26. fundur 27. mars 2019 kl. 17:00 - 19:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Sara Ástþórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarnefnd; stofnun menningarsjóðs

1903079

Þórður Freyr Sigurðarson, verkefnastjóri hjá SASS kom inn á fundinn og veitti ráðgjöf um gerð reglna fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Reglunum vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

2.Beiðni um styrk; vegna útgáfu bókarinnar Leitin að Njáluhöfundi

1902435

Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Verið er að leggja lokahönd á úthlutunarreglur fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Umsóknin verður tekin fyrir eftir að auglýst hefur verið eftir styrkjum úr þeim sjóði.

3.Beiðni um styrk; útiljósmyndasýning 2019

1903264

Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Verið er að leggja lokahönd á úthlutunarreglur fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Umsóknin verður tekin fyrir eftir að auglýst hefur verið eftir styrkjum úr þeim sjóði.

4.Beiðni um styrk; Tónleikar í Þykkvabæjarkirkju og Breiðabólstaðarkirkju

1903364

Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Verið er að leggja lokahönd á úthlutunarreglur fyrir Menningarsjóð Rangárþings eystra. Umsóknin verður tekin fyrir eftir að auglýst hefur verið eftir styrkjum úr þeim sjóði.

5.Páskar í Rangárþingi eystra 2019

1903252

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þetta frábæra verkefni og er til taks ef þurfa þykir.

6.Önnur mál; 26. fundur Menningarnefndar

1903253

Kjötsúpuhátíð 2019

Menningarnefnd ákveður að halda opinn íbúafund um Kjötsúpuhátíðina 2019 í byrjun apríl þar sem að íbúum mun gefast kostur á að ræða um framkvæmd og undirbúning hátíðarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.