34. fundur 15. júlí 2020 kl. 14:00 - 15:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
Ekki náðist að boða varamenn fyrir Friðrik Erlingsson og Leu Birnu Lárusdóttur

1.Kjötsúpuhátíð 2020

1911029

Umræða fór fram um Kjötsúpuhátíð 2020 og hvernig henni yrði háttað í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu. Samþykkt að gefa út yfirlýsingu um að hátíðin færi ekki fram á hefðbundin hátt. Viðburðir sem haldnir eru af einkaaðilum verða áfram auglýstir á miðlum sveitarfélagsins undir merkjum Kjötsúpuhátíðar. Menningarnefnd hvetur íbúa til að halda í hefðir eins og skreytingar í götum þó svo eiginleg hátíð fari ekki fram með hefðbundnu sniði.

Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt:

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur Menningarnefnd Rangárþings eystra, í samráði við sveitarstjóra, ákveðið að Kjötsúpuhátíðin 2020 verði ekki haldin með hefðbundnu sniði.

Nánari upplýsingar um Kjötsúpuhátíðina er að finna á Facebook síðu hátíðarinnar en fylgist einnig með öðrum minni viðburðum sumarsins á www.visithvolsvollur.is

2.Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2020

2007022

Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum um Sveitarlistamann Rangárþings eystra. Verðlaunin verða afhent í lok ágúst.

Fundi slitið - kl. 15:30.