4. fundur 26. september 2022 kl. 18:30 - 20:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner
  • Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Magnús Benonýsson varamaður
    Aðalmaður: Rebekka Katrínardóttir
  • Konráð Helgi Haraldsson
  • Bjarki Oddsson varamaður
    Aðalmaður: Stefán Friðrik Friðriksson
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir starfsmaður skrifstofu
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra; haustúthlutun 2022

2206098

Fjórar umsóknir bárust í sjóðinn, 545.000 kr. var úthlutað.

Ungmennafélagið Trausti; 100 ára afmæli UMF Trausta - 370.000 kr.
Félag sauðfjárbænda Rangárvallasýslu; Dagur sauðkindarinnar - 50.000 kr.
Kvenfélagið Eining Hvolhreppi; Margt verður til í kvenna höndum - 125.000 kr.

2.Kjötsúpuhátíð 2022

2203051

Uppgjör á Kjötsúpuhátíðinni 2022.
Farið var yfir uppgjör Kjötsúpuhátíðar 2022.

3.Tilnefningar til Hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi 2022

2209067

Nefndin felur Markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins að senda inn tilnefningu í samræmi við umræðu fundarins.

4.Samtal við atvinnurekendur í Rangárþingi eystra

2209068

Markaðs- og menningarnefnd hefur áhuga á því að eiga samtal við atvinnurekendur í sveitarfélaginu.
Málinu frestað fram á næsta fund.

5.Fundadagatal Rangárþings eystra 2022-2023

2209017

Nefndin samþykkir fundardagatalið fyrir sitt leiti.

6.Sinfóníuhljómsveit Suðurlands; boð á tónleika í Hvolsskóla

2209075

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands býður nefndarmönnum Markaðs- og menningarnefndar á tónleika í Hvolsskóla, mánudaginn 3. október kl. 9.
Nefndin þakkar fyrir gott boð og hvetur alla sem tök hafa á að mæta á tónleikana.

Fundi slitið - kl. 20:00.