51. fundur 30. september 2022 kl. 15:00 - 17:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir varaformaður
  • Bjarki Oddsson
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson formaður
  • Sigurður Orri Baldursson
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Skýrsla um íþróttasvæði - drög

2209127

Á fundi heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar (HÍÆ) þann 22. júní 2022 var lagt til að myndaður yrði lítill starfshópur þar sem unnin yrði greining á innviðum og á þörfum íþróttahreyfingarinnar í sveitarfélaginu og að út frá þeirri greiningu yrði unnið að tillögum að uppbyggingu íþróttasvæðis. Á fundi byggðarráðs þann 7. júlí 2022 var lagt til að starfshópurinn yrði HÍÆ nefndin og með hópnum starfi yfirmaður framkvæmda- og eignasviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipulags- og byggingafulltrúi eftir atvikum hverju sinni og óskum starfshópsins. Byggðarráð samþykkti að starfshópurinn tæki strax til starfa og myndi skila tillögum til byggðarráðs eigi síðar en 1. október.
Farið yfir skýrslu starfshópsins og hún samþykkt.

2.Heilsueflandi haust 2022-2023

2209048

Hugmyndir að heilsueflandi hausti
Rætt um Heilsueflandi haust og íþrótta og æskulýðsfulltrúa var falið að vinnu úr hugmyndum sem ræddar voru á fundinum. Stefnt að hefja heilsueflandi haust um miðjan október.

3.Skotfélagið Skyttur - ósk um styrk

2208076

Skotfélagið Skyttur óskar eftir samstarfssamning fyrir barna- og unglingastarfið sitt.
Ákveðið var að boða Magnús, formann Skytta, á næsta fund HÍÆ nefndar þar sem hann fer yfir starfið.

4.Fjallahjólastígur í Hvolsfjalli

2209089

HÍÆ nefnd þakkar þeim félögum fyrir þetta bréf. Vel var tekið í erindið og var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að koma sér í samband við ,,fjallahjólafrömuða" til að vinna út frá þessum hugmyndum og varðandi möguleika og kostnað.

5.Sundkort fyrir eldri borgara

2208030

HÍÆ nefnd leggur til að aðgangur fyrir eldri borgara og öryrkja að sundlauginni verði gjaldfrjáls óháð búsetu.

Fundi slitið - kl. 17:30.