53. fundur 23. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Bjarki Oddsson
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2112015

Endurskoðun reglugerðar Íþrótta og afrekssjóðs Rangárþings eystra.
Nefndarmenn rýndu vel í reglugerð og vinnureglur íþrótta- og afrekssjóðsins. Helstu breytingar voru þær að núna er aðeins úthlutun einu sinni á ári og skulu umsækjendur skila inn fyrir 1. desember hvert ár og umsóknarferlið verður rafrænt á heimasíðu Rangárþings eystra.

2.Önnur mál.

2211058

Önnur óundirbúin mál.
Rætt var lítillega um breytingar á fyrirkomulagi tilkynningar á íþróttamanni ársins, t.d. hvort verðlauna ætti í lok árs eða byrjun þess næsta.

Fundi slitið - kl. 17:00.