42. fundur 23. júní 2021 kl. 11:00 - 13:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.17. júní hátíðarhöld 2021

2101036

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir velheppnuðum hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní. Umræður um hátíðarhöldin 2022.

2.Kjötsúpuhátíðin 2021

2101035

Undirbúningur fyrir Kjötsúpuhátíð 2021 er í fullu gangi. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að hefja markaðssetningu á Kjötsúpuhátíð í samvinnu við umsjónaraðila hátíðarinnar.

3.Menningarsjóður Rangárþings eystra - haustúthlutun 2021

2105076

Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa úthlutun úr Menningarsjóð Rangárþings eystra að hausti. Menningarnefnd ákveður að endurskoða reglur sjóðsins fyrir næstu úthlutun.

4.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Brennan norðan við Króktún
- Menningarnefnd ákveður að brennan verður notuð á Kjösúpuhátíð sem haldin verður 27. - 29. ágúst.


Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2021
- Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir tilnefningum til Sveitarlistamanns Rangárþings eystra.

Afrekshugur
- Söfnunin fyrir styttunni gengur vonum framar og Friðrik Erlingsson fer yfir hvernig málum háttar varðandi flutning og uppsetningu á styttunni.

Fundi slitið - kl. 13:00.