66. fundur 19. júní 2024 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Sigurður Orri Baldursson
  • Lilja Einarsdóttir
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Sameiginleg frístunda- og viðburðarsíða

2404232

Samstarfssamningur vegna ,,Suðurlífs".

Lagður fram samningur vegna ,,Suðurlífs" sem væri sameiginleg heimasíða fimm sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu til að upplýsa íbúa ofl. um viðburði, hreyfingu, útivist ofl.
HíÆ nefnd er hlynnt gerð þessarar síðu í samvinnu við hin sveitarfélögin þar sem hreyfingu, viðburðum og útivist er haldið saman á einum stað.

2.Blakvöllur á Gamla róló 2024

2406033

Hugmynd er að setja upp strandblakvöll á Hvolsvelli.
HÍÆ nefnd leggur til að aflað verði frekari gagna t.d. varðandi kostnað, nýtingu, staðsetningu, reynslu annarra sveitarfélaga ofl.

3.Körfuboltavöllur á Hvolsvelli 2024

2402010

Körfuboltavöllur á Hvolsvelli.
HÍÆ nefnd óskar eftir að fá kynningu frá skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi verkefnið, niðurstöður kannana og framtíðarskipulag skólalóðar Hvolsskóla á næsta fundir HÍÆ nefndar. Á þann fund verði varamenn og aðrir hagsmunaaðilar einnig boðaðir.

Fundi slitið - kl. 18:00.