40. fundur 30. mars 2021 kl. 14:00 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
  • Friðrik Erlingsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.17. júní hátíðarhöld 2021

2101036

Menningarnefnd vonast til að hægt verði að halda 17. júní hátíðlegan í ár. Umræður um hátíðarhöldin fóru fram á fundinum og þakkar nefndin Ólafi Erni fyrir gott innlegg.

Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Styrkbeiðni; Jazz undir fjöllum 2021

2103001

Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Næsta úthlutun úr Menningarsjóð Rangárþings eystra er í haust og verður umsóknin tekin þá fyrir.

3.Umsókn um styrk; Kammerkór Rangæinga

2103096

Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Næsta úthlutun úr Menningarsjóð Rangárþings eystra er í haust og verður umsóknin tekin þá fyrir.

4.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Nínulundur: Nínulundur er nú þegar kominn á lista Umhverfis- og garðyrkjustjóra yfir svæði sem að unnið verður að í vor og sumar.

Afrekshugur: Friðrik fer yfir stöðu mála í verkefninu Afrekshugur heim.

Fundi slitið - kl. 16:00.