69. fundur 28. nóvember 2024 kl. 16:30 - 18:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir varaformaður
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson formaður
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrá Íþróttamiðstöð 2024

2310088

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar til umfjöllunnar.





HÍÆ nefnd skoðaði gjaldskrá og lagið til fyrir árið 2025 að aðgangseyrir fari úr 1.200 krónur í 1.500 krónur og leiga á handklæði, sundfötum og aðgangseyrir verði 2.400 krónur. Annað verði óbreytt.

2.Líkamsræktin í íþróttahúsinu

2411007

1) Ætti að vera frír aðgangur fyrir nemendur af elsta stigi í líkamsræktina?



2)Hver ættu aldursmörkin að vera án forráðamanns í líkamsræktinni?



Allir starfsmenn sveitarfélagsins fá frítt í sund og rækt. Munar okkur nokkuð um það að bjóða nokkrum ungmennum í 8-10. bekk frían aðgang í líkamsræktina? Víða um landið fá þessir krakkar frían aðgang bæði í sund og rækt, þeas ef ræktin er rekin á vegum sveitarfélagsins.



Með því að hafa lækka aldursmörkin í líkamsrækt eru við að stór auka möguleika unglinga af elsta stigi Hvolsskóla á að bæta sig í sinni íþrótt og einnig þá sem eru ekki að stunda neina íþrótt en vilja stunda líkamsrækt í líkmasræktarsal. Það eru engar reglur til í landinu um aldursmörk og er hver stöð með sínar útfærslur. Hugmyndin er að þeir sem áhuga hafa á þessu komi með uppáskrifað frá forráðamanni um að þau samþykki aðgang að líkamsrækt, einnig mætti samþykki koma frá íþróttakennara sem hefur kennt barninu á tækin.
HÍÆ nefnd leggur til óbreytt fyrirkomulag í líkamsræktinni.
Iðkendur geti farið í líkamsrækt með sínum þjálfara á æfingatíma.

3.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2210063

Endurskoða íþrótta- og afrekssjóðinn
HÍÆ nefnd leggur til að íþrótta- og afrekssjóðurinn verður lagður niður í núverandi mynd og lagt til að hann verði tekinn til gagngerðar endurskoðunar.

4.Hjólaskýli

2411008

Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag og er því til umræðu hvort við ættum að hafa hjólaskýli við íþróttahúsið, leikskóla, grunnskóla og aðrar stofnanir sveitarfélagsins.

Það eru meiri líkur á að íbúar noti hjólin sín ef hjólaskýli eru við stofnanir sveitarfélagins, því það er stundum rigning.

HÍÆ nefnd leggur til að gerð verði hjólaskýli við stofnanir sveitarfélagsins sem skýla hjólum fyrir veðri og vindum.

5.Ósk um styrk vegna reiðnámskeiðs fyrri börn og unglinga.

2411058

Ósk um styrk frá sveitarfélaginu Rangárþings Eystra til að halda reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í samfellustarfinu.
HíÆ nefnd fagnar þessari hugmynd og leggjum til að verkefnið verði styrkt. Nefndin leggur til að umsækjandi láti annð bréf fylgja með til sveitarstjórnar þar sem fram kemur verð, hvar kennslan fari fram og í hvað styrkurinn verði notaður.


6.Frístundastyrkur

2411060

Umræða um frístundastyrki.

Frístundastyrkir er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir börn og unglinga stundum frá 1 til 18 ára en hjá sumum sveitarfélögum fyrir aldurinn 6-18 ára. Styrkurinn er mishár en hann er notaður til að greiða niður æfingagjöld barna og unglinga. Ekki þarf að sækja um hann sérstaklega heldur skrá forráðamenn sig yfirleitt með rafrænum skilríkjum inn á ákveðna síðu og eru þaðan leidd áfram.

Markmið með frístundastyrk er að börn og unglingar geti tekið þátt í frístundarstarfi óháð efnahag.

HÍÆ nefnd leggur til að fresta málinu um frístundastyrk til næsta fundar.

7.HÍÆ önnur mál

2112016

Önnur mál

HÍÆ nefnd óskar eftir svörum frá sveitarstjórn á stöðu fyrirhugaðra íþróttamannvirkja í sveitarfélagnu.
1)Í sumar var íbúakosnig varðandi körfuboltavöll, hver er staðan á þeim velli.
2) Mikið hefur verið rætt um fyrirhugaðan gervigrasvöll. Rætt hefur verið um heilan eða hálfanvöll. Hvað er að frétta af gervigrasvelli?
3) Strandblavöllur, er hann væntanlegur og hvar þá?



Fundi slitið - kl. 18:30.