41. fundur 21. apríl 2021 kl. 14:30 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Katrín Óskarsdóttir
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Kjötsúpuhátíðin 2021

2101035

Menningarnefnd þakkar Skafta fyrir góðar umræður varðandi Kjötsúpuhátíð. Unnið verður áfram að drögum að dagskrá í samræmi við umræður á fundinum.

2.17. júní hátíðarhöld 2021

2101036

Menningarnefnd vonast til að hægt verði að halda 17. júní hátíðlegan í ár. Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að sjá um hátíðarhöldin á 17. júní, að hluta til eða í heild sinni.

3.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Brennan norðan við Króktún: Menningarnefnd leggur til búin verði til viðburður, t.d. á Jónsmessu eða á Þorláksmessu að sumri, þar sem kveikt verði í brennunni með fyrirvara um að samkomutakmarkanir leyfa.



Fundi slitið - kl. 16:00.