70. fundur 29. janúar 2025 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir varaformaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir aðalmaður
  • Ástvaldur Helgi Gylfason aðalmaður
  • Bjarni Daníelsson formaður
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Líkamsræktin í íþróttahúsinu

2411007

Mál 2411007 um notendur í líkamsræktinni og hvort breyta eigi aldursmörkum og/eða hafa gjaldfrjálst fyrir ungmenni tekið til endurskoðunnar.



Gestir: Tinna Erlingsdóttir formaður KFR og Sigurður Jensson Formaður Íþróttafélagsins Dímonar.
HÍÆ nefnd leggur til að nemendur í 8. bekk að 18 ára aldri megi fara ein og fái frían aðgang í líkamsræktina á Hvolsvelli eftir uppáskrift frá foreldri/forráðamanni.
Einnig leggur nefndin til að boðið verði uppá námskeið og/eða kennslu í líkamsbeitingu fyrir þennan aldurshóp í líkamsrækt.

2.Frístundastyrkur

2411060

Umræða um frístundastyrki.

Frístundastyrkir er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir börn og unglinga stundum frá 1 til 18 ára en hjá sumum sveitarfélögum fyrir aldurinn 6-18 ára. Styrkurinn er mishár en hann er notaður til að greiða niður æfingagjöld barna og unglinga. Ekki þarf að sækja um hann sérstaklega heldur skrá forráðamenn sig yfirleitt með rafrænum skilríkjum inn á ákveðna síðu og eru þaðan leidd áfram.

Markmið með frístundastyrk er að börn og unglingar geti tekið þátt í frístundarstarfi óháð efnahag.
Bryndís Lára sagði frá starfi í sínu sem svæðisfulltrúi á Suðurlandi hjá svæðisstöðvum íþróttahéraða.
Kynning á Frístundastyrk þar sem hún t.d. bar saman sveitarfélög, upphæðir, aldur ofl.

HíÆ nefnd þakkar Bryndísi Láru fyrir kynninguna. HÍÆ nefnd mun kynna sér málið betur, afla sér upplýsinga og taka málið upp aftur.

3.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2210063

Á 69. fundi HÍÆ nefndar lagði nefndin til að íþrótta- og afrekssjóðurinn verði lagður niður í núverandi mynd og lagt til að hann verði tekinn til gagngerðar endurskoðunar.



Byggðarráð óskar eftir því á 270. fundi sínum að Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd taki málið aftur til umræðu og skili rökstuddum tillögum um framtíð sjóðsins til sveitarstjórnar.
Máli frestað.

Fundi slitið - kl. 18:00.