1. fundur 04. júlí 2022 kl. 16:30 - 17:40 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner
  • Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Magnús Benonýsson
    Aðalmaður: Rebekka Katrínardóttir
  • Guðni Steinarr Guðjónsson
  • Stefán Friðrik Friðriksson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir ritari
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning formanns og varaformanns Markaðs- og menningarnefndar

2207002

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, leggur fram tillögu um að Christiane L. Bahner verði kosin formaður nefndarinnar og að Guðni Steinarr Guðjónsson verði varaformaður.

Samþykkt samhljóða.

2.Kynning á stjórnskipulagi og erindisbréf; Markaðs- og menningarnefnd

2207001

Nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins og drög að erindisbréfi kynnt fyrir nefndinni.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, kynnir fyrir nefndarmönnum nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins ásamt drögum að erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.
Nefndarfulltrúar eru hvattir til að rýna erindisbréfið og koma með athugasemdir eða tillögur fyrir næsta fund.

3.Kynning á markaðs- og menningarmálum Rangárþings eystra

2207003

Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi fer stuttlega yfir málaflokkinn.
Nefndin þakkar Markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir greinargóða kynningu.

4.Kjötsúpuhátíð 2022

2203051

Kjötsúpuhátíðin verður haldin 26. - 28. ágúst nk. Auglýst var eftir aðila eða aðilum til að halda hátíðina og barst ein umsókn um hátíðina í heild og tvær umsóknir um hljóðkerfi.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að semja við Sigurgeir Skafta Flosason, f.h. Tónræktarinnar ehf. um að halda utan um Kjötsúpuhátíðina 2022. Sigurgeir Skafti mun starfa með markaðs- og kynningarfulltrúa sem og Markaðs- og menningarnefnd að undirbúning hátíðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Fjölmenningardagur Rangárþings eystra

2207004

Magdalena Przewlocka hefur unnið að því sl. ár, ásamt góðum hóp, að undirbúa fjölmenningardag sem haldin verður 12. nóvember nk. í Hvolnum á Hvolsvelli.
Markaðs-og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði Magdalenu og starfshópsins að fjölmenningardeginum.

Fundi slitið - kl. 17:40.