2405057
Á fundi byggðarráðs nr 257 var lagt fram erindi ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi þar sem verið er að kanna áhuga sveitarfélagisns á að þróa málið áfram með því að hefja vinnu við greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu sem nýst getur sveitarfélaginu í framtíðinni við endurskoðun aðalskipulags.
Byggarráð bókaði eftirfarandi:
Byggðarráð tekur vel í erindið og fagnar frumkvæði ferðaþjónustuaðila hvað það varðar. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og markaðs- og menningarnefndar til umsagnar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum