19. fundur 10. júní 2024 kl. 16:30 - 17:15 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Christiane L. Bahner formaður
 • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  Aðalmaður: Guri Hilstad Ólason
 • Kristín Jóhannsdóttir
  Aðalmaður: Guðni Steinarr Guðjónsson
 • Magnús Benonýsson
  Aðalmaður: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
 • Bjarki Oddsson
  Aðalmaður: Ágúst Jensson
Starfsmenn
 • Sigurmundur Páll Jónsson ritari
Fundargerð ritaði: Christiane L. Bahner formaður
Dagskrá

1.Kynning á markaðs- og kynningarfulltrúa

2406021

Sigurmundur kynnir sig og nefndin bíður hann velkominn til starfa.

2.Ósk um samstarf vegna greiningar myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu

2405057

Á fundi byggðarráðs nr 257 var lagt fram erindi ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi þar sem verið er að kanna áhuga sveitarfélagisns á að þróa málið áfram með því að hefja vinnu við greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu sem nýst getur sveitarfélaginu í framtíðinni við endurskoðun aðalskipulags.Byggarráð bókaði eftirfarandi:

Byggðarráð tekur vel í erindið og fagnar frumkvæði ferðaþjónustuaðila hvað það varðar. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og markaðs- og menningarnefndar til umsagnar.

Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum
Nefndin tekur vel í erindið og vísar í áskorun nefndarinnar dagsett 8.apríl 2024:

"Ferðamennska er mjög stór atvinnugrein í okkar sveitarfélagi, en stærsti veikleikinn hennar eru árstíðarsveiflurnar og erfitt fyrir fyrirtæki að vera með heilsársstarfsemi. Til að minnka sveifluna þyrfti að efla vetrarferðarmennsku á svæðinu, t.a.m. með því að laða ferðamenn að sem vilja skoða norðurljós. Ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu eru þegar byrjuð að skipuleggja sameiginlegt markaðsátak, en sveitarfélagið getur lagt sitt af mörkum með t.d. Dark Sky Certification, en einnig mætti setja merkingar/skreytingar sem tengjast norðurljósum, taka þátt í uppákomum sem tengjast norðurljósum og benda á staði eða tileinka ákveðin bílastæði.

Markaðs- og menningarnefnd skorar á sveitarstjórn Rangárþings eystra að kanna möguleikann á að efla vetrarferðamennsku á svæðinu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila, og þá sérstaklega til að laða að ferðamenn sem vilja skoða norðurljós."

Samþykkt samhljóða

3.Sveitarlistamaður Rangárþings Eystra 2024

2406019

Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir tilnefningum til sveitarlistamanns Rangárþings eystra 2024.
Samþykkt samhljóða.

4.Samfélagsviðurkenning Rangárþings Eystra 2024

2406020

Fundi slitið - kl. 17:15.