52. fundur 26. október 2022 kl. 17:00 - 18:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Sigurður Orri Baldursson
  • Guðni Steinarr Guðjónsson
  • Stefán Friðrik Friðriksson varamaður
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Skyttur; Ósk um styrk til æskulýðsstarfs

2209088

Ósk skotfélagsins Skyttur um styrk.
Magnús Ragnarsson formaður kemur og kynnir starfið. Skotfélagið er ekki með samning við sveitarfélagið og hefur óskað eftir því að sveitarfélagið gerið við þá samning.
Hann óskar því styrk frá sveitarfélaginu fyrir búnaði.
Magnús fór yfir starfið hjá skotfélaginu og sagði ma frá því að skotíþróttir væru í 8 sæti yfir fjölmennustu íþróttagreinar á Íslandi. Skotfélagið er að skoða aðstoðumál hér á Hvolsvelli og vantar meiri búnað, t.d. leyserbyssur og skotmörk.
HÍÆ nefnd leggur til að sveitarstjórn styrki skotfélagið Skyttur til búnaðarkaupa og fagnar frumkvöðlastarfi sem stjórn skotfélagsins hefur sýnt undanfarin ár.

2.Tvisturinn, framtíðarsýn og skipulag

2209121

Laufey Hanna Tómasdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tvisturinn í Rangárþingi eystra gerir grein fyrir skipulagi og framtíðaráformum félagsmiðstöðvarinnar.


Laufey Hanna sagði frá starfinu í félagsmiðstöðinni.

3.Íþrótta- og afrekssjóður Rangþings eystra

2210063

Íþrótta- og afrekssjóður Rangárþings eystra var stofnuður fyrir um ári síðan. Sjóðurinn hefur það markmið að veita einstökum íþrótta- eða afreksmönnum, sem keppa fyrir hönd sveitarfélags í Rangárþingi eystra, viðurkenningu og fjárstuðning og auðvelda þeim æfingar og og þátttöku í mikilvægum keppnum.
HíÆ nefnd fór yfir umsóknir í íþrótta- og afrekssjóðinn. Fundarmenn fóru yfir þær og afgreiddi.
Eftirtaldir fengu styrk
Ívar Ylur Birgisson fékk alls 40.000 krónur í styrk fyrir að vera í úrvalshópi hjá KKI í körfubolta og styrk til að stunda frjálsar íþróttir á Selfossi þar sem aðstaðan á Hvolsvelli er ekki fullnægjandi.
Katrín Eyland Gunnarsdóttir fékk 60.000 krónur fyrir að vera Íslandsmeistari í boðhlaupi og einnig styrk fyrir að stunda frjálsar íþróttir á Selfossi þar sem aðstaðan er mun betri þar en á Hvolsvelli.

Einn umsækjandi skilaði ekki fullnægjandi gögnum og var Ólafur Örn beðinn um að óska eftir þeim.

Nefndin lagði einnig til við Ólaf Örn að hann skyldi búa til drög að stöðluðu umsóknareyðublaði sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagins til að auðvelda umsækjendum að skila inn réttum upplýsingum.

4.Heilsueflandi haust 2022-2023

2209048

Hugmyndavinna og dagsetningar ákveðnar.
Næstu skref voru rædd og nýjar hugmyndir ræddar og settar á blað. Ólafur Örn hvatti svo fundarmenn að koma hugmyndum á sig ef þeim myndi detta eitthvað heilsueflandi í hug.

Fundi slitið - kl. 18:30.