43. fundur 25. september 2019 kl. 17:00 - 19:56 Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Bjarki Oddsson
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Arnar Gauti Markússon og Árný Lára Karvelsdóttir boðuðu forföll, ekki náðist að boða varamenn.
Áheyrnafulltrúar á fundinum voru:
Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri, Birna Sigurðardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir sem fulltrúi starfsmanna Hvolsskóla, Andrea Hrund Bjarnadóttir sem fulltrúi starfsmanna Leikskólans Arkar og Ólafur Þórisson fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla.

1.Námskeið á vegum Skólaþjónustudeildar Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu

1909081

Fræðslunefnd býður Þórunni Jónu nýjan forstöðumann Skólaþjónustunnar velkomna til starfa og þakkar fyrir góða kynningu á námskeiðum komandi vetrar.
Fræðslunefnd hvetur starfsfólk skólanna sem og aðra til þáttöku á námskeiðum.

2.Fjárhagsáætlun 2020; gjaldskrár

1909091

Fræðslunefnd leggur til að reglur og gjaldskrá verði aðskildar fyrir Skólaskjól og lagt aftur fyrir nefnd.
Fræðslunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leiti.

3.Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2019

1909086

Birna fer yfir sjálfsmatsskýrslu Hvolsskóla og þakkar nefndin fyrir greinargóða skýrslu.
Staðfest samhljóða.

4.Starfsáætlun Leikskólans Arkar 2019-2020

1909084

Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða áætlun og áætlun er samþykkt.

5.Ársskýrsla Leikskólans Arkar 2018-2019

1909085

Fræðslunefnd þakkar fyrir góða skýrslu og samþykkir hana.

6.Stytting vinnuvikunnar; reglur

1909092

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með að tilraunaverkefnið um styttingu vinnuvikunnar sé hafið.
Reglur lagðar fram til kynningar.

7.Fundadagatal fræðslunefndar veturinn 2019-2020

1909087

Fundadagatal samþykkt.

8.Hvolsvöllur; Deiliskipulag

1811020

Fræðslunefnd tekur undir tillögu Mannvits um að ganga út frá tillögu 1 og loka ekki á umferð um Vallarbraut, að nýju íbúðarhverfi. Að því gefnu að sá vegkafli Vallabrautar sem aðgreinir íþrótta og skólasvæði verði breytt í vistgötu.

9.Læsisstefna Hvolsskóla og Leikskólans Arkar; staða málsins

1909088

Lagt fram til kynningar.

10.Forvarnardagurinn 2019

1909089

Lagt fram til kynningar.

11.43. fundur fræðslunefndar; önnur mál

1909090

Fundi slitið - kl. 19:56.