39. fundur 24. febrúar 2021 kl. 14:30 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Harpa Mjöll Kjartansdóttir Formaður Menningarnefndar
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra - vorúthlutun 2021

2101001

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir fjölda og gæðum þeirra umsókna er bárust í Menningarsjóð að þessu sinni.

Sex umsóknir bárust í sjóðinn að heildarupphæð 1.900.000. Ekki var unnt að styrkja allar umsóknir en Menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr vorúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

Rjómabúið Bollakoti: 150.000 kr.
Ljósmyndasýning 860 á Miðbæjartúni: 400.000 kr.
Tónleikaröð í Midgard: 300.000 kr.

2.Kjötsúpuhátíðin 2021

2101035

Menningarnefnd stefnir að því að halda Kjötsúpuhátíð helgina 27. - 29. ágúst nk. Umræður fóru fram um skipulagningu og utanumhald hátíðarinnar.

3.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Umræður fóru fram um ýmis mál tengd menningarmálum í sveitarfélaginu. Ákveðið er að funda næst í mars.

Fundi slitið - kl. 16:00.