31. fundur 20. nóvember 2019 kl. 19:30 - 20:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Magnús Benonýsson
  • Sigurður Þór Þórhallsson varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Nanna Fanney Björnsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra; haustúthlutun 2019

1909046

Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknir sem bárust.
Að þessu sinni veitir menningarnefnd styrk að upphæð 350 þúsund kr til verkefnisins Raufarfell undir Eyjafjöllum.

2.Mímir nemendafélag ML; ósk um styrk

1910007

Menningarnefnd hafnar umsókninni að þessu sinni en hvetur nemendafélagið Mími til að sækja um styrk aftur og hafa með ítarlegri upplýsingar varðandi kostnaðaráætlun og styrkupphæð.
Einnig bendir menningarnefnd á að hægt er að finna upplýsingar um styrki úr menningarsjóði og þar til gerð eyðublöð á heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Kjötsúpuhátíð 2020

1911029

Ýmsar hugmyndir varðandi breytingu á dagskrá Kjötsúpuhátíðar 2020 ræddar.

Fundi slitið - kl. 20:30.