • 17.4 2205075 Umsókn um stöðuleyfi - Ásólfsskáli III
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70 Samþykkt að veita stöðuleyfi frá 1. júlí 2022 - 30. júní 2023.
  • 17.5 2203105 Breytt skráning fasteignar - Spilda
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
  • 17.6 2205095 Umsókn um stöðuleyfi - Ýrarlundur
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70 Samþykkt að veita stöðuleyfi til 30. júní 2023.
  • 17.7 2112163 Kirkjulækur 3 lóð 173063 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
  • 17.8 2203029 Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn við Austurveg
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70 Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15. september 2022.
  • 17.9 2203083 Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn á Hvolsvelli
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70 Sjá bókun við lið nr. 2
  • 17.10 2205125 Staðarbakki 164063 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70 Aðaluppdrættir ófullnægjandi.
  • 17.11 2205126 Umsókn um byggingarleyfi - Réttarfit 4
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
  • 17.12 2205127 Háeyri - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70 Afgreiðslu málsins er frestað þar sem ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

Fundi slitið - kl. 10:48.