66. fundur
19. júní 2024 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
Sandra Sif Úlfarsdóttir
Bjarki Oddsson
Ástvaldur Helgi Gylfason
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Sigurður Orri Baldursson
Lilja Einarsdóttir
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Starfsmenn
Ólafur Örn Oddssonembættismaður
Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði:Ólafur Örn OddssonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
1.Sameiginleg frístunda- og viðburðarsíða
2404232
Samstarfssamningur vegna ,,Suðurlífs".
Lagður fram samningur vegna ,,Suðurlífs" sem væri sameiginleg heimasíða fimm sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu til að upplýsa íbúa ofl. um viðburði, hreyfingu, útivist ofl.
HíÆ nefnd er hlynnt gerð þessarar síðu í samvinnu við hin sveitarfélögin þar sem hreyfingu, viðburðum og útivist er haldið saman á einum stað.
2.Blakvöllur á Gamla róló 2024
2406033
Hugmynd er að setja upp strandblakvöll á Hvolsvelli.
HÍÆ nefnd leggur til að aflað verði frekari gagna t.d. varðandi kostnað, nýtingu, staðsetningu, reynslu annarra sveitarfélaga ofl.
3.Körfuboltavöllur á Hvolsvelli 2024
2402010
Körfuboltavöllur á Hvolsvelli.
HÍÆ nefnd óskar eftir að fá kynningu frá skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi verkefnið, niðurstöður kannana og framtíðarskipulag skólalóðar Hvolsskóla á næsta fundir HÍÆ nefndar. Á þann fund verði varamenn og aðrir hagsmunaaðilar einnig boðaðir.