2. fundur 11. ágúst 2022 kl. 16:30 - 17:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner
  • Magnús Benonýsson
    Aðalmaður: Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Rebekka Katrínardóttir
  • Kristín Jóhannsdóttir
    Aðalmaður: Guðni Steinarr Guðjónsson
  • Stefán Friðrik Friðriksson
  • Ágúst Jensson
    Aðalmaður: Konráð Helgi Haraldsson
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir fulltrúi
Dagskrá
Formaður leitast eftir athugasemd við fundarboð ef einhverjar eru.

1.Fjölmenningarhátíð Rangárþings eystra

2207004

Ákveðið hefur verið að halda Fjölmenningarhátíð í Rangárþingi eystra þann 12. nóvember nk. Magdalena Przewlocka er gestur fundarins undir þessum lið og kynnir undirbúning og dagskrá.
Magda boðar forföll en sendir yfirlit með hugmyndum að dagskrá og viðburðum fyrir Fjölmenningarhátíðina.

Nefndin þakkar Mögdu fyrir flott framtak og óskar eftir að fá hana til sín á næsta fund.

2.Erindisbréf; Markaðs- og menningarnefnd

2207001

Á fyrsta fundi Markaðs- og menningarnefndar voru nefndarmenn hvattir til að rýna erindisbréfið og koma með tillögur og athugasemdir á næsta fund.

Nefndin leggur til að menningarmálum verði gert hærra undir höfði í erindisbréfinu.
Lögð er fram tillaga um að bæta við liðum við 3. gr:
12. Stuðla að og eiga frumkvæði að hátíðarhöldum í sveitarfélaginu, s.s. 17. júní, kjötsúpuhátíð, fjölmenningarhátíð
13. Auglýsa og úthluta úr menningarsjóði Rangárþings eystra
14. Velja sveitarlistamann Rangárþings eystra árlega
15. Stuðla að öflugu menningarlífi í Rangárþingi eystra

Nefndin felur formanni að fara yfir aðrar athugasemdir með sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða

3.Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2022

2208006

Verðlaun fyrir Sveitarlistamann Rangárþings eystra verða nú veitt í 9. sinn á Kjötsúpuhátíðinni þann 27. ágúst nk..
Auglýst hefur verið eftir tilnefningum til sveitarlistamanns Rangárþings eystra 2022. Viðurkenning verður veitt á Kjötsúpuhátíðinni 26.-28.ágúst.
Nefndin mun fara yfir tilnefningar og kjósa sveitarlistamann á næsta fundi sínum.

4.Menningarsjóður Rangárþings eystra; haustúthlutun 2022

2206098

Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að auglýsa eftir umsóknum í haustúthlutun sjóðsins.

Samþykkt samhljóða

5.Kjötsúpuhátíð 2022

2203051

Nefndin þakkar Skafta fyrir vandaða og fjölbreytta dagskrá. Óskað verður eftir frekari upplýsingum og fullmótaðri dagskrá fyrir næsta fund nefndarinnar.

6.Möguleikar á Alþjóðaflugvelli á miðsvæði Suðurlands

2208009

Guðni Ragnarsson leggur til við Markaðs- og menningarmálanefnd að því verði komið á framfæri við sveitarstjórn að kannaðir verði möguleikar á samstarfi við sveitarfélögin í kring um að koma upp Alþjóðaflugvelli á miðsvæði Suðurlands.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:30.