1. fundur 05. júlí 2022 kl. 17:00 - 18:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Ástvaldur Helgi Gylfason
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Sigurður Orri Baldursson
  • Tómas Birgir Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti, Tómas Birgir Magnússon, setur fund og óskar eftir athugasemdum við

1.Kosning formanns og varaformanns; Heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd

2207011

Tómas Birgir Magnússon, oddviti, leggur fram tillögu um að Bjarni Daníelsson verði kosin formaður nefndarinnar og Sandra Sif Úlfarsdóttir varaformaður.
Samþykkt með 6 atkvæðum, BD, BLH, SSÚ, SOB, ÁHG og KL.
BO sytur hjá.

Tómas Birgir Magnússon, oddviti, leggur fram tillögu um að Sandra Sif Úlfarsdóttir verði kosin varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.

Við fundarstjórn tekur Bjarni Daníelsson.

2.Kynning á stjórnskipulagi og erindisbréfi; Heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd

2207012

Lagt fram til kynningar nýtt stjórnskipulag og skipurit Rangárþings eysta. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

3.Efling frrístundastarfs barna í sérstaklega viðkvæmri stöðu

2205102

Lagt fram bréf mennta- og barnamálaráðherra til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar. Sveitarfélög hvött til að horfa sérstaklega til viðbótarverkefna sem miða að því að virkja hóp 12 til 16 ára barna með fjölbreyttum úrræðum. Rangárþing eystra hefur hlotið styrk frá ráðuneytinu til eflingar starfi fyrir börn.
Nefndin leggur til að fjármunirnir verði nýttir í fræðslu og fyrirlestra fyrir börn í sveitarfélaginu, svo sem sjálfstyrkingu, hópefli, næring, svefn og fjármálalæsi.

4.Forstöðumaður í félagsmiðstöð

2206034

Starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins er laust til umsóknar.
Nefndin leggur mikla áhersu á að ráðið verði í 100% stöðu forstöðumanns og leitað verði ráðgjafar hjá fagaðilum úr starfi með ungmennum, við gerð starfslýsingar og skipulagningar starfsins.

5.Nýr knattspyrnuvöllur með gervigrasi

2206086

Guðmundur Úlfar og Tómas Birgir koma á fund nefndarinnar og kynna hugmyndir að knattspyrnuvelli með gerfigrasi.
Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefnd þakka Tómasi Birgi og Guðmundi Úlfari fyrir greinagóða kynningu á hugmyndum að uppbyggingu á knattspyrnuvelli með gervigrasi.

Almennar umræðu um aðstöðu til íþrótta- og knattspyrnuiðkunar.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði lítill starfshópur, þar sem unnin verði greining á innviðum og á þörfum íþróttahreyfingarinnar í sveitarfélaginu. Út frá þeirri greiningu verði unnið að uppbyggingu íþróttasvæðisins.

Fundi slitið - kl. 18:40.