67. fundur 24. júlí 2024 kl. 14:00 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Blakvöllur á Gamla róló 2024

2406033

HIÆ nefnd fær kynningu um stöðu mála á mögulegum blakvelli á Hvolsvelli.
HÍÆ nefnd þakkar Arnari fyrir kynninguna.

HÍÆ nefnd leggur til að blakvöllurinn verði staðsettur bak við Hvolsskóla/íþróttamiðstöð og hafist verði handa sem fyrst.



2.Körfuboltavöllur á Hvolsvelli 2024

2402010

HÍÆ nefnd fær kynningu á fyrirhuguðum körfuboltavelli við Hvolsskóla.
HÍÆ nefnd þakkar Arnari fyrir kynninguna. HÍÆ nefnd leggur til að framkvæmd verði í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar og leggur til að hafist verði handa sem fyrst.

3.Knattspyrnuvöllur - HÍÆ nefnd.

2407068

Arnar Jónsson aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa fer yfir stöðu og möguleika á knattspyrnuvelli á Hvolsvelli.
HÍÆ þakkar Arnari fyrir kynninguna.

HÍÆ nefnd leggur til að gervigras verði lagt á SS-völlinn og farið verði af stað í hönnunarvinnu sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 16:00.